Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 2. AGUST 1991
Staðarkirkja í Aðalvík.
ijósm / s.Bj.            Fólkið, sem tók á móti mér að Sæbóli í Aðalvík.
Ljósm./ S.Bj.
Sérkennileg og fögur athöfn
í tveimur eyðikirkjum
eftír Sigurð Bjarnason
frá Vigur
Nær sex hundruð manns sóttu
messu í tveimur eyðikirkjum í
Grunnavíkur- og Sléttuhreppi í júlí-
mánuði. Pór athöfnin fram að Stað
í Grunnavík 7. júlí, en að Stað í
Aðalvík 14. júlí. Fegursta veður var
báða þessa daga. Flutti Fagranes,
hinn nýi Djúpbátur ísfirðinga og
Djúpmanna kirkjugesti til hátíða-
haldanna.
Séra Sigurður Ægisson sóknar-
prestur í Bolungarvík messaði á
báðum stöðunum. En í Stað í
Grunnavík las séra Sigríður Guð-
marsdóttir sóknarprestur á Suður-
eyri guðspjall. Þar lásu einnig ritn-
ingargreinar séra Baldur Vilhelms-
son prófastur í Vatnsfirði og séra
Jakob Hjálmarsson dómkirkjuprest-
ur í Reykjavík. En hann var áður
sóknarprestur á Isafirði og í
Grunnavík. Fólk úr Grunnavíkur-
og Sléttuhreppi, auk margra ann-
arra, sóttu þessar guðsþjónustur og
annaðist söng.
Síðasti prestur, sem var búsettur
á Stað í Grunnavík var séra Jón-
mundur Halldórsson, sem lést árið
1954. En fyrsti þjónandi prestur
þar, sem heimildir eru um, var séra
Ormur, en hann situr staðinn árið
1369. Meðal annarra presta þar
má nefna séra Torfa Magnússon
1822, séra Hannes Arnórsson 1841,
séra Þorvald Jakobsson 1883, séra
Pétur Maack 1884, séra Pál Sí-
vertssen 1892 og séra Kjartan
Kjartansson 1893. Kirkja í Grunna-
vík var m.a. helguð Mariu, Mikael
höfuðengli, Ólafí konungi, Þorláki
biskupi og Maríu Magdalenu.
Staður í Aðalvík var Mariukirkja
og helguð Pétri postula.
Eins og áður er getið prédikaði
séra Sigurður Ægisson að Staðar-
kirkju í Aðalvík 14. júlí. Komst
hann m.a. að orði á þessa leið:
Undarleg tilfinning
„Allt frá landnámstíð hefur vog-
skorin og hrikaleg strandlengja
þessara norðurslóða verið byggð.
Þar hafa kynslóðirnar háð baráttu
sína við náttúruöflin, óbrotna sjóa
íshafsins, snjóalög og hafísa, ein-
angrun og oft á tíðum miskunnar-
lausa veðurhörku. Og þverhnípt
björgin gnæft ógnandi og svipþung
yfir litlum býlum í fjörðum og vík-
um.
Þess vegna er undarleg tilfinning
að koma að guðshúsi, sem verið
hefur autt og tómt, fjarri manna-
byggðum, langan aldur, eins og
þessi litla kirkjahér á Stað í Að-
alvík. Hjarta manns fyllist gleði við
að sjá það í auðninni, eins og klett,
eða tré eða vin; en um leið gerist
sálin mædd og döpur vegna þeirra
grimmu örlaga, sem hafa gert það
að verkum, að í þessari fallegu sveit
er ekki búið lengur, nema að sumar-
lagi.
Yfir 300 manns sóttu Grunnavík heim 7. júlí.
Ljósm./ Pétur Bjarnason
Prestarnir í Stað í Grunnavik. Talið frá
vinstri: Séra Jakob Hjálmarsson, séra Sig-
urður Ægisson og séra Baldur Vilhelmsson
prófastur.
í landnámi Geirmundar
heljarskinns
Kannski er þessi tregi sumpart
vegna þeirrar staðreyndar, að þessi
kirkja, í Iandnámi Geirmundar helj-
arskinns, á meiri sögu og lengri
heldur en mörg önnur slík hús á
Vestfjörðum og reyndar landinu
öllu. Hér er kirkja árið 1200 fyrir
víst, og alla tíð síðan, eins og í
Grunnavík, og e.t.v. hefur verið
búíð að reisa hér guðshús fyrir
þann tíma. En ritaðar heimildir
skortir því til frekari sönnunar.
