Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1991
27
Sovétmenn fal-
ast eftir matvæla-
aðstoð frá EB
Strasbourg, Moskvu. Reuter.
SOVÉTMENN fóru í gær fram á mikla matvælaaðstoð frá Evrópu-
bandalaginu (EB). Falast þeir m.a. eftir 5.5 milljónum tonna af
korni, 800.000 tonnum af kjöti og 900.000 tonnum af sykri. Jacques
Delors, forseti framkvæmdastjórnar EB, ávarpaði Evrópuþingið
fyrr í gær og sagði að EB þyrfti að veita Sovétríkjunum matvælaað-
stoð að andvirði a.m.k. tveggja milljarða dollara (120 milljarða ISK).
Hann hvatti iðnvædd ríki til að skorast ekki undan hjálparbeiðni.
ívan Sílajev, sem fer fyrir efna-
hagsnefnd Sovétríkjanna, afhenti
Frans Andriessen, varaforseta
framkvæmdastjórnar EB, hjálpar-
beiðnina í Moskvu í gær og var hún
stíluð á Delors. í tilkynningu frá
framkvæmdastjórn EB sagði að
hún yrði tekin til umfjöllunar.
„Mér virðist sem upphæðin geti
ekki verið lægri en tveir milljarðar
dollara og slík aðstoð myndi ýta
undir Bandaríkin, Japan og Kanada
að gera slíkt hið sama," sagði Del-
ors fyrr um daginn þegar hann
hvatti EB til að veita Sovétríkjun-
% um matvælaaðstoð. „Við getum
ekki séð um þetta allt sjálfir og
látið aðra síðan njóta góðs af. Þeir
slyppu of auðveldlega þannig,"
bætti hann við. Hann sagði að fjár-
hæðina ætti að nota til að kaupa
matvæli frá Póllandi, Tékkóslóvak-
íu og Ungverjalandi og flytja þau
síðan til Sovétríkjanna. Þannig
mætti slá tvær flugur í einu höggi.
Embættismenn EB sögðu að
upphæðin sem Delors nefndi væri
heildarupphæð og inni í henni væru
þau framlög EB sem þegar hafa
verið samþykkt. Ríkin 12 í EB
hafa samþykkt 750 milljóna ECU
(55 milljarða ÍSK) matvælaaðstoð
og lán til Sovétríkjanna og jafn-
virði 480 milljóna ECU (35 millj-
arða ÍSK) í tæknilega aðstoð.
Borís Jeltsín Rússlandsforseti
ávarpaði í gær mannréttindaráð-
stefnu RÖSE í Moskvu og þar sagði
hann að Rússlandi tækist ekki að
rétta úr kútnum án aðstoðar EB.
Hann sagði að fortíðin ætti eftir
að draga dilk á eftir sér um ókom-
in ár, en efnahag landsins yrði að
gjörbreyta á örskömmum tíma.
Hann bætti við að valdaránstilraun-
in í síðasta mánuði hefði sýnt Rúss-
um hverjir væru raunverulegir vin-
ir þeirra og að „hernaðarógn úr
vestri væri þjóðsaga". í ljósi þessa
ætti að vera hægt að hraða afvopn-
un og fækka hermönnum og her-
gögnum umtalsvert.
Reuter
Thatcher ræðir hrun kommúnismans við Kínverja
Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, er í Kína og ræddi í gær við Li Peng, forsætis-
ráðherra landsins, um hrun kommúnismans í Sovétríkjunum, mál sem kínverska kommúnistastjórnin lítur
alvarlegum augum. Thatcher kom til Kína frá Japan, þar sem hún lét svo um mælt að hrun kommúnismans
í Sovétríkjunum markaði upphaf „nýrrar dögunar lýðræðis", sem myndi jafnvel berast til „myrkustu svæða
heimsins". Hún ræddi einnig við Jiang Zemin, leiðtoga kínverska kommúnistaflokksins, í gær og myndin
var tekin eftir fund þeirra.
Mitterrand Frakklandsforseti:
Hvetur til fundar kjarnorku-
velda um sovésk kjarnavopn
París, Moskvu. Reuter.
FRANCOIS Mitterrand Frakk-
landsforseti hvatti í gær til þess
að ríkin fjögur, sem hafa kjarn-
orkuvopn í Evrópu, efndu sem
fyrst til fundar um öryggismál
til að tryggja að ekki skapaðist
Sovétríkin:
Flestir valdaræningjanna
neita öllum sakargiftum
Moskvu. Reuter.
AF ÞEIM fjórtán mönnum sem
handteknir hafa verið vegna
gruns um að hafa staðið að baki'
valdaráninu í Moskvu í síðasta
mánuði hafa tíu neitað öllum
sakargiftum. Að siigii talsmanns
rússneska saksóknaraembættis-
ins hefur einn maður sagst sekur
af öllum ákærum, en þrír hafa
neitað sumum sakargiftum en
gengist við öðrum. Ef mennirnir
verða fundnir sekir eiga þeir
yfir höfði sér dauðadóm eða allt
að fimmtán ára fangelsisvist.
