Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						¦M\ 5iMMtt'JT4Mr.
hMg\QAH\AvII/IIVTA gk      fut/.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1991
88  '
39
Með dollaraseðlana á Iofti — menn Ijá sig með handapa-
ti og bendingum að suðrænum sið þegar tungumála-
kunnáttan bregst.
Á borðum er samtíningur, sitthvað og reytingur af
ýmsu. Glöggt auga þarf til að láta ekkert fram hjá sér
fara í rótinu.
Inn á milli í draslinu er að finna einstakar
perlur, en það þarf að leita vel.
<
i
4
4
4
i
Texti og myndir: Guðmundur Löve
LAUGARDAGSMORGUNN eins og hver annar - rólegheita-
tími fyrir marga sem notaður er til að vinna upp ófull-
nægða svefnþörf vikunnar en að sama skapi álagstími fyr-
ir þá fjölmörgu sem koma í Kolaportið á hverjum laugar-
degi til að kaupa eða selja á eina fasta íslenska „útimarkað-
inum". Hér er allt sem hugurinn girnist, frá hákarlsbitum
og kartöflum um ilmvötn og alls kyns glingur til steðja
og smíðaverkfæra. Ekki nema von að andrúmsloftið sé fjað-
urmagnað og kliðurinn eins og í fuglabjargi.
Þarna getur að líta margt
sérkennilegra muna og
margt sérkennilegra ein-
staklinga. Fólk kemur
snemma til að slá upp
básum sínum og koma
sér fyrir með varninginn.
Markaðurinn     opnar
klukkan tíu, en fljótlega upp úr níu
fara fyrstu fastagestirnir að sjást
- og þeir fylgjast grannt með hverju
snifsi sem kemur upp úr kössum
seljendanna.
„Hvað mikið fyrir þetta?"
„Hvað viltu gefa?"
„Það ert þú sem ert að selja,
ekki ég."
„Fjögur hundruð."
„Hefur þú ekki opnað búð á vit-
lausum stað vinurinn?"
Ballið er byrjað og þeir hörðustu
mæta fyrst. Útmælandi kerlingar.
Mikið af útlendingum. Rússarnir
eru harðastir:
„How much?"
„1.000."
„No, 50."
Allt slær í brýnu og hinn fyrrver-
andi tilvonandi kaupandi hverfur á
braut með sérkennilegt sambland
af móðgunar- og sársaukasvip á
andlitinu. En þeir koma aftur og
aftur uns samkomulag næst - venj-
ulega nær neðri endanum, því aust-
anmenn eru h'arðir' í'horri að taka.
Hin eilífa hringrás
Eftir að hafa verið á róli nokkra
stund fer maður að kannast við mörg
andlitin. Sama fólkið gengur hring
eftir hring og meðtekur úrvalið. Inn
á milli leynast hreinustu
sérfræðingar. Það þýðir greinilega
ekkert að rífast við þá, með allt
skrásett og fyrirfram verðlagt í
heilabúinu.
„Tuttugu einhleypar konur keyptu
hjá mér svona púða!" æpir
atgangsharður sölumaður og hausar
taka að snúast.
.....og staðreyndin er sú að nú eru
þær allar giftar með tölu!" Fólk fer
hægt og rólega að mjaka sér undan.
„... og ég hef fyrir satt að fjórar
þeirra séu komnar með viðhald!"
heldur hann áfram og veifar litlum
leðurpúða ákaft.
Hinir þegja flestir.
Kona er búin að safna sér plöggum
svo tugum skiptir af slá í einum
básnum er vinkona kemur aðvífandi
og fj'arlægir þá kaupóðu. Það er
greinilegt að sumir ráða ekki við sig,
enda flest hræódýrt.
„Það er miklu skemmtilegra að
ganga í annarra manna druslum en
sínum eigin," heyrist fleygt og er ef
til vill ekki svo galið.
Kaupendur koma í bylgjum.
Morgunbylgjan er afstaðin vel fyrir
hádegi og við tekur rólegheitatími
—^1^^^^         " "¦  ""'¦¦  i.......¦'  i    ¦¦¦—¦¦—¦¦¦j—
Kíkt í koppa og kirnur hjá pjátursalanum. Ungviðið skemmtir sér vel, því nóg er að skoða
þar sem tínast inn hálfsofandi landar
með stírurnar í augunum.
Ungar      fjölskyldur      á
laugardagslabbi birtast svo í stórum
stíl og skyndilega verður allt
undirlagt af barnavögnum með
skríkjandi ungum. Umferðarteppa er
yfirvofandi.
Þegar dregur *að lokun klukkan
fjögur færist fjör í leikinn, því hver
fer að verða síðastur til að gera
reyfarakaup. Andrúmsloftið verður
rafmagnað og fólk æðir um að því
er virðist stefnuíaust og stjórnlaust
með annarlegan glampa í augum.
' Leikurinn tekur að æsast.
Seljendur setja upp haustútsölur hver
á fætur öðrum, og er það sem olía á
eldinn. Svo er ballið allt í einu búið;
rödd úr hátalara þakkar fólki fyrir
komuna og kveðst vonast til að sjá
sem flesta aftur næsta laugardag ...
Fyrir áhugasama
Hver sem er getur leigt sér bás
í Kolaportinu, og stendur valið um
hálfan eða heilan bás — hálft eða
heilt bílastæði. Verðið er um 3.800
krónur fyrir heilan bás og 2.900
fyrir hálfan.
Auk þess þurfa menn að sjá sér
fyrir allri aðstöðu til sölustarfanna;
þar með talin borð, slár, hillur eða
annað. Ýmislegt er hægt að fá leigt
á staðnum gegn vægu gjaldi ef
óhöndugt reynist að koma með það
sjálfur.
Eitt er þó víst, að hér er á ferð-
inni skemmtileg tilbreyting í ís-
lenskum hversdagsleika. Stemmn-
ingin er engu lík og fáir yerða svikn-
ir af heimsókn í portið.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48