Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTOBER 1991
27
EFNAHAGSSVÆÐ
Frá stjórnarfundi Stéttarsambands bænda þar sem fjallað var um samninginn um Evrópska efnahagssvæð-
ið. Talið frá vinstri eru: Ari Teitsson, Birkir Friðbertsson, Rögnvaldur Ólafsson, Guðmundur Jónsson,
Hákon Sigurgrímsson framkvæmdastjóri Stéttarsambandsins, Haukur Halldórsson, Emil Sigurjónsson,
Guðmundur Stefánsson og Þórólfur Sveinsson.
EES-samningurinn:
Ymislegt virðist hafa
færst til betri vegar
varðandi landbúnaðinn
- segir Haukur Halldórsson, formað-
ur Stéttarsambands bænda
„VIÐ skulum vona að það sé
tilefni til að gleðjast yfir þess-
um samningi, en mér sýnist að
ýmislegt hafi færst til betri
vegar varðandi landbúnaðinn
en útlit var fyrir á tímabili. Það
eru þó ennþá of mörg ef í
þessu, og þörf á að fara betur
ofan í þetta," sagði Haukur
Halldórsson, formaður Stéttar-*
sambands bænda, um samning-
inn um Evrópska efnahags-
svæðið.
Að sögn Hauks var farið laus-
lega yfir ákveðna þætti EES-
samningsins •  á   fundi    stjórnar
EES-samningurinn:
Minni breyting en við áttum von á
- segir formaður Sambands garðyrkjubænda
SAMNINGURINN um Evrópskt
efnahagssvæði mun hafa óveru-
legar breytingar í för með sér
frá því sem verið hefur undanf-
arin ár varðandi innflutning á
grænmeti, að sögn Kjartans
Olafssonar, formanns Sam-
bands garðyrkjubænda. Sam-
kvæmt samningnum verður lok-
að fyrir allan innflutning græn-
Samningar um EES:
Til álita að takmarka
yfirdrátt ríkissjóðs
í Seðlabankanum
- segir Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra
FRIÐRIK Sophusson, fjármála-
ráðherra, telur að aðild íslands
að evrópska efnahagssvæðinu
geri miklar kröfur til ríkisfjár-
mála. Til álita komi að takmarka
yfirdráttarheimildir ríkissjóðs í
Seðlabanka til að skapa nauðsyn-
legt aðhald að útgjaldaákvörðun-
um stjórnvalda og um leið for-
sendur fyrir jafnvægi í þjóðarbú-
skapnum.
Þetta kom fram í ræðu fjármála-
ráðherra á Alþingi á þriðjudag,
þegar hann mælti fyrir frumvarpi
til fjárlaga fyrir árið 1992. Friðrik
sagði,  að með þeim samningum,
trútvegsráðherra:
niklu
varútvegs
að stórum aðalatriðum í markmiðum
íslendinga í þessum viðræðum hafi
verið náð í höfn."
„Þá hefur verið samið þarna um
takmarkaðar gagnkvæmar veiði-
heimijdir, sem ríkir veruleg óvissa
um. Á síðastliðnu vori var talað um
að það þyrfti að fara í rannsóknir á
langhala, meðal annars í þeim til-
gangi að geta samið um veiðiheimild-
ir á honum. Við höfum ekki upplýs-
ingar um þennan stofn og við vitum
ekki hvar hann er veiðanlegur. Þess-
ari undirbúningsvinnu sýnist mér að
hafi enn ekki verið hrundið af stað,
sem er auðvitað bagalegt," sagði
Halldór.
sem tekist hefðu milli íslands og
annarra aðildarríkja EFTA annars
vegar og Evrópubandalagsins hins
vegar hefði verið stigið mikilvægt
' skref til hagsbóta fyrir atvinnulífið.
Samþykki Alþingi þessa samninga
. fengju íslensk fyrirtæki mikil sókn-
árfæri inn á erlenda markaði.
Samningarnir gætu þannig orðið til
þess að rjúfa þá kyrrstöðu, sem hér
hefði ríkt um langt árabil. Það
skipti því miklu að íslendingum
tækist að nýta þá möguleika, sem
samningarnir um evrópska efna-
hagssvæðið byðu.
