Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						46
MORGUNBLADIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAI 1991
4-
Minning:
Gísli Björnsson
lögreglufulltrúi
Hiim 27. apríl síðastliðinn lést
Gísli Björnsson lögreglufulltrúi á
sjúkrahúsi í Reykjavík.
Hann var fæddur 15. apríl 1935
að Stóru-Gröf í Stafholtstungum,
sonur hjónanna Björns Gíslasonar
prests Einarssonar í Hvammi í
Norðurárdal og Andrínu Kristleifs-
dóttur fræðimanns Þorsteinssonar
á Stóra-Kroppi í Reykholtsdal.
Gísli ólst upp í foreldrahúsum,
fyrst að Stóru-Gröf, en árið 1943
fluttu foreldrar hans að Sveina-
tungu í Norðurárdal og bjiiggu þar
upp frá því með stóran barnahóp.
Þær urðu sex systur hans en
Gísli var eini bróðirinn í hópnum. I
Sveinatungu var svo Gísli sín upp-
vaxtarár og þar vann hann á búi
foreldra sinna.
Auk þess var hann um skeið við
vöruflutninga, bæði með eigin bif-
reiðum og annarra.
Einnig hlutu félagsmál að lenda
á jafn virkum manni og Gísli var.
Til náms fór hann að Laugarvatni
og lauk þaðan landsprófi 1954.
Segja má að árið 1962 verði svo
þáttaskil í lífi hans.
Þá hóf hann störf með lögreglu-
liði Reykjavíkur og vann hann þar
óslitið upp frá því, að undanskildum
árunum 1968-1970 en þá var hann
við löggæslu hjá Sameinuðu þjóðun-
um í New York.
í lögreglunni voru honum falin
margvísleg vandasðm stjómunar-
störf og mannaforráð, enda var
honum í blóð borin óvenjuleg greind
og yfirveguð og 'glæsileg fram-
koma.
Ljóst er að í raðir vina hans þar
og vinnufélaga er nú höggvið stórt
skarð sem vandfyllt verður.
17. nóvember 1952 giftist Gísli
unnustu sinni, Elínu Björgu Magn-
úsdóttur. Foreldrar hennar eru
hjónin Magnús Finnbogason hús-
asmíðameistari og Laufey Jakobs-
dóttir.
Börn þeirra Gísla og Elínar eru:
Laufey, sem á dótturina Hafdísi
Björgu, og Björn , sem giftur er
Vilborgu Hannesdóttur og eiga þau
einnig eina dóttur, Elínu Björgu.
Ekki verður Gísla Björnssonaar
frá Sveinatungu minnst án þess að
um leið verði þess staðar að nokkru
getið.
Sveinatunga og umhverfi hennar
var honum kærari en aðrir staðir.
Hann bast þessum stað þeirri órofa
tryggð að hverju sinni sem við varð
komið kaus hann að dvelja þar um
lengri eða skemmri stundir, þrátt
fyrir aðsetur og annir á öðrum vett-
vangi.
Þrátt fyrir að þessi bær s.é út-
vörður í efstu byggð Borgarfjarðar,
eins og kunnugt er, þá var þar
byggt fyrsta steinsteypta íbúðar-
húsið i íslenskri sveit og það var
árið 1895.
Gísli hóf viðgerðir á því hið ytra
síðastliðið vor undir leiðsögn fag-
manna um viðhald fornra bygginga.
Tímans tönn hafði óhjákvæmi-
lega sett á það nokkur merki sín.
t
Ástkær eiginkona mín,
ALDÍS ÞORBJÖRG BRYNJÓLFSDÓTTIR SCHRAM,
lést í Landspítalanum að morgni 5. mai.
Björgvin Schram.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓSEF JÓIM SlGURÐSSON,
er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð.
Arnór Jósefsson,
Sigursteinn Jósefsson,
Reynir Jósefsson, -
Ólaf ur Jósefsson,
Arndís Jósef sdóttir,
Helga Jóhannesdóttir,
Ólöf Hilmarsdóttir,
Unnur Bergþórsdóttir,
Anna María Markúsdóttir,
Jón Ragnarsson,
barnabörn og barnabamabam.
t
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR LÚÐVÍKSDÓTTUR,
Hjallaseli 25,
áður til heimilis á Reynimel 28,
sem lést 1. maí, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 8. mai
kl. 13.30.   •
Ingibjörg Jónasdóttir,       Björn Guðjónsson,
Guðný Jónasdóttir,         Jónas Haraldsson,
Sigríður Ólafsdóttir,        Árni Rafnsson,
barnabörn og bamabarnabörn.
t
Sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRGÚLFUR KRISTJÁNSSON,
Vesturgötu 12,
Reykjavík,
er latinn.
