Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						52
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIDJUDAGUR 7. MAÍ 1991
„jág sagtc, er þe&i ái/a-xteuippske/tL,
sú sí^ct&éau eðdusá naestc^. *
Ást er...
2-1?
. álltáf söm við sig.
TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved
° 1991 Los Angeles Times Syndicate
Hvenær hefurðu hugsað þér
að borga rafmagnsreikning-
inn?
t£j5l0»
Vera má að pabbi þinn geti
lamið hann pabba. En hann
hef ur ekki rpð við mömmu!
HOGNI HREKKVlSI
Vættir og náttúruandar
Það koma tár! augun.
ég finn yl í andlitið
af því ég skynja návist þína
á sérstakan máta.
(Bólivískt tregaljóð um látinn ástvin.)
Tungumálið Quechua gerir ekki
ráð fyrir mismun á dulrænum fyrir-
bærum og „raunverulegum". Nokk-
uð má þó reiða sig á, að fyrirbæri
sem eiga sér stað hring um hnött,
séu raunsönn, enda svipaðs eðlis.
Öfgar eru ráðandi í umfjöllun um
dulræn efni. Ýmist trúa menn engu,
eða öllu, segja frá af mestu rithöf-
undasnilld í útgefnum bókum. Hefur
tíðni þessa fælt vísindamenn frá
greininni. Menn lifa með hulinsver-
um á degi sem nóttu um heim allan.
Áður en sýslumenn og prestar upp-
rættu íslenska þjóðdansa í þágu lút-
hersks rétttrúnaðar, var glatt á
Hjalla í bókstaflegri merkingu. Fleiri
voru hulinsverur á Jörvagleði, en
þær sýnilegu.
Stundum eru verur þessar af lak-
ara tæinu. Austurlandabúar kunna
hinar fjölbreytilegustu aðferðir til
að hreinsa híbýli sín af þeim og eru
áramótasprengingar þannig til orðn-
ar. Lifandi fólk finnur stundum
sterka tilfmningu ótta og myrk-
fælni, þegar illur andi er að stela
sér lífsorku. Sjúkleg löngun í vímu-
efni, lostafull kynmök, eða bara pen-
inga, hverfur ekki við það eitt að
sál losni frá líkama. Ekki verður
þessa notið í andaheimi, nema með
því að sníkja á þeim lifandi, þá er
þeir stunda áðurtalið og annað sam-
bærilegt, til dæmis spilafíkn.
Um árþúsundir hefur Sjamani
verið tengiliður milli lifenda og anda-
heims. Sjamani skilur líkama sinn í
öruggri varðveislu vina, á meðan að
sál hans ferðast um andaheim. Þessi
varðveisla er nauðsynleg til að vara-
samur andi komist ekki í líkamann
á meðan, og verði trauðla hrakinn
þaðan. Ein sérgrein Jesú var að
lækna „andsetu", sem öðrum hefur
oft reynst mjög erfitt. Miðlar hafa
gegnt hlutverki sjamana á Vestur-
löndum, oft í andstöðu við ráðandi
trúarbrögð þar. í Austur-Asíu og
Himalaya hafa Budha-munkar verið
í hlutverkinu. Þýðingarmikið er að
vita nafn þess anda sem menn eiga
samskipti við. Hafið (Mama cucha)
á sínar heilladísir, eins og þessi fiski-
mannavísa frá Perú, ber vitni um.
Unnur Unnur
ég finn til ofsa gleði
þegar ég geng til bátsins
á móti golunni.
Andi tjáir nafn sitt ekki endilega
með  orðum,  heldur með því  sem
nafnið er dregið af, dýrum, náttúru-
fyrirbærum, guðlegum verum
o.s.frv. Hvert dýr og hver urt á sinn
verndaranda. Maður má nýta öll lí-
fríki náttúru, en með lotningu verður
að gjöra það og útrýma engri teg-
und. Skaðsemi þess að græðgisnýta
og menga Móður náttúru hefur
ávallt verið vituð af fyrirþjóðum
Ameríku og Eyjaálfu, auk einstakra
þjóða í Asíu, Afríku og Evrópu, eins
og til dæmis Sama. Nú er þessi stað-
reynd að renna upp fyrir fjöldanum,
„eins og ískaldur foss", en líklega
um seinan. Snautt er til úrræða,
enda uppeldi og menntun öll (vist-
fræði e.t.v. undanskilin) miðuð við
helsjúkt þjóðfélagskerfi, sem menn
verða svo háðir, að sambærilegt er
við vímuefnafíkn.
