Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						w o
MORGUNBLAÐIÐISUNNUDÁGUR 16. JÚNI 1991!
Leitin að
oftir Gurtrúnu Guðlaugsdóttur
í SÓL og sumaryl stend ég uppi
á gróinni hæð og horí'i haukfrán-
um augum út yfir Danavirki í
Slésvik. I kringum mig standa
ferðafélagar mínir. Opinmynnt
hlustum við á Ute Drewis, frá
fornleifasafni Christian Avlbrech-
ts-háskólans, segja frá þýðingu
þessa virkis, sem byrjað var að
byggja árið 737, í aldagamalli
baráttu Dana við að halda Slé-
svík, svo konungur þeirra gæti
stoltur titlað sig Rex Daniae,
Norvaiae, Vand, Gothe, eins og
stendur á glæsilegri marmara-
kistu Friðriks V. í Hróarskeldu-
dómkirkju. Flestum þeirra kon-
unga og drottninga sem nú hvíla
fúnir náir í þvölu andrúmi dauð-
ans í konunglegum grafhvelfing-
um dómkirkjunnar, var þyrmt við
þeirri vitneskju að Danir yrðu
árið 1991 búnir að missa eða selja
flestar nýlendur sínar. Slésvík
misstu þeir raunar árið 1864 eftir
harðskeytt stríð sem þeir háðu
m.a. frá virkisvegg Danavirkis
sem nú stend ég á. Landi okkar,
Jón Thoroddsen, tók þátt í því
stríði, en slapp lifandi, sem betur
fór fyrir tvo afkomendur hans,
sem hjá mér standa á virkisveggn-
um.
En ég er ekki aðeins 130
árum of sein á vett-
vang til að fylgjast
með bardögum sem
Jón Thoroddsen tók
þátt í, ég er nærri
1.000 árum of sein til að lýsa þeim
bardögum sem ég er hingað komin
til að grennslast fyrir um. Ég er
þátttakandi í sérkennilegri ferð sem
29 manna hópur hefur efnt til í því
skyni að reyna að finna hina fornu
Jómsborg sem segir frá í Jómsvík-
ingasögu. Leikurinn berst um Dan-
mörku, Þýskaland og Pólland, undir
fararstjórn Jóns Böðvarssonar, sem
leiðbeindi hópnum í vetur sem leið
á fornsagnanámskeiði Tómstunda-
skólans. Á námskeiðinu, sem 45
manns sóttu, var lesin útgáfa eftir
skinnhandriti sem varðveitt er í Árn-
asafni í Kaupmannahöfn og talið er
ritað skömmu fyrir 1300. Ólafur
Halldórsson bjó handritið til prent-
unar. Fjögur önnur handrit eru til
varðveitt af Jómsvíkingasögu.
Fyrst og fremst skemmtirit
í formála segir að Jómsvíkinga-
saga sé sett saman mönnum til
skemmtunar, en sé ekki sagnfræði-
rit. Þar ráði frásagnargleðin ríkjum
og stuðst sé að mestum hluta við
munnlegar sagnir. Fræðimenn eru
þó sammála um að í fyrri hluta sög-
unnar sé stuðst við ritaðar heimild-
ir, einkum Skjöldungasögu og Ólafs
sögu Tryggvasonar eftir Gunnlaug
munk, sem báðar eru glataðar. Einn-
ig hefur höfundur líklega haft ein-
hvern stuðning af kvæðum. Jómsvík-
ingabardaga er t.d. getið í Velleklu
eftir Einar skálaglamm.
Jómsvíkingasaga skiptist í þrjá
hluta. í hinum fyrsta greinir frá við-
skiptum Haraldar Gormssonar Dan-
akonungs, sem nefndur var blátönn
Jón Böðvarsson og dr. Filipowiak þar sem sá síðarnefndi telur að miðpunktur hinnar fornu Jómsborg-
ar hafi verið.   .
og Hákonar Hlaðajarls Sigurðsson-
ar, sem ríkti í Noregi á árunum 975
til 995 og fyrst framan af var skatt-
jarl Haralds blátannar.
