Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4    B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JUNI 1991
CHRISTO
ÁKJARVALSSTÖÐUM
Á YFIR þrjátíu ára listferli hefur
Christo, sem er fæddur árið 1935 í
Búlgaríu, unnið að ýmsum óvenjuleg-
um verkefnum, þar á meðal hefur
hann öðlast heimsfrægð fyrir að pakka
inn hlutum sem virðast varla til slíks
fallnir, svo sem þinghúsi í Berlín, brú
í Paris, klettum við strönd Ástralíu
og ellefu eyjum við Flórída. Slík verk-
efni kosta mikla peninga — í stærstu
verkin fara plastefni í hundruðum
þúsunda fermetra — og Christo hvorki
þiggur styrki eða leyfir öðrum að taka
þátt í kostnaðinum; hann safnar pen-
ingum með því að sejja teikningar, Ijós-
myndir og grafíkverk, sem yfirleitt
tengjast fyrirhuguðum eða afloknum
„innpökkunum". Sýningin, sem verður
opnuð á Kjarvalsstöðum í dag, saman-
stendur aðallega af slíkum teikningum
og ljósmyndum af umhverfisskúlptúr-
um, og kemur hingað frá Sonie-
Onstad-listasafninu í Noregi.
Christo pakkar hlutum ekki bara
inn, heldur hefur hann einnig
strengt dúk yfir landsvæði og lokað fyrir
mynni dals svo eitthvað sé nefnt, og nú
vinnur hann að stóru verkefni sem hann
kennir við regnhlífar. Ætlunin er, þegar
af verður, að reisa þúsundir sex metra
hárra regnhlífa í átján kílómetra línu í
Japan, og í tuttugu og fímm kílómetra
línu í Bandaríkjunum. Regnhlífarnar
verða bláar á litinn í Japan en gular á
hinum staðnum.
í nýlegu viðtali sagði Christo að með
hverju nýju verkefni reyndi hann að skapa
nýtt listaverk: „Ég reyni að bæta nýrri
vídd við verk mín. Eg byrja aldrei að vinna
OPERA
að verkefni sern líkist einhverju sem ég
hef þegar gert. Ég reyni að hafa eitthvað
nýtt fram að færa í hvert sinn. „Regn-
hlífaverkefnið" er ti! dæmis það fyrsta
sem ég geri samtímis á tveimur stöðum."
Umhverfisskúlptúrar Christos eru þeim
annmörkum háðir, að þeir geta yfirleitt
aðeins staðið um skamma hríð; frá nokkr-
um klukkustundum upp í nokkra daga.
Christo segir að listaverk sín séu háð
ákveðnum tíma og aðstæðum, það gefi
þeim ákveðið fagurfræðilegt gildi og veki
spurningar um hvað sé list, hvort hægt
sé að safna allri list og hvort list sé eilíf.
„Ég ætlast til þess að hvert verk sé ein-
stakt, í þeirri merkingu að það verður
aðeins í eitt sinn, rétt eins og bernska
okkar eða líf, og þess vegna aldrei hægt
að endurteka það, skipta á því og ein-
hverju öðru eða flytja það. Þetta eru ekki
hlutir, heldur listaverk sem fá venjulega
ákveðið rými að láni — eitthvað sem til-
heyrir málverki eða skúlptúr ekki dags
daglega. Þau fá rými á landsbyggðinni,
í borginni eða úthverfinu — tré, brýr,
hraðbrautir. Rýmið og listaverkið verða
eitt.
Hinsvegar," segir Cristo, „hafa teikn-
ingarnar og myndirnar, sem ég vinn við
undirbúninginn að þessum verkum, sitt
eigið listræna gildi. Á hefðbundinn hátt
sel ég teikningar og slík verk, og með
tekjunum af sölunni get ég hrint stórum
verkefnum í framkvæmd. Segja má að
teikningarnar og smærrj skúlpúrarnir séu
hefðbundin listaverk, list sem hengja má
upp á vegg. Mikilvægast er hvað ég geri
við peningana sem ég fæ fyrir þau. Ég
gæti keypt hús og demanta fyrir konuna
mína, en ég nota þá til að gera stóru
verkefnin raunveruleg."              - efi
Pont Neuf-brúin í París, innpökkuð 1985.
LEIKRÆN HLUTVERK
SKEMMTILEGUST
Heimur óperunnar er harður og
eflaust eru þar fáir á aldur við
Ingveldi Ýr Jónsdóttur, mezzó-
sópran, að feta sín fyrstu spor.
Ingveldur, sem er 24 ára gömul,
er þó hvergi bangin og ætlar
ótrauð að hella sér út í þá hörðu
samkeppni sem ríkir í óperuhús-
um í Evrópu. Hún hefur líka væn-
an sjóð í farteskinu sem er hald-
góð söngmenntun frá söngskólum
beggja vegna Atlantshafsins.
Því fer þó fjarri að Ingveldur
hafi einungis haldið sig í út-
löndum því hún hóf söngnám hjá
Guðmundu Elíasdóttur'15 áragömul
og ári seinna innritaðist hún í Söng-
skólann í Reykjavík. Tveimur árum
síðar hélt Ingveldur til Vínarborgar
þar sem hún sótti tíma til Svanhvítar
Egilsdóttur og tók lokapróf frá Tón-
listarskóla Vínarborgar en á sama
tíma tók hún stúdentspróf frá Mennt-
askólanum í Hamrahlíð. Frá Vínar-
borg lá leiðin yfir hafið til New York
þar sem hún hefur stundað nám í
Manhattan School of Music. Masters-
gráðu frá skólanum lauk hún í vor.
