Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTOBER 1991
Styrktarsýning
Myndlist
Bragi Asgeirsson
í Fím-salnum í Garðarstræti 6
stendur um þessar mundir og
fram yfir helgi yfir eins konar
styrktarsýning meðlima samtak-
anna.
Málið er að Félag íslenskra
myndlistarmanna á í nokkru fj'ár-
hagsbasli um þessar mundir og
félagsmennirnir 22, af rúmlega
100 meðlimum, sem sýna sam-
tals 30 myndverk eftir sig, gefa
helming andvirðis mynda sem
seljast til félagsins.
Ýmislegt hefur gengið á í
starfsemi félagsins á undanförn-
um árum og það átt undir högg
að sækja vegna stofnunar Sam-
bands íslenskra myndlistar-
manna, þar sem menn virðast
hafa misskilið hlutverk sitt, sem
á vitaskuld einungis að vera al-
menn hagsmuna- og réttindabar-
átta, en ekkert fram yfir það,
enda er það verkefni eitt yfrið
nóg eins og málum er háttað.
Mikill hugur er í mönnum að
gera veg FÍM sem mestan á
næstu árum og er m.a. brýnt
verkefni að endurvekja hinar ár-
vissu haustsýningar er lögðust
af eftir langa raunasögu.
Slík árleg uppstokkun og yfir-
lit á að gefa fólki möguleika á
að átta sig betur á því sem mynd-
listarmenn eru að aðhafast
hverju sinni og veita um leið
ungu hæfileikafólki tækifæri til
að sanna styrk sinn í hópi hinna
eldri og reyndari. Þetta tíðkast
allstaðar í einhveju formi í grón-
um menningarsamfélögum og
sums staðar eru bæði vor- og
haustsýningar og er sums staðar
um meira en aldarlanga hefð að
ræða.
Eins og ýmsum mun kunnugt,
þá kemur hinn rétti styrkur
margra einstaklinga öðru fremur
fram á stórum samsýningum, og
er það illt að þetta atriði skuli
vera jafn vanrækt hér á landi og
raun er á og verður að teljast
mikil glompa á annars um-
fangsmiklu sýningahaldi á höf-
uðborgarsvæðinu.
Þetta skapar rugling og menn
eiga erfitt með að átta sig á stöðu
íslenskrar myndlistar í dag, því
að fæstir ná að skoða nema hluta
allra þeirra smásýninga sem í
gangi eru að jafnaði.
Vonandi tekst að endurreisa
FÍM með miklum myndarbrag,
en til þess þarf félagið traustari
fjárhagslegan grundvöll en fyrir
er, og því er þessari sýningu
hleypt af stokkunum til að gefa
áhugamönnum um myndlist tæk-
ifæri til að leggja sitt fram til
aukningar vexti og viðgangi
hennar og heilbrigðri framþróun.
Á sýningunni er fjölbreytilegt
úrval myndverka og eru höfundar
þeirra flestir nafnkenndir mynd-
listarmenn, sem eiga að baki
langan feril og sýningar heima
sem erlendis, svo og þátttöku í
ótal fjölþjóðlegum samsýningum.
Má vera ljóst að hér er ein-
stakt tækifæri fyrir einstaklinga
sem fyrirtæki til að gerast virkir
þátttakendur í mótun íslenskrar
myndlistar.
Vil ég að lokum minna á, að
fram að þessu hefur það öðru
fremur verið almenningur sem
hefur haldið uppi listastarfsemi
hérlendis, sem er^insdæmi í ver-
öldinni og vakið hefur óskipta
undrun og aðdáun erlendra list-
frömuða. Listin hefur þannig
ekki verið séreign fárra útvaldra
og hér á landi eru ekki til auðjöfr-
ar sem styrkja list og halda uppi
listastarfsemi auk þess sem sár-
afáir einstaklingar safna mynd-
listarverkum skipulega..
Er mikilvægt að áfram verði
haldið í þessi sérkenni, því að þau
eru styrkur þjóðarinnar, en það
verður einungis gert með því að
réttir aðilar taki höndum saman
við starfandi myndlistarmenn.
¦ NORSKI fjölskylduráðgjafinn
Eivind Fröen mun dvelja hér á
landi dagana 12.-23. október og
kenna á námskeiðum um hjóna-
bandið á vegum Fjölskyldufræðsl-
unnar. Eivind Fröen hefur komið
margoft til íslands og m.a. kennt
á slíkum námskeiðum, bæði í
Reykjavík og úti á landi. Alls hafa
á sjöunda hundrað manns sótt nám-
skeiðin. Hér er um tveggja kvölda
námskeið að ræða, þrjá fyrirlestra
hvort kvöld. Aðalefnið er um sam-
skipti hjóna og er í því sambandi
fjallað um góð tjáskipti, að mæta
þörfum hvors annars, kynlífið o.fl.
