Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1991
2S
í Evrópu:
Lerinn
istjórnir
vissutímum og
TO-ríkja
vél sem var heldur fullkomnari en
vélar óvinarins. Nú á þetta ekki að-
eins við um flugvélar. Ef vopn skrið-
drekanna okkar eru langdrægari en
andstæðinganna, nákvæmari og
hægt að beita þeim með skemmri
fyrirvara, þá er hægt að ná yfirhönd-
inni í landbardögum. Við þurfum
þess vegna að vera á varðbergi og
fullvissa okkur um að tæknibúnaður
okkar verði ekki úreltur. En á sparn-
aðartímum getum við ekki skipt um
búnað og fengið það allra nýjasta
með nokkurra ára millibili. Við verð-
um því að íhuga vandlega í hvert
sinn hvað við þurfum nauðsyhlega
að endurnýja og hvað er enn hægt
að nýta. í Persaflóastríðinu notuðum
við, auk Tomahawk-flauga og ann-
ars hátæknibúnaðar, meira að segja
F-4 könnunarflugvélar sem hannað-
ar voru fyrir 30 árum."
- Hefur verið tekin ákvörðun um að
eyða skammdrægum kjarnavopnum
NATO í Evrópu?
„Nei en ég minni á að við höfum
lýst yfir því að þegar samningur um
fækkun í hefðbundnum herjum verði
í höfn myndum við reyna að semja
um skammdrægu vopnin. í Lund-
únayfirlýsingunni segir að við séum
reiðubúnir að eyða alveg stórskota-
vopnum sem gerð eru fyrir kjarna-
hleðslur og vildum ræða um aðrar
tegundir af skammdrægum kjarna-
vopnum við Sovétmenn. Ég styð ein-
dregið þessa stefnu af því að ég er
sannfærður um að við getum fækkað
kjarnavopnunum vegna breyttra að-
stæðna í heiminum. Ég álít að við-
ræður um þessi mál muni hefjast
mjög fljótlega og takast muni að
semja um gagnkvæma fækkun. Við
þurfum þó að ráða áfram yfir nokkr-
um birgðum slíkra yopna af því að
í varnarstefnu okkar er gert ráð fyr-
ir að við getum gripið til þeirra í
neyðartilvikum. Á leiðtogafundinum
í Róm er ætlunin að ræða með hvaða
hætti skuli bregðast við gerbreyttum
aðstæðum í heiminum og þá hyggj-
um við einnig gaumgæfílega að því
hvernig við getum sýnt mesta ráð-
Morgunblaðið/Kristján G. Arngrímsson
John Galvin, yfirmaður alls herafla Atlantshafsbandalagsins í Evrópu.
deild, hvaða búnað og mannafla við
getum látið nægja til að viðhalda
traustum vörnum."
Aðgerðir utan varnarsvæðisins
- Gæti NATO fyrirvaralítið eða fyr-
irvaralaust tekið að sér að verja land-
amæri nýfrjálsra landa í Austur-Evr-
ópu, t.d. Ungverjalands eða Eystra-
saltsríkjanna?
„Spurningin um varnir landa eða
svæða sem eru utan skilgreinds
varnarsvæðis NATO er ávallt að
koma upp í umræðum bandalagsríkj-
anna. Fram til þessa hefur bandalag-
ið látið nægja að taka afstöðu til
þessa vanda í hvert sinn sem það
hefur reynst nauðsynlegt. Þá hefur
verið ákveðið hvort aðgerðir yrðu í
nafni NATO eða annars aðila. Það
hefur enn ekki komið til þess að
bandalagið sjálft hafi gripið til að-
gerða utan varnarsvæðisins, það
hefur látið eitt eða fleiri aðildarríki
um að leysa málin með því að senda
herlið á vettvang. Þetta gerðist í
Persaflóastríðinu. Þetta er afskap-
lega erfitt mál viðureignar, kannski
finnst á því lausn en ég treysti mér
ekki til að fullyrða neitt um það.
Sovésku hersveitirnar í Eystrasaltsríkjunum:
Brottflutningur
bíði til ársins 1995
Riga. Reuter.
TALAVS Jundzis, formaður varnarmálanefndar lettneska þingsins,
skýrði blaðamönnum í gær frá fundi sínum með Jevgeny Shapos-
hnikov, varnarmálaráðherra Sovétríkjanna, í Moskvu í fyrradag þar
sem ráðherrann hefði sagt að Sovétmenn væru ekki reiðubúnir til að
hefja brottflutning Rauða hersins frá Eystrasaltsríkjunum fyrr en
eftir árið 1994.
Ivars Godmanis, forsætisráðherra
Lettlands, sagðist hafa tjáð Shapos-
hnikov að Rauða hernum bæri að
koma sér á brott sem allra fyrst.
„Hersveitir Sovétríkjanna eru okkur
óviðkomandi, þetta er utanaðkom-
andi her," sagði Godmanis. í landinu
eru um 80.000 hermenn og sveitir
Rauða hersins í Eistlandi og Litháen
munu vera fjölmennari.
