Morgunblaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12.: SEPTEMBER 1991 Vetraráætlun Flugleiða VETRARAÆTLUN Flugleiða er gengin í gildi. í vetur verða 18 ferðir á viku milli Reykjavíkur og Akureyrar. Vetraráætlun Flugfélags Norðurlands gengur í gildi 30. september næstkom- andi. Að sögn Kristjáns Bjarnasonar hjá Flugleiðum á Akureyrarflug- velli er, vetraráætlun þannig háttað að frá mánudegi til fimmtudags verða fjórar reglulegar ferðir á dag. Komutími morgunvélar er klukkan 8.35, hádegisvél kemur klukkan 11.50, kaffivélin klukkan 14.50 og kvöldvélin klukkan 19.50. Á föstudögum verða ferðir á sama tíma og áður er getið, en fimmta vélin, síðkvöldsvélin, kemur klukkan 20.20. Frá og með 1. nóv- ember bætist svo enn við ein ferð á föstudögum. Komutími þeirrar vélar er klukkan 17.50. Laugardagsferðir verða aðeins þrjár, morgunvélin kemur klukkan 9.50, kaffivélin klukkan 14.50 og kvöldvélin klukkan 18.50. Sunnu- dagsferðir eru hins vegar fimm. Komutími sunnudagsvéla er 9.50, 14.50, 15.50, 19.50 og 20.20. Brottfarartími í öllum ferðum Flugleiða frá Akureyri til Reykja- víkur er 30 mínútum síðar en fyrr- nefndur komutími. Að sögn Sigurðar Aðalsteinsson- ar hjá Flugfélagi Norðurlands er verið að ganga frá vetraráætlun félagsins, en hún tekur gildi um komandi mánaðamót. Ný skóverslun á Akureyri í DAG verður opnuð ný skó- verslun í Kaupangi á Akureyri. Verslunin verður í tveimur deildum. I annarri verða vand- aðir tískuskór en hinni ódýrir hversdagsskór. Eigendur Skóhússins, hinnar nýju skóbúðar, eru feðgarnir Jón Stefán Einarsson og Einar Árna- son. Jón Stefán sagði í viðtali við Morgunblaðið að verslunarhús- næðið í Kaupangi væri tvískipt. I fremri hluta búðarinnar yrðu til sölu vandaðir tískuskór frá ýms- um heildsölum. Á bakvið sagðist hann ætla að hafa eins konar bónusskóbúð. Þar yrði fjölbreytt úrval af ódýrum hversdagsskóm, sem hann flytti sjálfur beint inn frá Portúgal. Skóhúsið er til húsa í vestur- hluta Kaupangs, við hlið gler- augnasölunnar Geisla. Morgunblaðið/Rúnar Þór Frá fundi umhverfisnefndar Alþingis í Eyrarlandsstofu í gær. Lengst til hægri er Gunnlaugur Stefánsson alþingismaður, formaður nefndarinnar. Umhverfisnefnd í Eyrarlandsstofu Umhverfisnefnd Alþingis sit- ur nú og þingar á Akureyri. Meðal annars kannar nefndin starfsemi Náttúrufræðistofn- unar Norðurlands. Fundir nefndarinnar eru haldn- ir í Eyrarlandsstofu í Lystigarðin- um á Akureyri. Tómas Ingi Olrich, alþingismaður og einn umhverfis- nefndarmanna, sagði í gær að meginviðfangsefni nefndarinnar þann daginn væru málefni Nátt- úrufræðistofnunar Norðurlands í ljósi lagafrumvarps um Náttúru- fræðistofnun íslands og rann- sóknir í náttúrufræðum. í því sambandi yrði farið í skoðunarferð í Náttúrufræðistofnun. Auk þess væri á dagskrá fundar nefndar- innar starfsleyfi fyrir álverið í Straumsvík og mál er varða línu- stæði raflínu frá Fljótsdalsvirkjun, en talsvert hefur verið rætt og deilt um það mál og hugsanleg umhverfisspjöll af línulögninni að undanförnu. Umhverfisnefnd heldur áfram fundum sínum í Eyrarlandsstofu í dag. V íkingbrugg/Gosan: Enn oljost hvar