Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						26
MORGUNBLADIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1991
HVER VERÐURIHVITA
HÚSINU EFTIR 1992?
eftir írisi Eriingsdóttur
Stjórnmálaskýrendur í Banda-
ríkjunum velta nú vöngum yfir
hvorir muni hrósa sigri í forseta-
kosningunum í nóvember 1992
repúblíkanar eða demókratar.
Margir telja sigur demókrata
óhugsandi þar sem Bush nýtur
mikilla vinsælda almennings eft-
ir sigurinn yfir Irökum í Flóa-
bardaga. Aðrir eru ekki eins sig-
urvissir og telja að ýmsir draug-
ar úr fortíðinni, svo sem óleystar
gátur i Iran-Contra-málinu ;og
ásakanir um landráðasamninga
gegn Jimmy Carter árið 1980,
geti spillt fyrir möguleikum
Bush á endurkjöri. Þegar hafa
þrír þjóðkunnir demókratar boð-
ið sig fram til útnefningar og
fleiri yfirlýsingar eru; væntan-
legar.
Paul E. Tsongas, fyrrum
þingmaður frá Massa-
chusettes, bauð sig
fram í apríl; Douglas
Wilder, ríkisstjóri í
Virginíu, og Tom
Harkin, þingmaður frá Iowa, til-
kynntu báðir í síðustu viku að þeir
hefðu ákveðið að gefa kost á sér.
Fleiri óska eftir útnefningu.
Búist er við að Bill Clinton, ríkis-
stjóri í Arkansas; Bob Kerrey, þing-
maður frá Nebraska, og Edmund
G. (Jerry) Brown, fyrrum ríkis-
stjóri í Kaliforníu, muni allir innan
skamms gefa yfirlýsingu um fram-
boð sitt. Mario M. Cuomo, ríkis-
stjóri í New York-fylki, hefur verið
nefndur sem mögulegur frambjóð-
andi, sem og Jesse Jackson en óvíst
er hvort þeir muni gefa kost á sér.
George Bush nýtur mikilla vin-
sælda hjá löndum sínum, sem enn
eru í sigurvímu eftir Flóabardaga.
Nýleg skoðanakönnun sýndi að
væri gengið til kosninga nú, myndi
hann sigra Mario Cuomo (óska-for-
setaefni demókrata), hljóta 60%
atkvæða, en Cuomo 30%. En allt
er í heiminum hverfult og skoðanir
almennings eru jafnhvikular og
veðurfar 'á Fróni. „Það er ómögu-
legt að spá um hvað muni gerast,"
segir Roger Ailes, ímyndarsmiður
George Bush í samtali við Time
tímaritið. „Ef 75 ára gamalt komm-
únistastjórnkerfi getur hrunið á
þremur dögum, þá getur allt gerst."
Þó staða Bush sé sterk telja
stjórnmálaskýrendur að ýmis mál
geti komið Bush í klípu í kosninga-
baráttunni:
•  Ásakanir á hendur Bush, Reag-
an og yfirmönnum CIA (þ.á m.
Robert Gates sem Bush hefur út-
nefnt sem yfirmann leyniþjón-
ustunnar) þess efnis að þeir hafí
bæði vitað af og samþykkt hina
ólöglegu vopnasölu til Iran.
•  Sannað þykir að William Casey,
fyrrum yfirmaður CIA, ásamt fleiri
fulltrúum úr Reagan-Bush-kosn-
ingahópnum hafi árið 1980 samið
við írönsku byltingarstjórnina um
að halda bandarísku gíslunum í
haldi þar til forsetakosningarnar
væru um garð gengnar, til að
tryggja að Carter yrði ekki endur-
kjörinn. Ef þingið lætur rannsaka
þetta mál ofan í kjölinn eru Bush
og nánustu samstarfsmenn hans í
slæmum málum.
Bush forseti nýtur mikilla vinsælda almennings eftir Persaflóastríðið.
LIKLEGIR FRAMBJOÐENDUR?
PAUL TSONGAS, fyrrum öld-
ungadeildarþingmaður        fró
Massachusetts. Hann gaf kost á sér
! apríl sl. en fremur lítið hefur þó
borið á honum enn sem komið er.
BILL CLINTON, rikisstjóri í Arkans-
as, þykir fremur hægri sinnaður og
gæti því ótt erfitt uppdráttar meðai
demókrata á viristri væng flokksins.
JERRY BROWN, fyrrum ríkisstjóri
! Kaliforníu, hefur gagnrýnt spíllingu
í bandariskum stjórnmálum.
ROBIRT KIRREY, öldungodeild-
arþingmaóur frá Nebraska og fyrr-
um ríkisstjóri fylkisins. Honn hlaut
heiðursorðu fyrir frammistöðu sína
! Víetnamstríoinu, þar sem hann
missti hægri fótinn ! bardaga.
TOM HARKIN, öldungadeildar-
þingmaður frá lowa. Hann nýtur
mestrar hylli meðal flokksmanna
og er sá frambjóðandi sem repúbl-
ikcinar hafa mestar áhyggjur af.
DOUGLAS WILDIR, rikisstjóri í
Virginiu, fyrsfi svertingi í Bandaríkj-
unum til að gegna embætti ríkis-
stjóra. Hann boðar samdrótt í ríkis-
fjármálum til að létta byrðor hins
almenna skattborgara.
•  Ef Hæstiréttur Bandaríkjanna
breytir ákvörðuninni í Roe v. Wade,
málinu sem lögleiddi fóstureyðing-
ar í Bandaríkjunum, er möguleiki
á að konur sem kosið hafa repúblík-
ana muni hverfa frá flokknum.
•  Bush þykir ekki hafa staðið sig
nægilega vel í utanríkismálum. Það
þykir hálfskömmustulegt hversu
fáir sáu fyrir valdaránið í Sovétríkj-
unum — CIA kom af fjöllum.
•  Margir hafa áhyggjur af heilsu-
fari Bush og því meiri áhyggjur
af (van)hæfni varaforsetans.
•  Er slunginn og ákveðinn barátt-
umaður innan vébanda demókrata?
Að Mario Cuomo aðskildum er Tom
Harkin, þingmaður frá Iowa, sá
frambjóðandi sem repúblíkanar
hafa mestar áhyggjur af.
•  Slæmt efnahagsástand í
Bandaríkjunum. Aðilar innan
stjórnar Bush hafa viðurkennt að
þeir hafi ekki hugmynd um hvernig
efnahagsástandið verði árið 1992.
En ráðgjafar Bush hafa ekki
áhyggjur. „Forsetinn mun horfa
beint í sjónvarpsmyndavélina,"
sagði einn þeirra í viðtali við Time-
tímaritið, „og minna fólkið á að
ástandið í heiminum sé afar brot-
hætt", og að hann, en ekki hinn
gæinn, hefur sýnt fram á að hann
getur tryggt öryggi Bandaríkjanna.
Það ætti að vera nóg."
Er það nóg? Framtíðin mun leiða
það í ljós. En hvað hafa demó-
kratar upp á að bjóða í næstu kosn-
ingum? Geta þeir komið sér saman
um einn sterkan frambjóðanda
gegn George Bush? Það er óvíst,
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48