Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28
MORGUNBLADID MIÐVIKUDAGUR 29. MAI 1991
Minnmg:
Gíslína H. Magnús-
dóttír - Grindavík
Fædd 9. febrúar 1934
Dáin 22. maí 1991
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
. %       Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og alit.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
gðngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
~«      glaðir vér megum
þér síðar fylgja' í friðarskaut.
(Sb. 1886 - V. Briem)
Með þessum sálmi Valdimars
Briem kveðjum við Helgu „ömmu".
Elsku Hrefna, Laufey, Helga,
Heiðrún, makar og börn, við send-
um ykkur innilegustu samúðar-
kveðjur.
Bára og Anna Margrét
Elsku amma okkar, Gíslína
' Helga Magnúsdóttir er farin frá
okkur til Guðs. Það er erfitt að trúa
að við sjáum hana ekki aftur sem
alltaf var svo blíð og góð. Hún fór
oft með okkur í ferðalög og allt sem
við fórum, meira að segja til út-
landa. Hún hafði svo gaman af að
ferðast og það var svo gott að hafa
hana með. En svo var amma orðin
svo veik að hún treysti sér ekki til
að flakka meira þar sem þurfti að
ganga mikið. En var alltaf tilbúin
að koma í bíltúr og í heimsókn, þá
var svo gott að hreiðra um sig í
fangi hennar og hlusta á sögur.
Við þökkum Guði fyrir að hafa
fengið að hafa hana hjá okkur allan
þennan tíma. Við vitum að englarn-
ir eru búnir að sækja sál hennar
og fara með hana í sólina og fal-
legu garðana og við vitum að amma
verður fallegasti engillinn á himn-
um því hún var svo góð. Núna finn-
ur hún ekki lengur til og getur
dansað alla dansana sem við kennd-
um henni. Við vitum að amma er
hjá okkur og passar okkur.
Við skiljum ekki af hverju elsku
amma fór frá okkur en við vitum
að einhvern tíma kemur hún og
leiðir okkur um fallegu garðana.
Við vitum að Guð hefði getað verið
búinn að sækja hana miklu fyrr en
elsku amma var svo sterk.
Alltaf gátum við sagt ömmu hve
við elskuðum hana. Hún kvaddi
okkur alltaf með þessum orðum:
„Ég elska þig og Guð geymi þig."
Við kveðjum hana og þökkum
allar góðu stundirnar sem við áttum
saman.
Þú ljós og dagur, Drottinn, ert
allt dimmt og hulið þér er bert.
Þú ljós Guðs dýrðar, ljómar skært,
þú ljós þíns orðs oss hefur fært.
Þín náðin vakir nótt og dag,
þín náð á ekkert sólarlag.
I vöku' og blundi' hún verndar mig,
í vöku' og blundi' eg treysti á þig.
(Vald. Briem)
Dubravka Laufey, Helga Sól-
veig, Eva Ruza, Omar Orn og
Stefanía Tinna.
Mig langar til að minnast Helgu
okkar með nokkrum orðum, en hún
lést aðfaranótt miðvikudags 22.
maí á Landspítalanum.
Það er alltaf mikil sorg sem fylg-
ir andláti þess sem manni er kær.
Helga var ein af ljúfustu mann-
eskjum sem ég hef kynnst. Ég
minnist þess þegar ég kynntist
henni fyrst. Við Heiðrún yngsta
dóttir hennar vorum saman í skóla.
Eg var alltaf velkomin í Furugrund-
ina til þeirra jafnt á nóttu sem degi.
Ef það lá eitthvað illa á mér var
hún Helga búin að hressa mig við,
því hún var alltaf jákvæð hvernig
sem á stóð. Það var alltaf gaman
að koma til hennar og sitja og
spjalla yfir kaffibolla, sá tími var
góður og skemmtilegur.
Helga átti fjórar dætur, þær
Hrefnu, Laufeyju, Helgu og Heið-
rúnu. Þær voru hennar stoð og
stytta og stóðu við hlið móður
sinnar í erfiðum veikindum hennar.
Helga var búin að heyja harða bar-
áttu fyrir lífí sínu.
Ég minnist þess þegar Helga sá
son minn fyrst fyrir þrettán mánuð-
um að þá sagði hún: „Þarna kemur
eitt barnabarnið mitt í viðbót." Öll
börn voru börn eða barnabörn henn-
ar hvort sem þau voru skyld eða
ekki.
Mikill er missirinn fyrir barna-
börnin hennar níu því þau voru líf
og yndi Helgu.
Helga fór alltof fljótt frá okkur,
en við vitum að henni h'ður betur
núna.
Guð blessi minningu hennar.
Guðný Ósk
„Situr allt í sorgum,
sárt er mér um hjartarætur."
orti skáldið Jóhannes úr Kötlum
í kvæði sínu Að veturnóttum.
