Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTÚDAGUR 20. SEPTEMBER 1991 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Enn eitt reiðarslagið Niðurstaða seiðarannsókna Hafrannsóknastofnunar er enn eitt reiðarslagið, sem ríður yfír íslenzkan þjóðarbú- skap á skömmum tíma. Hún gefur til kynna, að þorskár- gangurinn 1991 verði sá sjötti í röð lélegra árganga. Fiski- fræðingar telja, að þessi lélega nýliðun þorskstofnsins þoli ekki nema 250 þúsund tonna afla næstu árin. Þetta boðar áfram- hald þess mikla samdráttar, sem ákveðinn var í þorskveið- um í kjölfar skýrslu og tillagna Hafrannsóknastofnunar í júlí- mánuði sl. um ástand hrygn- ingarstofnsins. Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra ákvað að heimila 265 þúsund tonna þorskveiði á nýbyijuðu kvótaári, en Haf- rannsóknastofnun lagði til að aflinn yrði 250 þúsund tonn. Aflaskerðingin nemur um 55 þúsund tonnum frá því sem áætluð þorskveiði var á sl. kvótaári. Það er gífurlegur samdráttur og að sönnu reiðar- slag, eins og Kristján Ragnars- son formaður LÍÚ komst að orði. Fiskifræðingar segja, að nið- urstaðan úr seiðarannsóknun- um sé vísbending en ekki end- anleg, því ýmsir þættir geti breytt myndinni um stærð hrygningarstofnsins t.d. þorsk- göngur frá Grænlandi. Það er samt full ástæða til þess að taka þessa vísbendingu alvar- lega og gera ráðstafanir tíman- lega til að snúast til vamar. Þjóðhagsstofnun telur, að tekjur sjávarútvegsins muni m'innka um 6-7 milljarða króna á ári næstu árin miðað við 250 þúsund tonna þorskveiði. Það þýðir fyrirsjáanlega stöðnun í mikilvægustu atvinnugrein landsmanna, sem hefur haldið uppi þeim lífskjörum, sem Is- lendingar em orðnir vanir og gera kröfur um. Það blasir við, að stjórnvöld og hagsmunaaðilar í sjávarút- vegi grípi til aðgerða til að veijast áfallinu. I fyrsta lagi verður að gera ráðstafanir til að styrkja hrygningarstofninn. I því sambandi hefur formaður LIÚ bent á, að til greina komi að friða hrygningarslóðir þorsksins við Suðurströndina og banna dragnóta- og neta- veiðar á hrygningartímanum. Jakob Jakobsson, forstöðumað- ur Hafrannsóknastofnunar, hefur tekið vel í þessa hug- mynd. Augljóst er, að sjávarútvegs- ráðherra er opinn fyrir nýjum hugmyndum eins og sjá má af eftirfarandi ummælum hans í Ríkisútvarpinu í fyrrakvöld: „Ég held að það fari ekkert milli mála, að við þurfum að hugsa ýmislegt upp á nýtt. Við þurfum að skoða alveg frá grunni ýmis álitamál, sem menn hafa verið að deila um og þræta um, eins og friðun ákveðinna svæða, notkun veið- arfæra og þar fram eftir götun- um. Ég held, að eftir upplýs- ingar af þessu tagi þá verði ekki hjá því komizt að skoða viðfangsefni af þessu tagi al- gerlega frá grunni og meta upp á nýtt.