Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ IÞROI IIR FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1991
Oí
51
KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ
Kveðjustund!
Þeir höfðu ástæðu til að
fagna eftir leikinn. Frá
vinstri: Guðni Bergsson, Sig-
urður Grétarsson, Ásgeir
Elíasson, Hlynur Stefánsson,
Hörður Magnússon, Lárus
Loftsson og Andri Marteins-
4
GLÆSILEG og eftirminnileg
kveðjustund fór fram á Laugar-
dalsvellinum ígærkvöldi. Þar
var gamla kraftaknattspyrnan
kvödd með glæsibrag. Leikur-
inn var gíf urlegur sigur fyrir
fslenska knattspyrnu og Ásgeir
Elíasson, þjálf arann sem tók
enn einu sinni áhættu og stóð
upp sem sigurvegari. Yfirveg-
aður að vanda, eins og klókur
pókerspilari, sat hann við spila-
borðið; með tromp upp í
erminni; léttleikandi, yf irveg-
aða og sókndjarfa knattspyrnu,
sem skilaði svo sannarlega ár-
angri. ísland vann sinn glæsi-
legastan sigur á knattspyrnu-
vellinum og það, 2:0, gegn
Spánverjum.
Islenska landsliðið lék frábæra
knattspyrnu - knötturinn var
látinn ganga manna á milli frá öft-
ustú mönnum til þeirra fremstu.
¦¦¦¦¦¦ Sendingar kantana
SigmundurÓ. á milli og fram í eið-
Steinarsson ur sáust, en það er
skrifar        nokkuð sem fslensk-
ir knattspyrnuunn-
endur hafa ekki séð undanfarin ár
í landsleikjum. Það tók leikmenn
íslenska liðsins nokkur tíma að
koma sér á ferð, en eftir að þeir
voru komnir á ferðina réðu Spán-
verjar ekkert við íslendinga. Varn-
arleikurinn var yfirvegaður, miðjan
mjög sterk og sóknarleikmenn ógn-
andi. Þetta var sigur liðsheildarinn-
ar og Ásgeirs Elíssonar, sem tefldi
fram breyttu liði - átta leikmönnum
sem höfðu ekW leikið í Evrópu-
keppninni í ár. Ásgeir tefldi djarft
og lofaði knattspyrnu, eins og hon-
um finnst skemmtileg. Hann stóð
við orð sín. íslenskt landslið hefur
aldrei leikið eins vel og það skemmti
áhorfendum svo sannarlega. Stór-
stjörnur frá Barcelona (þrír), Real
Madrid (fjórir), Ateletico Madrid
(þrír), Sporting Gijon (einn) og
Tórínó (einn), áttu ekkert svar við
stórleik íslendinga, sem hreinlega
réðu gangi leiksins.
Spánveijar heppnir að fá ekki
á sig fleíri mörk
Tölurnar, 2:0, segir ekki allt um
gang leiksins. íslenskur sigur hefði
hæglega getið orðið stærri. Ólafur
Þórðarson, Sigurður Grétarsson,
Eyjólfur Sverrisson, tvisvar, og
Hörður Magnússon, fengu allir
tækifæri til að bæta við mörkum,
en heppnin var með Spánverjum,
sem sköpuðu sér engin hættuleg
færi.
Og þrátt fyrir að ísland væri
komið yfir, 1:0, var ekki farið að
leika varnarleik. íslenska liðið hafði
völdih á miðjunni og leikmennirnir
léku grimman sóknarleik - svo
grimman að fimm sinnum á stuttum
tíma voru þeir dæmdir rangstæðir
í sóknarákafa sínum.
Frábært!
íslensku leikmennirnir sýndu að
þeir eru ekki litlir, eins og margir
hafa hamrað á, heldur standa þeir
leikmönnum annara þjóða jafnfæt-
is, ef þeir gefa sér tíma til að leika
eins og þeim finnst skemmtilegast
- að sækja, en ekki að vera stöð-
ugt í vörn. Það sást best þegar
markaskorarinn mikli, Hörður
Magnússon, var settur inná fyrir
miðvallarspilara undir lokin leiks-
ins, þegar leikmenn ísland höfðu
leikinn algjörlega í höndum sínum.
