Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR B/LESBOK
ttettwJXAábtb
STOFNAÐ 1913
232. tbl. 79. árg.
LAUGARDAGUR 12. OKTOBER 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sovétríkin:
Tíu lýðveldi
styðja nýja
efnahags-
sáttmálann
Oryggislögreglan
KGB lögð niður
Moskvu. Reuter.
FORSETAR tíu Sovétlýðvelda
samþykktu í gær að undirrita
sáttmála um efnahagssamstarf i
síðasta lagi 15. október næstkom-
andi. Á fundi ríkisráðs Sovétríkj-
anna hafði Míkhaíl Gorbatsjov,
forseti Sovétríkjanna, skorað á
forsetana að stíga þetta skref
vegna þess að þolinmæði almenn-
ings vegna efnahagsástandsins í
landinu væri á þrotum.
Gorbatsjov og forsetarnir tíu sem
mynda sovéska ríkisráðið hittust í
gær í Moskvu. Forsetar Moldovu
og Georgíu voru fjarverandi en
búist er við að þeir gangi til liðs
við hin lýðveldin á næstunni. Borís
Jeltsín, forseti Rússlands, hafði fyr-
irvara á samþykki sínu við efna-
hagssáttmálann og sagði að breyta
yrði ákvæðum um seðlabanka Sov-
étríkjanna sem er að fínna í drögum
að sáttmálanum og draga úr völd-
um hans yfír peningamálum lýð-
veldanna.
Búist er við að efnahagssáttmál-
inn verði upphafið að víðtækara
samstarfi lýðveldanna í gerbreyttri
mynd frá því sem nú er. Grígoríj
Javlinskíj, einn af höfundum sátt-
málans, sagði í gær að sumir forset-
anna hefðu gert athugasemdir við
drög að honum en auðvelt ætti að
vera að koma til móts við þær.
Ríkisráðið samþykkti einnig
formlega að leggja sovésku örygg-
islögregluna, KGB, niður. Vadím
Bakatín, sem settur var yfir stofn-
unina eftir valdaránið misheppnaða
í ágúst, hafði áður boðað svipaðar
aðgerðir. Áformað er að sjálfstæð
öryggislögregla verði í hverju lýð-
veldi.
	P	g,			
L   5m*"  i $i		r f  Ac	m		
tP"    ttUHS& JP* 5				\á        tf' '          II	
W     * r? m 1                <Éh	5	M		^                                            1	i
íslendingar heimsmeistarar í brids
Morgunblaðiö/Guðmundur Sv. Hermannsson
íslenska landsliðið í brids sigraði á heimsmeistaramótinu sem lauk í gærmorgun í Japan. Þorlákur Jónsson smellir hér kossi á Bermúdaskálina
sem Björn Eysteinsson fyrirliði heldur á. Jón Baldursson, Örn Arnþórsson, Guðlaugur R. Jóhannsson og Guðmundur Páll Arnarson halda verð-
launagripum sínum á lofti. Davíð Oddsson forsætisráðherra tekur á móti heimsmeisturunum þegar þeir koma heim á sunnudagskvöld.
Sjá fréttir á baksíðu, miðopnu og bls. 25.
Júgóslavíuher neitar að yfirgefa stöðvar í Króatíu:
Deiluaðilar taka boði Sovét-
manna um viðræður í Moskvu
Amsterdam, Zagreb, Belgrad, Vín, Nustar.
SAMBANDSHERINN í Júgóslav-
íu meinaði í gær lest flutninga-
bíla með lyf og matvæli að kom-
ast  til  króatísku  borgarinnar
Reuter.
Vukovar sem er að miklu leyti í
rústum eftir bardaga undanfarn-
ar vikur. Bílalestin sneri við
nokkra kílómetra frá borginni
Norska leyniþjónustan:
Æðsti yfírmaður segir af sér
vegna Mossad-yfírheyrslna
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsíns.
SVEN Urdal, yfirmaður norsku leyniþjónustunnar, sagði í gær af
sér embætti, mánuði eftir að fjölmiðlar greindu frá því að ísraelsk-
um leyniþjónustumönnum hefði verið leyft að yfirheyra nokkra fyrr-
um liðsmenn Frelsissamtaka Palestinu (PLO) sem leitað höfðu póli-
tísks hælis í Noregi.