Að þessu sinni verða námskeiðin
haldin á eftirtöldum stöðum og dög-
um í október: 12.-13. í Hótel Vala-
skjálf á Egilsstöðum, 14.-15. í
safnaðarheimili Neskaupstaðar,
16.-17. í Slysavarnahúsinu á
Eskifirði, 21.-22. í safnaðarsal
Bústaðakirkju í Reykjavík. Nám-
skeiðagjald er 1.500 kr. á mann og
eru veitingar innifaldar. Skráning
á námskeiðið í Reykjavík fer fram
í Bústaðakirkju, á skrifstofu Kristi-
legs félags heilbrigðisstétta og á
skrifstofu Fjölskyldufræðslunnar,
Bergstaðastræti lOa.
21150-21370
LARUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjori
KRISTIMM SIGURJÓNSSON. HRL loggiltur fasteignas;
Til sölu á fasteignamarkaðinn eru að koma m.a. eigna:
Á vægu verði við Hraunbæ
3ja herb. ekki stór en vel skipul. íb. á 1. hæð. Nýtt bað. Góð innr.
Sérinng. Verönd. Ágæt sameign. Laus strax. Verð aðeins kr. 5,3 millj.
Góð íbúð við Furugrund
2ja herb. á 1. hæð um 60 fm vel umgengin. Vestursvalir. Geymsla í
kj. Ágæt nýendurbætt sameign. Laus strax.
„Eldra" sérbýli í Skerjafirði
steinhús - parhús á tveimur hæðum m/4ra-5 herb. íb. Ræktuð eignar-
lóð. Húsnlán kr. 3,0 millj. Eignaskipti mögul.
í gamla góða vesturbænum
nýl. endurbætt 2ja herb. íb. á 2. hæð í reisul. steinh. v/Ránargötu. 40
ára húsnæðislán kr. 2,7 millj. Tilboð óskast.
Skammt frá Dalbraut
nýendurb. 4ra herb. íb. á 2. hæð ekki stór, vel skipul. Gott risherb.
fylgir m/snyrtingu. Sameign mikið endurb. Laus strax. Sanngjarnt verð.
Á góðu verði við Hrafnhóla
ofarl. í lyftuh. 4ra-5 herb. stór og góð íb. m/míklu útsýni. Húsvöröur.
Góð sameign.
Sérbýli í byggingu
óskast i borginni, Kópavogi eða Garðabæ. Skipti mögul. á góðu ein-
bhúsi 130 fm m/stórum bílsk.
Vestarlega við Barðavog
gott steinhús vel byggt og vel með farið 165 fm á einni hæð. 5 svefn-
herb. Bílsk. Glæsil. lóð. Eignaskipti mögul.
Húseign - tvær íbúðir
Leitum að húseign m/4ra-6 herb. ib. og 2ja-3ja herb. íb. fyrir einn af
okkar gömlu og góðu viðskiptavinum. Skipti mögul. á úrvaissérhæð
miðsvæðis í borginni. Nánari uppl. á skrifst.
Með óvenju góðar greiðslur í boði
Þurfum að útyega traustum viðskiptamanna 4ra-5 herb. íb. m/sér-
inng. og bílsk. Ýmsir staðir koma til greina. Má þarfn. endurn. á innr.
•  •  •
Opið fdag kl. 10.00-16.00.
Leitum að góðu skrif sthúsn.
miðsvæðis íborginni
til eigin afnota.
ALMENNA
FASTEIGNASALAH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
ífahQEM ináfl
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Þá skal reyna við undirflokka
a-stofna og hefja leikinn á va-
stofnum. Þar kom fram v í beyg-
ingunni á undan a og i, en margt
hefur gengist í aldarina rás. Eg
ætla að taka hvorugkynsorðin
fyrst, því að karlkynsorðin, sem
í þessum flokki eru, geta verið
svolítið erfið, og umsjónarmaður
hliðrar sér hjá bágindunum í
lengstu lög. Þessi hvorugkynsorð
voru va-stofnar:
bygg, bðl, fjör, frjó, fræ, högg,
hræ, kjöt, lyng, læ (=svik), mjöl,
smjör og 81. Tókuð þið eftir því,
hvað mikið er af ö-hljóði í þessum
orðum? Það er fyrir áhrif frá
vaffi.
Strax blasir við að sum þessara
orða henta illa í fleirtölu, svo sem
„tegundarheitin" kjöt og smjör.
Helsta kennileiti þessara orða var
vi-ending í þgf. et, en í nútíma-
máli er vaffið úr henni yfirleitt
horfið. Orðið högg beygðist svo
til dæmis: Eintala: högg, högg,
höggvi, höggs; fleirtala högg,
högg, höggum, höggva. Enn
fara menn brautina á svo og svo
mörgum hðggum. Þar er ekki
skotið inn v-hljóði, eins og t.d. í
karlkynsorðmyndinni söngvum.
Meira um það síðar. Verulegur
þokki finnst mér yfir máltækinu
gamla: skamma stund verður
hönd höggvi fegin (lat. neque
manum longe ixu ehilare), og fal-
legt tal þætti mér að tína ber af
lyngvi, bergja á ölvi, safna birgð-
um af kjötvi, mjölvi og smjörvi,
og auðvitað segjum við enn áð
loft sé lævi blandið.