Þessi kirkja er byggð
árið 1904, en áður stóð
hér annað guðshús, og á
undan því mörg fleiri.
Kirkja í Aðalvík, en það
nafn ber Staðarkirkja oft-
ast í fornskjölum, var í
kaþólskum sið helguð
Maríu guðsmóður og
Pétri postula. En þau
voru ákaflega vinsæl með
þjóðinni fyrrum, sem
nafn- og verndar/iýrling-
ar íslenskra kirkna. Alls
voru um 200 kirkjur helg-
aðar Maríu einni, eða
ásamt með öðrum dýrl-
ingum, en 73 kirkjur Pétri
postula.
Guðshús voru mjög
víða á fyrstu öldum
kristninnar í landinu. Er
talið að um 3.000 slík
hafi verið hér á landi í
kringum árið 1100, eða
mjög nærri því að vera á
hverjum bæ.
Um árið 1550 er þeim
tekið að fækka mikið,
enda var gert í því að
leggja,  sérstaklega bænhúsin og
hálfkirkjurnar, af.
49 guðshús í N-ís.
í Norður-ísafjarðarsýslu, sem nú
er, hafa í gegnum tíðina verið ákaf-
lega mörg guðshús, eða nánar til-
tekið 49 talsins, sem menn vita um.
Þessir staðir eru: Hóll í Bolung-
arvík, Hnífsdalur, Eyri í Skutuls-
firði, Tunga í Skutulsfirði, Engidal-
ur, Fossar, Kirkjuból í Skutulsfirði,
Arnardalur neðri, Súðavík, Svarf-
hóll, Eyri í Seyðisfirði, Hestfjörður,
Hjaílar, Ögur, Laugaból, Þernuvík,
Ljósm./ Pétur Bjarnason
Kirkjuból í Heydal, Hörgshlíð í Mjó-
afirði, Skálavík, Vatnsfjörður,
Reykjarfjörður, Múli í ísafirði,
Laugaból, Arngerðareyri, Kirkjuból
í Langadal, Tunga, Nauteyri, Mel-
graseyri, Laugaland, Bæir á Snæ-
fjallaströnd, Unaðsdalur, Æðey,
Garðar, Snæfjöll, Nes í Grunnavík,
Staður í Grunnavík, Höfðaströnd,
Dynjandi, Steinólfsstaðir, Hesteyri,
Slétta í Jökulfjörðum, Sæból í Að-
alvík, Staður í Aðalvík, Látur, Höfn
í Hornvík, Horn, Bolungarvík á
Ströndum, Furufjörður, og loks
Kirkjuból í Reykjarfirði.
Aðalkirkjur standa eftir
Þegar líður fram yfir siðbreyt-
ingu, 1550, eru hálfidrkjurnar og
bænahúsin tekin að falla eitt af
öðru, og lágu til þess margar ástæð-
ur, m.a. sú, að bændur þurftu að
standa straum af kostnaði við að
halda þeim til haga, en það var oft
mikið verk og dýrt, en engar tekjur
komu á móti. Um síðir falla þessi
guðshús flest öll, en aðalkirkjurnar,
sóknarkirkjurnar, standa einar eft-
ir. í Sléttuhreppi er það Staður í
Aðalvík sem fær það hlutverk að
þjóna nágrannabæjunum, og reynd-
ar öllum Sléttuhreppi. Prestarnir
reyndu að klöngrast yfir sóknirnar
á vetrum til húsvitjunar eða ann-
arra verka, en að ððru leyti höfðu
menn lítið af handleiðslu þeirra að
segja. Andlegir leiðtogar urðu því
ekki prestarnir, heldur Jón Vídalín
og Hallgrímur Pétursson, i formi
húslestra og sálmasöngs.
Mörg vandamál sköpuðust
Vandamál gátu skapast, og
gerðu það, einkum ef einhver dó
um hávetur og þurti að koma hon-
um í vígða mold. Og þarf ekki að
fjölyrða um erfiðleikana sem hljóta
að hafa fylgt því, eins og reyndar
dæmin sanna. Oft kom það fyrir,
að prestar urðu að staursetja lík
vegna þessa, eins og til dæmis sr.
