Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1991 33 Guðbjörg BjömS’ dóttir Bjarman Fæda 13. maí 1895 Dáin 29. september 1991 Núna hefur hún elsku amma mín kvatt þennan heim. Langri göngu er lokið. Minningarnar sem streyma í gegnum huga minn eru margar en þó er ein mér efst í huga. Þá var ég aðeins lítil stelpa og amma Guðbjörg var í nokkurra vikna heimsókn á heimiii mínu. Lítil stelpuhnáta bankaði á dyrnar hjá henni ömmu sinni og alltaf voru heimsóknir hennar velkomnar. Margt var um spjallað og með ömmu tók ég fyrstu skrefín á lestr- arferli mínum. Ævintýrahallir voru byggðar og ímyndunaraflið lifði góðu lífi. Þann- ig mun ég ætíð minnast hennar ömmu minnar. Hjarthlý og bros- mild. Ég veit að núna er hún í góð- um höndum hjá Guði og lítur niður með gleði til allra sinna afkomenda. Og ekki erum við fá sem eftir stönd- um. Því er það hlutverk okkar að halda á lífi minningunni um merkis- konuna Guðbjörgu Bjarman. Guðrún Margrét Snorradóttir Einhvern tímann fyrir ekki svo löngu, kannski einu eða tveimur árum síðan, sagði amma okkur draum sem hana hafði nýlega dreymt. Hún og afi sátu á stóru, tvíbreiðu rúmi, hann öðrumegin og hún hinum megin. Hún sagði við afa: „Mér er svo kalt, Sveinn minn, má ég ekki koma yfir til þín?” Afi svaraði og sagði: „Ekki strax, Guð- björg mín, þú verður að bíða dálítið lengur.” Þegar við fæddumst var amma búin að vera ekkja í mörg ár. Hún átti heima hjá okkur og því tengj- ast flestar bemskuminningar okkar henni að miklu leyti. Það gerðist á sama tíma og við fórum að muna eftir okkur að amma missti heils- una. Hún hætti að geta lesið og átti erfitt með gang. Utvarpið varð þá mjög mikilvægt og í endúrminn- ingunni finnst okkur eins og við höfum alltaf verið inni hjá ömmu að dunda okkur við að lita eða leika okkur, með útvarpið í bakgrunnin- um. Amma elskaði allt sem var fal- legt. Hún elskaði tónlist og hún kenndi okkur að meta tónlist á þess- um árum þegar við sátum í rökkr- inu inni hjá henni og hlustuðum á Mozart, Bach og Beethoven. Amma elskaði líka bókmenntir. Hún hafði alltaf lesið mikið og því varð það henni mikið áfall að hætta að geta lesið. Um svipað leyti vorum við að verða læsar og á þeim árum fékk amma að heyra „Dagfinn dýr- alækni” og „Palli var einn í heimin- um”, en seinna gátum við lesið henni til skemmtunar. Þá bað hún okkur oftast að iesa dagblöðin því að hún vildi fylgjast með öllu sem var að gerast. En amma sagði okkur líka sög- ur. Við þreyttumst aldrei á að heyra sögur frá Miklabæ þegar amma var lítil. Sögur eins og þegar Gunna datt og meidddi sig á eyranu og sögur af kettinum Vippi. Hún sagði okkur frá lífinu á Miklabæ og hvernig það var að vera lítil stelpa í stórum systkinahópi á fjölmennu prestsheimili í byrjun aldarinnar. Hún hafði alltaf áhuga á öllu sem við vorum að gera, fylgdist vel með og hafði gaman af að ræða við okkur um allt milli himins og jarð- ar. Hún hvatti okkur til að læra og gladdist þegar okkur gekk vel. Sérstaklega gladdist amma þeg- ar von var á börnunum okkar, eins og reyndar yfir öllum nýjum börn- um í fjölskyldunni. Yngsti afkom- andinn, Þór Michael Bergur, fædd- ist hér í Englandi aðeins þremur dögum áður en amma dó, um það leyti sem hún veiktist. Við erum fegnar að ömmu skyldi endast heilsa til að geta glaðst yfir þessum atburði. Nú þegar við kvðjum ömmu okk- ar í síðasta sinn fínnst okkur eins og ákveðnum kafla í lífí okkar sé lokið. Hún veitti okkur öryggi