Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUIi 7. SEPTEMBER 1991 T7er inn á lang i flest heimili landsins! Frásögn af söngafreki í Veróna: Hin hliðin á peningnum eftir Sigurð Vincenzo Demetz ílsfterefoft rmffl Umsjónarmaður Gísli Jónsson Ég ætla nú að heijast hánda við að uppfylla það fyrirheit sem ég gaf ekki fyrir löngu. Ég ætla að setja hér inn í þættina smá- skammta af beygingafræði, einkum nafnorða, en þetta er býsna mikið mál. Þar er þá fyrst frá að skýra, að nafnorð teljast hafa bæði „veika“ og „sterka“ beygingu. Kallast beygingin veik, ef öll föll eintölu enda á sérhljóða, en sterk, ef eignarfall eintölu endar á samhljóða, sem er þá ýmist s eða r. Samkvæmt greiningaráráttu fræðanna er sterkum nafnorðum skipt í fjóra aðalflokka, og er seilst langt aftur í tímann um stafi til að auðkenna flokkana. Þeir eru a-stofnar, ö-stofnar, i-stofnar og u-stofnar. Hér er við það miðað, á hvaða hljóði stofn orðanna endaði í frumnor- rænu. Þessu til viðbótar er svo ruslakista sem kallast óregluleg beyging (ór.). I. flokkur - A-stofnar Þar eru orðin karlkyns eða hvorugkyns. Karlkynsorð þessa flokks eru auðkenndust á því, að nefnifall fleirtölu endar á -ar og þolfall fleirtölu á -a. 011 sterk hvorugkynsorð eru a-stofnar nema fé (u-st.). Þetta mál flækist af því að a-stofnar eru ýmist hreinir eða sveigjast yfir í þrjá undirflokka: ja-stofna^ va-stofna og ia- stofna. I ja-stofnum kemur (kom) fram j á undan a og u í beygingunni, í va-stofnum kem- ur (kom) fyrir v á undan a og i (og í nútímamáli oft á undan u), en ia-stofna er best að þekkja \ á því, að stofn þeirra endar á i í öllum föllum eintölu. Þetta sést betur með dæmum. Geymum þau í bili. Gormur gamli var konungur í Danmörk á 10. öld. Frá honum er sagt í fornum sögum: „Þá er Gormur var roskinn maður að aldri, fékk hann konu þeirrar, er Þyri hét. Hún var dóttir Har- alds jarls af Jótlandi, er kallaður var Klakk-Haraldur. Þyri var kvenna fríðust og vitrust. Og er það mælt, að hún hafi verið mestur skörungur af konum á Norðurlöndum. Hún var kölluð Þyri Danmarkarbót. Klakk-Har- aldur jarl var kallaður vitrastur þeirra manna, er þá vóru í Dan- mörk. En síðan er Gormur tók kon- ungdóm og ríki eftir Hörða- Knút, föður sinn, þá hlítti hann mjög ráðum Haralds jarls, mágs síns, og Þyri konu sinnar.“ Af þessu má sjá að Þyri er haft eins í öllum föllum, eins og t.d. orðin gleði og elli eða gyðju- heitið Skaði (kona Njarðar). Samkvæmt því er beygingin gefin í réttritunarorðabók Is- lenskrar málstöðvar. í gömlum bókum bregður þó fyrir eignar- fallinu Þyijar (Þyriar), enda mælir próf. Hermann Pálsson með því, en það verður að telj- ast undantekning sem hæpið er að fylgja. Danir skrifuðu reyndar nafnið Þyri á ýmsa vegu, og seinna meir nota þeir stundum gerðina Thyre (Thyra), og hefur það nafn borist til Islands. Þyri kom einnig fyrir meðal Norðmanna til forna, og líta sumir á það sem gælúnafn eða stuttnefni af Þuríður. Það er talið náskylt goðsheitinu Þór og mastti vera Þórveig eða Þórvé eftir íslensku lagi. Segja má að merkingin sé „helguð Þór eða gædd mætti hans“. Nafnið Þyri varð ekki skírnarheiti íslenskra meyja fyrr en seint á 19. öld. Árið 1910 hétu því þijár konur hérlendis, fæddar í Rangárvalla- sýslu, Reykjavík og Þingeyjar- sýslu. Síðan hefur það nokkuð sótt í sig veðrið, og í Þjóð- skránni 1982 eru 29 íslenskar konur sem svo heita einu nafni eða fyrra