Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22
reef flaaMaTsag .sf hDoagutmmh GiGAjaMUDí.
"" MOEGUNBLAÐIÐ "FIMMTUDAGUR" 12. SEPTEMBER I99T
%
Minnkandi íslensku-
kunnátta? ** Versn-
andi íslenskukennsla?
eftir Eirík
Rögnvaldsson
Að undanförnu hefur farið fram
í fjölmiðlum talsverð umræða um
íslenskukunnáttu stúdenta. Sitt-
hvað fróðlegt hefur komið þar fram,
en margt í þessari umræðu hefur
byggst á alvarlegum misskilningi.
Það er ljóst að margir blanda sam-
an tvennu: Annars vegar þeirri
ákvörðun íslenskukennara við Há-
skólann að taka upp sérstakt „end-
urmenntunarnámskeið" í stafsetn-
ingu o.fl. fyrir nýnema sem þurfa
þess með, og hins vegar þeim breyt-
ingum sem áformaðar voru á náms-
skipan Menntaskólans við Hamra-
hlíð, og menntamálaráðherra hefur
JÁ NU SKIL ÉG
TUNGUMALA
EfíT ÞÚ AÐ FAfíA Í FBRDALAC
BOA i TUmUMÁLANÁM ?
ÍSLENSKA. DANSKA, ENSKA.
FRANSKA. ÞÝSKA. SPÆNSKA
ALLT í SÖMU TÖLVUNNI.
YFIR 3000 ORÐ OG ORÐA-
SAMBÖND Á HVERJU HINNA SEX
TUNGUMÁLA SEM TÓLVAN BÝR YFIR
LA
F/EST
UM LAND ALLT
nú stöðvað, að því er margir halda
fram fyrir tilverknað kennslumála-
nefndar Háskólans. Ég skil athuga-
semdir kennslumálanefndar við
þessar breytingar, en nefndin verð-
ur að sjálfsögðu ekki gerð ábyrg
fyrir ákvörðun ráðherra. Ég skil líka
mætavel gremju kennara og nem-
enda Menntaskólans við Hamrahlíð
yfir því að sú heimild sem þeir höfðu
fengið til breytinga var aftur kölluð
rétt fyrir upphaf kennslu — slík
vinnubrögð eru auðvitað óviðun-
andi. Ég er hins vegar ekki í að-
stöðu til að meta hvort umræddar
breytingar hefðu orðið til hins verra
að einhverju leyti, né hvort samráð
við Háskólann um þær og afskipti
kennslumálanefndar af þeim hafi
orðið með eðlilegum hætti. En um-
ræddar breytingar á íslensku-
kennslu í Háskólanum eru allt ann-
að mál, og koma þessu alls ekkert
við. Það var í febrúar sl. sem ís-
lenskukennarar Háskólans ákváðu
að stefna að því að halda"áðurnefnt
námskeið. Þá hafði enginn heyrt
af neinum breytingum í MH, þann-
ig að þar á milli eru engin tengsl.
Eg vissi ekki heldur neitt um bréf
háskólarektors til framhaldsskól-
anna fyrr en ég las um það í Morg-
unblaðinu, í sömu frétt og rætt var
við mig um „stoðnámskeiðið" svo-
kallaða. Blaðamaðurinn sem
hringdi í mig nefndi þetta ekkert,
og ég hafði ekki hugmynd um að
til stæði að spyrða þessi mál saman
í einni frétt. Ef ég hefði vitað af
bréfi rektors hefði ég lagt áherslu
á það við Morgunblaðið að þarna
væru engin tengsl, en það hef ég
reynt að gera síðan, þegar rætt
hefur verið við mig um þetta mál.
Þetta ætla ég að vona að sé skýrt.
„Stoðnámskeið"  - til hvers?
Mér virðist margir sem um þetta
mál hafa skrifað vera haldnir ein-
M02
bleiur passa best
Vegna þess að Libero bleiur eru T laga
og þær einu með teygju að aftan og
réttu buxnalogi
bleiur eru óbleikrar
og ofnæmisprófaðor
nýtt
Þær fóst nú einnig í stærðinni Maxi Plus
10-20 kg. Góð sem næturbleio
Kuupseí hf.
