Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						í-iM.-it/ i r--r.i;    >Q M :uu. rt/v t?  riKJA.IflVTlOHOM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1991
41
A I b a ¦¦¦ í a

HALFA ÆVINA
FANGELSI
I
<
4
eftir Sören Rasmussen
Tirana, ágúst-september 1991.
NAPOLEON Koleci var 25 ára gamall, þegar leynilögregluþjónar
sósíalistastjórnarinnar i Albaniu bðrðu að dyrum hjá honum snemma
að morgni dag einn í októbermánuði árið 1963. Þeir handtóku hann
og fluttu í fangelsi. Þar var hann látinn díisa, þangað til hann var
orðinn 52 ára gamall. Honiiin var ekki sleppt fyrr en í marz á þessu
ári, eftir að lýðræðissinnar höfðu steypt stjórn landsins af stóli.
Hann segir: „Ég hafði ekki gert nokkurn skapaðan hlut, en ég hafði
telað óvarlega í þröngum hópi þeirra, sem ég hélt vera vini mína.
Ég tók engan þátt í stjórnmálum. I samtölum við vini og kunningja
hafði ég sagt frá skoðu num minum á einangruninni frá umheimin-
um, sem Iand okkar og þjóð hafði verið sett £. Ég var á móti alræði
eins s^jórnmálaflokks f landinu, sem Enver Hoxha, þáverandi for-
seti, hafði komið á. Ég áleit, að Albanía ætti að hafa eðlileg tengsl
við öll ríki í Evrópu og vera hluti hins vestræna heims. Ég dró enga
dul á þetta, þegar ég ræddi við vini mína eða þá, sem ég hélt vera-
vini mína."
Napoleon Koleci var leiddur fyrir
dómstól. Þar var hann ásakaður
um að reka ólöglegan áróður
fyrir fjölhyggju í menningarmál-
um, fjölflokkakerfi, andbylting-
arsinnaðar hugmyndir og fyrir
að skipuleggja aðgerðir, sem telj-
ast yrðu fjandsamlegar flokki og
ríki. Hann hafnaði því, þegar réttur-
inn ætlaði að skipa honum verjanda
úr hópi ríkislögfræðinga og flutti
vörn sína sjálfur. Dómsorðið var vit-
anlega fyrirfram ákveðið.
„Eg var dæmdur í fjórtán ára
fangelsi," segir hann. „Auk þess var
ég sviptur kosningarétti í þrjú ár.
Fyrst var ég færður í sérstaka dyfl-
issu í Kotcé, sem ætluð var pólitísk-
um föngum. Síðar var ég fluttur í
aðra prísund í Tiranaog að lokum
í svartholið í Elbasan. Á báðum stöð-
unum var ég geymdur í klefa, þar
sem aðeins pólitískir fangar voru
hafðir í haldi. Við vorum sendir í
nauðungarvinnu. Um margra ára
skeið var ég þræll án launa í sem-
entsverksmiðju. í tólf ár var ég
þrælkaður niðri í námu í Puké."
é
«
Napoleon Koleci
var 25 ára gamall
er hann var fiand-
tekinn fyrir að
hafa aðrar skoöanir
en ríkisstjorn
Enver Hoxa, fyrrum
einræðisíierra Al-
hanío. Hú hefur
honom verið sieppt
ír fanoelsi, en
hann er íélaus,
atvinnolaus og
31 ári bætt samtals við 14 ára
fangelsisdóminn
Þegar hann hafði afplánað 10 ár
af upphaflega 14 ára fangelsisdóm-
inum var honum aftur stefnt fyrir
rétt á árinu 1973. Enn var hann
ákærður fyrir andbyltingarsinnaðan
áróður, andþjóðfélagslega hegðun,
fjölhyggjutal og áróður gegn ríki og
flokki. Nú var 15 árum bætt við
gamla fangelsisdóminn, og auk þess
var hann sviptur kosningarétti í fjög-
ur _ár.
Árið 1979 var hann enn dreginn
fyrir dóm. Fyrri ákæruatriði voru
endurtekin, og nú bættist eitt við,
þ.e. þátttaka í andbyltingarsinnuð-
um samtökum. 16 árum var bætt
við eldri fangelsisdóma, auk þess
sem hann var sviptur kosningarétti
í fimm ár.
„Dómarnir 1973 og 1979 voru
mér þungt áfall. Aðstæður mínar
voru nú orðnar mjög alvarlegar. Ég
varð að horfast í augu við þá stað-
reynd, að sennilega yrði ég aldrei
frjáls maður. Allt benti til þess, að
ég sæti í fangelsi hvern dag lífs
míns, allt til æviloka."
Eftir miðdóminn, dómsuppkvaðn-
inguna 1973, höfðu foreldrar hans
verið handteknir á heimili þeirra í
fæðingarþorpinu, þár sem þeir höfðu
búið alla ævi. Gömlu hjónin voru
flutt nauðug landið á enda, þar sem
þau voru sett niður gegn vilja sínum
í framandi umhverfi. Þar dóu þau
bæði skömmu síðar.