“ Þá ítrekaði Þorsteinn Páls- 'son enn einu sinni þau augljósu sannindi, að sóknargeta fiski- skipaflotans er meiri en af- rakstursgeta fiskistofnanna. Ráðherrann kvað nauðsyn að fækka skipum og minnka til- kostnað við veiðarnar verulega til þess að unnt verði að njóta hámarksarðsemi af sjávarút- veginum. Þetta hefur verið þungamiðj- an í öllum opinberum umræð- um um málefni sjávarútvegsins um langt árabil en mikil tregða hefur verið á að hrinda mark- vissum áætlunum í fram- kvæmd til að ná árangri. Það verður að fækka fiskiskipum, það verður að fækka frystihús- um til að ná þessu marki. Ann- að hvort verður að ná því með sameiningu fyrirtækja og skapa þannig öflugri og hag- kvæmari rekstrareiningar eða hreinlega að hætta rekstri óarðbærustu fyrirtækjanna, þeirra sem hefur verið haldið gangandi ár eftir ár með opin- beru fé. Sjávarútvegurinn mun búa við stöðnun og kyrrstöðu næstu árin, ef fer fram sem horfir. Hann mun engum hagvexti skila í þjóðarbúið. Það er því brýnni nauðsyn en nokkru sinni fyrr að leita annarra leiða til að vega upp á móti samdrættin- um i efnahagslífinu. Margar leiðir koma þar til álita, en stór- virkust er hagnýting þeirra miklu orkuauðlinda sem Islend- ingar eiga. Horfur eru á því að næsta stóra skrefið í þeim efnum verið stigið með samn- ingunum við Atlantál og virkj- unarframkvæmdir geti hafizt á næsta ári. Niðurstöður Haf- rannsóknastofnunar sýna ljós- lega, að ekki má láta þar við sitja. Pétur Friðrik við tvö verka sinna. Morgunblaðið/RAX Listamiðstöðin Hafnarborg í Hafnarfirði: Þingvellir og Heiðmörk eru mér kær myndefni - segir Pétur Friðrik sem opnar sýningu um helgina Pétur Friðrik Sigurðsson, listmálari, var í óða önn að undirbúa myndlistarsýningu sína í Hafnarborg þegar blaðamann bar þar að garði. Fjöldi uppstillinga og Iandslagsmynda þakkti veggina en hlaðar af myndum báru vott um að enn væri nokkuð verk fyr- ir höndum. Þegar undirbúningi lýkur verða 60 akrýl-, olíu- og vatnslitamyndir eftir Pétur til sýnis í Hafnarborg. Sýningin verð- ur opnuð á laugardaginn kl. 14 og stendur yfir til sunnudagsins 6. október. Hafnarborg er opin daglega milli kl. 14 og 19 nema á þriðjudögum en þá er menningar- og listastofnunin lokuð. Pétur Friðrik byijaði að mála með olíulitum 12 ára gamall. Hann settist á skólabekk í Myndlista- og handíðaskólanum en 17 ára gamall hélt hann sína fyrstu mál- verkasýningu. „Eg hélt sýningu í gamla Listamannaskálanum og seldi verk fyrir uppihaldi mínu þá þrjá vetur sem ég stundaði nám í listaháskólanum í Danmörku. Pen- ingamir komu í góðar þarfir því að á þessum tíma vom engin námslán og því urðu menn annað hvort að halda sér uppi sjálfir eða treysta á ávísanir að heiman. For- eldrar mínur þurftu hins vegar ekki að láta eyri af hendi rakna,“ segir Pétur Friðrik. Hann rifjar upp hvernig var að koma til Kaupmannahafnar í nám árið 1946 eftir Seinni heimsstyij- öldina. „Mikill skortur var í borg- inni. Margar búðir tómar og skammtað kjöt. Þó var nóg til af grænmeti. Við komum nokkrir frá Islandi þennan vetur því einhveijir höfðu þurft að fresta námi vegna stríðsins. Meðal íslendinganna voru Karl Kvaran, Veturliði Gunn- arsson, Einar G. Baldvinsson og Hrólfur Sigurðsson. Sumir bjuggu við slæman kost. Jafnvel í húsum þar sem ekki var upphitin því ekki voru öll hús hituð upp í Kaup- mannahöfn á þessum tíma en ég var svo heppin að vera á góðu pensionati." „Ég var í Kaupmannahöfn í 3 ár en veturinn 1948, frá hausti og fram að áramótum, skoðaði ég söfn í París þar sem var hópur íslendinga. Þeirra á meðal voru Örlygur Sigurðsson, Thor Vil- hjálmsson, Gunnar Elísson, Hall- dór Þorsteinsson og Hörður