Runólfur Magnús Jónsson, kallaður
hinn franski, er þjónaði hér á Stað
í Aðalvík frá 1905 til 1938, eða í
33 ár, og vafalaust hafa forverar
hans þurft að gera slíkt hið sama
einhvern tíma.
Um' seinustu aldamót var nokkuð
bætt úr þessu ófremdarástandi, og
varð þá mun léttara um líkflutninga
til greftrunar frá afskekktustu bæj-
um sóknarinnar. Árið 1899 var reist
kirkja á Hesteyri og vígð 3. sept-
ember það ár, og Aðalvíkursókn
(eða Staðarsókn) skipt í tvennt með
stjórnarráðsbréfi dagsettu 6. apríl
1907. Hétu sóknirnar eftir það
Staðarsókn, og svo Hesteyrarsókn,
sem náði yfir Hesteyri, Strandir og
Fljót.
Kyrrð auðnarinnar
Þegar síðustu íbúar Sléttuhrepps
fluttust á brott, árið 1952, voru
örlög sveitarfélagsins ráðin. Sveit-
arfélag, sem tæpum tveim áratug-
um áður hafði verið skipað 500 ein-
staklingum, var ekki lengur til.
Byggðin var auð, eftir stóðu mann-
laus hús, og kyrrð auðnarinnar
hvíldi yfir áður byggðum víkum og
bólum.
Verulegs brottflutnings varð
fyrst vart árið 1943, er 82 íbúar
flytjast á brott, en þetta náði há-
marki 1946, þegar 121 íbúi kveður.
Seinasta árið, 1952, fara hinir síð-
ustu 30 íbúar.
Og nú er hér einungis búið yfir
sumartímann.
Það eru dapurleg örlög sveitar,
er hefur verið í byggð næstum alla
sögu þjóðarinnar.
Tengiliður við kynslóðirnar
Nú er mest um vert, að ekki slitni
bönd afkomendanna við heima-
byggðina einu og sönnu, við uppr-
unann, fortíðina, söguna.
Það verður best gert með því að
leggja rækt, ekki bara við minning-
arnar, heldur það, sem enn varir
og lifir: grösin, blómin, vatnið, fjöll-
in, kirkjuna hér, þetta musteri Guðs
á jörðu, þennan tengilið við kynslóð-
irnar, fólkið, sem bjó hér, lifði og dó.
Megi kirkjan á Stað í Aðalvík fá
að standa áfram komandi tíma, eins
og hingað til, sem kröftugur vitnis-
burður um þá festu og tryggð og
náð almáttugs Guðs, sem engum
manni bregst í tímans straumi."
Margar minningar
Það voru vissulega margar minn-
ingar, sem vöknuðu í hugum fólks-
ins, sem sótti guðsþjónusturnar í
Staðarkirkju í Grunnavík og Stað-
arkirkju í Aðalvík. Sumar bjartar
og fagrar, aðrar mótaðar sorg og
söknuði. Sjálfur þekkti ég margt
þetta fólk og átti um það ljúfar
minningar, um gestrisni þess og
góðvild, dugnað og atorku. Séra
Jónmundur í Grunnavík, séra
Magnús franski og séra Finnbogi á
Stað í Aðalvík lifðu allir og störfuðu
í æsku minni við Djúp. Mörg sókn-
arbörn þeirra voru nánir samstarfs-
menn mínir og vinir. Sumir þeirra
sóttu nú guðsþjónusturnar í heima-
kirkjum sínum, þessa fögru júlí-
daga. En mörg þeirra voru horfin.
Afkomendur þeirra sóttu kirkjur
sínar og önnuðust fagran messu-
söng.
Þegar ég lenti á Sæbóli 14. júlí
tók ung kona á móti mér og fylgdi
mér heim á óðal feðra sinna, til
þess að hylla frændur og vini og
þiggja veitingar, þaðan var svo
gengið til kirkju.
Að messu lokinni var boðið upp
á rausnarlegt kirkjukaffi í Gamla
skólanum á Sæbóli. Þar voru áður
haldnar ræður um landsins gagn
og nauðsynjar.
Svo er haldið til sjávarog siglt
í góðviðrinu yfir dimmblátt ísafjarð-
ardjúp. Sól er við hafsbrún. En
minningin vakir um fagra byggð
og tryggt og dugandi fólk við hið
ysta haf.
Höfuadw er fyrrverandi
alþingismaður, ritstjóri og
sendiherra.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44