Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						;'22
MÓRGÚNBLAÐIÐ ÞRÍÐJtJbAGtjR, T. MAÍ 1991
1-
Sýnum hug okkar í verki
eftírJón Sigurðarson
Styrjaldir valda ekki aðeins
dauða, örkumlum, fólksflótta,
hungursneyðum, sjúkdómum og
örbirgð, heldur eitra þær einnig líf
þeirra sem eftir lifa. Mönnum verð-
ur æ betur ljóst, að það ofbeldi, sem
börn verða vitni að, gegnsýrir ekki
aðeins líf þeirra sjálfra, heldur verð-
ur það arfleifð og hutskipti afkom-
enda þeirra, jafnvel svo kynslóðum
skiptir. Tilfinningalegur skaði
barna vegna stríðsátaka getur verið
svo djúpur að hann læknist aldrei.
Sums staðar í heiminum eru nú að
vaxa upp kynslóðir sem aldrei hafa
þekkt frið. Umhverfi þeirra hefur
mótast af hatri, ógn og skelfingu.
í Afganistan hefur þetta orðið
hlutskipti heillar kynslóðar barna.
Þau hafa ekki aðeins alist upp í
stríði, þau hafa einnig farið á mis
við eðlilegt líf. Menntakerfi landsins
er í rúst. Stór hluti þeirra barna
sem á legg komst lærir aldrei að
lesa og skrifa. Sú kynslóð verður
illa í stakk búin til að takast á við
endurreisn landsins að stríðinu
loknu. Að því er ekki komið, þó að
ekki sé barist af sömu grimmd og
á árunum 1979 til 1989, þegar
Sovétmenn voru þar. Nú berjast
skæruliðahópar enn við stjórnarher-
inn og sumir þessir hópar berjast
líka innbyrðis.
En stríð hefur ekki aðeins valdið
tilfínningalegum örkumlum, líkam-
Ieg örkuml hafa gert að engu fram-
tíðarvonir hundruð þúsunda ung-
menna. Af þeim tæpu tveimur millj-
ónum, sem hlotið hafa varanleg
Oft eru það börnin sem verða verst úti í stríði.
örkuml er meira en helmingurinn
börn og ungmenni undir 18 ára
aldri. Daglega stækkar þessi hópur.
Auk stríðsáranna vofir önnur dulin
hætta stöðugt yfir íbúum Afganist-
ans, vítisvélar og jarðsprengjur,
sem dreift var meðan stríðið stóð
sem hæst, í þeim tilgangi að ein-
angra og loka stórum landsvæðum
fyrir allri mannaferð. Mörg þessi
svæði eru í landbúnaðarhéruðum
Afganistans, önnur eru í afskekkt-
um dölum og fjalllendi, þar sem
leiðir liggja til Pakistans.
Það er til hjálpar þessu örkumla
fólki, og ekki síst börnunum og
ungmennum, sem Rauði krossinn
efnir til söfnunarherferðar hinn 12.
maí undir kjörorðinu'Sól úr sorta.
Söfnunarátakið er liður í alheims-
átaki til hjálpar stríðshrjáðum, sem
SOL UR
E55Z3
Alheimsótak
til hjálpar stríðshrjáðum
landsfélög Rauða krossins og
Rauða hálfmánans í yfir 100 lönd-
um standa að. Markmiðið með söfn-
uninni hér á landi er að styrkja
nýja gervilimasmiðju í Afganistan
og að styrkja flóttamenn frá írak,
en um þeirra hörmungar þarf ekki
að fara mörgum orðum. Þær birt-
ast á skjánum inni í stofu hjá okk-
ur daglega.
Rauði krossinn hefur rekið lítið
gervilimaverkstæði í Kabúl, höfuð-
borg Afganistans, síðastliðin tvö ár.
Þar starfa sjö sérfræðingar í gervi-
limasmíði sem kennt hafa 70 lærl-
ingum smíði stoðtækja og gervi-
lima. Nýtt verkstæði mun gjör-
breyta allri aðstöðu og gera kleift
að margfalda afköstin. Ekki mun
veita af, 2.700 manns eru á biðlista
eftir gervilimi í Kabúl og þúsundir
eða tugþúsundir eru hvergi á skrá.