„Við   heyrðum   að   maður   að
Napoleon
Koleci sat í
28 ár í fang-
elsi fyrir
stjórnmála-
skoðanir sín-
ar. Hann er
nú laus úr
fangelsi en
hefur ekki
atvinnu, pen-
inga eða hús-
næði. Ásamt
öðrum pólit-
ískum föng-   *
umásakar
Koleci nýju
flokkana fyr^
ir að syikja
þá sem urðu
verst úti á
tímum Hoxa-
stjórnarinn-
nafni Gorbatsjov væri kominn til
valda í Sovétríkjunum. Við fréttum
að breytingar hefðu orðið þar og í
Mið- og Austur-Evrópu. Þessi orð-
rómur gaf okkur föngunum smávon.
Svo fréttum við, að forseti Albaníu,
Ramiz Ália, hefði snúsit hatramm-
lega gegn breytingum í öðrum lönd-
um. Við sannfærðumst um það, að
hreyfing til lýðræðissáttar hjá Alb-
önum gæti aldrei orðið, nema blóði
yrði úthellt. Við, sem vorum svokall-
aðri pólitískir fangar, gerðum okkur
það alveg ljóst, að yrði borgarastyrj-
öld í landinu ættum við ekki minnstu
lífsvon. Við vissurri að við yrðum
allir teknir af lífi um leið og hún
hæfist. Uppreisn lýðræðissinna, okk-
ar manna, jafngilti aftöku okkar á
fyrstu mínútunum. Þannig leit fram-
tíðin út í augum okkar. Gerðist ekk-
ert myndum við halda áfram að visna
og rotna í fangelsunum fram á dán-
ardægur. Risi alþýðan upp, eins og
við vonuðum, byrjaði gamla valda-
stéttin á því að drepa okkur, dæmda
óvini ríkisins."
Lífið í frelsi er beizkju blandið
Sú varð þó ekki raunin. Uppreisn-
in gegn hinni gömlu valdaklíku sós-
íalista nú í vor var tiltölulega frið-
samleg, og án teljandi blóðsúthell-
inga. Mikill fjöldi fanga hafði látizt
á liðnum árum, en þeir, sem enn
voru lifandi, sluppu úr fangelsum
og fangabúðum víðs vegar í landinu.
Þeir, sem flokkaðir höfðu verið pólit-
ískir fangar, eru nú beizkyrtir í garð
stjórnmálaflokkanna, sem þeir ásaka
um að hafa svikið sig.
Napoleon Koleci segir: „Ég er
atvinnulaus, tekjulaus og húsnæðis-
laus. Ég á ekkert nema eina skyrtu,
buxurnar, sem ég stend í, og gam-
alt rúmstæði. Stjórnmálaflokkarnir
sirina okkur ekki á nokkurn hátt,
ekki heldur Lýðræðisflokkurinn."
Hér á hann við hinn fjölmenna flokk
frjálslyndra, sem er í stjórnarand-
stöðu.
Fyrrum pólitískir fangar hafa nú
stofnað sem sér félag. Stofnfélagar
eru 31. Þeir vilja vekja athygli á
eymd sinni og niðurlægingu. Þeim
fínnst óréttlátt, að þeir, sem urðu
að kveljast áratugum saman vegna
frelsisástar sinnar, skuli nú gleymd-
ir mitt í nýfengnu frelsi. Fyrir hálf-
um mánuði settu félagsmenn upp
stórt, handskrifað spjald framan á
Menningarhöllina, sem stendur við
Skanderb-torg í miðri Tirana-borg.
Á því stendur meðal annars: „Setjið
okkur aftur inn í fangelsisklefana!
Þar höfum við þó mat á borðum og
þak yfir höfuðið." Neðar á spjaldinu
er þéttskrifuð ákæra á hendur
stjórnvöldum vegna áhugaleysis
þeirra. Spjaldið hefur vakið áhuga
borgarbúa, því að hjá því standa
allajafna lesendur, sem ræða síðan
málið sín á milli að lestri loknum.
Félagsmenn fara fram á húsnæði
og atvinnu eða lífeyri. Einnig vilja
þeir fá skaðabætur úr ríkissjóði fyr-
ir allt mein, sem þeim var gjört af
hálfu ríkisvaldsins. Ein krafan er
afdráttarlaus: Lík fanga, sem voru
husluð utan fangelsisveggja og
fangabúðagirðinga verði grafin upp,
flutt í heimabyggð hvers og eins og
grafin þar að nýju með fullum sóma «
við minningu hins látna.
„Hvorki ríkisstjórnin né stjórn-
málaflokkarnir hafa anzað óskum
okkar hingað til," segir Napoleon
Koleci. „Við höfum snúið okkur beint
til þeirra, maður á mann, en án ár-
angurs. Við erum gleymdir eða bara
óþægileg minning úr fortíðinni." Á
buxunum eru göt og saumsprettur.
Hann hefur rimpað þær saman með
seglgarnstvinna. Eina ljósglætan er,
að til bráðabirgða hefur hann fengið
leyfi til þess að hafa rúmstæði sitt
í ritstjórnarskrifstofum hins nýja
málgagns Lýðræðisflokksins.
„Það er fyrir neðan virðingu
manna í svokölluðu lýðræðisríki að
fara svona með okkur, sem vorum
reiðubúnir til þess að fórna lífi okk-
ar fyrir lýðræði og urðum að gjalda
ást okkar á frelsinu hæsta verði:
Með algerri frelsissviptingu mestan
hluta ævi okkar," segir Napoleon
Koleci að lokum.
4
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48