Sigrún Þorláksdóttir,
Björgúlfur S. Björgúlfsson,
Ólafur R. Björgúlfsson,
Guðni Björgúlfsson,
Sigrún Björgúlfsdóttir,
Guðrún E. Björgúlfsdóttir,
Margrét Björgúlfsdóttir,
Konráð K. Björgúlfsson,
Sigurður Ó. Björgúlfsson,
Guðjón R. Andrésson,
Ragna Halldórsdóttir,
Kristbjörg Richter,
barnabörn og barnabarnabörn.
Það var brennandi áhugamál Gísla,
svo lengi sem hann mátti mæla,
að þeirri viðgerð yrði lokið að fullu,
þó að honum entust ekki kraftar,
en segja má að þeirri vinnu hafi
hann helgað síðustu starfskrafta
sína og raunar langt umfram mögu-
lega getu.
Svo vel er fjölskylda hans þekkt
að einstakri samheldni um alla
hluti, jafnt í gleði og sorg, að eng-
inn efast um að sú ósk verður upp-
fyllt af fullri sæmd.
Þau hafa ferðast öll saman um
heiðar og fjöll, farið í svaðilfarir
um flúðir og fallvötn og nú nýlega,
þegar séð var hvert stefndi um líf
og heilsu Gisla, tókust þau á hend-
ur ferð til Bandaríkjanna, svo að
Gísli gæti á ný litið aðsetur og
vinnustað frá fyrri tíð.
Gísli Björnsson var þeirrar gerðar
að ráða hans var ávallt leitað fyrst,
bæri að vandamál, sem ráðgast
þurfti um.
Gjarnan svaraði hann þá fyrst
eitthvað á þessa leið: „Ég skal at-
huga þetta og tala svo við þig."
Og þegar hann gaf sitt álit, þá
var það sem gulltrygging gegn
óhugsuðum sleggjudómum.
Ógleymanlegur verður einstakur
hæfileiki hans í samræðum og
spjalli, hve auðvelt hann átti með
að koma auga á hinar glaðværari
eða kímilegri hlíðar málanna.
í návist hans leið manni alltaf
svo vel. Tónlistargáfuna fékk hann
ríkulega í vöggugjöf og við orgel
eða píanó gat hann veitt bæði sjálf-
um sér og öðrum af þeirri list, sem
sameinar og gleður hugi manna
meira og betur en annað í heimi hér.
Og langlíf verður þeim sem nutu
minningin um tvær litlar syngjandi
stúlkur, augasteina afa síns, sitj-
andi í fangi hans að-æfa sönginn:
„Sofðu unga ástin mín". Ekki verð-
ur sagt um hver veitti hverjum
mest á slikum stundum, þar eiga
orð ekki við.
Veiðimannseðlið er ef til vill arf-
ur í blóði aftan úr Öldum og víst
er að Gísli fór ekki varhluta af því.
Veiðar stundaði hann af fimi og
list bæði sumar og vetur. Veit ég
með vissu að margur sem samferða
var undraðist fengsæld þess sem
hljóðlátastur var og minnst barst á.
Gilti þá einu hvort veiddur var
fugl eða fiskur. Raunar var það
alveg sama hvar var, hann skaraði
fram úr öðrum mönnum og mætti
þar margt til nefna, meðal annars
bæði skákíþrótt og spil.
Aldrei gat hann þess að neinu
ótilneyddur og það jafnt þó að form-
legar viðurkenningar féllu honum í
skaut.
Höfuðeinkenni hans var hlýleg
hógværð þess manns, sem aldrei
bar átorg það sem að honum laut.
En aldrei var þó augljósari þol-
gæði og hetjulund hans en í þeirri
viðureign, sem hann að síðustu
hafði, þó að enginn vissi honum
t
Eiginmaður minn,
SVERRIR ERLENDSSON,
fyrrverandi skipstjóri,
andaðist sunnudaginn 5. maí sl.
Fyrir hönd aðstandenda.
Dóra Bergþórsdóttir.
t
GUÐBJÖRG FANNEY SIGURJÓNSDÓTTIR,
Skjólbraut 1a,
Kópavogi,
sem lést á Landakotsspítala 2. maí sl. verður jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni miðvikudaginn 8. maí kl. 15.00.
Börn, tengdabörn,
barnaböm og bamabamaböm.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
OLGEIR JÓHANNSSON,
Háaleitisbraut 51,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 8. maí
kl. 13.30.
Guðmundur Olgeirsson,     Edda Björk Amardóttir,
Sigriður Bína Olgeirsdóttir,
Þórhildur Ýr Olgeirsdóttir,
Gyða Björg Olgeirsdóttir,    Atli Ríkharðsson,
Olga Hrönn Olgeirsdóttir
og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi,
BJARNI BRYNJARVÍGLUNDSSON,
Foldahrauni 40,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 8. maí kl.
13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnafélag Islands.