Ág- ústsson. Hópurinn hélt til á Montmartre. Hann(var ágætur og ansi gaman að vera í París á þess- um tíma,“ segir Pétur. Þó segir hann að lítið hafi verið um góða listakennslu í París á þessum árum. Fólk hafi fengið að teikna módel fyrir aur en enginn leiðbein- andi hafí verið til staðar. Eftir námsárin í Kaupmanna- höfn hélt Pétur Friðrik til íslands þar sem hann hefur búið síðan. „Ég hélt ekki áfram námi en hef farið í einstaka námsferðir eftir það. Til dæmis til Bandaríkjanna og Hollands. Mér finnst alltaf jafn gaman að koma þangað og skoða verk Rembrandts, Van Goghs og fleiri hollenskra meistara," segir Pétur. Aðspurður segist hann ekki geta neitað því að fínna megi áhrif frá Van Gogh í myndum eftir hann en bætir við að fínna megi áhrif frá listamanninum hjá fleiri ís- lenskum málurum. Megi þar nefna Kjarval og Ásgrím Jónsson. Elsta myndin á sýningunni er andlitsmynd frá árinu 1951 en yngstu myndimar eru frá því í ár. Nokkrar eru af gömlum húsum í Hafnarfírði þar sem Pétur Friðrik bjó í um 20 ár. Þá eru nokkrar uppstillingar en landslags myndir eru í miklum meirihluta. „Ég á mér ekki neinn einn uppáhaldss- stað en Þingvellir og Heiðmörk eru mér kærir. Fleiri staði á landinu hef ég líka reynt að fanga í myndefni." Pétur segist vinna jöfnum hönd- um með olíu, vatnsliti og akrýl. „ Stundum hef ég bæði með mér olíu og vatnsliti. Ef er bjart úti og létt mála ég með vatnslitum en annars með olíulitum.“ Ef Pétur kemst ekki út í náttúruna málar hann uppstillingar heima í vinnu- stofu sinni á Amarnesinu. „Ég mála líka stundum út í garði. Meira að segja stundum í stof- unni,“ segir Pétur Friðrik en hann hefur séð sér farboða með mál- verkum sínum undanfarin ár. Fæst verkanna á sýningunni hafa verið sýnd almenningi áður. Nokkur hafa þó verið sýnd á er- lendri grund en Pétur Friðrik hefur tekið þátt í ljölda samsýninga hér- lendis og erlendis. Hann hefur haldið einka sýningar í New-York, Lúxemborg og Köln. Arkitektar frá New York í Asmundarsal í SAMVINNU Arkitektafélags fs- lands og Menningarstofnunar Bandaríkjanna hefur borist hing- að alþjóðlega farandsýningin „New York Architects" og hefst Fimmta bók- in komin út í ritsafni Laxness í Þýskalandi SKÁLDSAGAN Gerpla eftir Hall- dór Laxness er komin út hjá bóka- forlaginu Steidl í Göttingen í Þýskalandi og er hún fimmta bók- in sem það forlag gefur út eftir Nóbelsskáldið. Hinar fyrri eru Vefarinn mikli frá Kasmír, Atóm- stöðin, Kristnihald undir Jökli og smásagnasafnið Sjö töframenn. Gerpla ber í þýsku útgáfunni heit- ið Die Gliicklichen Krieger. Hér er um að ræða endurskoðaða gerð þýð- ingar sem Bruno Kress gerði á sínum tíma. Umsjónarmaður útgáfunnar Hubert Seelow bjó bókina til prent- unar eins og hinar fyrri og ritar eftir- mála en Seelow þýddi sjálfur Vefar- ann mikla frá Kasmír og Sjö töfra- menn. Samkvæmt upplýsingum frá Vöku-Helgafelli sem annast útgáfu- réttarmál fyrir Halldór Laxness gagnvart erlendum bókaforlögum, er nú unnið að nýrri þýskri þýðingu íslandsklukkunnar til útgáfu hjá Steidl-forlaginu jafnframt endur- skoðun þýðinga nokkurra annarra bóka sem ákveðið er að komi í rit- safninu á næstu árum. hún nk. laugardag kl. 17.00 í Ás- mundarsal. Sýningin