Nú kemur útúrdúr: Menn draga
dám af sessunaut sínum, einn
apar eftir öðrum, og kallast tíska.
Orðin hafa þegið þessa öpunar-
hneigð í arf frá sköpurum sínum
og skipta stundum um ham að
einhverju eða öll'u leyti til þess
að líkja eftir öðrum orðum. Það
er kallað áhrifsbreyting (ana-
logia). Þetta má segja að sé fínt
orð („skrauthvörr', euphemism)
yfir það sem daglega væri nefnt
málvilla. Með öðrum orðum: Þeg-
ar ein orðmynd lagar sig eftir
annarri, án þess að um „eiginlega
hljóðbreytingu" sé að ræða, kall-
ast það áhrifsbreyting, þegar-
nógu margir hafa tekið breyting-
una upp, er hún „viðurkennd".
Annars er þetta bara málvilla.
Dæmi fræ, sem ég sagði að verið
hefði va-stofn; er nú farið að
beygjast sem ja-stofn, sjá síðar.
Svipað er að segja um frjó, nema
hvað joðið í þeirri orðmynd ber
ábyrgð á því, að frjó hefur ekki
breyst í ja-stofn, heldur hagar sér
nú eins og hreinn a-stofn. En
Jón Thoroddsen kvað eftir eldra
Iaginu:
Þú fósturjörðin frið og kær,
sem feðra hlúar beinum,
og lífið ungu frjóvi fær
hjá fornum bautasteinum.
Verður nú staðar numið við
beygingafræðina í dag, nóg af
henni komið, en gaman er þetta,
maður minn.
Um uppruna orðsins víkingur
(kappi á sjó, sjóræningi) eru skipt-
ar skoðanir. Flestir telja þó að það
sé leitt af vík og sé þá sá „sem
hefst við í víkum" (vogum) eða
sé frá Víkinni í Noregi (fornt heiti
Oslóar eða Oslóarfjarðar). Vík-
ingur var mannsnafn í Noregi í
fornöld, en dæmi fmnast ekki frá
íslandi. Faðir tveggja landnáms-
manna hét þó Víkingur, og þess
gætu sést merki í örnefnum eins
og Víkingslækur. Enginn Vík-
ingur er í aðalmannatölum 1703,
1801, 1845, 1855 og 1870, en
1910 eru þeir tveir, báðir fæddir
í Þingeyjarsýslu; sennilega er
nafnið þá komið frá Víkingavatni
í Kelduhverfi. Árin 1921-1950
voru 22 sveinar skírðir Víkingur
á landinu öllu, árið 1960 tveir,
einnig tveir 1982, enginn 1985. I
þjóðskránni 1982 heita 26 menn
Víkingur einu nafni eða fyrra af
tveimur (fyrsta af þremur). í nú-
tímamáli hefur víkingur fengið
nýja merkingu, dugnaðarforkur.
610. þáttur
Þórður Örn Sigurðsson í Kópa-
vogi skrifar mér þetta skemmti-
lega bréf sem ég þakka honum:
„Kæri Gísli.
Kollega okkar beggja, Ólafur
heitinn Hansson, lagði eitt sinn
sem oftar orð í belg á kennarastof-
unni um óútreiknanlega vegi mál-
breytina. Maður að nafni Guð-
mundur Fífill átti í útistöðum við
náunga sinn og rak málið fyrir
hæstarétti. Andskoti hans tók oft
fram að hann hefði sagt Guð-
mundi Fífli þetta eða hitt. Guð-
mundi leiddist þetta og fékk dóm-
ara til að úrskurða að þágufall
af Fífli skyldi vera Fífil. Menn
kímdu að þessu með Ólafi, og
hefur áreiðanlega engan grunað
að þú, Gísli Jónsson, útvörður
tungunnar í fásinninu norður,
mundir aðeins aldarfjórðungi síð-
ar opinberlega neita að ríða &•
drasli og ýja að, já mæla með,
barnamálsbeygingu á rafsegli!
„Interdum dormitat ipse Homer-
us."[Þýðing umsjónarmanns:
Stundum dottar (sefur á verðin-
um) sjálfur Hómer]
Mig langar annars að þakka
þér góða varðstöðu. Oft hefur mér
dottið í hug að skrifa þér þótt
ekki yrði af. Ekkert sérstakt man
ég núna nema hvað að gott væri
að þú gengir þannig frá ákvarð-
anatðku að hún stæði ekki upp
aftur. Bestu kveðjur."
Tilefni bréfs þessa er að sjálf-
sögðu beygingarfræðikaflinn í
607. þætti.
Dithmar dári vottast,
Dithmar lygapyttur,
Dithmar dreggjapottur,
Dithmar frjósi og svitni.
Dithmar drussi réttur,
Dithmar innan slitni,
Dithmar drafni og rotni,
Dithmar eigi rythmum.
(Um Dithmar Blefken, vondan
höfund, óvíst hver orti; rythmum
er latínuþolfall af orði sem merkir
sálmur eða kviðlingur.)
......•' - : ..   .:.:¦-.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44