Heildverslun, sími 27770.
hverjum misskilningi á eðli og um-
fangi þessa „stoðnámskeiðs". Það
er alls ekki ætlunin að senda alla
nemendur á slíkt námskeið; ég
gæti ímyndað mér að það væru á
bilinu 5-10% nemenda sem þar yrði
um að ræða. Námskeiðið gefur eng-
ar einingar, og ekki er gert ráð
fyrir mörgum tímum í því. Það verð-
ur hins vegar notað til að benda
nemendum á hj41pargögn og þjálfa
þá í notkun þeirra, og til að fará
yfir verkefni.
Eins og menn vita eru framhalds-
skólarnir margfalt fjölbreyttari nú
en fyrir 20 árum, og það er auðvit-
að af hinu góða. Margir nemendur
þeirra ætla sér ekki að leggja stund
á bóknám. Það getur því komið
fyrir að einhverjir þeirra leggi litla
áherslu á færni í stafsetningu eða
málnotkun - þeir sjá engan hagnýt-
an tilgang með því. Sumir þessara
nemenda geta síðan skipt um skoð-
un og ákveðið að setjast í Háskól-
ann að loknu stúdentsprófi - meira
að segja farið í íslensku. Þá kemur
þeim í koll að hafa ekki sinnt staf-
setningu o.þ.h. betur. Það er m.a.
þetta fólk sem við ætlum að reyna
að aðstoða - ekki með því að taka
það í einhverja stranga meðferð,
heldur með því að styðja það til
sjálfshjálpar.
Margir hafa dregið í efa að það
þýði að ætla sér að kenna fólki staf-
setningu og ýmis málfræðiatriði á
stuttu námskeiði í Háskólanum, ef
fólk hefur ekki náð valdi á þessum
atriðum eftir langa kennslu í grunn-
og framhaldsskólum. Það kann að
vera að þetta sé vonlítið, og þá
verður þessari tilraun auðvitað
sjálfhætt. Ég held samt að þessi
vantrú sé byggð á misskilningi. Það
skiptir nefnilega meginmáli hvort
menn hafa áhuga á því sem þeir
eru að gera og sjá einhvern tilgang
í því. Ég hef þá trú að nemandi sem
er kominn í háskóla til að læra ís-
lensku hljóti að vilja ná valdi á
tæknilegum atriðum eins og staf-
setningu, og leggi sig allan fram
um það. Ég held að þetta megi
bera saman við öldungadeildir
framhaldsskólanna. Þar er og hefur
verið fjöldi fólks sem féll eða flosn-
aði upp úr framhaldsskólum á ungl-
ingsaldri, en kemur aftur 5 eða 10
árum seinna, og stendur sig þá
ágætlega í greinum sem það féll í
á sínum tíma. Ég hef ekki trú á
að það stafi af því að kehnararnir
í öldungadeildunum núna séu al-
mennt svona miklu betri en þeir sem
; kenndu þessu fólki áður. Munurinn
er fyrst og fremst sá að fólkið er
orðið eldra og þroskaðra, veit hvað
það vill og nær markmiðum sínum.
Auðvitað gildir þetta ekki um alla,
en ég. held samt að það megi yfir-
færa þetta á þá tilraun sem nú á
að gera í Háskólanum.
Hefur íslensku-
kunnáttunni hrakað?
Hitt er svo annað mál hvort ís-
lenskukunnáttu nýnema í Háskól-
anum hafi almennt hrakað undanf-
arin ár. Það er alveg rétt að skoðan-
ir af því tagi hafa verið lesnar út
úr bréfi rektors til framhaldsskól-
anna, svo og viðtölum við ýmsa
háskólakennara. Ég held hins vegar
að enginn íslenskukennaranna við
Háskólann hafi haldið þessu fram;
a.m.k. hef ég aldrei haldið því fram
að íslenskukunnáttu nýnema í ís-
lensku fari hrakandi2 enda hef ég
engin rök fyrir því. I frétt þeirri í
Morgunblaðinu 27. ágúst sem varð
kveikjan að umræðunni er haft eft-
ir mér „að alltaf bæri við, að fólk
hæfi nám í íslensku án þess að
hafa nægilegt vald á stafsetningu
eða framsetningu ritaðs máls".