er þverskurður af verk- um síðmódernískra arkitekta frá New York; teikningum þeirra, ljós- myndum og líkönum Qg spannar vítt svið frá hönnun húsgagna til háhýsa. I fréttatilkynningu Arkitektafé- lags Islands segir: „Meginhugmyndir arkitektanna tuttugu og tveggja er mynda sýningarhópinn endui-spegla einkum ríka tilhneigingu til áfram- halds nútímastefnunnar í arkitektúr þessarar aldar og ummyndun þeirra hefða sem henni hafa fylgt. Þó má einnig greina vangaveltur um hversu mikinn slagkraft þessi stefna hefur enn í dag og hvort orka hennar og aðferðir nægi til viðhalds þeirri gagnrýni og sköpun sem til áhrifa þarf í síbreytilegri veröld og þá sérs- taklega New York. Það má segja að sýning þessi sé jafnframt því að koma hugmyndum og gangrýni á framfæri viðleitni til að koma á mótvægi við arkitektúr glanstímaritanna, hvort sem um er að ræða afturhvarfssinnaðan og klisjugjarnan eftirmódernisma eða uppsprengdan þyrilhvít framúrstefn- unnar. Helsti forsprakki sýningarinnar, Rúmeninn Livio G. Dimitriu, hefur ritað inngangsorð í sýningarskrá og kennir þar margra grasa um jafn ólík efni og Richard Meier og spá- dóma Nostradamusar, byggingarlist rúmenska myndhöggvarans Const- antin Brancusi og ofanvarpsteikn- ingar Dr. Alberto Sartoris og túlkun hans á gildi þeirra sem ópersónulegs verkfæris í afstæðri veröld." Sýningin er opin daglega frá 14.00-18.00 og 14.00-20.00 á laug- ardögum og sunnudögum. Henni lýkur 2. október. (Fréttatilkynning) Tveir myndlistarmenn sýna á Kjarvalsstöðum Myndlistarmennimir Grétar Reymsson og Guðjón Ketilsson opna sýningar í austursal Kjarvalsstaða á laugardaginn kl. 16. Báðir útskrif- uðust þeir frá Myndlista- og handiðaskóla Islands árið 1978. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir félagar sýna verk sín saman, þ.e. tvær einkasýn- ingar í sömu salarkynnum. Guðjón stundaði framhaldsnám í Kanada og hefur síðan haldið átta einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum á Islandi, í Kanada, Finn- landi, Svíþjóð og Sviss. Á sýning- unni á Kjarvalsstöðum sýnir Guðjón málverk og tréskúlptúra sem hann hefur unnið síðastliðin þijú ár. Grétar dvaldi í Hollandi að loknu námi hér á landi. Þetta er níunda einkasýning Grétars en einnig hefur hann tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Grétar hefur einnig gert á þriðja tug leikmynda í leikhúsum Reykjavíkur. Á sýning- unni sýnir Grétar ný myndverk sín með olíu, akríi og blýanti á krossvið, striga, jám og pappír. Sýningar Grétars og Guðjóns á Kjarvalsstöðum em opnar daglega kl. 10-18 og standa til 6. október. Borgarstjóri heimsæk- ir Víking í Sljömugróf Iþróttahús félagsins vígt 2. nóvember EFTIR rúmar sex vikur verður íþróttahús Víkings við-SIjörnugróf i Fossvogi tekið í notkun, en fyrirhugað er að vígja húsið 2. nóvember. Framkvæmdum hefur miðað vel áfram og í vikunni var byijað að leggja grind undir beykiparket á gólf salarins. Fyrstu skóflustungu að húsinu tók Davíð Oddsson, þáverandi borg- arstjóri, í byijun marzmánaðar á síð- asta vetri. Reykjavíkurborg styrkir byggingu íþróttahússins og frágang á vallarhúsi og félagsheimili á myndar- legan hátt og í vikunni heimsótti Markús Öm Antonsson, borgarstjóri, höfuðstöðvar