Þær 30 milljónir jarðsprengja sem
eru í Afganistan munu verða þess
valdandi að þörfin verður gífurleg
um ófyrirsjáanlega framtíð. Það er
daglegur viðburður að þær verði
fólki að bana, og fyrir hvern sem
lætur lífið slasast tveir eða fleiri.
Margir þeirra missa hönd eða
fót, hendur eða fætur. Án stoð-
tækja og gervilima eiga þessi fórn-
arlömb stríðsins sér ömurlega fram-
tíð.
Nýja gervilimasmiðjan í Kabúl
mun geta fært sólina inn í líf þessa
fólks. Haganlega gerður gervilimur
getur breytt lífí þúsunda og tugþús-
unda til hins betra.
Stuðningur við nýja gervilima-
smiðju í Kabúl í söfnuninni 12. maí
er' í rauninni stuðningur við þró-
unarverkefni. Sú þekking, sem
lagður hefur verið grunnur að, verð-
ur framvegis til staðar í landinu.
Aðstaðan, sem nýja verkstæðið
veitir, mun verða grunnurinn að því
¦
Jón Sigurðarson
að mögulegt verði að fullnægja eft-
irspurn eftir gervilimum. Framlög
í þessa söfnun mun koma að áþreif-
anlegu og varanlegu gagni.
íslendingar hafa lagt fram minni
fjármuni til þróunaraðstoðar við
bágstödd lönd en nokkurt annað
vestrænt ríki. Svo er að sjá af ný-
legri skoðanakönnun, að meirihluti
landsmanna telji þessi^ mál í góðu
lagi. Það sæmir ekki íslendingum,
sem eru ein ríkasta þjóð heims, að
láta sér fátt um finnast þjáningar
í stríðshrjáðum löndum. í söfuninni
12. maí gefst kostur á að sýna í
verki hvern hug við berum til þessa
ólánssama fólks.
Höfundur er framkvæmdas$jóri
og situr í alþjóðanefnd Rauða
kross íslands.
FRA SKOGRÆKTAR-
FÓLKIÁ DJÚPAVOGI
eftir Ingimar
Sveinsson
Vorið 1952, seint í maí, var lítill
hópur fólks staddur vestast í túninu
á Búlandsnesi við Hamarsfjörð.
Þessi blettur nefndist áður Bjargar-
rétt og var reyndar býli sem fór í
eyði snemma á þessari öld. Fólkið
sem þarna hittist á fögrum vordegi,
var að gera merkilega tilraun. Það
hafði meðferðis skóflur og nokkuð
af trjáplöntum, flestum litlum, sitka-
greni, birki, lerki, gulvíði, reyni o.fl.
Sú trú var landlæg á Djúpavogi að
þar þrifist illa trjágróður vegna
svalra hafvinda og hinna hörðu norð-
anveðra  úr  nærliggjandi  dölum.
Norræna húsið:
Skoskir höfundar á
Háskólatónleikum
SIÐUSTU Háskólatónleikar á
vormisseri verða haldnir í Norr-
æna húsinu miðvikudaginn 8. maí
kl. 12:30. A tónleikunum mun
Guðni Franzson klarinettleikari,
leika verk eftir skoska höfunda.
Á efnisskrá eru verk eftir þrjá
höfunda sem fæddir eru í Glasgow,
þá Edward McGuire, John Maxwelí
Gedddes og William Sweeney. Tvö
verkanna eru tileinkuð breska klarí-
nettuleikaranum Alan Hacker,
Prelude 9e, eftir Edward McGuire
en verkið var samið árið 1972 og er
í röð samnefndra verka fyrir ýmis
hljóðfæri. Það er til í tveimur útgáf-
um fyrir klarínettu og tvö segulbönd
og sem tríó fyrir klarínettur.
Þá er Vetur eftir John Maxwell
Geddes en það var samið árið 1978.
Og loks Níu dagar, Piobaireachd,
fyrir klarínettu eftir William Sween-
ey, en það var samið árið 1976,
fimmtíu árum eftir frægt alsheriar-
verkfall. Verkið er í formi sekkjapíp-
utónlistar og eru níu tilbrigði við
grunn-stef.