Yfirleitt er illgerlegt að endurtaka
dulrænar skynjanir, hefur þetta oft
verið höfuðverkur þeirra sem leggja
fyrir sig spádóma, skyggnilýsingar
og miðilsstörf í ábataskyni. Ekta
endurtekningar eru þó forsenda vís-
indalegrar sönnunar. Dulræn fyr-
irbæri láta lítt að stjórn, það komust
stórveldin að raun um, er þau hugð-
ust nýta hugskeyti í þágu vígbúnað-
ar. Oftast eru það einstaklingar sem
skynja dulræn fyrirbæri, þó dæmi
séu um annað, eins og litabreyting
á sólu.
Qan kikin taprakoqnki
Intiq rup"aypi - Þú
ert eins og fiðrildi
í sólskininu.
(Gamall millitexti, viðlagastef.)
Erfitt er að reyna sannleiksgildi
drauma, nema í votta viðurvist við
frásögn draums, og að svo gangi
eftir frammi fyrir þessum sömu vitn-
um. Bábilja er að sál manna dvelji
í öðrum hnetti á hverri nótt, þó slíkt
geti skeð stundum, einkum þegar
samskiptalíffærið heilaköngull er í
hámarksþroska á „táningaárunum".
Notkunarleysi rýrir líffæri þetta eins
og öll önnur, það þroskast ekkert
við móttöku fjölmiðlaefnis ævina út.
Hámenningin var hjá þeim þjóðum
sem lifðu, án þess að eyða umhverfi
sínu. Plagsiður margra þjóða sem
þrælkað hafa eða útrýmt öðrum,
hefur verið að halda fram yfirburð-
um. Um margar er að ræða: Aría,
Spartverja, Afrikaana og Assýr-
unga, eru þó fáar taldar. Lengi hef-
ur oflof af þessu tæi loðað við norr-
æna menn (hér á landi nýalssinnar
og afkvæmið „norrænt mannkyn").
Þjóðverjar töldu sig öðrum æðri
löngu fyrir daga Hitlers, og fengu
Lettar og Eistlendingar að kenna á
því.
Kenningar nýalssinna urðu til á
Disko-ey vestanvert við Grænland
forðum, þar sem höfundur þeirra var
við rannsóknir í blágrýtishraunlaga-
stafla frá ártertier tíma, og varð
fyrir áhrifum frá goðsögum Inúka
um himnaferðir á langri stjörnu-
bjartri vetrarnóttu. Þrátt fyrir ýmsar
fjarstæður munu nýalssinnar hafa
hitt á réttu skýringuna um tilvist
stórra torkennilegra dýra sem seint
munu veiðast. Frægast þeirra er
„dinosaurinn" í Loch Ness.
Þeir sem snöggt deyja og óvænt,
t.d. í umferðarslysi, eiga það til að
eigra um og halda sig vera enn í
jarðlíkama. Verur þessar (kuku) eru
ósköp einmana og taka nærri sér
að fá engar undirtektir er þær heilsa
o.s.frv. Þjóð Quik'apua og fleiri ná-
skyldar þjóðir brenndu allar persón-
ulegar eigur hins látna (sem aldrei
var landareign). Síðan mátti hvorki
hugsa til hans, eða tala um hann,
til að trufla ekki fyrstu skrefin á
þroskabraut í andalandinu. Bann
þetta gilti í eitt ár.
Vætti og náttúruanda er að finna
í allri óspilltri náttúru, einkum þar
sem fegurð er eða stórbrotleiki. Ein-
stöku skrúðgarðar í þéttbýli geta
fallið undir þetta, ef tré eru ekki
útlitslýtt vísvitandi og grasflatir
slegnar of oft. Túnfíflar eru eftirlík-
ing af sólunni, og fullþroska gras-
puntur hinn fegursti þegar hann
gerir vindinn sýnilegan. Mjög rík
hefur verið sú trú að fjöll, einkum
þau síhvítu (riti urqu), séu bústaðir
vætta (apu). Þekktastur þeirra hér
á landi mun Bárður á Jökli, einnig
að um fjallatinda liggi leiðin til himn-
aríkis (Hanaq Pacha), út í stjörnu-
geiminn. Norrænir menn dóu oft til
fyrirfram ákveðinna fjalla til að ger-
ast máttarverur þar. Virk eldfjöll
hafa sérstaka dularmagnan (Snæ-
fellsjökull, Hekla, • Vesúvius, Poc-
anapetl o.s.frv.). Ást á eldfjöllum
sem eiga til að gjósa mahnskæðum
kísilsúrum gosum, eins og þetta ljóð
frá Arequipa-fylki í Perú sýnir.