verk- smiðjumar verða ENN ER ekki ákveðið hvort öl- gerð Víkingbruggs og gos- drykkjagerð Gosans verða sam- einaðar og þá hvor staðurinn verður valinn, Akureyri eða Reykjavík. Þess er ekki að vænta að ákvörðun liggi fyrir fyrr en í október. Eigendur verksmiðjanna vinna enn að könnun á rekstrinum, kostn- aði og staðarvali. Að sögn Sindra Sindrasonar, framkvæmdastjóra Pharmaeo og eins stjórnarmanna í Víkingbruggi, hefur ákvörðun um staðsetningu verksmiðjanna ekki verið tímasett. Hann sagði að nokk- uð lægi á að ákvörðun yrði tekin, en það yrði þó tæplega fyrr en í Fjölniemii í fjölbreyttu tónlistamámi KENNSLA hefst í Tónlistarskólanum á Akureyri í næstu viku. Innritun er að ljúka og fyrirsjáanlegt að nemendur verða nálægt 500, álíka margir og á síðasta ári. Fastráðnir kennarar við skól- ann eru 33. Húsnæðisskortur háir starfseminni nokkuð, einkum vantar sal eða sali fyrir samleik og hljómsveitaræfingar. Þá eru og vandræði vegna þess að ekki er hægt að bjóða hreyfihömluð- um upp á nám eða að sækja tónleika í skólanum. Þar er engin lyfta og einungis skrifstofur skólans á jarðhæð skólahússins. Laugardagstónleikar verða í skólanum alla laugardaga á skólaár- Nýráðinn skólastjóri Tónlistar- skólans er Roar Kvam en yfir- kennari er Michael J. Clarke. Mic- hael sagði að megintilgangur með skóla sem þessum væri að bjóða fólki sem áhuga hefði að stunda tónlistarnám sér til uppbyggingar og gleði. Takmarkið væri ekki að framleiða atvinnutónlistarmenn eða snillinga. Þó fyndust iðulega. framúrskarandi nemendur sem næðu langt og færu frá skólanum til framhaldsnáms, meðal annars í útlöndum. Miehael sagði að í vetur yrðu nemendur um það bil 500 en kennarar alls 35, þar af 33 í föstu starfi. Meðal þeirra eru 5 erlendir kennarar sem koma nú til íslands í fyrsta sinn. Skólinn hefði að þessu sinni boðið erlendum kenn- urum tiisögn í íslensku og hefðu þeir verið á námskeiði að undan- förnu. Langmest eykst aðsókn að sögn Michaels í píanódeild og söng- deild. Svo mikil sé aðsóknin að söngnámi að enda þótt þar kenndu þrír söngkennarar yrði nú í fyrsta sinn hafður prófsöngur inn í deild- ina. Söngnemendur kæmu sumir langt að, meðal annars til að sækja efri stig námsins. Biðlisti væri eftir píanónámi og óvenjugóð aðsókn að sellónámi. Að sögn Michaels er einsdæmi hve mikil fjölbreytni er í boði í tónlistarnámi í skólanum. í boði er meðal annars kennsla á öll hljóðfæri sinfóníuhljómsveitar að hörpu frátalinni auk píanós, söngs, orgels og slagverks. Auk þess er forskóli og þar verða nú nemendur allt frá 5 ára aldri til 9 ára. í forskólanum er kennt fjöl- margt sem lýtur að tónlist og þar eru meðal annars nemendum kynnt mismunandi hljóðfæri. For- skólanemar ganga jafnan fyrir þegar nemendur eru síðar teknir í reglulegt hljóðfæranám. Michael sagði að húsnæði skól- ans væri ekki nóg og enda þótt kennslustofur væru jafnan vel úr garði gerðar er ekki allt sem best gæti verið. Meðal annars vantaði lyftu svo- bjóða mætti fólki, sem ekki gæti gengið, að stunda nám og sækja hljómleika í skólanum. Einnig væri mikið vandamál að ekki væri nógu stór eða góður salur fyrir