Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1991 ERLENT Irak: Eftirlitsmömium Sameinuðu þjóðanna sleppt í Bagdad Bagdad. Reuter. 44 eftirlitsmönnum á vegum Sameinuðu Jjjóðanna var sleppt í gær, laugardag, en þeir höfðu verið í haldi Iraka á bílastæði bak við skrifstofubyggingu í miðborg Bagdad í fjóra daga. Eftirlitsmennirn- ir sneru til hótels síns eftir að hafa náð samkomulagi við iraska embættismenn um gögn er varða kjarnorkuvopnaframleiðslu íraka. INNLENT Vaxtalækkun framundan Búnaðarbanki lækkar útláns- vexti um 1,25 - 1,75% og innláns- vexti sérkjarareikninga um 3% um mánaðamót. Sparisjóðimir munu einnig lækka sína vexti um mán- aðarmótin, útlánsvexti um 3% og innlánsvexti um 1,5-2,25%. Landsbankinn heldur óbreyttu vaxtastigi enn um sinn en Islands- banki lækkar útlánsvexti um 1,5% og innlánsvexti á bilinu 1% til rúmlega 2%. Fjármálaráðuneytið Iækkaði forvexti ríkisvíxla um 1,5% í vikunni og banka lækkuðu forvexti á bankavíxlum, fyrst um 3-4% en síðan hækkuðu þeir aftur til samræmis við ákvörðun fjára- málaráðuneytisins. Lækkun nautakjötsverðs Sláturleyfishafar telja offram- boð vera á nautgripakjöti og hefur skilaverð til bænda verið lækkað um allt að 7%. Guðmundur Lár- usson formaður Landssambands kúabænda segir framboð nú vera síst meira en undanfarin haust og ekki verði unað við verðlækk- un, sem sé skýlaust brot á búvöru- lögum. Fijáls olíuiiuiflutningur Allur innflutningur á olíuvörum verður fijáls frá næstu áramótum að ákvörðun Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra. I kjölfarið i verða afskipti verðlagsyfirvalda j af ákvörðun olíuverðs tekin til í endurskoðunar. Viðskiptaráð- herra segir að þetta eigi að hafa f för með sér lækkun á verði til neytenda en forstjórar olíufélag- anna segja lítið svigrúm til verðs- amkeppni. ERLENT Námamenn neyða Rúm- eníustjórn til afsagnar Þúsundir vígmóðra kolanáma- manna þröngvuðu stjórn Petre Romans, forsætisráðherra Rúm- eníu, til að segja af sér á fimmtudag eft- ir að mannsk- æðar óeirðir höfðu brotist út í Búkarest þar sem a.m.k. Qórir menn féllu og 300 særðust. Námamennirnir ruddust inn í þinghúsið í borginni og um- kringdu einnig sjónvarpsbygg- ingu. Þeir kröfðust og afsagnar Ions Iliescus forseta. Kolanáma- mennirnir krefjast verðstöðvunar og launahækkana, en verðbólga í landinu er um 130% eftir að verð- lag var gefið fijást og framleiðsla hefur minnkað um 17%. Eftirlitsmenn teknir í írak Hópur eftirlitmanna Samein- uðu þjóðanna (SÞ) var tekinn til fanga við stjómstöð íraska kjam- orkuráðsins í Bagdad á þriðju- dagsmorgun þar sem þeir fundu mikilvæg skjöl um kjarnorku- vopnasmíði Iraka. Eftirlitmenn- irnir, 44 talsins, neituðu að af- henda gögnin. Viðbrögð Banda- ríkjamanna við handtökunni voru hörð og varaði George Bush Bandaríkjaforseti íraka við því að þjáningar yrðu kallaðar yfir þjóð- ina ef störf mannanna yrðu hindr- uð frekar. A fimmtudag sam- þykkti öryggisráð SÞ að írakar fengju skrá yfír og afrit af gögn- unum, og virtist sem greitt hefði verið fyrir því að eftirlitsmönnun- Sigur á Spáni í fyrsta sinn íslendingar unnu Sjánveija 2:0 í landsleik í knattspyrnu í fyrsta skipti á Laugardalsvelli á mið- vikudag. Þetta var fyrsti leikur landsliðsins undir stjórn Asgeirs Elíassonar _ landsliðsþjálfara. Þorvaldur Orlygsson og Eyjólf- ur Sverrisson skomðu mörkin. Engar kauphækkanir segir VSÍ Einar Oddur Kristjánsson formaður VSÍ sagði á aðalfundi Samtaka fískvinnslustöðva