Þegar þú horfir (riku) andagtugur á Misti
gjósa rauðu (pukata) vellandi hrauni,
þá mundu hve innilega
hjarta mitt þráir þig (nuqa munawanki),
Göngumenn í fjöllum Bolivíu bæta
steinum í vörðubrot og fórna vindin-
um Qayra fáeinum kukalaufum
(mama kuka), eða augnabrúnahár-
um á helgistöðum (huaqa eða apac-
heta), sem eru á háhrygg fjalls, áður
en halla tekur ofan. Achachila á að
launa þetta með því að deyfa tilfinn-
ingar hungurs, þorsta, kulda og
þreytu.
Víkverji skrifar
Ivorhefti Skírnis, sem nýlega er
komið út birtist grein eftir Sig-
urð A. Magnússon, rithöfund, sem
er eftirtektarverð af ýmsum ástæð-
um. Um hana verður þó ekki fjallað
hér að nokkru ráði. Víkverji hlýtur
þó að stöðva við eftirfarandi athug-
asemd Sigurðar en hann segir m.a.:
„Ýmsir skriffinnar Morgunblaðsins
og raunar fleiri hafa borið andmæ-
lendum aðildar að Evrópusamfélag-
inu á brýn einangrunarhheigð og
vantrú á framtíðina."
Þessi orð má skilja þannig, að
Morgunblaðið sjálft eða þeir, sem
skrifa í nafni þess, hafi haft uppi
ásakanir af þessu tagi á hendur
þeim, sem andmæla aðild að Evr-
ópubandalaginu. Vel má vera, að
það hafi ekki vakað fyrir höfundi
að gera Morgunblaðinu upp þessar
skoðanir heldur sé hann að vísa til
greina, sem birzt hafa í blaðinu
eftir nafngreinda höfunda og þeir
hinir sömu bera að sjálfsögðu alla
ábyrgð á. En til þess að koma í veg
fyrir hugsanlegan misskilning
vegna loðins orðalags vill Víkverji
benda Sigurði A. Magnússyni og!
öðrum á eftirfarandi:          «
Morgunblaðið hefur alls ekki í
ritstjórnargreinum blaðsins tekið
undir sjónarmið þeirra, sem mæla
með aðild að Evrópubandalaginu.
Þvert á móti hefur blaðið árum
saman skrifað á þann veg, að slík
aðild komi ekki til greina og jafn-
framt undirstrikað nauðsyn þess,
að í öllum samningaviðræðum við
EB, hvort sem um er að ræða við-
ræður með óðrum EFTA-ríkjum
eins og nú standa yfir eða í tvíhliða
viðræðum, verði skýrt tekið fram,
að veiðiheimildir innan fiskveiðilög-
sögu okkar komi ekki til greina og
ekki megi koma til þess, að útlend-
ingar fái rétt til að eignast hlut í
íslenzkum sjávarútvegsfyrirtækj-
um. Síðarnefnda atriðið hefur verið
orðað á þann veg í ritstjórnargrein-
um blaðsins, að ekki megi gefa fyr-
irtækjum í Grimsby og Hull tæki-
færi til að kaupa upp Bolungarvík
og Súðavík, svo að dæmi séu nefnd.
Þetta eru þau sjónarmið, sem
„skriffinnar Morgunblaðsins" svo
notað sé orðalag Sigurðar A. Magn-
ússonar, hafa lýst, önnur ekki.
Ifyrradag var birt í Reykjavíkur-
bréfi Morgunblaðsins í heild
grein eftir Björn G. Ólafsson, þjóð-
félagsfræðing, sem hann skrifaði í
Vísbendingu, tímarit, sem gefið er
út af Kaupþingi hf. Víkverji hefur
verið beðinn um áð segja nánari
deili á höfundi þessarar athyglis-
verðu greinar. Hann er sonur Olafs
Björnssonar, hins þjóðkunna pró-
fessors og sérfræðings í efnahags-
málum.
Sú var tíðin, að þeir sem þurftu
að sækja farþega, sem komu
með Flugleiðavélum á Keflavíkur-
flugvöll, hringdu aftur og aftur í
skrifstofur félagsins til þess að
spyrjast fyrir um komutíma véla,
sem yfirleitt voru aldrei á áætlun.
Víkverji hefur komizt að þeirri nið-
urstöðu að fenginni reynslu, að slík-
ar hringingar séu nú óþarfar. Flug-
vélar félagsins eru nánast alltaf á
áætlun. Þetta er mikil breyting til
batnaðar, sem ber að meta að verð-
leikum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56