Víkings í Stjörnugróf. Að lokinni skoðunarferð um íþrótta- húsið og félagsheimilið var sest niður og málefni félagsins rædd. Fram- kvæmdir við nýjan knattspyrnuvöll voru ofarlega á baugi í þeim umræð- um, en einnig fjölgun bílastæða við íþróttamannvirkin og leiga á tímum í íþróttahúsinu. Gert er ráð fyrir alhliða íþrótta- starfsemi í íþróttahúsinu, en gólfflötur þess er 44x33 metrar. Sæti verða fyrir um 1.200 manns í húsinu, en einnig er hægt að skipta því með tjaldi í tvo íþróttasali. Félagsheimilið bætir úr brýnni þörf Víkinga, en félagið hefur verið á hrakhólum með félagsað- stöðu frá því að heimilið við Hæðar- garð var selt borginni fyrir tæpum þremur árum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Forystumenn Víkings og borgarstjóri skoða nýja íþróttahúsið. Frá vinstri Kristján Oskarsson, Þórður Bergmann, Jón Kr. Valdimarsson, Aðalsteinn Helgason, Hallur Hallsson, Ómar Einarsson, framkvæmnda- stjóri Iþrótta- og tómstundaráðs, Markús Orn Antonsson, borgarstjóri, Eysteinn Helgason, Ágúst Ingi Jóns- son og Ólafur Jónsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. AF INNLENDUM VETTVANGI GUÐMUNDUR SV. HERMANNSSON Atvinnutryggmg- arsjóður umdeild- ur allt frá stofnun BYGGÐASTOFNUN hefur sent ríkisstjórninni 1,4 milljarða króna reikning vegna skuldbindinga Atvinnutryggingarsjóðs á næsta ári. Samkvæmt því staða sjóðsins mun verri en skýrslur Ríkisendurskoð- unar hafa gefið til kynna. Þessi sjóður hefur verið umdeildur frá því hann var stofnaður og ljóst að svo verður áfram í ljósi þessarar stöðu. Hér á eftir verður stiklað á stóru í sögu Atvinnutryggingar- sjóðs. Atvinnutryggingarsjóður atvinn- ugreinanna var settur á stofn með bráðabirgðalögum, sem ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar setti þegar hún tók við 28. september 1988. Sú ríkisstjórn tók við á miðju kjörtímabili, eftir að stjórn Þor- steins Pálssonar sprakk vegna deilna um efnahagsaðgerðir. Þá um sumarið var ljóst að mikl- ir erfíðleikar voru yfirvofandi í sjáv- arútvegi og raunar öðrum útflutn- ingsgreinum. Ráðgjafaniefnd um efnahagsaðgerðir, undir stjórn Ein- ars Odds Kristjánssonar forstjóra á Flateyri, hafði lagt til að farin yrði svonefnd niðurfærsluleið, þ.e. verð- lag og laun yrðu lækkuð með stjóm- valdsaðgerðum til að draga úr kostnaði fyrirtækja og verðbólgu. Ríkisstjómin náði ekki samkomu- iagi um þá leið. Sjálfstæðisflokkur- inn vildi þá fella gengið, en hinir tveir sjómarflokkarnir, Alþýðu- flokkur og Framsóknarflokkur, höfnuðu því og vildu frekar fara einskonar millifærsluleið, þ.e. að færa fjármuni til útflutningsgrein- anna gegnum skattheimtu og skuldbreytingu. Atvinnutryggingarsjóðnum var ætlað að leysa úr fjárhagsvanda fyrirtækja íútflutningsgreinum með lánum og skuldbreytingum. Sam- kvæmt bráðabirgðalögunum átti sjóðurinn að fá tvo milljarða króna til ráðstöfunar á næstu tveimur ámm. Þar af átti milljarður að koma sem framlag úr ríkissjóði, en millj- arð átti að taka að láni í útlöndum. Þá var sjóðnum heimilt að hafa milligöngu um skuldbreytingu á allt ‘ að 5 milljarða af lausaskuldum út- flutningsfyrirtækja, með því að taka við skuldabrfum frá fyrirtækjum íútflutningsgreinum