Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991
-4«-;
Pur^itrmlila^iíb
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriflar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 110 kr. eintakið.
Glæsilegur árangur
Þegar íslenzka landsliðið í
brids kleif topp Esjunn-
ar, sem var hluti af þrek- og
úthaldsþjálfun þess, datt
fáum í hug, ef nokkrum, að
það myndi einnig klífa þrítug-
an hamar heimsmeistara-
mótsins í Yokohama í Japan
og ná tindinum, heimsmeist-
aratitlinum. En nú hafa þessi
undur og stórmerki gerzt.
Með glæsilegum sigri á Pól-
verjum á endaspretti heims-
meistaramótsins í brids hefur
landslið íslands, fulltrúar
einnar fámennustu þjóðar
heims, borið hærri hlut í við-
ureign við umheiminn. ís-
lendingar hafa eignast sína
fyrstu heimsmeistara, heims-
meistara í brids.
Það orkar ekki tvímælis
að sigurinn í Yokohama er
ómetanleg auglýsing fyrir ís-
land; landkynning, sem hefur
mikið gildi og á eftir að skila
sér með margvíslegum hætti.
Drengileg og háttvís fram-
koma íslenzku spilaranna á
heimsmeistaramótinu, sem
rómuð er í erlendum fjölmiðl-
um, gerir og sigurinn þyngri
á metum sem landkynningu.
Leiðin að heimsmeistara-
titli sem þessum er bæði löng
og ströng. Hinir nýbökuðu
heimsmeistarar eiga allir að
baki langan og glæsilegan
feril sem áhugamenn í íþrótt
sinni. Það er og vitað að und-
irbúningur landsliðssveitar-
innar fyrir heimsmeistara-
mótið var með sérstökum
ágætum. Landsliðsfyrirliðinn
og landsliðið tóku verkefni
sitt föstum tökum. Ströng
æfingamót fóru fram og fjöl-
margir fundir voru haldnir
um baráttuaðferðir og sagn-
kerfi, auk þess sem rík
áherzla var lögð á þrek- og
úthaldsþjálfun. Sigurinn var
því verðskuldaður, þótt hann
kæmi skemmtilega á óvart.
Bakgrunnur hans felst í per-
sónubundinni hæfni og vel
hugsuðum og vel heppnuðum
undirbúningi. Hann er því
vegvísir um það, hvern veg
staðið skal að undirbúningi
móta af þessu tagi.
Arangur landsliðsins í
brids er ekki aðeins ómetan-
leg landkynning út á við.
Hann hefur og mikil áhrif hér
heima. Áhuginn á heims-
meistaramótinu fór eins og
eldur í sinu um byggðir lands-
ins. Brids-vakning sagði til
sín í samfélaginu. Vörur
tengdar brids runnu út í
verzlunum eins og heitar
lummur. Fólk reif sig upp um
miðjar nætur til að fylgjast
með sjónvarpssendingum frá
mótinu. Vinna var sums stað-
ar í lágmarki þar sem fólki
gafst kostur á að fylgjast
með lokalotunum á skjánum.
Peningagjafir streyma til
Bridssambandsins,     sem
stendur í ströngu við að fjár-
magna íslenzka þátttöku í
heimsmeistaramótinu. Og
það fer vel á því að sveitarfé-
lög, fyrirtæki og einstakling-
ar sýni hug sinn til hinna
nýbökuðu heimsmeistara með
því styrkja Bridssambandið
fjárhagslega á þessum tíma-
mótum.
Það er ekki á hverjum degi
sem Davíð sigrar Golíat á
vettvangi sem þessum. Og
það er vissulega saga til
næsta bæjar þegar dverg-
þjóð, eins og Islendingar,
sækir heimsmeistaratitil í
flokkaíþrótt, eins og brids-
íþróttin er, í hendur milljóna-
þjóða með jafn glæsilegum
hætti og raun ber vitni. Hinir
nýbökuðu heimsmeistarar í
brids hafa fært okkur og öðr-
um heim sanninn um það, að
fjölmenni þjóðar skiptir ekki
öllu máli, þótt þungt sé að
jafnaði á vogarskálum tilver-
unnar. Hæfnin, menntunin,
þekkingin, undirbúningurinn,
úthaldið, hugarfarið og
vinnulagið ráða oftar en ekki
úrslitum og lyktum mála.
Af þeim sökum er íslenzk-
ur heimsmeistaratitill í brids
ekki aðeins ómetanleg aug-
lýsing og landkynning út á
við. Hann er jafnframt og
ekkert síður vegvísir inn á
við. Ekki aðeins fyrir íþrótta-
fólk, sem keppir fyrir íslands
hönd á hinum ýmsu leikvöng-
um heimsbyggðarinnar. Ekk-
ert síður fyrir landsfeður og
landsmenn almennt, sem nú
stríða við stærri þjóðmála-
vanda en nokkru sinni fyrr í
sögu lýveldisins. Þar skipta
hæfnin, þekkingin, sam-
heldnin, úthaldið og vinnu-
lagið einnig meginmáli.
Morgunblaðið þakkar hin-
um nýju íslenzku heimsmeist-
urum stórglæsilega frammi-
stöðu og árnar þeim og Brids-
sambandi íslands allra heilla
í framtíðinni.  :
ISLENDINGAR HEIMSMEISTARAR I BRIDS
Jón Baldursson og Guðlaugur R. Jóhannsson fagna heimsmeistaratigninni.