af tveimur. En nú er svo komið, að fólk hneigist til að breyta endinum úr i og hafa hann í eða jafnvel ý. Ef svo er gert, krefst það annarrar beyg- ingar en að fornu, enda telur próf. Baldur Jónsson að þá sé orðið til annað nafn. Yrði beyg- ingin þá væntanlega annaðhvort Þyrí, um Þyrí, frá Þyrí, til 605. þáttur Þyríar eða Þyrý, Þyrýju, Þyr- ýju, Þyrýjar. Úlfurinn talar við ólétt svín: eg vil taka við börnum þín. Gyltan segir að kvenmanns kyn kunni betur á slíku skyn. Beita skal með brögðum af sér blandinn vin. (Einar Siprðsson (1528-1636) þýddi úr dæmisögum Esóps.) Hlymrekur handan kvað: Sig illa um hnúana hruflandi og heimafrið náunga truflandi slóst Jón upp á aðra eins og eiturgrimm naðra og gekk ekki að þessu gruflandi. ★ Koffur eða kofur er tökuorð, talið frá því á 16. öld og merkir skrína, askja, ferðataska og þvíumlíkt. Þetta hefur mumrast norður á bóginn með viðkomu í Frakklandi, Þýskalandi og Dan- mörku, ættað úr grísku kóph- inos=viðjakarfa, lat. cophinus. Þessu skylt er svo orðið koff- ort, sem mér er tamara að hafa með einu f-i, kofort, og merk- ingin er nær því hin sama. Af öðrum uppruna telst vera orðið kofri=hattur, húfa, skinn- húfa, eiginlega það sem skýlir eða þekur, úr frönsku, þar sem sögnin couvrir merkir þetta. Jón Grunnvíkingur notaði orðið launkofralegur um þann sem laumulega fór, og lýsingarorðið dulkofralegur er til um þann sem laumulega eða ódjarflega fer. Nú má vera að hjá Jóni Grunnvíkingi hafi slegið saman orðunum kofri og kofi, enda tölum við um að fara ekki í laun- kofa með eitthvað. Kannski erum við að rugla saman, því að flest okkar þekkja trúlega betur kofa en kofra. Kofi er víst upphaflega jarð- hýsi eða eitthvað hvelft, skylt orðum eins og kúfur og kufung- ur, já, og líklega kauf=lélegur hattur eða húfuræksni. Og þó. Launkofinn er býsna gamall. Jón Vídalín (1666-1720) segir í hinni frægu hússpostillu sinni: „Að sönnu kenndi Jesús ... ekki í launkofum, því hann talaði ekkert í afkimum.“ Til sýnis og sölu m.a. eigna: Glæsileg íb. við Gautland 2ja herb. á 1. hæð 52,9 fm nettó, auk geymslu og sameignar. Nýmál- uð, sérhiti, sólverönd, sérlóð. Ágæt sameign. Laus strax. 4ra-5 herb. íb. í lyftuhúsi Við Hrafnhóla á 5. hæð. Tvöf. stofa, 3 herb., mikil sameign. Frá- bært útsýni. Laus fljótlega. Skipti á minni íb. mögul. Nýtt og glæsilegt einbýlishús Steinhús 157,1 fm auk bílsk. 32,4 fm á útsýnisstað í Kópavogi. Vel byggt og vandað. Mikil og góð lán áhv. Eignaskipti möguleg. Ný og glæsileg við Sporhamra Úrvals íbúð á 1. hæð, 118 ,3 fm. Tvöf. stofa. Tvö svefnherb. Sér þvottah. Svalir, sérlóð. Góður bílskúr. Húsnæðislán kr. 5 millj. Nýlegt einbýlishús við sjóinn Norðanmegin á Nesinu. m. 5 herb. ib. á 2 hæðum um 135 fm. Rúmg. bílskúr. Eignaskipti möguleg. 2ja - 3ja herb. m. sérinngangi. Þurfum að útvega góða íb., helst i austurborginni, 2ja-3ja herb. m. sérinngangi, helst á 1. eða 2. hæð. Skipti mögul. á 6 herb. sérhæð í austurborginni m. bílskúr. í vesturborginni eða Þingholtunum Fjársterkir kaupendur óska eftir góðum eignum i þessum borgarhverf- um. Sérstaklega óskast sérbýli m. 4-5 svefnherb. Skipti mögul. á 4ra herb. hæð í vesturborginni. Miðsvæðis í borginni óskast Góð íbúð um 100 fm á 1. eða 2. hæð, eða í lyftuhúsi. Skipti möguleg á 6 herb. úrvals sérhæð miðsvæðis í borginni. • • • Opiðídag kl. 10-16. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12.júlí 1944. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 AIMENNA glaðst yfir afrekum okkar ágæta söngvara, Kristjáns Jóhannssonar, segi ég bara: ítalirnir eru ekki sam- mála ykkur. Höfundur er söngkennari. Kristján Jóhannsson er stór- söngvari og sannaði það enn einu sinni i Turandot í hringleikahúsinu í Veróna í sumar. Áhorfendur hylltu hann og þótt- ust í honum hafa fundið nýjan dramatískan tenór til að takast á við erfíðustu hlutverk óperubók- menntanna ásamt þeim Martinuzzi og Bonisolli, sem einnig syngja á þessu fræga óperusviði. Gagnrýn- endur hylltu Kristján, allir nema hinn harði krítíker blaðsins Corriere della Sera, sem varð þó að viður- kenna að hann væri í algjörum minnihluta í leikhúsinu, því að tutt- ugu og tvö þúsund áhorfendur klöppuðu Kristjáni lof í lófa hvar í verkinu sem verða vildi. Það þurfti ekki heila aríu eða dúett til. Einn stakur tónn frá Kristjáni nægði til að setja af stað dynjandi lófatak. í Veróna eru allir áhugamenn um óperusöng. Þar hefur hver maður sama vægi og gagnrýnandi á blaði. Hlutverk tfenórsins varð aðalhlut- verk, sjálf Turandot féll í skugg- ann. Enda hefur Kristján verið ráð- inn til að syngja í Aida eftir Verdi í Veróna á næsta leikári. Kristján Jóhannsson hefur staðið við stóru orðin. En varla gat ég hugsað mér að ég ætti eftir að sjá hann syngja á óperusviðinu í Ver- óna, þegar fundum okkar bar fyrst saman á Akureyri og ég hóf að kenna honum að syngja. Hvað þá að það hvarflaði að mér, þegar ég gegndi herþjónustu í Veróna fyrir sextíu árum og hlýddi á snillinga Sigurður Dementz við flygilinn. Míyndir af Kristjáni Jóhannssyni og Caruso standa þar. eins og Lauri Volpi og Pertile á þessu sama sviði. Það var því stór stund í lífi mínu að fá að sjá og heyra Kristján í Turandot. Það greip mig svipuð til- finning og þegar ég sá hann syngja í fyrsta sinn í Scala-óperunni í Míanó, þar sem ég hafði sjálfur sungið í eina tíð. Og mér varð hugs- að til íslensku þjóðarinnar, sem þrátt fyrir smæð sína á skákmeist- ara og kraftakarla og tenórsöngv- ara í fremstu röð. Trúlega hefur myndin veitt Kristjáni Jóhannssyni lukku eins og til stóð. Þegar hann hélt frá ís- landi til náms á Ítalíu gaf ég honum ljósmynd af Enrico Caruso, sem hinn mikli tenórsöngvari hafði sjálf- ur áritað, en myndina gaf mér á sínum tíma Pintorno, söngkennari minn. Á tímabili hélt ég að Caruso hefði horfið frá Kristjáni Jóhanns- syni, því að hann lét myndina í innrömmun á Ítalíu, en þar var henni stolið. Það þótti mér ákaflega mikill missir, en tók þó gleði mína á ný, þegar mér var sjötugum gefin önnur mynd og stærri af Caruso og var hún einnig árituð af meistar- anum. Hún á heiðursstað á flyglin- um mínum við hliðina á mynd af Kristjáni. En mér þótti alltaf verra að Car- uso hafði horfið Kristjáni og varð ekki síst glaður út af því að í sum- ar lágu leiðir þeirra saman á nýjan leik. Kristján Jóhannsson gaf mér minjagrip, pening sem sleginn var í minningu Enricos Carusos, en 70 ár eru liðin frá dauða hans. Á pen- ingnum er mynd af Caruso, en hin hliðin er mynd af Kristjáni. Meiri; heiður geta ítalskir áhugamenn um óperur ekki auðsýnt söngvara. Og þjófnum í rammagerðinni er fyrir- gefið. En við þá sem enn þá geta ekki 911 91 97A L*RUS VALDIMARSSOM FRAMKVÆMDASTJÓRI L I I jlTLlO/U KRISTIIMN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiltur fasteígnasali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.