• Þá sagði Friðrik: „Athuganir,
sem hér hafa verið gerðar á áhrifum
aðildar íslands að evrópska efna-
hagssvæðinu benda til þess að þau
geti verið umtalsverð, bæði í formi
aukins hagvaxtar og minni verð-
bólgu. Jafnframt felst í samningun-
um áskorun um að við tökum til
hendinni heima fyrir. Við þurfum
að laga atvinnulíf okkar að breytt-
um aðstæðum. Við þessar aðstæður
eru miklar kröfur gerðar til ríkis-
fjármálanna. Þar skiptir ekki síst
máli að stefnan í ríkisfjármálum sé
trúverðug og í samræmi við stefn-
una í gengis- og peningamálum. •
Skattkerfið þarf að vera sveigjan-
legt til þess að stuðla að meiri stöð-
ugleikaí efnahagslífinu. Jafnframt
þarf að ná betri tökum á útgjalda-
hliðinni og hverfa frá varanlegum
hallarekstri. Hér hlýtur að koma til
álita að takmarka yfirdráttarheim-
ildir ríkissjóðs í Seðlabanka, líkt og
tíðkast víða í Evrópu. Með því gæti
skapast nauðsynlegt aðhald að út-
gjaldaákvörðunum stjórnvalda og
um leið forsendur fyrir jafnvægi í
þjóðarbúskapnum."
metis frá 15. mars til 1. nóvemb-
er, eða á því tímabili sem inn-
lend framleiðsla fullnægir eftir-
spurn. Leyfður verður innflutn-
ingur á fimm blómategundum á
tímabilinu frá 1. desember til
30. apríl, en þar er um að ræða
nellikur og fjórar aðrar tegund-
ir blóma sem að sögn Kjartans.
ef lítil framleiðsla og sala á hér
á landi.
Kjartan sagði að gagnvart garð-
yrkjunni í heild sinni væri samn-
ingurinn því ekki eins erfiður og
hann hefði í fyrstu litið út fyrir
að vera.
„Þetta er minni breyting en við
áttum von á, en það verður þó að
líta á það sem staðreynd, þæði
varðandi þennan samning og önn-
ur mál er varða verð garðyrkjuaf-
urða, að stjórnvöld verða að fara
að skapa þessari atvinnugrein hlið-
stæð skilyrði og eru í Evrópu,
þannig að við getum undirbúið
okkur enn frekar undir samkeppni
og verðsamanburð, þó ekki verði
um óheftan innflutning að ræða,"
sagði hann.
Kjartan sagði að í þessu sam-
bandi vildu garðyrkjubændur fá
endurgreiddan uppsafnaðan sölu-
skatt í fjárfestingum garðyrkjunn-
ar, ódýrari raforku til lýsingar, og
niðurfellingu tolla og aðflutnings-
gjalda á rekstrarvörum til greinar-
innar. Þá óskuðu þeir jafnframt
eftir breytingu á lánareglum til
samræmis við það sem væri á
Evrópumarkaðnum, en þar væri
lánað til mun lengri tíma, auk
þess sem lánshratfall væri mun
hærra. „Þær greinar sem fram-
leiða neysluvörur, garðyrkjan og
landbúnaður almennt, eru auðvit-
að stór liður í framfærslu fjöl-
skyldunnar, og ég vil meina að
það verði þrýstingur á að innflutn-
ingur verði gefinn frjáls ef verð-
munurinn er of mikill. Ef þessum
atvinnugreinum er hins vegar gef-
inn kostur á að hagræða og fá
sömu rekstrarskilyrði og eru í
Evrópu, þá verða þessar vörur
ódýrari og þá kemur það auðvitað
heimilunum til góða," sagði hann.
Stéttarsambands bænda í gær, og
sagði hann að svo virtist sem
ýmsir hlutir hefðu færst til betri
vegar fyrir bændur og vera í meira
samræmi við búvörusamninginn
sem gerður var í vor heldur en
litið hafi út fyrir áður. Varðandi
mjólkurframleiðsluna hefði á tíma-
bili litið út fyrir að búvörusamn-
ingnum yrði raskað mjög með inn-
flutningi, en svo virtist sem margt
hefði verið fært til betri vegar
varðandi ákveðna hluti í því sam-
bandi, sem boðaðir voru áður og
ekki voru í samræmi við búvöru-
samninginn. Hann sagði að sér
sýndust þó ennþá vera inni ákvæði
um heimild til fríverslunar með
jurtasmjörlíki sem hefði dýrafitu
á bilinu 10-15%, en hvað það þýddi
gæti hann ekki svarað á þessari
stundu.