Þetta er efnislega alveg rétt eftir
Eiríkur Rögnvaldsson
„Við verðum að koma
stjórnvöldum í skilning
um að það er ekki hægt
að ætla skólakerfinu
sífellt stærri þátt í varð-
veislu og viðgangi tung-
unnar án þess að bæta
aðstöðu kennara til að
sinna hlutverki sínu."
mér haft; meðalkunnátta íslensku-
nema er að mínu mati hvorki betri
né verri en hún hefur verið þau 10
ár sem ég hef kennt við Háskólann.
Hins vegar verðum við kennarar
meira varir við þetta en áður vegna
þess að nemendum hefur fjölgað
um helming á undanförnum tveim-
ur árum, ekki bara slöku nemend-
unum, heldur líka þeim góðu.
Þótt það kæmi ekki fram í áður-
nefndri Morgunblaðsfrétt man ég
ekki betur en ég tæki það fram í
viðtali við blaðamann að þær breyt-
ingar sem margir teldu sig verða
vara við þyrftu ekki að koma á
óvart; menn væru oft að bera sam-
an það sem er ósambærilegt, þ.e.
10-20% árgangs fyrir fáum áratug-
um og 80-90% árgangs nú. Þessu
hef ég reynt að halda til skila í öll-
um viðtölum sem hafa verið höfð
við mig vegna þessa máls. Og ég
sé ekki betur en þeim háskólakenn-
urum sem hafa tekið þátt í umræð-
unni að undanförnu sé fulljóst að
fjölgunin og aukin breidd stúdenta-
hópsins er meginskýring þess að
margir telja sig verða meira vara
við misbresti á íslenskukunnáttu en
áður.
Eru framhaldsskólarnir
sökudólgurinn?
Ég vona að það komist nú til
skila að ég er ekki þeirrar skoðun-
ar, og hef aldrei haldið því fram,
að íslenskukunnáttu nýnema í ís-
lensku í Háskólanum fari hrakandi;
ég hef hins vegar sagt að kunnátta
sumra nemenda sé ekki nógu góð.
En í því felst engin ásökun á fram-
haldsskólana eða áfellisdómur yfir
þeim, hvað þá að verið sé að saka
framhaldsskólakennara um vinnu-
svik. Allir sem fást við mál og
kennslu vita að skólakerfið má sín
lítils gegn ofurvaldi fjölmiðla og
alls kyns þjóðfélagsbreytinga, eins
og lýst er í grein Heimis Pálssonar
í Morgunblaðinu 31. ágúst. Ég hélt
líka að allir kennarar vissu að það
er sama hversu góður kennarinn
er og hve mjög hann leggur sig
fram - honum tekst aldrei að kenna
öllum allt. Stundum er það vegna
þess að nemandinn ræður einfald-
lega ekki við námsefnið, en stund-
um vegna þess að hann hefur ekki
áhuga á því, sér ekkí gildi þess,
nennir ekki að leggja sig fram,
o.s.frv. Við þetta getur enginn
kennari ráðið að fullu.
En það er nú reyndar svo, að
jafnvel þótt við gæfum okkur það
að íslenskukunnáttu nýnema í ís-
lensku í Háskólanum færi hrakandi
ár frá ári, og einhverjir vildu rekja
það allt saman til ímyndaðrar van-
hæfni og vinnusvika framhaldsskól-
akennara, þá beindist það ekki
nema að litlu leyti að þeim sem nú
kenna í framhaldsskólum. Nýnemar
í fslensku eru nefnilega sjaldnast
nýútskrifaðir úr framhaldsskólum.