Allur bridsheimur
fagnar þessum úrs
- sagði Ernesto d'Orsi, forseti Alþjóðabridssamb;
þegar hann afhenti íslensku bridsmönnunum Beri]
Yokohama, Japan. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
ÍSLENÐINGAR eru heimsmeistarar í bríds og handhafar Bermúdaskál-
arínnar, eftirsóttustu verðlauna brídsíþróttarinnar, eftir að hafa unn-
ið Pólverja í úrslitaleika heimsmeistaramótsins í Yokohama í Japan í
gær. Þrátt fyrir að Pólverjarnir reyndu sitt ýtrasta í síðustu lotu leiks-
ins, til að snúa honum sér í hag, tókst íslenska Uðinu að verja foryst-
una sem það tók strax í fyrsta spili úrslitaleiksins, og vinna með 415
stigum gegn 376. íslendingar eru aðeins sjötta þjóðin í 40 ára sðgu
Heimsmeistaramótsins til að vinna það.
„Þetta var ótrúleg tilfinning,"
sagði Björn Eysteinsson, fyrirliði
íslenska liðsins, eftir að hafa tekið
við Bermúdaskálinni fyrir hönd ís-
lenska liðsins úr hendi Ernesto
d'Orsi, forseta Alþjóðasambandsins,
yið hátíðlega athöfn í gærkvöldi.
íslendingunum var ákaft fagnað
þegar þeir tóku við verðlaununum,
og margir töldu, að þeir væru vin-
sælustu sigurvegarar í sögu heims-
meistaramótsins.
Ernesto d'Orsi var mjög ánægður
með sigur íslendinga á Heimsmeist-
aramótinu. „Allur bridsheimurinn
fagnar þessum úrslitum. íslensku
Sænskur bridsfræðingur:
Sigur Islendinga er
íþróttafrétt aldaiinnar
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins.
SÆNSKIR bridsfræðingar segja að sigur fslendinga í heimsmeist-
aramótinu í bríds í Japan sé heimsviðburður sem eigi sér engan
sinn líka.
„Þetta er einsdæmi, ég hef aldr-
ei upplifað nokkuð þessu líkt,"
sagði Tommy Guldberg, sérfræð-
ingur Svenska Dagbladet í síma-
samtali frá Jápan. Hann sagði að
aðeins nokkur hundruð manns spil-
uðu brids á íslandi en næstum því
ein milljón í Svíþjóð. í jafnri viður-
eign í undanúrslitum hefði sænska
landsliðið tapað óvænt fyrir ís-
lenska liðinu.
Veðmangari í Bretlandi taldi fyr-
irfram ekki meiri líkur en 1 á móti
50 að íslendingar lékju til úrslita í
Yokohama. Veðmangarastofunni
þótti bandarísku sveitirnar sigur-
stranglegastar, möguleikar þeirra
voru taldir 1 á móti þremur og 1
á móti 4. Möguleikar Pólverja á
úrslitasæti voru taldi 1-7, Brasilíu-
manna 1-9, Svía 1-9 og Breta 1-10.
Að sögn Tommy Guldbergs er sig-
ur íslands enn merkilegri í ljósi
þess að íslenska liðið hefði tapað
fyrir sænskum félagsliðum á mót-
um í Svíþjóð.
Annar sænskur bridsfræðingur,
Lars Philipsson, hikar ekki við að
segja að sigur Islendinga á heims-
meistaramótinu í brids sé íþrótta-
frétt aldarinnar, ekkert í sögu
bridsins jafnist á við þennan at-
burð. Fastlega má búast við því
að íslensku spilurunum verði boðið
á stærri bridsmót í Svíþjóð í vetur.
spilaranir komu vel fyrir, spiluðu
stórvel og hegðuðu sér á allan hátt
eins og góðum íþróttamönnum
sæmir. Og eins og þeir spiluðu í
úrslitaleiknum hefði ekkert lið getað
unnið þá," sagði d'Orsi.
Spilararnir voru farnir að átta sig
á að þeir væru orðnir heimsmeistar-
ar í brids í gærkvöldi. „Ég veit satt
að segja ekki hvort ég trúi þessu
enn," sagði Guðlaugur R. Jóhanns-
son. „Þetta er ótrúlegt en satt,"
sagði Jón Baldursson. Og Aðal-
steinn Jörgensen sagðist varla vita
hvernig hann ætti að bregðast við
sigrinum .
Þorlákur Jónsson sagði, að á
seinni stigum mótsins hefði liðs-
mennirnir verið orðnir afslappaðir.
„Við hefðum alveg getað sætt okk-
ur við að tapa einhverjum úrslita-
leiknum. Og um leið settum við
meiri pressu á andstæðingana."
Örn Arnþórsson sagðist halda,
að ísland hefði átt sigurinn skilið.
„Pólska liðið sem við spiluðum úr-
slitaleikinn við, var ekki af þeim
styrkleika sem virtist í fyrstu. Að
auki voru Pólverjarnir þarna að spila
við þjóð, sem allir héldu með, auk
þess sem þeir voru búnir að íenda
í ýmsum viðkvæmum deilumálum,"
sagði hann.
Jón Baldursson sagði að íslenska
liðið hefði lagt sig fram um að reyna
að skapa vingjarnlegt andrúmsloft
við borðið í úrslitaleiknum, eins og
yfirleitt ríkir á bridsmótum á ís-
íandi. „Pólverjarnir nærast á bar-
daga og þeir eru alltaf að keppa
við óvini sína. En við brostum bara
til þeirra og þeir eru óvanir að spila
undir þannig kringumstæðum,"
sagði Jón.
Fáir, og varla heldur liðsmennirn-
ir sjálfir, áttu von á að ísland næði
þessum árangri í Yokohama. En
Aðalsteinn Jörgensen sagði að við
undirbúning liðsins fyrir mótið hefði
Gunnar Einarsson íþróttakennari
reynt að byggja upp sigurvilja hjá
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44