Hafdís Sveinsdóttir,
Víglundur Brynjar Bjarnason,
Ævar Þór Bjarnason,
Brynhildur Þétursdóttir,       Jóhann Þálsson,
Hafdís Erla Jóhannsdóttir.
betur hve vonlaust var að sigra í.
Þá var hann ávallt með gaman-
yrði og bros á vör, það var aldrei
neitt að hjá honum. En hann vissi
líka og fann að hann stóð aldrei
einn, því vðkul augu konu hans
fylgdu honum hvetja stund í um-
hyggju og líkn.
Þar var mikið þrekvirki af hendi
leyst.
Þessi fáu og ófullkomnu orð um
uppruna og æviskeið Gísla Björns-
sonar segja ekki neitt um það, sem
sterkast leitar á hugann, þegar
kvaddur er kær og náinn vinur, sem
í þrjátíu ár hefir verið tengdur okk-
ur fjölskyldu- og vinaböndum og
sem engan skugga hefir borið á
nokkru sinni.
Ég vil að endingu fyrir hönd fjöl-
skyldu minnar, aldraðra tengdafor-
eldra okkar, mága, mágkvenna og
svila og allra þeirra barna bera fram
einlæga þökk fyrir vináttu hans og
fyrir þá gæfu að hafa átt samleið
með honum um sinn.
Elskulega eiginkonu hans og af-
komendur bið ég allar góðar vættir
að hugga, vernda og styrkja um
ókomna tíð.
Páll Jonsson
Inn í hugann sækir spurn, hvers
vegna hann, sem okkur þótti öllum
svo vænt um.
Hvar sem hann fór, vakti hann
traust og góðvild. Okkur tengdafor-
eldrum var hann alltaf eins og góð-
ur sonur, Það var alltaf svo nota-
legt að fá hann í heimsókn, það
fylgdi honum alltaf svo góðlátleg
glettni og vinsemd, sem sló á bestu
strengi í huga okkar.
Einn er sá þáttur sem aldrei verð-
ur frá okkur tekinn, það er minning
um góðan og traustan vin.
Guðs trú og góðar bænir styrki
og varðveiti dóttur okkar, börn
þeirra tvö og afadætur í þessum
þunga harmi.  .
En mín trú er sú, að hans styrka
hönd mun búa í hverju þeirra spori.
Okkar stóra fjölskylda mun standa
saman eins og einn maður, að létta
þunga byrði þeirra. Við huggum
okkur við að nú er hann laus úr
viðjum þjáninganna, en lifir áfram
meðal okkar í ást og kærleika.
í guðsfriði og þakklæti.
Laufey   og   Magnús
Finnbogason.
Þann 27. apríl sl. bárust okkur
starfsmönnum almennrar rann-
sóknardeildar þær fregnir, að félagi
okkar og yfirmaður, Gísli Björnsson
lögreglufulltrúi, væri látinn.
Ég held að ég mæli fyrir munn
okkar allra starfsfélaga hans að það
fyrsta sem við fundum var hið mikla
tómarúm sem skapaðist við frlfall
hans, og það að geta ekki sagt leng-
ur Gísli segir eða Gísli vill.
Gísli var yfirmaður okkar starfs-
manna ARD eins og deildin er köll-
uð í daglegu tali. Hann var samt
mikið og meira en bara yfirmaður,
hann var fyrst og fremst góður
félagi bæði í starfi og utan þess.
Hann var búinn mörgum góðum
kostum, en hæst ber samt dreng-
lyndi hans og glaðværð. Hann gat
með jafnaðargeði sínu og rólyndi
lægt hæstu óánægjuöldur, sem
ávallt hljóta að rísa af og til, og
svo á eftir lapmað einhverju út sem
kom öllum til að hlæja. Þetta er
lítið dæmi um það hve Gísla tókst
vel að halda starfsanda okkar bæði
virkum og góðum.
Hann var og sá maður sem við
gátum allir hver og einn leitað til,
rætt við hann um vandamál okkar,
og ávallt leystust þau á einn eða
annan hátt. Oft var það að maður
hreinlega öðlaðist nýja lífstrú eftir
að hafa niðurdreginn gengið á fund
hans og þegið góð ráð. Aldrei
dæmdi hann eitthvað eða einhvern
eftir sögusögnum. Hann kannaði
sannleiksgildið á sinn hógværa hátt
ræddi málin ef honum fannst þess
þurfa, en annars afgreiddi hann það
með þögninni einni, sem oft var
eina rétta Ieiðin.
Gísli var drenglundaður, hógyær
maður, og með hógværð sinni en
ákveðni leiddi hann okkur starfs-
menn sína áfram í margþættum og
oft erfiðum málum. Aldrei var rasað
um ráð fram og það sem hann ákvað
að gert yrði gátum við framkvæmt
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56