þeg- ar við vorum litlar og hafði alltaf tíma til að spjalla við okkur. Hún kenndi okkur að meta það sem fag- urt er og veitti okkur innsýn í líf kynslóðar sem nú er horfín. Við erum þakklátar fyrir að hafa átt ömmu að í öll þessi ár, en við kveðj- um hana í þeirri trú að nú sé hún komin á hlýjan stað með Svein afa sér við hlið. Hulda og Guðbjörg Hjartardætur Þegar ég rifja upp æskuárin á Akureyri hlýnar mér um hjartaræt- ur. Fyrir þessi ár vil ég þakka ömmu minni Guðbjörgu. í Ham- arstíg 2 stjórnaði hún í 30 ár. Fyrst þegar ég man eftir bjugg- um við fjögur í húsinu, amma, við mæðgur og Árni frændi. í minning- unni er húsið samt sem áður þétt- setið fólki. Börn ömmu og barna- börn dvöldu í húsinu á sumrin og sum barnabörnin dvöldu þar á vetr- um. Ættingjar úr Skagafírði, vinir og kunningjar alls staðar að af land- inu komu til Akureyrar í heimsókn og voru allir velkomnir á Ham- arstíginn. Allir hlutu góðar viðtökur hjá ömmu, sem stjómaði heimilinu af festu og metnaði. Heimilislífíð var í föstum skorðum og fátt gat raskað ró hennar hvað það varðaði. Veturinn var okkar tími, þar sem lífíð gekk sinn gang. Amma var ætíð til taks þegar komið var heim úr skólanum. Hún gaf að drekka og spjallaði síðan um gang mála hvers dags. Að loknum vinnudegi va'r sest að kvöldverði, hlustað á . útvarpsfréttir og slökkt á viðtækinu á meðan vaskað var upp. Síðan var gengið til stofu, kveikt á útvarpsvið- tækinu á ný og hlustað með andakt á dagskrána. Amma og mamma með handavinnu, en við Arni spiluð- um ÓlsenÓIsen. Skemmtilegust af öllu voru jóla- boðin til Stefáns frænda. Þá fór amma í upphlutinn og setti á sig franska sjalið. Það var gengið heim til Þóru og Stefáns, upp Bjark- arstíginn og upp á Þórunnarstræti, þar sem Stefán beið eftir okkur og kyssti okkur á tröppunum. Þá vár amma sem oftar aðalskona í mínum augum. Hinn sautjánda júní fór hún amma enn í upphlutinn sinn. Þá var gengið. eftir Munkaþverárstræti, niður í Brekkugötu inn á íþróttavöll- inn. Sest á grasbala og hlustað á hátíðardagskrá. Þar sé ég ömmu sem oftar í drottningarskrúða sín- um, Ijúfa* og stolta. Hún amma var rómantíker. Hún elskaði tóna og orð. Ljóð góð- skálda, innlendra og erlendra voru henni nærtæk. Ómar tónskálda voru henni þekkir. Hún var raunsæ. Hún fann til í bylgjum sinnar tíðar. Að leiðarlokum við ég þakka ömmu samfylgdina, leiðbeiningarn- ar, tillitssemina og umburðarlyndið. Kristin Pálsdóttir í Prédikaranum standa þessi orð: Indælt er ljósið og ljúft er fyrir augun að horfa á sólina. Því lifi maðurinn mörg ár, þá á hann að vera glaður öll þau ár og minnast þess, að dagar myrkursins verða margir. Og mundu eftir skapara þínum á unglinsárum þínum, áður en vondu dagarnir koma, áður en sólin myrkvast og ljósið og tunglið og stjörnumar og áður en skýin koma aftur eftir regnið ... og þegar tíminn kemur fer maðurinn burtu til síns eilífðarhúss og grátendumir ganga um strætið, áður en silfur- þráðurinn slitnar og gullskálin - brotnar og skjólan mölvast við lind- ina og hjólið brotnar við brunninn og moldin hverfur aftur til jarðar- innar, þar sem hún áður var og andinn til Guðs, sem gaf hann ... Amen. „Indælt er ljósið og ljúft er fyrir augun að horfa á sólina”. Þessi orð komu fyrst í hug minn er ég rifja upp ljúfar minningar um Guðbjörgu Bjarman, frænku mína, og heimili hennar á Akureyri, þar er bjart ljós yfir. í dag leggjum við þreyttan lík- ama til hinstu hvíldar. Hann hefir þjónað göfugri