Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 28
>28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1991 .. JÁ NÚ SKIL ÉC T$LVAN __________Brids____________ Arnór Ragnarsson Jöklamót Bridsfélags Hornafjarðar Opinn tvímenningur verður hald- inn á Hótel Höfn helgina 20.-2Í. september 1991. Mótið hefst kl. 20 á föstudaginn og er áætlað að því ljúki um kl. 19 laugardaginn 21. september næstkomandi. Fem pen- UPPÞVOTTAVEL (SUM LINE) Model 7800 7 manna matarstell, 3 þvotta- kerfi. Hæð 85 cm - breidd 45 cm - dýpt 60 cm. Verft kr. 56.772.- stgr. Birgir Andrésson fyrir framan myndröðina „Annars vegar fólk“ NÁLÆGÐ Myndlist Eirtkur Þorláksson í austursal Kjarvalsstaða stendur nú yfir sýning frá hendi Birgis Andr- éssonar, sem hann hefur gefið yfir- skriftina „Nálægð, og undirtitlana „Imyndir, Litir, Fólk. Sýningin skipt- ist þannig í þrjá þætti, sem þó vega misjafnlega í þeirri heildarmynd sem hér kemur fram. Birgir hefur um nokkurra ára skeið unnið með þá þætti, sem hér koma fram sem „ímyndir. Hér er um að ræða miklar stækkanir á frí- merkjum frá Alþingishátíðarárinu 1930, sem listamaðurinn hefur fært yfir á plastflimur og handmálað, eða prentað á álplötur. Þessir hversdags- legu smáhlutir taka á sig algjörlega nýja mynd þegar þeir eru stækkaðar á þennan hátt. Frímerki kunna við fyrstu sýn að virðast ósköp ómerkileg fyrirbæri, sem fólk handfjatlar dag- lega án þess að veita þeim nokkra athygli, en við nánari umhugsun kemur í Ijós að hér er meira á ferð- inni.- Hver þjóð setur metnað sinn í að frímerki, sem eru fyrstu ímyndir landsins til að berast víða um heim, gefi jákvæða mynd af landi og þjóð, og velja því efni á frímerkin í sam- ræmi við það. Á fyrri hluta aldarinn- ar, t.d. um 1930, voru íslendingar að stíga sín fyrstu skref inn í samfé- lag þjóðanna á nýjum tímum; bænda- þjóðfélagið var að breytast, iðnaður, fiskveiðar og verslun að taka við sem aðalatvinnuvegir þjóðarinnar og undirstaðan undir framsókn til betra lífs í framtíðinni. í ljósi þessa er áhugavert að sjá hvaða mynd íslendingar vildu gefa öðrum þjóðum af sjálfum sér á þess- um tíma. Af frímerkjum sem Birgir hefur valið til úrvinnslu hér má ráða að þeir kusu að njóta helst athygli fyrir ímynd landsins og fortíð þjóðar- innar. Leturgerð merkjanna er feng- in úr fornum útskurði, og landakort- ið á krónumerkinu er fomlegt, á meðan svipir landsins á öðrum merkj- um eru óljósir og draumkenndir. Þannig virðist hjúpur fornrar frægð- ar og dulúðar hvíla yfir landinu í þeirri ímynd, sem haldið var fram. Listamaðurinn hefur hér gert stækk- aðar eftirmyndir af draumum, ef svo má segja, því auðvitað á þessi ímynd ekki við rök að styðjast — eða hvað? Hver var raunveruleikinn og hvar byrjaði draumurinn? Eftirmynd drauma getur nefnilega oft gert þá ímynd sem þeir gefa mikilvægari en ímynd raunveruleikans verður nokk- um tíma. Einn hluti sýningar Birgis kann að fara framhjá mörgum, en sá nefn- ist „Litir". Þennan hluta er ekki að finna á veggjum sýningarsalarins^ heldur í skrá sem liggur frammi. I inngangi hennar segir listamaðurinn: „Hér eru tólf sýnishom af litum ís- lenskrar menningar. Þau em ekki HEKLA LAUGAVEGI 174 S. 695500/695550 XJöfóar til X Xfólks í öllum starfsgreinum! BRAMBILLA Frönsku BRAMBILLA úlpurnar eru ekta dúnúlpur, hlýjar, og fallegar. BRAMBILLA dúnúlpumar eru vendiúlpur. Því færð þú í raun tvær dúnúlpur á verði einnar. BRAMBILLA dúnúlpumar eru til í öllum stærðum, jafnt á böm og fullorðna. Nýju BRAMBILLA vendi-dúnúlpurnar kosta 12.900 krónur í fullorðinsstærðum. BRAMBILLA dúnúlpur - töffbáöum megin ERT ÞÚ AD FARA í FERDALAG EOA