á Ak- ureyri að kauphækkanir væra ekki í sjónmáli svo langt sem 'augað eygði. Han sagði gengis- fellingu ófæra leið og tími hennar væri liðinn. Kaupmenn vilja kaupa Ríkisskip Fyrirtæki innan Félags íslenskra stórkaupmanna vilja skoða mö-guleika á að kaupa Skipaútgerð ríkisins og hafa sent Halldóri Blöndal, samgönguráð- herra bréf þess efnis. Ráðherra fagnar áhuga stórkaupmanna á málinu. Ráðhús umfram áætlun Heildarkostnaður vegna bygg- ingar Ráðhúss Reykjavíkur er áætlaður rúmir 2,9 milljarðar krona á verðlagi þessa árs. Það er um 26% umfram kostnaðará- ætlun frá árinu 1989. um yrði sleppt. Þeir voru þó enn í haldi á föstudagsmorgun. Neyðarástand í Tbilisi Zviad Gamsakhurdia Ge- orgíuforseti lýsti yfír neyðará- standi í höfuðborginni Tbilisi á þriðjudag eftir að andstæðingar út. Fimm menn féllu í bardögum aðfaranótt mið- vikudags og stjómarandstæðing- ar sökuðu hermenn um að hafa gert árás á búðir sínar á fímmtu- dag þar sem þrír hefðu fallið. Stjómvöld vísuðu þessu bug. Aðf- aranótt fímmtudags var skotárás á heimili forsetans hrundið, en loftið í borginni er lævi blandið og hætta er talin á að borgara- styijöld bijótist út. Vopnahlé virt í Júgóslavíu Vopnahlé sem samið var um síðasta sunnudag í Júgóslavíu var virt að mestu alla síðustu viku. Veljko Kadijevic, varnarmála- ráðherra og yfirmaður hersins, átti fund með forsetum Króatíu og Serbíu á miðvikudag þar sem þeir komust að samkomulagi um að leysa ágreining sinn eftir frið- samlegum leiðum. Armenía lýsir yfir sjálfstæði Þing Armeníu lýsti einróma yfir sjálfstæði á mánudag og þar með hafa 13 af 15 lýðveldum Sovétríkjanna lýst yfír sjálfstæði. Sama dag var fundur um hið umdeilda hérað Nagorno-Karabak haldinn að undirlagi Borís Jeltsíns Rússlandsforseta, en hann sagði að hægt miðaði að finna lausn á deilunni. Eftirlitsmönnunum var meinað að fara af bílastæðinu eftir að þeir höfðu tekið í sína vörslu gögn sem þeir segja gefa mikilvægar upplýs- ingar um kjamorkuvopnafram- leiðsluna. Þeir fundu gögnin í bygg- ingu í Bagdad, sem írakar höfðu ekki gefíð upplýsingar um að tengd- ist kjarnorkuiðnaði þeirra. Mennim- ir vora reknir úr byggingunni og fengu ekki að fara á brott með skjölin. „Irakar féllust algjörlega á að við fengjum að halda gögnunum og þau verða áfram hjá. okkur,“ sagði David Kay, _sem fer fyrir eftir- litsmönnunum. írösku embættis- mennirnir samþykktu að eftirlits- mönnunum yrði sleppt með því skil- yrði að gerð yrði skrá um öll gögn- in sem þeir héldu. Reuter Rúmenðkir kolanámumenn ganga með rotkylfur um miðborg Búkarest áður en þeir réðust inn í þinghúsið í borginni á fimmtudag. Rúmenía: Hefur Guð gleymt bestu sonum verkalýðsins? RÚMENSKIR námuverkamenn gengu berserksgang í Búkarest í fjórða sinn nú í vikunni síðan Nicolae Ceausescu var bylt og Endurreisnarráðið tók völdin. Þeir fóru þrisvar til borgarinnar úr Jiu-dal árið 1990 til að veita Ion Iliescu forseta og ríkis- stjórn Petre Romans forsætisráðherra stuðning gegn stjórnar- andstöðunni. Ilieseu þakkaði þeim þá hátíðlega fyrir góða frammistöðu og lofaði þeim betri kjörum. Því var spáð í fram- haldi af því að námuverkamennirnir myndu láta sjá sig aftur í höfuðborginni ef efnahagsástandið í landinu skánaði ekki og þá til að bylta ríkisstjórninni. Það virtist rætast á fimmtudag. Iliescu lofaði þá að ríkisstjórn Romans færi frá þegar kyrrð og ró ríkti eftir uslaverk verkamannanna. Þeir fóru að tínast frá borginni á föstudag en Roman sagði