sál um öll hin mörgu æviskeið, frá bernsku til hárrar elli og nú hverfur moldin aftur til jarð- arinnar, þar sem hún áður var og andinn til Guðs, sem gaf hann. Já, það er þakklæti í huga mínum og okkar allra á þessari kveðju- stundu, góð og göfug kona hefir nú hvatt eftir langan lífsdag, hún hafði veitt okkur öllum yl og birtu, umhyggju og móðurást. Við, sem eldri erum munum hana í blóma lífs og starfs, árvakra, umhyggju- sama, hógværa og hjartahlýja, með opinn faðinn, ekki aðeins á móti fjölskyldu sinni, heldur öllum vand- amönnum, frændum og frænkum, allir áttu þeir sitt rúm í hjarta henn- ar. í lífi hennar og húsmóðurstai*fí sönnuðust orðin: Þar sem er hjarta- rúm þar er og húsrúm. Og við minnumst hans á þessari stundu, lífsförunautar hennar, Sveins Bjarman, húsbóndans á hinu stóra heimili, við minnumst hans hins hæfíleikaríka manns, hann var líka með opin faðminn og umvafði vini og vandamenn. Þau voru sam- valin hjónin og áttu að svo mörgu leyti eitt hjarta og eina sál. Það slær bjarma yfir minningarnar um Bjarmanshús. Ég þakka þá gæfu, sem mér hlotnaðist að fá í nokkur ár að vera eins og sonur þeirra og einn í góðum systkinahópi. Ég minnist Guðbjargar líka á „myrku dögunum” á sjúkarbeði. Hógværðin var hin sama, þolgæði og þrautseigja, ró hugans og friður hjartans, minnið skýrt og hugsun hennar öll var um stóra hópinn sinn og hun hafði tölu á honum öllum. Ég þakka þann lærdóm, sem hún miðlaði mér þá. Og nú hefir hún haldið til síns eilífðarhúss, silfurþráðurinn er slit- inn og gullskálin brotin. Lofum Guð þegar góðir deyja, þeir berast til betri heima. Ég kveð ættmóðurina, frænku mína blessaða, með þessu ljóði hins norðlenska skálds: Þó að margt hafi breyst síðan byggð var reist geta bömin þó treyst sinni íslensku móður. Hennar auðmjúka dyggð, hennar eilifa tryggð era íslensku byggðanna helgasti gróður. Hennar fóm, hennar ást, hennar afl til að þjást skal í annálum sjást, veiða kynstofnsins hróður. Oft mælir hún fátt, talar friðandi og lágt Hinn fómandi máttur er hljóður. (Davíð frá Fagraskógi.) Ragnar Fjalar Lárusson Guðbjörg Bjarman, móðursystir mín, kvaddi þennan heim sunnu- daginn 29. september síðastliðinn á 97. aldursári, fædd 13. maí 1895. Var hún um fjölmargra ára bil þrotin að líkamlegri heilsu, en hélt hinni andlegu ótrúlega vel framund- ir hið síðasta. Guðbjörg var orðin ein á lífi hinna ellefu barna prófastshjónanna á Miklabæ í Blönduhlíð í Skagafirði, þeirra sr. Björns Jónssonar og frú Guðfinnu Jensdóttur. Eflaust hefur Guðbjörg alla sína tíð búið að þeim ríkulega menning- ararfí, er hún hlaut í foreldrahúsum, því mikla menningarheimili. Enda var hún mjög svo hneigð fyrir lest- ur fagurbókmennta meðan sjón hennar leyfði. Var hún ágætur full- trúi hins sjálfmenntaða Islendings. Guðbjörg giftist ung að árum Sveini Árnasyni Bjarman, fjölgáf- uðum og listrænum manni. Hann var og mikill unnandi fagurbók- mennta, ekki sízt ljóða enda sjálfur skáldmæltur vel. En þó var hann um aðra hluti fram maður söngs og tóna. Heimili þeiira Guðbjarar og Sveins var um langa hríð að Ham- arsstíg 2 á Akureyri, fagurt og hlý- legt, þar sejn hin ósvikna gestrisni var aðall húsbændanna beggja, en í þeim efnum voru þau næsta sam- hent. Þeim Guðbjörgu og Sveini varð alls átta barna auðið, en þau eru: Björn, Anna Pála, Ragnheiður, Steinunn, Sigurlaug, Jón, Árni Að- alsteinn og Guðbjörg. Eru börnin öll fjölskyldufólk. Þegar Guðbjörg Bjarman er nú horfín