og gefa á móti út skuldabrf til lánardrottna þeirra. Formannssæti úthlutað í stjórnarmyndunarviðræðum Sjóðurinn varð umdeildur áður en hann var stofnaður, því í stjóm- armyndunarviðræðunum var ákveðið að formannssæti í stjórn sjóðsins kæmi í hlut stjórnmála- samtaka Stefáns Valgeirssonar sem var aðili að ríkisstjórninni. Tilvonandi stjórnarandstaða gagn- rýndi að stjóm sjóðsins væri versl- unarvara í stjómarmyndunarvið- ræðum og hafnaði síðar að skipa menn í stjómina þótt það stæði henni til boða. Stefán Valgeirsson valdi Gunnar Hilmarsson sveitar- stjóra á Raufarhöfn sem formanns- efni sjóðsins. Sjóðurinn fékk inni í Byggða- stofnun fyrir starfsemi sína en tengist henni ekki að öðru leyti. I reglugerð sjóðsins, sem sett var skömmu síðar er það sett sem skil- yrði fyrir lánveitingau eða skuld- breytinga, að grundvöllur teljist vera fyrir rekstri þeirra að loknum skipulagsbreytingum á fjárhag. Þessu var síðar breytt þannig að grundvöllur yrði að vera fyrir rekstrinum þegar til lengri tíma væri litið. í reglugerðinni kom einnig fram að skuldbreytingar hans áttu að fara fram með þeim hætti, að fyrir- tæki gæfu út skuldabrf til sjóðsins, með þeirri íjárhæð sem lánar- drottnar hefðu samþykkt að skuld- breyta, allt til 10 ára. Atvinnu- tryggingarsjóður gæfi síðan sðan aftur út skuldabrf til lánardrottna, allt til 6 ára. Vaxtamunur átti að vera 1%, sjóðnum í hag. Auglýst var eftir umsóknum um skuldbreytingarlán og fjöldi fyrir- tækja sótti um. Fyrsta afgi'eiðsla sjóðsins var í lok nóvember, þá til 10 fyrirtækja. Á meðan voru bráða- birgðalögin um sjóðinn enn óaf- greidd á Alþingi þar sem óvíst var hvort þau, og þar með ríkisstjómin, hefðu tilskilinn meirihluta í neðri deild. Kvennalistinn og Sjálfstæðis- flokkur lýstu yfír andstöðu við lögin og Atvinnutrygingarsjóð sér- staklega og lögðu til að í hans stað yrði stofnuð srstök rekstrardeild við Byggðastofnun, til að treysta fjárhagsstöðu fyrirtækja íútflutn ings- og samkeppnisgreinum. En þegar fyrstu atkvæðagreiðslur um lögin fóru fram á þingi rétt fyrir jól, voru þau studd af einstökum þingmönnum Borgaraflokksins og þá varð ljóst að stjórnin héldi velli. Sjóðurinn fær ríkisábyrgð Bráðabirgðalögin voru ekki af- greidd endanlega fyrr en í bytjun mars, og í millitíðinni voru gerðar á þeim nokkrar breytingar varðandi Atvinnutryggingarsjóð. Ein kom í kjölfar mikilla umræðna um hvort skuldabréf sjóðsins væru nægilega trygg, en í upphafi sagði í bráðabirgðalögunum að sjóðurinn bæri ábyrgð á útgefnum skulda- bréfum með eignum sínum. Lífeyr- issjóðum og bönkum þótti þetta ekki nægileg trygging og til að koma í veg fyrir há afföll af skulda- bréfunum, breytti ríkisstjórnin bráðabirgðalögunum um miðjan janúar þannig að tekin voru af öll tvímæli um að rkissjóður ábyrgist skuldbindingar sjóðsins og greiddi þær ef eignir og tekjur hrykkju ekki til. Þá var Hlutafjársjóður settur á stofn með breytingu á bráðabirgða- iögunum í febrúar. í janúarlok var ljóst að eiginfjárstaða margra fyrir- tækja var svo slæm að þau fengju ekki fyrirgreiðslu J Atvinnutrygg- ingarsjóði. Ríkisstjórnin lagði þá til að stofnaður yrði sjálfstæður hlutafjársjóður vegna þeiiTa fyrir- tækja