En Haraldur átti í útistöðum við
fleiri en Hákon jarl og fékk hann
raunar til liðs við sig gegn Ótta
keisara, sem í þann tíma réði fyrir
Saxlandi og Peitulöndum. Sá fékk
sér hinsvegar til fulltingis Ólaf
Tryggvason, þann sem kristnaði
Noreg allan. Haraldur og Ótta börð-
ust um héraðið Slésvík og veitti
ýmist betur. Haraldur lét reisa á því
svæði hið fræga Danavirki, sem var
skammt frá víkingaborginni
Heiðabæ. Bardaganum lauk með því
að Haraldur og Ótta keisari sömdu
frið eftir að Danavirki var brennt
til ösku. Haraldur tók kristna trú
og segir jafnframt í sögunni að
Hákon jarl hafi verið skírður til
kristni um leið og Haraldur blóð-
tönn, um 960, en kastað síðan kristni
og ekki goldið Danakonungi skatta
eftir það.
í öðrum hluta Jómsvíkingasögu
segir frá að á tímum þessara höfð-
inga var maður að nafni Pálnatóki
búsettur á Fjóni. Hann tók sig upp
og stofnaði Jómsborg, ásamt flokki
manna. Þangað komu til hans Sig-
valdi jarl og Þorkell hinn hávi, synir
Strúts-Haralds, jarls af Sjólöndum,
svo og Búi digri og Sigurður kápa,
synir Véseta í Borgundarhólmi, svo
getið sé nokkurra sögupersóna í
Jómsvíkingasögu. Síðast en ekki síst
skal svo getið Vagns Ákasonar, sem
var mestur kappi þeirra allra og
sonarsonur Pálnatóka.
í þriðja hluta Jómsvíkingasögu
segir frá stjórnun Jómsborgar og
endalokum Jómsvíkinga. Þeir
strengdu þess heit að fara í herför
til Noregs og_ jafnframt strengdi
hetjan Vagn Ákason þess heit að
koma í rekkju Ingibjargar, dóttur
Þorkels leiru í Vík austur, „ón hans
ráði og allra frænda hennar, áður
en ég koma heim aftur í Dan-
mörku," segir í sögunni. Vagn efndi
þetta heit með þeim afleiðingum að
frá þeim Ingibjörgu eru taldar komn-
ar helstu konungaættir í Evrópu.
Ekki fóru þó Jómsvíkingar frægð-
arfór til Noregs. Þeir töpuðu bar-
daga sem þeir háðu við Norðmenn
í Hjörungavogi, en Eiríkur, sonur
Hákonar jarls af Noregi gaf Vagni
grið, svo honum tókst að komast
með Ingibjörgu sína heim á Fjón
með fyrrgreindum afleiðingum.
Jómsvíkingalög
Bardaginn í Rjörungavogi þýddi
endalok Jómsvíkinga. Þegar Pálna-
tóki, afi Vagns, stofnaði Jómsborg,
setti hann Jómsvíkingalög í ellefu
greinum: 1. Aldur 18—50 ára. 2.
Enginn mátti renna fyrir jafn víga-
legum manni, honum jafn búnum.
3. Hver skyldi annars hefna, án til-
lits til skyldleika. 4. Enginn mátti
róg kveikja. (Pálnatóki skyldi fyrstur
segja tíðindi.) 5. Væri tekið við
manni er vegið hafði föður eða bróð-
ur og upp kærnist síðar, skyldi
Pálnatóki dæma. 6. Enginn skyldi
konu hafa innan borgar. 7. Enginn
skyldi brottu vera þrem nóttum leng-
ur nema Pálnatóki leyfði. 8. Deila
skyldi öllu herfangi, og lá við brott-
rekstur ef útaf væri brugðið. 9.
Enginn skyldi æðruorð mæla — eða
kvíða. 10. Allar deilum skyldi Pálna-
tóki til lykta leiða. 11. Hvorki skyldi
ráða frændsemi né vinfengi hverjir
kæmu til Jómsborgar.
Meðan Pálnatóki var við völd var
dyggilega framfylgt lögum Jómsvík-
inga en eftir dauða hans kom Sig-
hvatur til valda. Hann hafði ekki
lengi stjórnað þegar breyttist háttur
laganna í borginni. „Gerist svo brátt,
að þaðra eru konur í borginni tveim
nóttum saman eða þrem."
Einnig voru menn lengur í burtu
en áður og urðu stundum áverkar
með mönnum og einstaka víg. Þann-
ig seig á ógæfuhlið þar til yfir lauk
í bardaganum í Hjörungavogi.