þá að ríkisstjórnin ætti að sitja þangað til kosningar verða haldnar. Hann vill að gengið verði til kosninga sem fyrst en afturhaldsöfl hafa verið á móti því af ótta við að missa völd og forréttindi. Efnahagsástandið í Rúmeníu er svo slæmt að Ceausescu er jafnvel saknað, almenningur er sagður Ieggja blóm á gröf hans daglega. Lífsbaráttan hefur harðnað og var hörð fyrir. Verðlag hefur fímmfaldast undanfarna sex mánuði en _____________ laun rétt tvö- faldast. Land- búnaðurinn er í lamasessi og hið gróðursæla land er ekki nýtt til að afla þjóðinni viðurvær- is. Óttast er að orkuskorts verði vart þegar líður á haustið. Talið er að spilling og glæpastarfsemi fari vaxandi og öfund í garð þeirra sem spjara sig er mikil. Þeir sem sýna örlitla framtakssemi og opna til dæmis lítið kaffíhús mega eiga von á að vera kallaðir öllum illum nöfnum og verða fyrir árásum. Bestu synir verkalýðsins Rúmenskir námuverkamenn eru kallaðir „bestu synir“ verka- lýðsins í áróðursritum. Þeir hafa þrisvar sinnum hærri laun en aðr- ir verkamenn en starfsaðstaða þeirra er hroðaleg. Um 50.000 af 300.000 námuverkamönnum í landinu starfa í Jiu-dal, sem er um 350 km frá Búkarest. Námu- störf þar hafa ávallt verið erfíð og hættuleg. Sprengingar og slys _____________ eru tíð. Stjórn- BAKSVIÐ eftir Önnu Bjamadóttur völd hafa ekki ráð á að standa við loforð um betri starfsskil- yrði og verkföll eru algeng, hið síðasta hófst síðastliðinn mánu- dag. En þau gera lítið gagn. Ilies- cu stóð upp á fundi með fulltrúum námuverkamanna í fyrra og sýndi þeim tóma buxnavaxa sína til að undirstrika að sjóðir ríkisins væru auðir. Það hefur dregið verulega úr kolaframleiðslu síðan í bylting- unni í desember 1989. Námuverk- amenn starfa í sex tíma á dag og afköst þeirra eru lítil. Þeir hafa fátt annað að gera eftir vinn- utíma en drekka brennivín eða fara í bíó og sjá lélegar myndir. Ungir menn kvarta undan ein- manaleika og vonleysi. Þeir segja að Guð hafí gleymt þeim. Valdarán afturhaldsseggja? Námuverkamennirnir voru hvattir til fyrri ferða til Búkarest og þeim séð fyrir flutningabílum og sérstökum lestarferðum. Þeir virðast hafa farið þangað að eigin frumkvæði að þessu sinni. En Roman kallar athafnir þeirra vald- arán og það er hugsanlegt að andstæðingar hans innan End- urreisnarráðsins hafi ýtt við þeim. Roman, sem er sonur gamals stalínista og ólst upp við forrétt- indi, hefur verið talsmaður fijáls framtaks og skjótra efnahagsum- bóta innan Endurreisnarráðsins. Rikisstjómin hefur stefnt í þá átt en stöðugt rekist á hömlur gömlu kommúnistanna og skriffínnanna sem enn sitja sem fastast í öllum veigamiklum embættum. Iliescu er umbótakommúnisti og vill ekki að það sé haldið of hratt í átt að opnu, vestrænu efnahagskerfí. Raddir í Endurreisnarráðinu gegn stefnu Romans hafa orðið æ háværari á undanförnum mánuð- um. Nokkrir þingmenn stofnuðu eigin samtök í vor til stuðnings almúganum en þeir segja Roman hafa fórnað velferð hans fyrir kapítalisma. Námuverkamennim- ir hafa nú reynt að bola honum úr embætti og líklegt er að Endur- reisnarráðið klofni endanlega í framhaidi af því í fylkingar með og á móti stefnum Uiescus og Romans. Það eitt leysir ekki vanda þjóðarinnar. Hún þarf fyrst og fremst á íjármagni og trausti er- lendra lánastofnana að halda en hvorugt vinnst á meðan námu- verkamenn taka lögin í eigin hendur með ofbeldi og látum þeg- ar út af ber.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.