Varðandi innflutning á blómum
og öðrum tegundum garðyrkjunn-
ar sagði Haukur að samningurinn
tæki miklu meira mið af aðstæðum
hér varðandi dagsetningar, og sér
virtist tilboð íslands nú vera miklu
nær því sem aðrar þjóðir hefðu
lagt fram hver fyrir sig og tekið
mið af sínum aðstæðum.
„Síðan eru það þeir fyrirvarar
sem við höfum haft verúlegar
áhyggjur af varðandi kaup er-
lendra aðila á landi. Utanríkisráð-
herra talar um að treysta lagaá-
kvæði um forkaupsrétt sveitarfé-
laga og ríkis, og vissulega er það
heimilt. Forkaupsréttur byggist
hins vegar á því að ganga inn í
kauptilboð, og spurningin er hvers
sveitarfélög eru megn í þessu sam-
bandi. Ef reglur og lög verða ekki
skýrari um þennan forkaupsrétt
og hvernig hann verður fjármagn-
aður, þá teljum við að þarna sé
hætta á ferðum sem við getum
ekki lokað augunum fyrir. Nú er
ég ekki að tala sem bóndi, heldur
miklu frekar sem íslenskur ríkis-
borgari, og ég vil ekki sjá náttúru-
perlur í eigu erlendra aðila þar sem
einfaldlega yrði sagt að öll umferð
væri bönnuð," sagði Haukur.
FÍI telur að fella þurfi aðstöðugjöld niður:
Engar hugmyndir um hvað
kæmi í stað aðstöðugjalds
- segir fprmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
„ÞAÐ er nýbúið að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaga og
ég legg áherslu á nauðsyn þess að slíkum reglum sé ekki umbylt á
fárra ára fresti. Atvinnurekendur hafa oft.haft á orði að fella eigi
aðstöðugjald niður og tryggja sveitarfélögum aðra tekjustofna í stað-
inn, en engar hugmyndir hafa komið fram um hvernig eigi að tryggja
slíkt. Við viljum alls ekki að tekjur verði í staðinn sóttar í vasa ein-
staklinga í sveitarfélögunum," sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for-
maður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samtali við Morg-
unblaðið.
í Morgunblaðinu í gær var haft
etir Olafi Davíðssyni, framkvæmda-
stjóra Félags íslenskra iðnrekenda,
að 1% aðstöðugjald af heildartekj-
um fyrirtækja væri séríslenskur
skattur, sem atvinnulíf í öðrum
löndum þyrfti ekki að bera. Ólafur
sagðist telja að í kjölfar samnings
um evrópskt efnahagssvæði hlyti
að fylgja að aðstöðugjald yrði fellt
niður.
Vilhjálmur sagði að 1. janúar
1990 hefðu endurskoðuð lög um
tekjustofna     sveitarfélaga     tekið
»gildi. I desember í fyrra hefðu kom-
ið fram óskir um að tekjustofnar
sveitarfélaga yrðu endurskoðaðir,
með tilliti til skattlagningar á at-
vinnulífið. „Þá var sett á laggirnar
nefnd og í henni sitja fulltrúar frá
Sambandi sveitarfélaga, fjármála-
ráðuneyti og félagsmálaráðuneytí,"
sagði Vilhjálmur. „Það liggur engin
niðurstaða fyrir í þessu máli og svo
verður væntanlega ekki á næst-
unni. Samband sveitarfélaga hefur
lagt áherslu á~ að reynsla fáist á
þessi nýju tekjustofnalög, áður en
farið er að krukka í þau á nýjan
leik. Þó féllst stjórnin á að skipa
fulltrúa í nefndina, til að leita
lausna á þessu. Atvinnurekendur
hafa hins vegar lýst því yfir að
þeir vilji aðstöðugjaldið burt, en
tryggja ei&' sveitarfélögunum
tekjustofna á móti. Þar hafa þeir
hins vegar ekki getað bent á lausn-
ir. Þá vil ég líka benda á, að vinnu-
veitendur reikna félagsgjöld, til
dæmis í VSÍ, út frá aðstöðugjalds-
stofni."
Vilhjálmur sagði, að ef sveitarfé-
lögum yrði tryggður tekjustofn í
stað aðstöðugjalds, þá hlyti hann
að tengjast atvinnulífinu áfram.
Ekki kæmi til mála að íþyngja ein-
staklingum með auknum álögum.
Samkvæmt álagningu skatta fyr-
ir síðasta ár voru heildartekjur
sveitarfélaga vegna aðstöðugjalds
rúmir fimm milljarðar króna.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52