Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1991
Félag íslenska prentiðnaðarins og Félag bókagerðarmanna;
Samningur undirritaður um
stofnun Prenttæknistofnunar
FORMENN Félags bókagerðar-
manna og Félags íslenska prent-
iðnaðarins undirrituðu í gær
samning um stofnun Prent-
tæknístofnunar. Tilefni þessa
samstarfs samtakanna er sam-
komulag um að stuðla að víðtæk-
ari eftirmenntun starfsmanna í
prentiðnaði. Verður höfuðmark-
mið hinnar nýju Prenttækni-
stofnunar að auka þekkingu og
hæfni starfsmanna og stjórn-
enda í íslenskum prentiðnaði,
þannig að árangurinn verði auk-
in gæði og framleiðni, samfara
meiri starfsánægju. Er stofnun-
inni ætlað að ná þessum mark-
miðum með því að stofna til
námskeiða, bóklegra og verk-
legra fyrir starfsfólk í prentiðn-
aði.
Örn Jóhannsson, formaður FÍP,
sagði í gær, að fra því að ákveðið
hefði verið að endurskipuleggja
menntunarmál í prentiðnaðinum
hefði verið unnið sleitulaust að
undirbúningi að stofnun Prent-
tæknistofnunarinnar.
„Þetta framtak er til komið
vegna slælegra vinnubragða og
árangurs yfirvalda menntamála því
á þeim hefur staðið að bókagerðar-
deild Iðnskólans fengi þann aðbún-
að sem hún þarf. Skort hefur á
nægar fjárveitingar og því er deild-
in svo sett í dag, að hún hefur
ekki getað sinnt því hlutverki sem
hún hefur átt að sinna samkvæmt
gildandi námskrám og ekkert útlit
er fyrir að á því verði breyting.
Því fórum við þessa leið. Við vonum
að menntamálaráðuneytið fallist á
þá stefnubreytingu sem félögin í
sameiningu leggja til að verði á
náminu," sagði Þórir Guðjónsson,
formaður FBM, í samtali við Morg-
unblaðið.
Auka verkþekkinguna
Prenttæknistofnunin mun gefa
starfsmönnum kost á að auka verk-
þekkingu sína, bjóða þeim upp á
nám vegna sérhæfðra starfa og
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Orn Jóhannsson (t.h.), formaður Félags íslenska prentiðnaðarins, og Þórir Guðjónsson, formaður
Félags bókagerðarmanna, undirrita samning um stofnun Prenttæknistofnunar í gær. Að baki þeim
standa (f.v.) Þórarinn Gunnarsson, framkvæmdasljóri FÍP, Ólafur Björnsson, bókagerðarmaður,
Guðmundur Krisljánsson, ritari syórnar FÍP, og Þorgeir Baldursson, forstjóri Prentsmiðjunnar
Odda.
gefa þeim kost á upprifjun fyrra
náms. Einnig mun hún bæta þeim
upp grunnmenntun hafi henni verið
ábótavant. Verður stuðlað að
bættri grunnmenntun í bókagerð-
argreinum með námskeiðum fyrir
kennara, námskrárgerð og eftirliti
í samstarfi við yfirvöld mennta-
mála.
Stefnt er að því að leiðbeinendur
eigi kost á að sækja námskeið og
fara í kynnisferðir til útlanda og
mun Prenttæknistofnunin koma á
samvinnu og samstarfi við sam-
bærilegar stofnanir erlendis.
Við skipulagningu endurmennt-
unarnámskeiða verður þess gætt,
að þau verði í góðri samsvörun við
þarfir markaðarins. Verður um
þrenns konar námskeið að ræða;
20-40 tíma námskeið, fyrirtækja-
námskeið og 200 tíma námsbrautir
auk fyrirlestra, þar sem farið verð-
ur yfir öll svið prentiðnaðarins.
Fyrsta námskeið Prenttæknistofn-
unarinnar á að halda á vetri kom-
anda og er markmiðið að á tveimur
árum skuli framboð námskeiða
aukið jafnt og þétt í alls 18 tegund-
ir námskeiða.
Menntunarskortur háir
_ prentiðnaðinum
Guðmundur Kristjánsson, stjórn-
armaður í Prenttæknistofnun,
sagði að stofnunin hefði fyrst og
fremst það hlutverk að sinna end-
urmenntun'en einnig væri lagt til
að gerður verði samningur við
menntamálaráðuneytið um að
stofnunin annist gerð námskrár
fyrir kennsluna ásamt endur-
menntun kennara.
