Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 230. tbl. 79. árg._________________________________FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1991_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Sjávarútvegsmál innan EES: Finnar vilja lausn fyrir 21. október Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. PERTTI Salolainen, utanríkis- viðskiptaráðherra Finna, sem nú fara með formennsku Fríversl- unarbandalags Evrópu (EFTA), hefur farið þess á leit við Norð- menn, að þeir reyni eftir megni að leysa ágreininginn um sjávar- útvegsmál í samningaviðræðun- um við Evrópubandalagið (EB) um Evrópskt efnahagssvæði (EES) fyrir ráðherrafundinn í Lúxemborg sem haldinn verður eftir tvær vikur. „Noregur verð- ur að velja á milli fisksins og Evrópu” eru skilaboðin frá Finn- landi. Salolainen skýrði frá þessari ósk á fundi með norskum blaðamönnum í Helsinki í gær. Sagði hann að það ylli sér verulegum áhyggjum að hætta væri á því að menn yrðu að halda til Lúxemborgar án þess að vera búnir að finna lausn á sjávarút- vegsmálunum og umferð um Alp- ana. „Ég hvet því menn til að vera búnir að leysa þessi mál í tæka tíð fyrir 21. október,” sagði Salolainen við Aftenposten. í miðjum lokaspretti EES-við- ræðnanna hafa mörg helstu dag- blöð Svíþjóðar rætt afstöðu Norð- manna í forystugreinum. Þannig segir Dagens Nyheter kaldhæðnis- lega: „Norski fiskurinn verður vissulega áfram norskur. Noregur á hins vegar á hættu að verða að nýrri Albaníu Evrópu.” Blaðið getur þess þó einnig, líkt og Svenska Dagbladet, að Thorvald Stoltenberg, utanríkisráðherra Nor- egs, tók um helgina jákvætt í hugs- anlega EB-aðild Norðmanna. Carl Bildt, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur einnig fagnað ummælum Stoltenbergs. Reuter * Forseti Islands og Noregsdrottning í Hvíta húsinu Washington. Frá ívari Guðmundssyni, frétlaritara Morgunblaðsins. Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands og Sonja Nor- egsdrottning gengu síðdegis í gær á fund Banda- ríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington. Á mynd- inni sjást gestirnir með gestgjöfunum, George og Barböru Bush. I ræðu sinni í Rósagarði Hvíta húss- ins minntist Bush komu Leifs Eiríkssonar til Vín- lands. Fyrr um daginn fagnaði mikill mannfjöldi komu víkingaskipanna þriggja, Gaiu, Osberg og Saga Siglar til borgarinnar. Þau lögðust við festar í Washington-höfninni sem kölluð er og er raunveru- lega bryggja við bugðu í Potomac-ánni. Vigdís, Sonja drottning og annað fyrirfólk beið komu skipanna. Síðla dags_ var móttaka hjá íslensku sendiherra- hjónunum. í gærkvöld sátu Vigdís og Sonja umræðu- fund í Langley-leikhúsinu og snæddu kvöldverð í veitingahúsi í boði sendiherra íslands og Noregs. Njósnir í Noregi: Atta Sovét- menn liggja undir grun Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKA öryggislögreglan fer þess á leit við yfirvöld 'að átta sovéskum stjórnarerindrekum verði vísað úr landi vegna gruns um njósnir. Thorvald Stoltenberg utanríkisráðherra staðfesti í gær að ráðuneytið væri að íhuga slíka beiðni. Þetta nýja njósnamál í Noregi má rekja til þess að fyrr á þessu ári yfirgaf Míkhaíl Butkov, starfsmaður sovéska sendiráðsins í Ósló, stöðu sína þar ásamt ástkonu sinni og bað um hæli á Vesturlöndum. Síðan hef- ur hann verið yfirheyrður af bresku leyniþjónustunni. Þar munu hafa komið fram upplýsingar sem styrktu grunsemdir norsku öryggislögregl- unnar um að Sovétmenn hefðu spunnið njósnanet í Noregi. Sam- kvæmt heimildum norska dagblaðs- ins Aftenposten er Lev S. Kosljakov sendiráðsritari einn þeirra manna sem liggja undir grun. Hann hefur margsinnis verið sakaður opinber- lega um að stjórna njósnastarfsemi sovésku öryggislögreglunnar KGB í Noregi. Króatía: Hafnbanni aflétt og rætt um brottfhitning hluta hersins 7.nrrroh Pinifnr Zagreb. Reuter. HER Júgóslavíu byijaði í gær að aflétta hafnbanni á Króatíu eins og kveðið er á um í nýjum vopna- hléssamningi hans við Króata. Ennfremur var haft eftir júgó- ísraelskar þotur fljúga yfir írak: Mótmælum Banda- ríkjamanna ekkí sínnt Jerúsalem, Daniaskus. Reuter. ÍSRAELAR létu í gær mótmæli Bandaríkjamanna, vegna ferða ísra- elskra herflugvéla yfir Irak, sem vind um eyru þjóta. Sagði Yossi Ben Aharon, helsti ráðgjafi Yitzhaks Shamirs, forsætisráðherra Israels, ísraela áfram myndu gera það sem þeir teldu nauðsynlegt til að tryggja öryggi landsins óháð mótbárum Bandaríkjamanna. írakar báru á þriðjudag fram mótmæli vegna þess að sl. föstudag hefðu fjórar ísraelskar F-15-orrustu- þotur flogið í um hálftíma yfír vestur- hluta íraks áður en þær héldu inn í saudí-arabíska lofthelgi. Hefur Bandaríkjastjórn borið fram formleg mótmæli við ísraelsstjórn vegna þessa. Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkjastjórnar, sagði í gær að það væri gert af ótta við að aðgerð- ir ísraela gætu spillt friðarviðleitni í Miðausturlöndum. Eftirlitsflug af þessu tagi væri óþarft því Banda- ríkjamenn létu ísraelum í té upplýs- ingar um írak. Dagblaðið Syrian Times, sem er opinbert málgagn sýrlenskra stjórn- valda, hvatti í gær Bandaríkjastjórn til að breyta afstöðu ísraelsku ríkis- stjórnarinnar og þvinga Israela til að fara eftir þeim ályktunum Sam- einuðu þjóðanna sem hvetja þá til að hverfa á brott af hernumdu svæð- unum. Blaðið gagnrýndi einnig harð- lega þá afstöðu Shamirs að útiloka fyrirfram að hægt verði að semja um „land gegn friði”. Sú afstaða útilokaði alla möguleika á diplóma- tískum lausnum og væru Israelar að undibúa nýjar hernaðarárásir á araba, sagði Syrian Times. slavneskum hershöfðingja að her- inn væri að ræða við Króata um hugsanlegan brottflutning hluta sveita hans í lýðveldinu. Vopna- hléssamningurinn varð til þess að bardögum linnti víðast hvar í Iýð- veldinu. Herinn skuldbatt sig með samn- ingnum til að aflétta vikugömlu hafnbanni á sjö króatíska bæi við Adríahaf og heimilaði í gær sigling- ar til eins þeirra, Zadar. Þjóðvarðl- iðar í Króatíu féllust hins vegar á að hætta umsátri um búðir hersins í lýðveldinu. Þótt til bardaga hafí komið við og við í nokkrum króatískum bæjum í gær glæddust vonir um að hlé yrði að minnsta kosti um stundarsakir á bardögunum í lýðveldinu, sem hafa staðið frá því í júní og kostað rúm- lega þúsund manns lífið. AUt var með kyrrum kjörum á flestum víg- stöðvum en þó var skýrt frá skotbar- dögum í bænum Osijek, sprengju- vörpuárás í Vukovar og árás, sem varaði í nokkrar klukkustundir, í Valpovo í norðausturhluta lýðveldis- ins. Andrija Raseta hershöfðingi, næstæðsti yfirmaður júgóslavneska hersins í Króatíu, sagði að herinn væri að ræða við króatísk stjórnvöld um að hermenn yrðu fluttir frá svæðum í lýðveldinu sem eru aðal- lega byggð Króötum. Króatar hafa krafist brottflutnings allra júgóslav- neskra hersveita. Roland Dumas, utanríkisráðherra Frakklands, hvatti Evrópubandalag- ið til að sjá til þess að sjálfsákvörðun- arréttur Júgóslavnesku þjóðanna” yrði virtur, þótt hann mæítist ekki beinlínis til þess að sjálfstæði Króa- tíu og Slóveníu yrði viðurkennt. „Júgóslavía er ekki til lengur í sinni upprunalegu mynd og við neyðumst til að taka tillit til þess aðskilnaðar sem hefur í raun átt sér stað,” sagði hann á franska þinginu og vísaði til þeirra ákvarðana þinga Króatíu og Slóveníu í fyrradag að segja lýðveld- in úr lögum við Júgóslavíu. Sjá „Vonir um frið glæðast...” á bls. 23. Reuter Útlendingum til varnar Undanfarnar þijár vikur hefur mikið borið á árásum á útlendinga í Þýskalandi. Um það bil 6.000 Þjóðverjar komu saman í Köln í gær til að mótmæla þessu og til að koma í veg fyrir útifund kynþáttahatara sem boðað- ur hafði verið. Á borðanum stendur: „Kæru útlending- ar, skiljið okkur ekki eftir ein með þessum Þjóðveij- um!” Þýska stjórnin og full- trúar stjórnarandstöðunnar ætla að hittast í dag til að ræða hugsanlegar breyting- ar á löggjöf um hæli fyrir flóttamenn sem er einhver sú fijálslyndasta sem þekk- ist í Vestur-Evrópu. í stjórn- arskránni er pólítískum flóttamönnum tryggður skýlaus réttur til landvistar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.