Jundzis sagði að Shaposhnikov
hefði sagt að ekki yrði hægt að kalla
sveitirnar heim fyrr en lokið væri
heimkvaðningu sovéskra sveita frá
Mið-Evrópu, eða eftir 1994. Hefði
hann borið því við að fyrr yrði ekki
fyrir hendi húsnæði til að hýsa sveit-
irnar. Sagt er að skortur á húsnæði
fyrír hermenn sem kallaðir hafa ver-
ið frá Varsjárbandalagsríkjunum
fyrrverandi hafi valdið mikilli gremju
innan hersins.
Lettneskir embættismenn hafa
sagt að ásættanlegt væri að brott-
flutningur sovéskra hersveita frá
Eystrasaltsríkjunum tæki ekki lengri
tíma en 1-2 ár.
Jundzis sagði að Shaposhnikov
hefði samþykkt að leysa eistneska,
lettneska og litháíska hermenn und-
an herþjónustu, að því tilskyldu að
þeir væru af bergi upprunalegu þjóða
Eystrasaltsríkjanna brotnir. Her-
menn sem ættu rætur að rekja ann-
að yrðu ekki leystir undan her-
skyldu, t.d. ekki þeir sem teldust
pólskir eða rússneskir. að uppruna.
Af 11.000 liðsmönnum Rauða hers-
ins sem fæddir eru í Lettlandi eru
aðeins 4.000 af lettnesku bergi
brotnir. „Við gerum engan greinar-
mun á þessum hermönnum. Þeir eru
allir hugsanlegir þegnar í okkar
landi," sagði Jundzis.
Mér finnst líklegra að áfram verði
látið nægja að taka afstöðu í hvert
einstakt skipti sem rætt er um mögu-
leika á slíkum aðgerðum."
-  Oft er rætt um að mesta hættan
í öryggismálum Evrópu verði fram-
vegis spennuástand innanlands í
ákveðnum ríkjum, deilur þjóðabrota
sem gætu breiðst út yfir landamær-
in. Hvaða hlutverki gegnir bandalag-
ið nú í sambandi við ástandið í Júgó-
slavíu?
„Stefnan varðandi Júgóslavíu hef-
ur verið sú að láta Evrópubandalag-
ið reyna að finna lausn á mesta vand-
anum í Júgóslavíu. Enn sem komið
er hefur árangurinn ekki verið mik-
ill en þetta er sú leið sem var valin
og við verðum að bíða og sjá hvað
gerist."
-  Ymsir benda á hættuna á því að
vegna upplausnar Sovétríkjanna
gætu geðbilaðir harðstjórar í þriðja
heiminum komist yfir kjarnavopn úr
sovéska forðabúrinu. Treystir NATO
því að hægt verði að hindra þróun
af þessu tagi með alþjóðlegum að-
gerðum?
„Bandalagið verður að setja traust
sitt á samninginn um bann við út-
breiðslu kjarnavopna. Árangurinn
af þeim samningi hefur verið tak-
markaður en ég tel að reynt verði
að bæta þar úr og sennilega verður
lögð enn meiri áhersla á að fram-
fylgja honum í framtíðinni og tak-
marka útbreiðslu hættulegustu
vopnanna."
Kjarnorkuvopnalaus
Norðurlönd
-  Umræða er aftur hafín um kjarn-
orkuvopnalaus Norðurlönd. Hvað
viltu segja um þá hugmynd?
„Atlantshafsbandalagið er and-
vígt hugmyndinni vegna þess að með
þessu yrði bandalaginu gert erfitt
um vik við að framkvæma sam-
þykkta stefnu þess í kjarnorkumál-
um. Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd
myndu setja skorður við þeirri
stefnu."
-  Norðursvæði bandalagsins er nú
stjórnað frá Kolsaas í Noregi og nær
yfir Noreg, Danmörku og Slésvík-
Holtsetaland, yfirmaðurinn er Breti.
Nú vilja Þjóðveijar breyta skipulag-
inu, við lítinn fögnuð Norðmanna.
Þjóðverjar vilja að allt Þýskaland
verði undir stjórn þýsks yfírmanns
og stjórnsvæði hans nái e.t.v einnig
yfir Danmörku. Hvað viltu segja um
þessa málaleitan Þjóðverja?
„Við erum sem stendur að ræða
hvernig stjórnsvæðin skuli vera í
framtíðinni eftir að aðstæður hafa
breyst svo mjög. Herliðið verður fá-
mennara, einnig yfirstjórnin, við
munum byggja meira á hreyfanleika
en við höfum gert áður. Það eru að
sjálfsögðu mismunandi skoðanir á
þessúm málum og finna þarf viðun-
andi lausn. Ákvarðanir í NATO eru
aldrei teknar með atkvæðagreiðslu
heldur samkomulagi allra aðildar-
ríkja. Þetta hefur tekist undanfarna
fjóra áratugi þótt oft hafi það reynst
erfitt, oft verið tekist á og svo mun
verða áfram. En ég tel að þegar við
komum saman í Róm í nóvember
verði búið að fínna lausn, komin fram
tillaga að nýju skipulagi sem verði
komið á, h'klega á sjö árum."