Örn sagði að ástand menntunar-
mála hefði á ýmsan hátt háð prent-
iðnaðinum. „Við teljum að við verð-
um að geta mætt aukinni sam-
keppni. Tækninýjungar í prentiðn-
aði eru svo. örar og við höfum ótt-
ast að við yrðum ekki samkeppnis-
færir að óbreyttu," sagði hann.
Samið við
menntamálaráðuneytið
Guðmundur sagði borna von að
nokkur skóli gæti staðið undir því
að fjárfesta í stórum vélum til
kennslunnar og því þyrfti að semja
við viðkomandi prentsmiðjur um
afnot af yélum til að nota við
kennslu. „í dag stendur mest á því
að fá menntamálaráðuneytið til að
samþykkja að almennu grunnnámi
sé lokið þegar nemendur byrja í
iðnskóla. Prenttæknistofnun á
bæði að taka að sér endurmenntun-
ina, sjá um sveinsprófin og fylgja
því eftir sem kennt er í Iðnskólan-
um. Stofnunin væntir þess að geta
gert samning við menntamálaráðu-
neytið um þessi atriði og semur
námskrár samkvæmt reikningi,"
sagði hann.
Félögin hafa einnig stofnað sér-
stakan prenttæknisjóð sem mun sjá
um að fjármagna rekstur Prent-
tæknistofnunarinnar. Verða rekst-
arartekjur sjóðsins 1% framlag sem
greitt er ofan á laun allra starfs-
manna með aðild að FBM. Mun
gjaldið verða greitt mánaðarlega
en bókagerðarmenn hafa hins veg-
ar samþykkt að falla frá 0,5%
launahækkun, sem koma átti til
framkvæmda 1. júní.
Fyrstu skref
Fyrstu aðgerðir Prenttækni-
stofnunar verða að ganga frá
samningum við menntamálaráðu-
neytið um breytt námsfyrirkomu-
lag og endurskoðun námsskrár.
Verður settur upp ráðgefandi hóp-
ur sem á að fjalla um námskrár
og litlar vinnunefndir sem gera til-
lögur um markmið, fjölda og inni-
hald námsáfanga, námsmat og
kennslugögn. Jafnframt verður
þeim ætlað að útbúa lokapróf úr
skóla og sveinspróf í samvinnu við
prófnefndir. Þá verður sett á fót
vinnunefnd til að móta reglur um
skilyrði sem fyrirtæki þurfa að
uppfylla til að öðlast rétt til að
taka nema í verknám og um skyld-
ur og réttindi leiðbeinenda.
Útvegun húsnæðis
Ráðinn verður sérstakur fram-
kvæmdastjóri til stofnunarinnar
sem mun stýra uppbyggingu henn-
ar.
Ný stjórn Prenttæknistofnunar
hóf störf þegar að lokinni undirrit-
un stofnsamnings félaganna en
hana skipa Þórir Guðjónsson og
Ólafur Björnsson fyrir hönd bóka-
gerðarmanna og Guðmundur
Kristjánsson og Þorgeir Baldursson
af hálfu FÍP.
Aðalfundur Sambands íslenskra rafveitna:
Raunhæft að hluti fiski-
skipaflotans verði knú-
inn raforku í framtíðinni
- sagði Gísli Júlíusson yfirverkfræðingur hjá Landsvirkjun
AÐALFUNDUR Sambands íslenskra rafveitna (SÍR) var settur á Hótel
Loftleiðum í gær en umræður um umhverfismál og öryggismál eru
meginviðfangsefni fundarins, sem stendur í tvo daga. í gær voru flutt
erindi er fjölluðu um umhverfismál og orkuveitur en í dag verður
umræðuefni öryggismál og raforkukerfið.
Gísli Júlíusson, yfirverkfræðing-    um 600 þúsund tonn af koltvísýr-
ur hjá Landsvirkjun, flutti erindi
um umhverfismál og nýtingu ra-
forku. Sagði hann raforku vera
hreinustu orku sem til væri og
mengun af henni nánast enga.