hljómsveitarleik og æfingar. Salurinn rúmaði varla stærstu hljómsveitirnar. Bundnar væru vonir við að ketilhúsið í Grófargili fengist til afnota. Ekki væri gerð nein krafa um að stórfé yrði eytt í að gera húsnæðið að glæsisal, aðeins að þar yrði stór salur þar sem hægt yrði að hafa hljómsveitaræfingar og geyma hljóðfæri. Eitt vandamál skólans væri hljóðfæraflutningar. Til dæmis þyrfti oft á ári að flytja pákur úr Tónlistarskólanum í tón- leikasali, en það væri ekki hægt án þess að rífa niður hurðir í skólahúsinu, svo fyrirferðarmikil væru hljóðfærin. Áuk þess færu svona flutningar vissulega illa með hljóðfærin. I skólanum verða í vetur 9 hljómsveitir, fjórar blásarasveitir, þijár strengjasveitir, kammer- hljómsveit og slagverkshljóm- sveit. Óljóst er hvort eða hvernig stórsveit skólans starfar þetta árið. Stefnt er að því að sérhver hljómsveit haldi að minnsta kosti ívenna tónleika og auk þess verða tvennir tónleikar á vegum sér- hverrar deildar skólans á starfsár- inu. Skólinn stefnir að því að taka þátt í ári söngsins og setja upp óperuútdrætti á vordögum. Þá verða laugardagstónleikar alla laugardaga á skólatímanum. Michael sagði að lokum að nem- endur í skólanum væru á ýmsum aldri, meðal annars talsvert af fólki sem komið er af allra létt- asta skeiði. Til marks um það væri starfandi við skólann sér- stakt félag fullorðinna nemenda, en meðal annars væri svo kveðið á í réglugerð um tónlistarskólann að hann ætti að gera fullorðnu fólki kleift að auðga tómstundir sínar með tónlistariðkun. október. Sindri sagði að enn hefði ekkert komið upp í athugun eigendanna sem gerði það að verkum að einn kosturinn væri talinn öðrum sterk- astur. Fyrir lægju hugmyndir um að sameina reksturinn, annaðhvort á Akureyri eða í Reykjavík, en því fylgdu augljósir kostir að reka frek- ar eina verksmiðju en tvær. Auk þess væri til umræðu þriðji kostur- inn, sá að halda áfram verksmiðju- rekstri á báðum stöðum og ná fram hagstæðari rekstri með einhveijum breytingum í framleiðslunni. Að sögn Sindra er tilboð Akur- eyrarbæjar um fyrirgreiðslu vegna verksmiðjunnar til meðferðar hjá stjórninni. Eitt vandamála við reksturinn á Akureyri hafi verið að verð á vatni, heitu og köldu, hafi verið hærra en í Reykjavík. Auk þess sé verið að fjalla um flutninga- mál, hér sé um að ræða umfangs- mikla vöru og mikla flutninga frá framleiðslustað til neytenda. Samn- ingar um þetta geti haft áhrif á ákvarðanatökuna. Sindri sagði að ef til þess kæmi að verksmiðjurnar yrðu sameinaðar á öðrum hvorum staðnum mundi það gerast með mismunandi móti. Yrði ofan á að hafa eina verk- smiðju, og hana á Akureyri, væri tiltölulega fljótgert að flytja gos- drykkjagerðina norður. Það gæti gerst á örskömmum tíma. Yrði hins vegar ákveðið að sameina verk- smiðjurnar í Reykjavík væri um að ræða miklu flóknara mál sem tæki mun lengri tíma. Slíkt yrði ákvörð- un til lengri framtíðar. Olverksmiðj- an á Akureyri væri ný og í mjög góðu standi og ölgerð auk þess flóknari og viðkvæmari en svo að unnt væri að flytja verksmiðjuna fyrirvaralítið milli landshluta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.