Sovéskir nemendur
-  Þú hyggst á næstunni flytja fyrir-
lestur á fundi í Harvard-háskóla með
nokkrum tugum háttsettra liðsfor-
ingja frá sovéthernum en þeir vilja
m.a. kynna sér hlutverk herja í lýð-
ræðisríki. Hvað ætlarðu að segja við
þá?
„Það verður fjallað um fjölmargt
en ef til vill verður mikilvægast að
ég reyni að skýra þeim frá reynslu
minni sem hermaður í lýðræðislönd-
um. Mikilvægast er að ríkisvaldið
ráði yfir her sem er nógu öflugur
og hefur nægilega kunnáttu til að
verja landið en er jafnframt undir
fullkomnum aga og hlýðir undan-
tekningalaust rétt kjörnum forystu-
mönnum ríkisins. Skilyrði þessa er
að samskiptin milli stjórnmálafor-
ystunnar og yfirmanna hersins séu
afar góð, þeim séu ávallt haldið við
og ræktuð dag hvern. Ég nefni sem
dæmi að ég hef komið rúmlega þús-
und ábendingum stjórnmálamanna á
framfæri hjá bandalaginu undan-
farna þrjá mánuði og læt aldrei hjá
líða að taka þær til umfjöllunar.
Þetta er eitt af mikilvægustu atrið-
unum í starfi NATO sem ég ætla
að segja þeim frá. Ég ætla einnig
að útskýra fyrir þeim hvernig ég
vinn að því að koma sjónarmiðum
mínum og annarra yfirmanna í herj-
unum á framfæri við stjórhmála-
mennina, hvernig ég fæst við út-
gjöldin sem alltaf eru svo mikilvægt
atriði og stundum erfitt. í stuttu
máli, ég ætla að segja þeim frá sam-
skiptum þar sem ein grundvallar-
regla ríkir og hún er sú að hershöfð-
ingjar ráðskast ekki með ríkisstjórn-
ir. Hershöfðingjar annast ekki ör-
yggismál ríkisins. Við framkvæmum
aðeins stefnuna í öryggis- og varnar-
málum, erum verkfæri stjórnmála-
leiðtoganna í þeim efnum, en ábyrgð-
in á öryggi ríkisins er, þegar öllu er
á botninn hvolft, ávallt á herðum
þeirra."
- Er eitthvað sem Sovétmenn ættu
að varast sérstaklega þegar þeir
læra af lýðræðisríkjunum? Einn af
forverum þínum í starfi hjá NATO,
Eisenhower, ræddi um ægivald sam-
eiginlegra hagsmuna yfirmanna
hersins og vopnaframleiðenda .. _
„Ég tel að Eisenhower hafi bent
á mjög mikilvægt mál með þessum
orðum sínum. Hann lagði með þeim
áherslu á að varnar- og öryggismál-
in ættu að vera í höndum stjórnmála-
leiðtoganna. I lýðræðislandi eru þeir
kjörnir af þjóðinni. Þetta merkir að
þjóðin, kjósendurnir eiga að taka
sjálfir afstöðu til varnarmálanna en
ekki bara láta yfirmenn hersiris um
allt sem þau snertir. Stjórnmála-
mennirnir eru meðal annars kjörnir
til að fást við þessi mál og almenn-
ingur vill vita hvernig stjórnmála-
menn rækja þessi störf. Eru öryggis-
málin í lagi á þessum sviptingatím-
um, getum við komist af með minna
fé til þessara mála? Þessum spurn-
ingum þarf að svara og ég hygg að
Eisenhower hafi haft þessi atriði í
huga. Er hann mælti þessi orð var
heimsstyrjöldinni síðari lokið fyrir
nokkru, stríði sem kostaði okkur gíf-
urlegt fé auk mannslífa. Eftir stríð
var nauðsynlegt að fækka mjög í
fastahernum, draga saman seglin. I
rauninni var ástandið um miðbik
sjötta áratugarins af svipuðum toga
og það sem við munum standa and-
spænis um miðjan þennan áratug
gangi allt að óskum."
Viðtal: Kristján Jónsson.
Reuter
Gorbatsjov hittir fulltrúa Norðurlanda
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti bauð í gær fulltrúa Norðurlanda, sem sitja mannréttindafund Ráðstefnunnar
um öryggi og samvinnu í Evrópu (ROSE) er nú stendur yfir í Moskvu, til fundar við sig í Kreml. Myndin var
tekin við upphaf fundarins. Sovétforsetinn situr vinstra megin við borðið en lengst til hægri er Þröstur Ólafs-
son, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sem er fulltrúi Islands á mannréttindafundinum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56