af sviðinu, leita á hugann minningar frá löngu horfnum dög- um og svo sannarlega er bjart yfír þeim öllum. Það var ekki lítið til- hlökkunarefni, er svo bar við, sem reyndar var ekki mjög oft, að ung- ur drengur fékk að fara með for- eldrum sínum að heimsækja frænd- fólkið á Hamarsstíg 2 á Akureyri. Slíkar heimsóknir, slíkar stundir voru hátíð í huga drengsins, og enn stafar birtu frá þessum löngu liðnu stundum. En þó eru vísast fyrirferðamestar minningar frá menntaskólaárunum nyrðra, en þá var Hamarsstígur 2 nánast eins og annað heimili okkar frændanna þriggja: Björns Jónsson- ar, Ragnars Fjalars og undirritaðs. Og margt annað ungt fólk, sér í lagi skólafólk, átti ósjaldan leið að Hamarsstíg 2, enda sterk vináttu- tengsl sumra barna þeirra Guð- bjargar og Sveins við bekkjarsystk- in og skólafélaga. Maður gerði sér þess sízt grein í þann tíð hvílíkt álag þessi gesta- nauð hefur verið á heimili þeirra Guðbjargar og Sveins. En allt um það voru þau hjónin jafnan glöð og reif og sýndu unga fólkinu ótrúleg- an skilning og umburðarlyndi. Kom þá ósjaldan vel í ljós hversu yfírveg- uð og stillt kona Guðbjörg var. Á heimili þeirra hjóna varð vart fund- ið það fyrirbæri, er nefnt hefur verið kynslóðabil. Ég tel að þarna hafí átt ekki lít- inn hlut að máli ríkur skilningur þeirra beggja á hugsunarhætti og högum ungs fólks að ógleymdri ánægjunni yfír að hafa það nærri sér. PHIUPS Whirlpool FRYSTIKISTUR Góð tæki. Gott vert • AFG015 138 lítra. h:88 b:60 d:66 cm kr.stgr. 29.830.- • AFG033 327 lítra. h:88 b:112 d:66 cm kr.stgr. 42.655.- • AFG 041 408 lítra. h:88 b:135 d:66 cm kr.stgr. 45.505.- Heimilistæki hf SÆTÚNl 8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNN! SlMI 6915 20 liSaMUMfUM, Mér sýnist svona eftir á að hyggja, að á þessu fjölmenna heim- ili, þar sem heimsins auður var óef- að sízt of mikill, hafi Guðbjörg ver- ið kjölfestan, hún var eins og klett- urinn, sem ekki haggast þó briHfc og boðar skelli á honum. Sveinn Bjarman hafði um langa hríð ekki gengið heill til skógar og hann lézt árið 1952. Eftir lát Sveins hélt Guðbjörg áfram heimili að Hamarsstíg 2 með Steinunni dóttur sinni og eigin- manni hennar, Hirti Pálssyni. Síðla ársins 1963 fluttust þau öll suður og eignuðust heimili að Smiðjuvegi 15 í Kópavogi. Þar varð svo at- hvarf Guðbjargar í tæpa tvo tugi ára, eða unz vaxandi heilsubrestur knúði á um að hún yrði vistmaður á öldrunarstofnun. Og í maí 19í?§~ var Guðbjörg svo annar vistmaður- inn er flutti inn í Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi. Og nú þegar Guðbjörg Bjarman er kvödd kveðjunni hinztu, þessi stillta og hógværa kona, þá færi ég henni alúðarþakkir fyrir öll góðu kynnin á liðnum árum. Guð blessi henni sporið örlög- þunga, er hún nú hefur stigið, það er aliir verða einhvern tíma að stíga. Guð gefi henni ríkuleg laun fórn- fúsrar þjónustu, sívökullar um- hyggju. Guð blessi minningu henn- ar. Stefán Lárusson Fleiri greinar um Guðbjörgu björnsdóttur Bjarman bíða birtingar og munu birtast næstu daga. Blómaskreytingar Skreyfingarþjónusta Munið að blóm gleðja Miklatorgi sími 622040 Breiðholti sími 670690 Opið alla daga kl. 10-21 Öflug iyk$ggql VS91153 Stillanlegur sogkraftur (250- 1100 W). 4 fylgihlutir í inn- byggðu hólfi. Fjórföld sýklasía í útblæstri. Sjálfmndregin snúra og hleðsluskynjari. SIHMENS framleiðsla tryggir endingu og gæði. Verð kr. 17.400,- |L SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.