Af hinum nýju
Jómsborgarförum
Víkur nú sögunni aftur til hinna
nýju Jómsborgarfara, þar sem þeir
tínast niður af grasi grónu Dana-
virki og inn í græna rútu frá Benns-
ferðum í Danmörku. í henni ræður
ríkjum John bílstjóri, sem þögull og
þéttholda þreytir keyrsluna eftir
þjóðvegum Slésvíkur og lætur ekki
á sig fá þó íslenskir farþegar hans
syngi við raust. Allir eru í besta
skapi og hafa lagt að baki skoðunar-
ferðir í Víkingasafnið í Hróarskeldu,
þar sem tróna aldagamlir, uppgrafn-
ir skipsviðir á nýjum járngrindum,
svo úr verða heilleg Iangskip og
knarrir.
Á langskipi hefur Gormur, faðir
Haraldar blátannar, siglt, þegar
hann fór úr landi til að biðja sér
Þyri, dóttur Haraldar jarls í Hollset-
ulandi. Hún gaf honum kost á ráða-
hagnum, gegn því að hann léti reisa
afhýsi og svæfi-þar þrjár nætur og
segði henni svo drauma sína, ef ein-
hverjir yrðu. Til allrar hamingju fyr-
ir okkur í rútunni, höfund Jómsvík-
ingasögu og ekki síst Harald blá-
tönn, þá dreymdi Gorm merka
drauma, sem Þyri réði umsvifalaust
fyrir hallærum og vandræðum. Hún
lét það þó ekki aftra sér frá að gift-
ast Gormi og nú liggja þau hjón
undir rúnasteinum á Jalangursheiði
sem við ferðalangarnir skoðuðum
áhugasamir. Þann stærri lét Harald-
ur blátönn reisa yfir föður sinn og
letra á steininn: „Haraldur konungur
bauð gjöra kumbl þessi eftir Gorm
föður sinn og eftir Þyri móður sína,
sá Haraldur sem vann Danmörku
alla og Noreg og gjörði Dana
kristna."
Ekki veitti af að kristna víking-
ana. Á það vorum við rækilega minnt
þegar við komum að Heiðabæ, sem
var fyrsta borg Norður-Evrópu og
tengdi saman, ef svo má segja,
Eystrasalt og Atlantshaf. í Víkinga-
safninu, á hinu forna bæjarstæði
Heiðabæjar, sáum við kvikmynd um
víkingana sem sýndi okkur svo ekki
varð um villst að þeir voru ekki sér-
lega kristilega þenkjandi í dagfari
sínu. En John bílstjóri tekur úr okk-
ur hrollinn með kaffí sem hann hit-
aði meðan við vorum inni á safninu,
minnugur þess að Danaveldi kvöddu
Jómsborgarfara hinir nýju með ang-
urvægum söng: „Livet er ikke det
værste man har, om lidt er kaffen
klar."
Ekið yfir Þýskaland
í Heiðarbæ bætist Dr. Hartmunt
Mittelstadt í hópinn, og gerist eftir
það túlkur okkar, er við hlustum á
hina aðskiljanlegu fræðimenn lesa
okkur pistla sína. Hartmunt hefur
tekið sér íslenska nafnið Hermóður
og talar íslensku næstum eins og
innfæddur. Hann hefur þó aðeins
tvisvar komið til íslands, í skamman
tíma hvort skipti. Islenskukunnáttu
íslenskiráhugamenn umfomaldars'ógu Noréurlanda gerbu vtðreist íleit að/ornri víkingaborgsem segirfrá í Jómsvíkingasögu
-
					
Fela smįmyndir
C 1
C 1
C 2
C 2
C 3
C 3
C 4
C 4
C 5
C 5
C 6
C 6
C 7
C 7
C 8
C 8
C 9
C 9
C 10
C 10
C 11
C 11
C 12
C 12
C 13
C 13
C 14
C 14
C 15
C 15
C 16
C 16
C 17
C 17
C 18
C 18
C 19
C 19
C 20
C 20
C 21
C 21
C 22
C 22
C 23
C 23
C 24
C 24
C 25
C 25
C 26
C 26
C 27
C 27
C 28
C 28
C 29
C 29
C 30
C 30
C 31
C 31
C 32
C 32