I TUNGUMÁLANÁM ? ú ÍSLENSKA. DANSKA. ENSKA, FRANSKA. ÞÝSKA. SPÆNSKA ALLT í SÓMU TÖLVUNNI YFIR 3000 ORÐ OG ORÐA- SAMBÖND Á HVERJU HINNA SEX TUNGUMÁLA SEM TÖLVAN BÝR YFIR UTILIF Glæsibæ Sími91-812922 unnin út frá litum úr náttúrulegum efnasamböndum, svosemjurtum eða jarðefnum, Heldur úr þeim litbrigð- um sem mér hafa sýnst mest áber- andi í sköpunarverkum þjóðarinnar í gegnum aldirnar. Hugmyndin er góð; þeir litir sem Birgir velur í þessum tilgangi eru samsettir, og bera allir nafnið „Is- lenskur". Sköpunarverk þjóðarinnar í gegnum aldirnar eru jafn misjöfn og þau eru margvísleg, en það vekur athygli að þar er engan hreinan lit að finna að mati listamannsins; jafn- vel sá bjartasti (magneta 11,5%, yellow 94%, black 6%) heldur aftur af birtunni, situr á sér. Hins vegar eru dýpstu litirnir þannig settir sam- an, að augu áhorfandans taka ósjálfrátt að mynda form lands og lagar í fletinum — þeir minna það vel á raunveruleikann. „Annars vegar fólk“ er mest gríp- andi þáttur sýningarinnar og mest áberandi. Einföld uppröðun mynd- anna gerir það að verkum að þær styrkja hver aðra; misjöfn myndgæði verða einungis til þess að færa fólk- ið nær raunveruleikanum. I inngangi að þessum hluta sýningarinnar segir listamaðurinn m.a. eftirfarandi: „Að vera venjulegur, krefst þess einungis að farið sé eftir settum regl- um þess ástands sem varir hveiju sinni. Sá sem fetar ótroðnar slóðir og stikar utan vega þeirra kortagerð- amanna er skrásetja vilja og skipu- leggja með lögbundnu valdi „skyn- seminnar“ gerðir fólks, er undarlegt fyrirbæri í augum fjöldans. Myndröð- in „Annars vegar fólk“ samanstend- ur af þess konar manneskjum er í samtíma sínum taldist til þess síðar nefnda. Birgir nær að setja þessar myndir í það samhengi sem þarf til að fólk- ið á þeim sé ekki skoðað sem furðu- fyrirbæri, fáráðlingar og þaðan af verra; þetta eru einstaklingar sem gengu aðrar brautir en almenningur, en eiga fulla virðingu skilda sem hluti þess menningararfs, sem við búum að. Það er t.d. erfítt að horfa í augu Jóns söðla, stuttu Siggu og Auðuns skökuls I. af íslandi án þess að langa að kynnast sögu þessa fólks betur, og þar með eigin þjóðarsögu. Þrátt fyrir ólíka þætti er þessi sýning mjög heildstæð og stendur nálægt okkur, og gefur gestum þannig drjúgt tilefni til hugrenninga um sjálfa sig og sinn menningararf. Og þar sem það er vissulega einn megintilgangur allrar listar og vekja fólk til umhugsunar, má segja að hér vinni Birgir Andrésson ákveðinn sigur fyrir hönd myndlistarinnar. Sýningu Birgis Andréssonar í austursal Kjarvalsstaða lýkur sunnu- daginn 15. september. ingaverðlaun verða veitt og spilað verður um silfurstig. 1. Verðlaun: Peningaverðlaun kr. 60.000 og jöklaferð fyrir fjóra að verðmæti kr. 30.000 eða samtals kr. 90.000. 2. Verðlaun: Peningaverðlaun kr. 40.000. 3. Verðlaun: Peningaverðlaun kr. 30.000. 4. Verðlaun: Peningaverðlaun kr. 6.000. Parafjöldi takmarkast við 40 pör og hægt er að skrá sig til fimmtu- dags 19. september hjá: Hótel Höfn, sími 97-81240. BSÍ (Elín), sími 91-689360. Sigurpáll, sími 97-81268 eða 97-81200 (vinnusími). Keppnisgjald er kr. 6.000 á parið og er kaffi innifalið í því meðan á móti stendur. Þá mun bæjarstjórn Hafnar bjóða spilurum í kaffisam- sæti á laugardaginn. Að auki er boðið uppá: Flugfar með Flugleiðum REK-HFN-REK kr. 7.950 á mann. Flogið á föstu- degi frá Reykjavík og sunnudegi frá Höfn. Gisting á Hótel Höfn; ein nótt með morgunverði kr. 2.700 og tvær nætur kr. 5.000 á mann. Formaður B.H. er Sigurpáll Ingi- marsson. — JGG UM LAND ALLT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.