Mig langar að minnast góðrar
vinkonu minnar, Gíslínu Helgu
Magnúsdóttur frá Hrauni í Grinda-
vík, sem nú er látin. Ljúf kona er
fallin frá og ljúfar eru minningarn-
ar, sem hún eftirlét okkur, sem
söknum hennar sárt.
En hver var hún þessi kona sem
við kveðjum í dag. Helga var ein-
stök mannkostamanneskja. Lífið
fór ekki alltaf mildum höndum um
hana, en alltaf fór maður glaðari
af hennar fundi. Hún kunni að
gleðjast með glöðum og hryggjast
með hryggum. Nú er löngu sjúk-
dómsstríði lokið. Aldrei var kvartað
og svo var kjarkurinn mikill að við
vorum jafnvel farin að trúa á
kraftaverk. Árið 1957 hóf Helga
sambúð með Kristjáni Árnasyni,
eignuðust þau þrjár dætur. Áður
átti Helga dótturina Hrefnu Birg-
ittu. Reyndust þær henni vel í henn-
ar langa og stranga veikindastríði.
Helga var ekki aðeins góð móðir
og tengdamóðir, hún var einnig ein-
stök amma.
Stórt skarð er nú höggvið í þenn-
an hóp, en minningarnar um góða
móður, tengdamóður, ömmu og
systur eru margar að ylja sér við
og með þær í farteskinu munum
við horfa bjartsýn fram á veginn.
Það hefði Helga viljað.
Nú er hún farin frá okkur en
minningin um hana lifir áfram.
Far þú í friði, ->
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Hanna Pálsdóttir
Jóna Guðmunds-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 11. janúar 1911
Dáin 20. maí 1991
Legg ég nú bæði líf og önd,
Ijúfi Jesús í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(H.P.)
Mig langar til að skrifa nokkur
orð um hana ömmu mína, Jónu
Guðmundsdóttur, Lækjargötu 10,
Hafnarfirði.
Hún var búin að vera lengi veik
á spítala. Nú er hún ekki lengur
hjá okkur. Þegar hún var sem
veikust sagði hún alltaf: „Þetta fer
nú bráðum að batna." Hún amma
mín var mjög þolinmóð amraa.
Þegar mér leiddist hringdi ég í
ömmu og afi kom og sótti mig.
Þá spiluðum við allan daginn og
fórum svo út að gefa öndunum,
en það gerði amma á hverjum
degi. Á sunnudögum bakaði hún
alltaf pönnukökur. Ég færði henni
stundum blóm á spítalann. Amma
elskaði blóm. Hún bað mig að sjá
um leiðjð sitt og velja falleg blóm
á það. Ég vil þakka öllum á spíta-
lanum sem hjálpuðu ömmu minni
í veikindum hennar og megi góður
guð blessa Guðmund afa, en þau
voru búin að vera gift í fimmtíu
ár. Ég mun alltaf minnast ömmu
minnar með gleði og þakklæti.
Isidór ísidórsson
Að leiðarlokum leitar hugurinn
til horfinna daga. Finnst mér ekki
langt síðan er ég kom fyrst á heim-
ili foreldra æskuvinkonu minnar
Elsu, Jónu og Guðmundar, þótt
liðnir séu um þrír áratugir. Var
Jarðarber
Litf ögur og gómsæt, úr eigin garði
Blóm vikunnar
Umsjón: Ágústa Björns-
dóttir
Nr. 205
í þessum þætti og næsta mun
aðeins breytt um efni, blómin
geymd og í þeirra stað vakin svo-
lítil athygli á áhugaverðum nytja-
gróðri sem er mjög vandasamur
í ræktun við hérlendar aðstæður,
en lokkar þó ýmsa til athafna.
Hér er átt við jarðarber. Næsta
vonlítið er að ræktun jarðarberja
undir berum himni geti skilað telj-
andi árangri, vegna þess hve sum-
ur' eru hér stutt, vindasöm og
svöl. Til viðbótar er síðan oft um
að ræða umhleypingsveður á vet-
uma sem geta farið mjög illa með
plöntur.
Úrlausnir. Til ýmislegra ráða
má þó grípa í þvj' skyni að bæta
vaxtarskilyrðin þar sem hiti er
slakur og sprettutími stuttur. Ör-
uggasta úrræðið er að sjálfstögðu
að skýla jurtunum á einn eða
annan hátt. Hafa þær í gróður-
húsi, í sólreitum eða undir plast-
gróðurhlífum a.m.k. einvern tíma
árs. Eins mætti ylja jörð. Slíkar
veðurfarsbætandi aðgerðir á smá-
bletti á lóðum myndu auðvelda
margvíslega ræktun. Jarðarberja-
jurtin er fjölær, en þar sem rækt-
un hennar er stunduð í ábata-
skyni er algengast að rækta hana
aðeins í tvö ár, síðan er plantan
endurnýjuð. I heimilisgarðrækt-
inni gegnir öðru máli. Þar fær
plantan oftast að spretta eitthvað
lengur, kannski 3-4 ár, en þegar
hún hefir náð þeim aldri era ber-
in farin að vera smælkiskennd og
uppskeran byijuð að rýrna.