Af þeim 100 manns eða svo sem
eru að hefja íslenskunám þessa
dagana sýnist mér að kringum 15
séu stúdentar sl. vor, tæplega 20 á
árinu 1990 og rúmir 10 1989. Þetta
táknar að helmingur eða vel það
af nýnemum í íslensku er með stúd-
entspróf sem er þriggja ára gamalt
eða eldra. Yfir 10 eru með stúdents-
próf frá 8. áratugnum, þ.e. 10-20
ára gamalt, og nokkrir með enn
eldra próf. Fáeinir hafa svo fengið
annað nám metiðj.og komist inn í
skólann án stúdentsprófs. Nú veit
ég auðvitað e kki hvað fólk sem
kemur í íslensku með 5, 10 eða 20
ára gamalt stúdentspróf hefur haft
fyrir stafni síðan það var í fram-
haldsskóla, en það er t.d. óvíst að
það hafi alít fengist mikið við skrift-
ir, og gæti vel verið farið að ryðga
í stafsetningu og ýmsum fleiri þátt-
um. Þótt svo væri gæti það varla
talist vantraust á þá sem kenndu
þessu fólki á sínum tíma.
í ljósi þessa hlýtur auðvitað sú
spurning að vakna hvort það sé
eðlilegt að stúdentspróf, hversu
gamalt sem það er, veiti sjálfkrafa
aðgang að háskólanámi. Það er hins
vegar stærri spurning en svo að ég
ætli að reyna að svara henni hér.
En ef Háskóli íslands tekur við öll-
um sem hafa stúdentspróf, hvort
sem það er síðan í vor eða síðan
1959, þá verður varla talið óeðlilegt
að hann gefi þeim sem þess þurfa
kost á einhvers konar upprifjun eða
endurmenntun, hvort sem er í staf-
setningu eða öðrum atriðum sem
nauðsynlegt er talið að háskólanem-
ar hafi á valdi sínu.
Lokaorð
Mér er alveg Ijóst að vandi fram-
haldsskólanna er mikill. Þeir taka
nú við nær öllum árgangnum, og
fá þar með inn bæði miklu fleiri
nemendur- en áður og miklu mis-
jafnari að getu. Það kann að vera
að fjölga þurfí íslenskutímum, en
þó eru takmörk fyrir því hve miklu
það skilar. Ég er að því leyti sam-
mála Guðna Guðmundssyni rektor,
sem segir í Morgunblaðinu 27.
ágúst: „Hins vegar þarf að ætla
íslenskukennurum betri greiðslu
fyrir heimavinnu svo þeir geti fækk-
að þeim tímum sem þeir eru í
kennslu og haft meiri tíma til að
sinna skriflega þættinum, að fara
yfir æfíngar og stíla."
Þetta er auðvitað kjarni málsins,
og um þetta þurfum við að samein-
ast, íslenskukennarar á öllum skóla-
stigum, í stað þess að eyða tíma
og kröftum í kjánalegt nagg; við
verðum að fá meiri tíma til að sinna
einstökum nemendum og leiðbeina
þeim eftir þörfum. Við verðum að
koma stjórnvöldum í skilning um
að það er ekki hægt að ætla skóla-
kerfinu sífellt stærri þátt í varð-
veislu og viðgangi tungunnar án
þess að bæta aðstöðu kennara til
að sinna hlutverki sínu. Við ættum
að eiga öfluga bandamenn, því að
í forystugrein Morgunblaðsins 27.
ágúst sl. segir: „Stóraukna áherzlu
þarf að leggja á íslenzkukennsluna,
því hún er grunnur alls þess starfs
sem unnið er í skólunum. íslenzk
tunga verður að hafa forgang.
Nauðsynlegu fé verður að verja til
að efla móðurmálskennsluna á öll-
um skólastigum." Þetta er vel
mælt; en það er furðulegt að á sama
tíma og menntamáíaráðherra stöðv-
ar breytingar í Menntaskólanum við
Hamrahlíð, að sögn einkum vegna
áhyggna af minnkandi íslensku-
kennslu, þá skuli sami menntamála-
ráðherra líka skjóta á frest lengingu
kennaranámsins við Kennarahá-
skóla íslands. Þar stóð einmitt m.a.
til að auka fslenskukennsluna, til
að búa kennaraefni betur undir það
að kenna öðrum móðurmálið, eins
og Sigurður Konráðsson dósent við
Kennaraháskólann bendir á í Morg-
unblaðinu 8. september. En því
miður eru kennarar manna vanastir
því að orð og gerðir fari ekki sam-
an hjá stjórnmálamönnum.
Höfundur er dósent í íslenskri
málfræði við Háskóla íslands og
formaður íslenskuskorar
heimspekideildar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56