Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNI 1991 Stefna Heilsu- hælisins í Hveragerði er oróin viður- kenndur lífs- stíll manna, en nú næðir um hælið og reynt grundvöll ffyrir starfsemi þess i f ramtiðinni eftir Kristínu Marju Baldursdóttur Heilsuhælið sem stofnað var af hugsjónamönnum og reyndar al- menningi, sem gaf aurana sína til byggingar þess, hefur verið í sviðsljósinu vegna deilna lækna og forráðamanna hælisins. Upphaf- lega var deilt um hver ætti að sjá um fræðslu og ráðgjöf sjúkling- um til handa, en deilan harðnaði, yfirlæknum hælisins var sagt upp störfum, Læknafélag íslands varaði lækna við að sækja um starf á hælinu, og að lokum var tæplega 140 starfsmönnum hælisins sagt upp. Líklega eru þessar aðgerðir ekki í anda læknisins og stofn- anda Náttúrulækningafélags Islands, Jónasar Kristjánssonar, sem boðaði samræmi og rétta lífshætti. dóma nú komnir velmegunarsjúk- dómar. Heilsuhæli höfðu þá reyndar þekkst erlendis öldum saman og voru t.d. orðin hluti af lífsstíl Mið- Evrópubúa strax á 18. öld. Oft hefur verið deilt um starf- semi Heilsuhælisins í Hveragerði, enda þótti hún byltingarkennd í upphafi þótt boðskapurinn hafi ver- ið viðurkenndur síðustu árin. Deilur hafa þó sjaldan eða aldrei verið jafn harkalegar og núna. Augu al- mennings hafa beinst að hælinu og menn spurt sig hvers konar stofnun þetta sé og hvert upphaf- legt hlutverk hennar hafi verið. Brautryðjandinn Maðurinn á bak við þessa merki- legu stofnun var Jónas Kristjáns- son læknir, sem fæddist á Snær- Nú eru þeir famir að éta gras fyr- ir austan, sögðu menn með þunga þegar Heilsu- hælið í Hvera- gerði var stofnað í júlí 1955. Fyrir- bæri eins og heilsuhæli þar sem menn neyttu jurtafæðu ogstund- uðu böð þótti mikil sérviska, eink- um hjá þjóð sem nærst hafði á saltkjöti og súrmat frá upphafí byggðar. Það var N áttúrulækningafélag íslands sem stofnaði heilsuhælið og var tilgangurinn sá að beita náttúrulegum heilsuverndar- og lækningaaðferðum í meðferð dval- argesta. Tilgangur félagsins mun enn vera hinn sami þótt þjóðfélagið hafi breyst og í stað fátæktarsjúk- ingsstöðum í Húnavatnssýslu 20. september 1870. Jónas telst líklega til þeirra manna sem voru á undan sinni samtíð. Árið 1923 hélt hann fyrir- lestur um skaðsemi áfengis, kaffis og tóbaks, tveimur ámm seinna um óhollustu verksmiðjumats, 1930 um skammdegisþunglyndi, og 1935 um tengsl rangs matar- æðis og afbrotahneigðar. Um þessa þætti hefur einmitt verið ijallað mikið um síðustu árin. Jónas missti móður sína þegar hann var ellefu ára gamall og hét því við dánarbeð hennar að verða læknir. Atvik það sem dró móður hans til dauða hefur sennilega haft áhrif á hugsjónir hans og lífsstarf. Skip hafði strandað með full- fermi af kjöti í tunnum og keyptu bændur þær kjöttunnur sem töld- ust ekki skemmdar. Kjötið var þó hálfóætt af salti eftir að hafa velkst í sjónum. Tvær tunnur voru keypt- ar á heimili Jónasar og var það einkum vinnumaður einn á bænum sem borðaði kjötið. Um svipað leyti kom upp pest á því svæði sem menn borðuðu hið saltskemmda kjöt, bólguveiki eins og hún var kölluð, og tók vinnumaðurinn veik- ina. Að sögn manna rotnaði hann beinlínis í sundur og lagði þefínn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.