Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 1
Fuo/rrn BLAÐ ALLRA LANDSMANNA plirfgajiilbla&ilí 1991 KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTOBER BLAÐ B KNATTSPYRNA Landsliðinu boðið á mót á Möltu M' Islenska landsliðinu í knattspyrnu hefur verið ■ boðið að taka þátt í móti á Möltu í febrúar nk. og hefur boðinu verið tekið. Eins hefur þeim verið boðið til ísraels snemma næsta árs og er ákveðið að fara, en tímasetningin hefur ekki enn verið ákveðin. Þó er sennilegt að tveir leikir verði spilað- ir í apríl. Eins og Morgunblaðið greindi frá fyrir helgi stendur til að fara á fjögurra liða mót í Túnis í ' bytjun nóvember, en það hefur ekki fengist stað- fest frá Túnis. Asgeir Elíasson landsliðsþjálfari sagði við Morg- unblaðið að allir þessir leikir væru kærkomnir. „Ef af mótinp verður í Túnis er það mjög gott vega- nesti ásamt leiknum gegn Kýpur vegna leiksins við Frakka í Evrópukeppninni.” Var Þorvaldur ólög- legur með Fram? MILLIÞINGANEFND, sem var skipuð á síðasta ársþingi KSÍ til þess að fylgjast með leik- mannasamningum og félaga- skiptum, sendi stjórn KSÍ bréf um helgina, þar sem óskað var eftir því að stjórnin kannaði allt í sambandi við félagskipti Þorvaldar Örlygssonar úr Nott- ingham Forest í Fram fyrir ný- liðið keppnistímabil. Nefndin vill fá úr því skorið hvort lög- lega hafi verið staðið að málum í Ijósi þess að Þorvaldur er far- inn aftur til enska liðsins og lék reyndar með varaliði þess á laugardag. Þorvaldur skipti yfír í Fram í maí og byrjaði að leika með liðinu mánuði síðar. Þá var sagt að hann væri laus allra mála hjá Notting- ham Forest og gerði hann samning við Fram til og -með 2. október sl. Þann dag lék Fram seinni leikinn í 1. umferð Evrópu- Steinþór Guðbjartsson skrifar frá Kýpur keppni meistaraliða, en Þorvaldur tók sér nokkurra daga frí áður en hann hélt til Nottingham. Nefndin vill að KSÍ fái staðfestingu frá enska knattspymusambandinu og Nottingham Forest um stöðu Þor- valdar fyrir félagaskiptin, stöðu hans í sumar og stöðu hans eftir 2. október. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði við Morgunblaðið á Kýp- ur í gær að stjómin myndi taka á þessu máli og leita eftir umbeðnum staðfestingum. Hörður á leigusamn- ing hjá Merida? Hörður Magnússon hefur gengið frá sex mánaða leigusamningi við spænska 2. deildarliðið Merida og biður hann nú aðeins eftir staðfestingu frá félaginu. „Ef allt gengur upp mun ég halda til Spánar fljótlega eftir næstu helgi,” sagði Hörður við Morgunblaðið. Þórir Jónsson, formaður knatt- spyrnudeildar FH, sagði að hann ætti von á skeyti í sambandi samninginn. Leigusamningurinn gildir frá 20. októbertil 15. mars. „Ef ég fer til Merida og kann vel við mig hjá félaginu, getur svo farið að ég myndi gera lengri samning, eftir að leigusamningur- inn rennur út. Mér finnst réttast að vera ekki að binda mig lengi fyrst um sinn. Ef ég fer til Spán- ar á eftir að koma í ljós hvort ég falli inn í myndina hjá Merida,” sagði Hörður. Þorvaldur Örlygsson í leik með Fram. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Þeir leika gegn Tékkum Islenska landsliðið í handknattleik leikur gegn Tékkóslóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld. Fjórtán leikmenn leika leikinn og er líklegt byrjunanarlið þannig: Guðmundur Hrafnkelsson og Sigmar Þröstur Óskarsson, markverðir. Aðrir leik- menn: Konráð Olavson, Sigurður Sveinsson, Björgvin Rúnarsson, hornamenn. Birgir Sigurðsson og Gústaf Bjarnason, línumenn. Úti- spilarar: Sigurður Sveinsson, fyrir- liði, Sigurður Bjarnason, Héðinn Gilsson, Einar Sigurðsson, Patrekur Jóhannesson, Óskar Ármannsson, Gunnar Andrésson eða Júlíus Gunn- arsson. Sjá nánar B / 4,5 Björgvin Rúnarsson er nýliði. KORFUKNATTLEIKUR Pétur Guðmundsson komst ekki að hjá Philadelphia Pétur Guðmundsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, fékk ekki samn- ing við NBA-liðið Philadelphia 76’ers, sem hann æfði með undanfar- ið og leikur að öllum líkindum að nýju í CBA-deildinni í vetur — næstu deild fyrir neðan — í þeirri von um að „sýna sig” og fá aftur tækifæri hjá liði i NBA-deildinni. Þegar fækkað var niður í 18 leikmenn í æfingabúðum Philadelphiu-liðs- ins var Pétur enn inni í myndinni, en var síðan einn þriggja sem þurfti að bíta í það súra epli að fara þegar fækkað var niður í fimmtán. Félagið má ekki vera með nema tólf leikmenn á samningi, þeir eru reyndar fjórtán í dag, þannig að það verður að selja tvo áður en keppnis- tímabilið hefst. EVRÓPUKNATTSPYRNAN: FYRSTA TAP SPÁNVERJA í SEVILLA í 69 ÁR / B2,3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.