Nokkrar tilraunir höfðu verið gerðar
að setja niður trjáplöntur í nágrenn-
inu en árangur ekki mikill fram að
þessu. í þetta sinn skyldi reyna nýtt
svæði, Bjargarrétt. Þarna voru grasi
vaxnir blettir milli kletta, áburðar-
efni víða í rót eftir búskaparumstang
á fyrri tíð. Landinu hallar öllu á
móti sól. 20-30 manns munu hafa
verið þarna, börn og fullorðnir,
ógjörningur að nafngreina alla.
Sennilega hefur presturinn, séra
Trausti Pétursson, verið í farar-
broddi eins og svo oft í gróðursetn-
ingaferðum sem síðar voru farnar.
Þarna var Skógræktarfélag Djúpa-
vogs að stíga sín fyrstu skref og
hefja starf sem enn stendur yfir. A
hyerju vori hefur fólk farið að Bú-
landsnesi og sétt niður trjáplöntur,
oftast nokkur hundruð árlega. Flest-
ar þó síðustu árin. Vorið 1992 verða
liðin 40 ár frá þessum atburði. Nú
er nokkuð vöxtulegur skógur í
Bjargarrétt. Hár og beinvaxinn
greniskógur blasir við af þjóðvegin-
um. Þétt, skjólsælt birki- og víði-
kjarr er fjær dregur. Þessi • tilraun
hefur sannað að þrátt fyrir napra
norðanvinda og svala hafgolu þrífast
skógarplöntur vel í sólríkum brekk-
um við firðina eystra. Þessi tilraun
hefur sannað að enn getum við snú-
ið vörn í sókn.
.<**•$$•  ¦¦líifrv
Ingimar Sveinsson
„ Við erum enn að tapa
orrustum í stríðinu um
gróðurlendið. En þótt
ein og ein orrusta tapist
getur stríðið unnist. Til
þess þurfum við nokkuð
að vinna."
Það er annars nokkuð merkilegt
að fylgjast með breytingum á gróð-
urfari syðstu byggða S-Múlasýslu
síðustu áratugina. Enginn vafi á því
að þar er land víða að gróa upp.
Eldri mönnum ber saman um að
skógarkjarr í löngum dölum upp af
Álftafirði og Hamarsfirði hafi tekið
miklum breytingum. Kjarrið hefur
breiðst út og auk þess er það stór-
vaxnara en áður var. Hvað veldur?
Fyrir þessu eru vafalaust ýmsar
ástæður og er merkilegt rannsóknar-
efni. Hver eru áhrif hlýju áranna
1930-64? Staðreynd er að vetrarbeit
hefur lagst af. Reyndar má telja að
hún hafí aldrei verið mikil innst í
þessum dölum vegna þess hve lang-
ir þeir eru. Áður var nokkuð högg-
við af skógi og rifið hrís til eldsneyt-
is. Sú notkun er úr sögunni. Það er
ekki eingöngu skógurinn sem er að
breytast. Ef gengið er um landið
sést greinilega að viss svæði eru að
gróa upp. Krækilyng og fleiri jurtir
breiðast út. Þetta á fyrst og fremst
við um land þar sem vetrarbeit var
nokkru áður. Það virðist svo að upp-
blástursárunum fækki. Víða eru þó
viðkvæmir blettir þar sem brugðið
getur til beggja vona hvort gróður-
inn nær sér á_ strik eða þróunin fer
á verri veg. Ágangur fólks og fj'ár
hlýtur að ráða nokkru um hvernig
.til -tekst. Á landnámsöld var land
okkar viði vaxið frá fjöru til fjalls.
Miklu grónu landi höfum við glatað.
Skógurinn hefur svo til alveg horfið.
Mikil gróðurmold hefur farið veg
allrar veraldar. Fólk er að vakna til
vitundar um að eitthvað þurfi að
gera til að snúa þessari þróun við.
Meira gróið land, meiri skógur er
til yndisauka og hefur auk þess beina
hagnýta þýðingu fyrir íbúa landsins.
Gróðurlaust land er tæpast byggi-
legt. Við erum enn að tapa orrustum
í stríðinu um gróðurlendið. En þótt
ein og ein orrusta tapist getur stríð-
ið unnist. Til þess þurfum við nokk-
uð að vinna.
Djúpavogi, 14. apríl 1991.
AXIS HUSGOGN HF.
SMIDJUVEGI 9, KÓPAVOGI
SÍMI: 43500
F L E X I S   E A T Á S K A P A R   E R U   I S L E N c
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56