Ingveldur vann til verðlauna í keppni
fyrir söngvara og hljóðfæraleikara á
vegum „92nd street Y" samtakanna
svokölluðu í New York í mars.
Þó Ingveldur eða Inga, eins og
vinir hennar kalla hana, hafi komið
opinberlega fram bæði í Austurríki
og Bandaríkjunum hefur hún aldrei
haldið einsöngstónleika á íslandi.
Hún er nú stödd hér á landi og hyggst
bæta úr þessu með tónleikum í Is-
lensku óperunni 11. júní næstkom-
andi þar sem hún mun syngja fjöl-
breytt verk við undirleik Kristins
Arnar Kristinssonar píanóleikara.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00.
Ólíkir skólar
Ingveldur hefur reynslu af því að
sitja á skólabekk í tveimur heimsálf-
um en ætli sé einhver munur á skól-
um á þessum tveimur stöðum.
„Jú, því verður ekki neitað," segir
Ingveldur hugsi. „Bandarískir skólar
eru til dæmis mun skipulagðari og
Ingveldur Ýr
Jónsdóttir reynir
fyrir sér á fjölunum í
Evrópu í haust
kenna betri tækni á öllum sviðum
en skólar í Evrópu. Þar er aftur á
móti lögð áhersla á tungumála-
kennslu og mismunandi stíltegundir
sem Ameríkanar hafa tilhneigingu
til að blanda saman. Ekki má heldur
gleyma því að samkeppnin í amerísk-
um skólum er mun meiri og oft og
tíðum ómanneskjulegri en í Evrópu."
Lýrískur mezzósópran
Ingveldur er lýrískur mezzósópran
með kóleratúr. „Ég reyni að halda
mig við lýrískari hlutverk meðan ég
er ennþá ung. Seinna býst ég svo
við að syngja dramatískari hlutverk
og raddlega erfiðari. Ég reyni að
fara ekki út í þau of fljótt því ég
hef tekið eftir því að fólk sem fer
of semma í erfiðari hlutverk er lík-
legra til að missa röddina fyrr en ef
það heldur sig lengur við lýrískari
hlutverk," segir Ingveldur kankvís
og bætir við að henni finnist skemmt-
ilegust hlutverk sem reyna á leik-
ræna túlkun söngvarans.
Eftir tónleikana flytur Ingveldur
búferlum til Austurríkis.
„Maðurinn minn er Austurríkis-
maður og það bindur mig svolítið við
hinn þýskumælandi heim. Þess vegna
hef ég hugsað mér að reyna fyrir
mér í Evrópu á næstunni, syngja
fyrir umboðsmenn og óperuhús í von
um að fá einhvers staðar vinnu,"
segir Ingveldur og talið berst að sam-
keppninni úti.
„Staðreyndin er sú að fyrir nokkr-
um árum var fremur auðvelt fyrir
útlendinga að fá vinnu við evrópsk
óperuhús. Nú hefur hins vegar vaxið
upp kynslóð af frambærilegum þý-
skumælandi söngvurum og eftir að
austurblokkin opnaðist hefur sam-
keppnin enn aukist og kröfurnar orð-
ið meiri. Annars borgar sig ekki að
vera að hugsa of mikið um þetta en
halda frekar á brattann."
Alltaf rúm fyrir gott f ólk
Óperuhús í Evrópu eru eins og
gefur að skilja bæði stór og smá en
hvar ætli sé best stíga fyrstu skrefin.
„Ég held að best sé að byrja í litlu
húsi þar sem maður hefur tækifæri
til að afla sér reynslu á sviði og læra
hlutverk sem manni hæfa. Ég vona
að ég verði heppin og fái inni í húsi
þar sem ég get haldið áfram að læra
meira, en enn sem komið er er þetta
auðvitað meira draumamynd en ver-
uleiki," segir Ingveldur en vill samt
ekki meina að henni ói við framtíð-
inni. „Ég trúi því að alltaf sé rúm
fyrir gott fólk. Maður verður líka að
hafa trú á sjálfum sér til að komast
áfram, ekki of litla trú og ekki of
mikla, vita hvar manns takmörk
liggja."
V ill taka þátt í íslensku
tónlistarlífi
Um íslenskt tónlistarlíf segir Ing-
veldur: „Mér finnst stórkostlegt hvað
mikið er um að vera í íslensku tónlist-
arlífi og gaman að sjá hvað fólk
hefur byggt mikið upp hérna. Ég
vildi gjarnan taka þátt í þessu en
ég skil vel að húsin hérna hafa lagt
mikla vinnu í uppbygginguna og að
þau geti ekki tekið þá áhættu að
reyna óþekkta og óreynda söngvara
þar sem mikið er í húfi og allt verð-
ur að smella saman. Hins vegar
finnst mér sjálfsagt að fá reynda
söngvara til að skipta við þá sem
fyrir eru og leyfa fólki að sjá og
heyra fleiri góða íslendinga," segir
Ingveldur.
I því sem við kveðjumst berast
íslenskir óperusöngvarar í tal og Ing-
veldur viðurkennir að það sé spenn-
andi að vita til þess hversu vel þeim
gangi í Evrópu. „Þeir haf a rutt braut-
ina og eru ákveðinn styrkur fyrir
unga íslenska söngvara. Auk þess
hafa þeir getið sér góðan orðstír sem
kemur okkur sem á eftir komum til
góða."
Viðtal: Anna Gunnhildur
Ólafsdóttir.
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4