Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						120 SIÐUR B/C/D
tvttmdWftfeife
STOFNAÐ 1913
221. tbl. 79. árg.
SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1991
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Of margt fólk
með of fá nöfn
Þegar lögreglan í Shanghai ætlaði að
yfirheyra mann, sem nefnist Li Ming,
vegna morðmáls nýlega kom upp
vandamál vegna þess að íbúaskrár
sýndu að hundruð manna bera þetta
nafn í borginni. Lögreglan vissi nokk-
urn veginn um aldur og starf mannsins
°S þegar hún hafði beitt útilokunarað-
ferðinni komu enn 26 til greina. Hún
gat því ekki annað gert en að yfir-
heyra þá alla. Eiginkona eins af þessum
26, sem reyndist saklaus, tók yfir-
heyrsluna svo nærri sér að hún ákvað
að fremja sjálfsmorð. Þetta er ein af
afleiðingum þess að fólkið í Kína er
of margt og nöfnin, sem greina það í
sundur, eru of fá. Til að mynda eru
2.300 menn sem heita Zhang Li og 2.000
Zhang Ying í Peking.
Ekki er sama Mac-
Neill ög MacLeán
Upp er komið óvenjulegt mál í Bret-
landi er varðar höfundarréttarlög og
hefur það verið tekið fyrir í héraðsdóm-
stólnum í Stratford upon Avon. Tildrög
málsins eru þau að bókaútgáfa nokkur
fékk ungan mann til að skrifa tvær
skáldsögur byggðar á dröguni að sögu-
þræði, sem rithöfundurinn frægi
Alistair MacLean skildi eftir sig er
hann lést 1987. Höfundurinn ungi heit-
ir Alastair MacNeill og saksóknaranum
þykir engin (ilviljiui hversu lík nöfnin
eru. Ennfremur finnst honum bók-
arkápurnar villandi, þar sem nafn
Alistairs MacLeans gnæfir yfir nafni
Alastairs MacNeills. Þá furðar hann sig
á því að bókaútgáfan skuli hafa valið
mann, sem hafi enga reynslu af skrift-
um, til að skrifa bækurnar og efast um
hæfileika hans sem rithöfundar. Bæk-
urnar heita Death Train (Dauðalestin)
og Night Watch (Næturvaktin) og hafa
selst í 400.000 eintökum frá því í jan-
úar í fyrra.
Bangladesh:
Eiturslöngur bana
1.600 mannsáári
Eiturslöngur bíta 7.500 manns á ári í
Bangladesh og þar af deyja 1.600, sam-
kvæmt skýrslu sem birt var í gær.
Aðeins um sjö af hundraði fórnarlamb-
anna reyndust leita Iæknis vegna sára
sinna. Hinir fóru til slöngutemjara, sem
taldir eru geta læknað slöngubit raeð
því að sjúga blóð fórnarlambanna.
LANDGANGAIVIÐEY
Morgunblaðið/RAX
Bretar boða einnig
fækkun kjarnavopna
Gorbatsjov segir ákvörðun Bush afar mikilvægt framlag til afvopnunar
London, Brussel, Washington. Reuter.
BRETAR fylgdu eftir frumkvæði Bandaríkjamanna í fækkun kjarnavopna, sem
George Bush Bandaríkjaforseti skýrði frá í sjónvarpsræðu í fyrrinótt, og tilkynntu
í gærmorgun um fækkun skammdrægra kjarnorkuvopna. í ræðu sinni tilkynnti
Bush að Bandaríkjamenn myndu eyðileggja öll vígvallarkjarnorkuvopn sem ætlað
var að nota til að verjast sovéskri innrás í Vestur-Evrópu og hundruð Tomahawk-
stýriflauga yrðu tekin úr kafbátum og herskipum og eytt. Segja fréttaskýrendur
það vera mesta einhliða niðurskurð vopna frá því vopnakapphlaup risaveldanna
hófst eftir stríð.
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti fagnaði
ákvörðun Bush og lýsti henni sem afar mikil-
vægu framlagi til afvopnunar, að sögn tals-
manns Sovétforsetans. Búist var við að Gorb-
atsjov héldi sjónvarpsræðu síðdegis í gær
þar sem hann kynnti hver viðbrögð Sovét-
manna yrðu, en Bush skoraði á Sovétmenn
að koma til móts við ákvörðun sína og fækka
einnig kjarnorkuflaugum.
Tom King, varnarmálaráðherra Breta,
sagði að Bretar myndu eyðileggja skamm-
drægar kjarnaflaugar og vígvallarkjarnorku-
vopn og fjarlægja kjarnorkudjúpsprengjur
úr herskipum. Munu Bretra því granda
Lance-eldfiaugaskotpöllum sínum, en þeir
eru 12 að tölu, og um 70 landflaugum. Að
sögn Kings verður endurnýjun Polaris-kaf-
bátaflotans haldið áfram til þess að Bretar
hafi yfír að ráða lágmarks fælingarmætti,
en ætlunin er að Trident-kafbátar Ieysi þá
af hólmi á næstu árum.
Manfred Wörner, framkvæmdastjóri At-
lantshafsbandalagsins (NATO), fagnaði
ræðu Bush í gær og hvatti Sovétmenn til
að „grípa þetta einstæða tækifæri til að
fækka verulega í vopnabúri sínu og stuðla
þannig að mun friðsamlegri veröld". Helmut
Kohl, kanslari Þýskalands, og Toshiki Kaifu,
forsætisráðherra Japans, tóku í sama streng.
Þá sagði ráðgjafi Roh Tae-woo Suður-Kóreu-
forseta að búist væri við að ákvörðun Bush
fæli í sér að bandarísk kjarnorkuvopn, sem
komið hefði verið fyrir í Suður-Kóreu, yrðu
mjög fljótlega flutt burt.
Háttsettur bandarískur embættismaður
sagði í gær, að Bandaríkjamenn myndu halda
áfram langdrægum fjölodda kjarnorkuflaug-
um um borð í kafbátum, en þær eru þyrnir
í augum Sovétmanna og sögðust sérfræðing-
ar telja í gær að Sovétmenn fengjust ekki
til að fækka huridruðum fjölodda SS-18 eld-
flauga sinna sem skotið er af landi meðan
Bandaríkjamenn fækkuðu ekki þessum kaf-
bátaflaugum.
'TIÞORF A
^mREYTM
FJÁRMÁLUM   nVuSljlNAR-
JölHÆM
- segir Friðrik Sophusson fjármálaráðherra
GALL
BLADRAN
TEKIN
18
CASTRO       16
EINANGRAÐUR

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48