Gæti nýting raforku, ásamt jarð-
hita, í stað mengandi orkugjafa
orðið mun meiri hér á landi en hún
væri í dag. Bæri okkur til dæmis
skylda að innleiða rafknúin farar-
tæki hér á landi eins fljótt og kost-
ur væri á og ættu raforkufyrirtæk-
in í iandinu að hans mati að hefja
markvissa markaðssetningu á raf-
orku til farartækja og kynna notkun
hennar á því sviði.
Bensín- og olíunotkun bíla og
tækja hér á landi væri áætluð um
215 þúsund tonn um aldamót og
,ylli þessi eldsneytisnotkun því að
ingi færi út í loftið á ári. Væri það
tæpur þriðjungur af áætlaðri heild-
ar koltvísýringsframleiðslu hér á
landi á ári.
„Ef tekinn er sá fræðilegi mögu-
leiki, að allir bílar og tæki yrðu
rafdrifin myndi þurfa um 1000
GWh á ári af raforku, en með því
að nota vetni sem millilið þarf um
4000 GWh á ári af raforku, vegna
þess að nýtnin er svo miklu lélegri.
Ef allur skípaflotinn gengi fyrir
raforku frá álrafgeymum, myndi
þurfa um 1000 GWh fyrir fiskiskip
og um 670 GWh fyrir flutningaskip
eða samtals um 1670 GWh á ári
af raforku, sem þá myndi minnka
koltvísýringinn um 1 milljón tonna.
í framtíðinni er vel hægt að sjá
fyrir sér, að hluti fiskiskipaflota
okkar verði knúinn raforku frá ál-
rafgeymum," sagði Gísli.
Hann sagði einnig að bygging
álvers hér á landi yrði til þess að
byggt yrði einu álveri færra í heim-
inum, sem gengi fyrir raforku sem
unnin væri úr kolum eða olíu. Væri
það okkar skerfur til að minnka
aukningu á koltvísýringi í heiminum
og þar með minnka gróðurhúsa-
áhrifin.
Helgi Bjarnason, deildarverk-
fræðingur hjá Landsvirkjun, flutti
erindi um umhverfi og orkuveitur.
Hann sagði Landsvirkjun og Orku-
stofnun hafa haft óaðfinnanlegt
frumkvæði að rannsóknum og
stuðlað að verndun umhverfis, bæði
við undirbúning og rekstur virkj-
ana. Þessar stofnanir, ásamt Nátt-
úruverndarráði, ynnu um þessar
mundir að stefnumörkun um vernd-
un vatnsfalla og jarðhitasvæða þar
sem reynt yrði að gera tæmandi
yfirlit yfir þau vatnsföll og staði sem
virkjaðir yrðu á næstu 1-2 manns-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frá aðalfundi Sambands íslenskra rafveitna sem hófst í gær.
öldrum. Markmiðið með þeirri vinnu
væri að kanna hvort ástæða væri
til að íhuga verndun einstakra
vatnsfalla, takmarka nýtingu á
hluta þeirra eða setja skilyrði fyrir
notkun tiltekinna hluta vatnsfalla.
Áætlanagerð um langtímaupp-
byggingu raforkukerfisins væri
einnig orðin brýn og þyrfti að vinna
markvisst að því á næstu árum.
Til að þetta yrði að verukeika yrði
að hans mati að hraða gerð staf-
rænna korta í mælikvarðanum
1:25.000 af landinu öllu, setja lög
um eignarrétt á orkulindum og
verðmætum jarðefnum, gera svæð-
isskipulag af hálendi landsins og
auka almennar grunnrannsóknir á
næstu árum,
Helgi sagði einnig að kerfisbund-
ið mat á umhverfisáhrifum væri
víða lögbundið í nágrannalöndum
okkar sem liður í undirbúningi
framkvæmda á vegum hins opin-
bera. Taldi hann að innan skamms
mynd þess verða krafist að slíkt
mat væri viðhaft hérlendis við meiri
háttar framkvæmdir. Yrði því mati
vafalaust beitt við langtímaáætlun
um uppbyggingu raforkukerfisins á
næstu árum.
Einnig fluttu í gær erindi þeir
Ingvi Þorsteinsson, náttúrufræð-
ingur, sem ræddi um gróðurkerfi
og virkjanir og Halldór Ármanns-
son, efnafræðingur hjá Orkustofn-
un, sem ræddi um hagkvæmni jarð-
hitanýtingar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56