sem Atvinnutryggingarsjóður vísaði frá. Sjóðurinn átti m.a. að kaupa hlutabréf í staifandi fyrir- tækjum og hafa milligöngu um að breyta skuldum í hlutafé. Hugmynd um hlutafjársjóð hafði komið fram í nefndaráliti Sjálfstæð- isflokks og Kvennalista fyrr um veturinn, e þar var lagt til að stofn- aður yrði hlutafjársjóður við Byggð- astofnun, sem keypti hlutabrf í fyr- irtækjum í tengslum við fjár hags- lega endurskipulagningu þeirra eða samruna fyrirtækja. En þegar ríkis- stjórnin lagði svo fram tillögu um stofnun sjálfstæðs hlhtafjársjóðs á Alþingi um miðjan febrúar lýstu taismenn stjórnarandstöðuflokk- anna því yfir að með henni væri verið að gera hlutafjársjóð að rusla- kistu fyrir þá sem ekki uppfylltu * skilyrði Atvinnutryggingarsjóðs. 400 fengu 8,7 milljarða Haustið 1989 var Atvinnutrygg- ingarsjóði heimilað að taka 900 milljóna króna erlent lán til viðbótar því sem lög um hann sögðu fyrir um. í febrúar 1990 skilaði Ríkis- endurskoðun skýrslu um sjóðinn, þar sem talið var að um 15-20% útlána sjóðsins, eða 1,5 til 2 millj- arðar króna, gætu verið tapað fé. Þá væru greiðsluerfiðleikar fyrir- sjáanlegir, jafnvel þótt engin útlán * töpuðust, vegna þess tímamunar sem var á skuldabrfunum, sem sjóðurinn gaf út, og bréfunum sem sjóðurinn tæki við. Gunnar Hilm- arsson véfengdi þessar tölur og sagði trygg veð vera fyrir útlánum. Um síðustu áramót hætti At- vinnutryggingarsjóður starfsemi og Byggðastofnun tók við innheimtu á útlánum hans, um leið og sjóðurinn var gerður að deild í Byggðastofnun. Alls fengu 398 fyrirtæki og einstaklingar lán úr sjóðnum, samtals að fjarhæð 8,7 milljarðar. I sumar skiiaði Ríkis- endurskoðun svo annari skýrslu um sjóðinn, þar sem kom fram, að vanskil á endurgreiðslun lántaka til , sjóðsins væru tæplega 50% þótt þær endurgreiðslur fælust að langmestu leyti einungis í vaxtagreiðslum þar sem lánin voru afborgunarlaus fyrstu tvö árin. Ríkisendurskoðun áætlaði að af- skrifa mætti um 1,8 milljarða af lánum sjóðsins, sem svarar til 15-20% útlánanna. Miðað við það taldi Ríkisendurskoðun, að greiðslu- staða sjóðsins yrði sámtals neikvæð um nálægt 500 milljónir króna og við það mætti bæta 400 milljóna króna stofnframlagi ríkissjóðs þannig að heildartap sjóðsins yrði um 900 milljónir króna. Ríkisendurskoðun taldi að sjóð- urinn, sem nú var orðinn atvinnu- tryggingardeild Byggðastofnunar, myndi þurfa á viðbótarfjármagni að halda til að mæta greiðsluvanda á næstu árum, m.a. vegna mismun- andi lánstma og afborgunarskil- mála inn- og útlána Atvinnutrygg- ingarsjóðs, jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að allir lánþegar sjóðsins standi í skilum. Væri tekið mið af áætluðu útlánatapi myndi greiðslu- staðan versna enn frekar. Byggðastofnun tók undir þessar niðurstöður Ríkiendurskoðunar í greinargerð sem send var forsætis- ráðherra 5. september sl. Þar kom . fram að þörf væri á 1,4 milljarða króna framlagi úr ríkissjóði þegar á næsta ári til að mæta skuldbind- ingum sjóðsins. Þá sé ólíklegt að vaxtamunur sjóðsins verði jákvæður þegar fram í sækir, og því verði tap ríkisins vegna sjóðsins meira en Ríkisendurskoðun reiknaði með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.