Það er aðeins eitt orð til yfir leik
liðsins; Frábært! Það er á engan
hallað þó að ég segi að Sigurður
Jónsson og Kristján Jónsson hafi
verið bestu leikmenn íslenska liðs-
ins.en aðrir leikmenn léku mjög vel.
Eg er þakklátur fyrir að hafa
verið viðstaddur kveðjustundina;
þegar kraftaknattspyrnan var
kvödd.
Island-Spánn
Laugardalsvöllur. Evrópukeppni landsliða, miðvikudagur 25. september 1991.
Mörk ísland: Þorvaldur Örlygsson (72.), Eyjólfur Sverrisson (80.)
Gul spjSld: Sigurður Jónsson (13.), Rafael Martin Vazquez (41.).
pómari: Becker, Hollandi.
Áhorfendur: 3.893 greiddu aðgang.
ísland: Birkir Kristinsson - Pétur Ormslev, Kristján Jónsson, Guðni Bergsson
- Valur Valsson (Andri Marteinsson 46.), Baldur Bjarnason (Hörður Magnússon
75.), Sigurður Jónsson, Ólafur Þórðarson, Þorvaldur Orlygsson - Sigurður Grét-
arsson, fyrirliði, Eyjólfur Sverrisson.
Spánn: Zubizarreta, Fernandez, Solozabal, Eusebio Sacristan, Vizcaino, Sanc-
hez, Conzalez, Butragueno, Vazquez (Fernando Ruiz Hierro 67.), Goicoechea.
Morgunblaðtö/Sverrir
Þetta leikskipu-
lag hentar okkur
- sagði Sigurður Grétarsson, fyrirliði
Sigurður Grétarsson, fyrirliði
íslenska landsliðsins í knatt-
spyrnu, sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að til að sigra spænska
liðið þyrfti leikkerfi íslenska liðsins
(3-5-2) að ganga upp, baráttan yrði
að vera í lagi og heppnin til staðar.
Hann áréttaði að á góðum degi
gæti íslenska liðið sigrað hvaða lið
sem væri á heimavelli og það gekk
eftir í gærkvöldi.
„Dæmið gekk upp og ég þakka
góðri liðsheild og góðu leikskipulagi
sigurinn. Við lékum 3-5-2 kerfi,
þegar Sigi Held stjórnaði liðinu og
það gekk vel. Síðan var breytt í
4-4-2, sem hentaði okkur ekki, en
nú lékum við 3-5-2 á ný með þess-
um árangri. Þegar við spilum þetta
kerfi og stíft er sótt að okkur erum
við með fimm í vörn, sem veitir
okkur aukið öryggi.
Baráttan var til staðar og það
þarf alltaf heppni, en ef við hefðum
nýtt færin hefðum við alveg eins
getað unnið 4:0. En það ánægjuleg-
asta 'er að sigurinn var ekki aðeins
sanngjarn heldur í minna lagi!"
Fyrirliðinn sagði að menn hefðu
gengið óhræddir til leiks. „Ásgeir
[Elíasson] hefur verið að gera mjög
góða hluti og við fórum í þennan
leik með því hugarfari að reyna að
byggja upp frá markmanni og láta
boltann ganga. Því erum við ekki
vanir og þess vegna gekk þetta
ekki hnökralaust, en við einbeittum
okkur að því, sem við ætluðum að
gera, og þegar Spánverjarnir gáfu
eftir var eftirleikurinn auðveldari."
Ekkiaftur!
Sigurður sagði að mikilvægt
væri að fylgja þessum sigri eftir
og ná góðum úrslitum í síðasta leik
— gegn Frökkum 20. nóvember í
París.