Rétt afbrigðaval. Það er mjög
mikilvægt að verða sér úti um
gott ræktunaryrki jarðarbers. Það
þarf að vera harðgert, fljótþroska
og frjósamt og gefa stór og bragð-
mikil ber. Fjöldi afbrigða er fyrir
hendi. Hjá Rannsóknastofnun
landbúnaðarins hafa verið í at-
hugun ein 12 þekkt yrki („sortir")
átímabilinu 1980-1988. Sú könn-
un fór fram í manngengu plast-
bogaskýli. Uppskerumest reynd-
ust Bounty, Tenira, Senga Seng-
ana og Karina. Þar sem löng og
góð reynsla er fyrir hendi, t.d. í
Jarðarber — Fragaria x cultorum
norðurhluta Noregs, er sérstak-
lega mælt með danska yrkinu
Zephyr sem gefur stór ber og er
fljótþroskuð og yrkinu Senga
Sengana, sem fer að þroskast viku
síðar eða svo, en bæði reynast
þau harðgerð á norðurslóðum.
Staðarval, jarðvegsbætur og
ræktunaraðferðir. Það er áríðandi
að velja jarðarberjum sólríkan og
vel skýldan ræktunarblett. Hann
mætti gjaman halla nokkuð gegn
sólu. Þá nýtur hann góðrar hlýju.
Sé jörð ekki talin nægilega eðlis-
góð og frjó verður að vanda til
þess að bæta hana. Aðgangur er
að ýmsum efnum í þessu skyni,
s.s. kalki, sandi, svarðmold, safn-
haugmold og búfjáráburði. Al-
mennt eru jarðarber ekki talin
mjög áburðarfrek og ræktendur
eru frekar hvattir til þess að halda
aftur af plöntunum en að mata
þær mikið. Fyrir gróðursetningu
er þó ráðlegt að bera í jörð þokka-
legan forða af búfjáráburði. Hann
verður að vera orðinn vel fúinn,
því plönturætur eru ávallt við-
kvæmar fyrr nýjum áburði. Sjálf-
sagt er einnig að hylja ræktunar-
blettinn- með svörtum plastdúk.
Slíkt eykur bæði jarðvegshita,
hindrar illgresisvöxt og stuðlar
að jafnari næringar- og vatnsbú-
skap. Afmarkið 90 cm breitt beð
en á því má koma fyrir 2 röðum
með 50 cm millibili. Hafa síðan
30-35 cm á milli plantna í röð.
(framh.)
Ó.V.H.
mér strax tekið eins og eini úr
fjölskyldunni.
Frá þeirri stundu hófst vinátta
okkar sem færðist síðan yfir á
börn mín. Tók sonur minn miklu
ástfóstri við Jónu og fékk hann
oft að dvelja á heimili þeirra. Kall-
aði hann hana alltaf Jónu ömmu.
Getur hann ekki verið viðstaddur
útför hennar, vegna dvalar við
nám erlendis. Sendir hann og kona
hans saknaðarkveðjur.
Jóna var fædd 11. janúar 1911
að Hesteyri í Sléttuhreppi. For-
eldrar hennar voru Ketilríður Vet-
urliðadóttir og Guðmundur Teofi-
lusson. Urðu systkinin alls níu, eru
tvö þeirra eftir á lífi.
Jóna eignaðist fimm börn, þrjú
með fyrri manni sínum, þau Gú-
staf, Laufeyju og Gunnar. Með
eftirlifandi eiginmanni sínum,
Guðmundi Þorgeirssyni, þau Guð-
mund Elís og Elísabetu'. Guðmund-
ur Elís hefur búið með foreldrum
sínum alla tíð. Jóna vann alltaf
mikið utan heimilis síns við hin
ýmsu störf. Vann hún til margra
ára hjá Fiskveiðihlutafélaginu
Venus hf., sem varð einn af henn-
ar síðustu vinnustöðumn.
Jóna lést eftir þunga sjúkralegu
sem hafði staðið samfellt í eitt og
hálft ár. Verður það okkur
ógleymanlegt hvað hún var já-
kvæð og létt í lund í gegnum sín
veikindi. Það er ávinningur að
kynnast góðu fólki eins og Jóna
var okkur. Hún var góð amma
barnabörnum sínum og lét sig
börn sín miklu varða. Þökkum við
allar góðu samverustundirnar sem
við áttum saman. Ég og fjölskylda
mín vottum eiginmanni, börnum
og öðrum ættingjum hennar okkar
dýpstu samúð. Fari hún í Guðs
friði.
S. B.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40