Palestínumennirnir vissu ekki að
þeir væru að tala við starfsmenn
Mossad enda kynntu norsku leyni-
þjónustumennirnir hina ísraelsku
starfsbræður sína sem „tungumála-
sérfræðingana okkar" fyrir aröb-
unum. Hefur norska leyniþjónustan
(Overvákingspolitiet) sætt þungri
gagnrýni fyrir að láta Palestínu-
mennina standa í þeirri trú að þeir
væru að tala við norska embættis-
menn. Eftir að dagblaðið Aftenpost-
en svipti hulunni af þessum yfír-
heyrslum um miðjan september-
mánuð lofaði Kari Gjesteby dóms-
málaráðherra því að ítarleg rann-
sókn myndi fara fram.
Nefnd sem hefur eftirlit með
leyniþjónustunni skilaði skýrslu á
föstudag þar sem forysta leyniþjón-
ustunnar fær það óþvegið. Meðal
annars er það gagnrýnt að menn
misstu tök á málinu með því að
leyfa yfirheyrslur á arabísku sem
gerði það að verkum að Norðmenn-
irnir gátu ekki haft nein áhrif á þær.
„Ég dreg mig til baka þar sem
ekki eru lengur pólitískar forsendur
fyrir starfi mínu hjá leyniþjón-
ustunni," sagði Svein Urdal á blaða-
mannafundi í gær. Dómsmálaráð-
herrann sagði hann hafa breytt rétt
og mættu fleiri innan leyniþjón-
ustunnar taka þá gagnrýni sem
sett hefði verið fram til sín og fara
að fordæmi Urdals.
og hélt kyrru fyrir í nágranna-
þorpinu Nustar er síðast fréttist.
Embættismenn Evrópubanda-
lagsins (EB) töldu sig hafa kom-
ist að samkomulagi við yfirmenn
hersveitanna er setið hafa um
Vukovar í hálfan annan mánuð
og mættu 50 vörubílar fara inn
í borgina með hjálpargögnin og
flylja síðan 300 börn og um 2.000
konur á brott. Tajyii^fréttastof-
an segir að forsetar Serbíu og
Króatíu hafi tekið boði Míkhaíls
S. Gorbatsjovs Sovétforseta um
samningaviðræður í Moskvu
„allra næstu daga". Fulltrúi EB,
Henri Wynaendts, mun hitta full-
trúa serbneska þjóðarbrotsins í
Króatíu að máli í París í dag.
Hans van den Broek, utanríkis-
ráðherra Hollands, sem nú er í for-
svari fyrir Evrópubandalagið, segir
að yfirmenn júgóslavneska hersins
hafi gefið munnlegt samþykki við
því í Haag á fimmtudag að allur
herafli þeirra yrði fluttur frá Króa-
tíu. Yfirmennirnir segja hins vegar
að ekkert samkomulag þessa efnis
hafi verið undirritað og hendur
þeirra séu því óbundnar. Ráðamenn
Serba neituðu einnig að hafa sam-
þykkt algeran brottflutning í Haag.
Utanríkisráðherra Serbíu, Vladíslav
Jovanovítsj, sagði í Vín í gær að
þjóð hans gerði engar landakröfur
á hendur Króötum. „Serbía hefur
ekki einn einasta hermann í Króa-
tíu," sagði utanríkisráðherrann
einnig. Um 70% liðsforingja í júgó-
slavneska hernum eru Serbar og
segist herinn verða að vernda serb-
neska minnihlutann fyrir ofsóknum
Króata.
Barist var áfram við Vukovar og
borgina Osijek í gær en annars stað-
ar virtist vopnahléið vera virt. Þrátt
fyrir deilurnar um samkomulagið í
Haag héldu sveitir Króata áfram
af fjarlægja bílflök og annað brak
sem þeir hafa notað til að einangra
umsetnar búðir sambandshersins í
Zagreb og víðar síðustu mánuði.
Einnig voru fjarlægðar jarðsprengj-
ur sem ætlað var að granda skrið-
drekum ef þeir reyndu að brjótast
út úr herkvínni. Fulltrúar deiluaðila
ákváðu að fyrstu hermennirnir
myndu fá að yfirgefa búðirnar í
Zagreb að morgni laugardags, þ.e.
í dag, og halda til Bosníu-Herzegóv-
ínu. Sambandsherinn aflétti um-
sátri um borgir Króata á Adríahafs-
ströndinni og löng röð vörubíla
hersins sást aka frá borginni Zadar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44