„Þessi sigur gefur okkur byr
undir báða vængi, en næsta verk-
efni verður í París og þar verðum
við að standa okkur vel. Sá leikur
er reyndar á versta tíma fyrir okk-
ur og KSÍ átti aldrei að samþykkja
tímasetninguna. Stjórnin verður að
læra af mistökunum og sjá til þess
að svona endurtaki sig ekki, þegar
leikdagar verða ákveðnir í undan-
keppni HM. Það hentar okkur ekki
að spila seint á haustin."
Erum stödugt
á uppleið
- sagði Pétur Ormslev. „Það er allt hægt"
Pétur Ormlsev kom inn í landsl-
iðið á ný — lék síðast gegn
Spánverjum í fyrri leik þjóðanna
fyrir ári — og stóð sig vel.
„Fyrsta sendingin var slæm. Ég
sá ekki Spánverjann fyrir septem-
bersólinni, en áttaði mig, þegar ég
kom í skuggann. Þetta truflaði mig
ekkert, því við vorum ákveðnir í að
spila í 90 mínútur hvað sem á
gengi. Við vildum gera vel eins og
vera ber og hvað vörnina varðar,
þá náðum við vel saman og létum
vita hver af öðrum."
Pétur sagði að íslensk knatt-
spyrna væri stöðugt að breytast til
hins betra. „Þroskaskeiðið er löngu
hafið. við höfum verið að fikra okk-
ur upp stigann, en það tekur mörg
ár að komast á toppinn. Okkur
hefur oft skort trú á að við gætum
samanber leik Fram gegn Pana-
thinaikos í síðustu viku, en þessi
leikur sýnir að það er allt hægt.
Takmarkið hlýtur alltaf að vera að
ná framförum með því markmiði
að komast í hóp þeirra bestu og
það er hægt."
1-01
JÞorvaldur Örlygs-
son skoraði glæsilegt
mark á 72. mín., eftir sendingu
frá Sigurði Jónssyni, sem
spyrnti knettinum inn f vítateig.
Þorvaldur kastaði sér fram að
spyrnti knettinum í hliðarnetið.
2H ^%Eyjólfur Sverrisson
¦ \#skoraði af stuttu færi
eftir sendingu frá Sigurði Jóns-
syni á 80 mín.
Guðnl Bergsson
„Þetta var í einu orði sagt frá-
bært. Ég og Pétur byrjuðum reynd-
ar óskemmtilega, en þegar á leið
small þetta saman — þessi ungi og
óstillti hópur náði að stilla strengina
og spilið gekk upp. Það var viss
spenna í mönnum fyrir leikinn
vegna breytinga, en við tókum fljót-
lega frumkvæðið og sýndum, það
sem í okkur býr. Framtíðin er svo
sannarlega björt."
Siguröur Jónsson
„Mér fannst frekar dauft yfir
okkur fyrstu mínúturnar og því,
ákvað ég að sýna fordæmi og reyna
að rífa mannskapinn upp. Ég fór
kannski of óðslega, en tilgangurinn
helgaði meðalið og það var gaman
að leggja upp bæði mörkin. Hins
vegar þakka ég sterkri liðsheild sig-
urinn, við unnum allir fyrir einn og
einn fyrir alla. Við vorum staðráðn-
ir í að gera betur en að undan-
förnu, leikskipulagið hentar okkur
og það gekk upp og nú er ekki um
annað að ræða en halda áfram á
sömu braut."
STAÐAN
Staðan í 1. riðli Evrópukeppninnar
eftir leik íslands og Spánvar í gær-
kvöldi:
Frakkland.......................6 6 0 0 15:4 12
Tékkóslóvakía.................6 4  0 2  9:6  8
Spánn.............................5 2 0 3  14:9  4
ísland.............................7 2 0 5   6:7   4
Albanía...........................6  10 5   1:19 2
¦Leikir sem eftir eru i riðlinum: 12. okt.
Spánn - Frakkland, 16. okt. Tékkóslóvakía -
Albanía, 13. nóv. Spánn - Tékkóslóvakía og
Frakkland - ísland, 18. des. Albanla - Spánn
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52