Einn þeirra sem kveðst algjörlega
saklaus er Anatólíj Lúkjanov, fyrr-
um forseti Æðsta ráðsins og gam-
all vinur og skólafélagi Míkhaíls
Gorbatsjovs Sovétforseta. Rúss-
neskir embættismenn hafa sakað
hann . um að vera upphafsmann
valdaránsins. Að sögn lögfræðings
hans, Alexanders Gofsteins, tók
Ljúkjanov slæma sótt á þriðjudag
og liggur nú alvarlega veikur á
sjúkrahúsi. Gofstein sagði að ekki
væri enn vitað með vissu hvað
amaði að Ljúkjanov, en hann héldi
að um væri að ræða „krampa í
heilaæðum sem orsakaðist vegna
mikils taugaálags".
. Ekki hefur fengist staðfest hver
mannanna játaði öllum sakargift-
um, en sjónvarpið í Moskvu skýrði
frá því á þriðjudag að það væri
Dmitríj Jazov, fyrrum varnarmála-
ráðherra.
Eiginkona Jazovs, Emma, sagði
í viðtali við sovéska dagblaðið
Komsomolskaja Pravda að maður
sinn hefði aldrei treyst félögum sín-
um í neyðarnefndinni svokölluðu.
Hún sagði að sér væri óskiljanlegt
hvernig Jazov flæktist í samsærið.
í viðtalinu kom fram að Jazov sagði
eitt sinn við konu sína að hann
„yrði aldrei Pinochet". Þar var hann
að vísa til chileska einræðisherrans
sem stjórnaði landi sínu með harðri
hendi í 17 ár, eða fram í mars á
síðasta ári.
Gennadíj Janajev, fyrrum vara-
forseti Sovétríkjanna, er á meðal
þeirra 14 sem handteknir voru, en
talið er að hann hafi verið sem leik-
brúða í höndum þeirra sem skipu-
lögðu valdaránið. Einnig var Va-
lentín Pavlov, fyrrum forsætisráð-
herra handtekinn ásamt Vladímír
Krjútsjkov, yfirmanni öryggislög-
reglunnar, KGB, og þremur undir-
mönnum hans. Borís Púgo, fyrrum
innanríkisráðherra, svipti sig lífi
þegar ljóst var að valdaránið hafði
runnið út í sandinn.
hætta af sovéskum kjarnorku-
vopnum vegna þróunarinnar í
Sovétríkjunum að undanförnu.
Ríkin fjögur eru Bandaríkin,
Bretland og Frakkland, auk
Sovétríkjanna.
Mitterrand sagði að valdaránst-
ilraun sovéskra harðlínukommún-
ista í ágúst hefði valdið miklum
ótta í heiminum öllum um að
kjarnorkuvopn Sovétmanna kynnu
að komast í rangar hendur. „Hvað
varðar óvissuna um framtíð Sov-
étríkjanna þurfa sovésk stjórnvöld
að gera grein fyrir því hvernig
staðan er nú, hverjir fara með
völdin, hvar kjarnorkuvopnin eru
og hvert þau verða flutt, til að
hægt verði að tryggja strangt eft-
irlit með þeim," sagði forsetinn.
James Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, ræddi við Borís
Pankín, starfsbróður sinn í Sov-
étríkjunum, í Moskvu í gær. Pank-
ín sagði að sovésk stjórnvöld
myndu standa við alla afvopnunar-"-
samninga, sem þau hafa gert, og
kvaðst vona að viðræður hæfust
sem fyrst um frekari fækkun lang-
drægra kjarnorkuvopna. Forsetar
ríkjanna undirrituðu samning um
fækkun slíkra vopna um þriðjung
á fundi í Moskvu í júlí.
Hans-Dietrich Genscher, ut-
anríkisráðherra Þýskalands, sem
er einnig I Moskvu, sagði að so-
vésk stjórnvöld hefðu aldrei verið
jafn fús til að semja um fækkun
kjarnorkuvopna og nú. Hann
skýrði ennfremur frá því að Borís
Jeltsín, forseti Rússlands, hefði
tekið vel í tillögu Þjóðverja um
fækkun skammdrægra kjarnorku-
vopna.
STIGAHUSATEPPI
STIGAGANGAR
SKRIFSTOFUR
VERSLANIR
Á ALLA ÞÁ STAÐI
SEMMIKIÐ
MÆÐIR A
67 NÝIR
TÍSKULITIR
5^
.  5 ARA
ABYRGÐ
10 ÁRA MJÖG GÓÐ
REYNSLA HÉR Á LANDI
VIÐURKENND AF
BRUNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS
TEPPAVERSLUN
FÁKAFENI 9 - SIMI 686266
-^jxx^y^Já^^^K ^>v^ \^a^v^^v^^c ^>v^^r\^
i
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56