Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTOBER 1991
37
hlaupa undan þeim þangað til að
sundur dró með þeim tveimur, þá
sneri hann við, tuktaði þann fyrri
til, hljóp svo á móti þeim seinni og
lét hann einnig fá að fínna til te-
vatnsins.
Miðvikudaginn átjánda febrúar
1976 breyttist bernska hans. Faðir
okkar, sem þá var sjómaður, var
kominn í land. Þar sem við eldri
bræðurnir vorum í skóla fór Böggi
einn með mömmu að sækja pabba.
Ljósin á gatnamótum Sóleyjar-
götu og Hringbrautar voru biluð.
Það var engin lögregla til að stjórna
umferðinni og þegar móðir mín
ætlaði yfir gatnamótin kemur
strætisvagn á mikilli ferð, eins og
þeirra er gjarnan vani, og keyrir
harkalega aftaná vinstri hlið bíls-
ins. Faðir minn og skipsfélagi hans
sluppu með lítilsháttar meiðsli.
Móðir mín höfuðkúpubrotnaði og
finnur síðan hvorki lykt né bragð.
Bróðir minn hlaut varanlegan heila-
og mænuskaða sem varð til þess
að hann vaknaði aldrei til fullrar
meðvitundar. Ég var ellefu ára
gamall og Halldór bróðir minn átta
ára. Þetta var á miðvikudegi. Það
er undarleg tilviljun að víð bræður
erum allir fæddir á miðvikudegi.
Við vissum í raun ekki hvaðan á
okkur stóð veðrið, okkur var sagt
eins og foreldrum okkar að hann
ætti góðar líkur á bata en eftir því
sem árin liðu varð okkur æ ljósara
að svo yrði líklega aldrei.
í sextán ár lá hann meðvitundar-
laus eins og það var kallað, en
heyrði þó og sá að einhverju marki.
Eftir því sem tíminn leið fékk hann
fleiri og fleiri lyf og honum hrakaði
smámsaman. Kvef og aðrar pestir
lögðust þungt á hann. Það var að
lokum lungnabólga sem dró hann
til dauða nítjáhda október síðastlið-
inn. Hann fékk hægt andlát og mér
er sagt að það hafi verið friður yfir
honum.
Við ættum ekki að vera sorg-
mædd vegna hans, hann þjáist ekki
meira. En við mættum kannski vera
sorgmædd í dag vegna okkar
sjálfra, sem höfum allt sem hann
hafði ekki: heilsu, 'líf og framtíð,
en erum samt svo vanþakklát og
sýnum því samt svo litla virðingu.
Steinin Armann Magnússon
Löngu og erfiðu stríði er lokið —
veikindastríði ungs manns sem hófst
svo snögglega vetrarmorgun einn
fyrir nær 16 árum. Hann Björgvin,
þessi kraftmikli litli drengur, átti
sitt bernskuheimili í Krókahrauninu.
Þar sem tilveran snerist um leiki
og smástrákapör.
Þá var lífið leikur, og öryggið
sótt til foreldranna góðu og eldri
bræðranna tveggja, sem ávallt voru
tiibúnir að létta undir með þeim
yngsta.
Þarna hófst vinátta tveggja lítilla
drengja, Bögga og Sverris sem léku
saman flesta daga, og ófáar voru
næturnar sem þeir fengu leyfi til
að sofa hvor hjá öðrum.
Þaðan eru minningarnar sem ekki
gleymast, og grópast hafa dýpra í
hugann en margar aðrar, — kannski
vegna þess sem síðar gerðist, en
kannski bara vegna þess að þær
tengjast því fegursta í lífi okkar, —
bernskunni.
En skjótt skipast veður f lofti, og
18. febrúar 1976 lenti Björgvin
ásamt foreldrum sínum í svo slæmu
bílslysi að hann komst ekki meir til
meðvitundar.
Það er mikið áfall að missa ást-
vin sinn ungan, en álagið sem það
er að horfa upp á barnið sitt eða
bróður meðvitundarlausan árum
saman, er eitthvað sem venjulegt
fólk á ómögulegt með að hugsa sér.
Því er það; að maður hefur oft
spurt sjálfan sig þess, hver geti
verið tilgangur almættisins að
leggja svo þunga byrði á lítið barn,
og fjölskyldu þess.
En Drottinn tekur, og Drottinn
gefur, og hann gaf fjölskyldu Björg-
vins, styrk til að efla með sér æðru-
leysi og þroska. Það er aðdáunar-
vert hve Sella og Maggi hafa öll
þessi ár annast Björgvin vel, hvort
heldur hann lá inni á sjúkrastofnun-
um eða heima, eins og lengst af var.
Þeirra hjúkrunarstörf voru unnin
af svo mikilli umhyggju og sam-
viskusemi, að einstakt var.
Elsku Sella og Maggi, við biðjum
góðan Guð að styrkja ykkur og
strákana í sorg ykkar.
Sverrir, Elsa, Guðbjörg og
Ingjaldur
Kolbrún Amunda-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 7. apríl 1956
Dáin 13. október 1991
Að kvöldi 13. október sl. barst
mér sú harmafregn að Kolla væri
dáin. Ég varð harmi sleginn, og
mið setti hljóðan. Á þessu átti ég
síst von að svo ung kona hyrfi í
einu vetfangi af sjónarsviðinu.
Þrem dögum áður hafði ég rætt við
hana og var hún þá svo kát og
hress eins og hún var oftast, þrátt
fyirr alla þá erfiðleika sem hún
hafði orðið að ganga í gegnum á
undanförnum árum.
Ég kynntist Kollu fyrst fyrir 18
árum á Akureyri, en þá var ég þar
við sjómennsku. Kynni okkar þá
voru stutt, en skemmtileg. Leiðir
okkar lágu svo aftur saman nokkr-
um árum síðar, eða árið 1980. Upp
úr því hófum við svo sambúð. Fyrst
í Reykjavík en lengst af á Sauðár-
króki. Kolla kom inn í líf mitt með
lítinn sólargeisla, Helgu Valdísi, 5
ára gamla, sem ég tók miklu ást-
fóstri við. Árið 1982, 5. ágúst, eign-
uðumst við dóttur, Aðalheiði írisi.
Það var mikil hamingja sem fylgdi
þessu barni, og því varð höggið
þyngra er við misstum hana aðeins
þriggja ára gamla vegna hjarta-
galla sem enginn mannlegur máttur
gat komið f veg fyrir. Missirinn var
Kollu mjög þungbær, ekki síst
vegna þess að hún átti þá við van-
heilsu að stríða og hafði nokkru
áður gengið undir erfíða læknisað-
gerð. Þrátt fyrir þessa erfiðleika
og ýmsa aðra er að steðjuðu lyfti
Kolla sér upp af sinni eðlislægu
bjartsýni og léttu lund. Kolla var í
eðli sínu ákaflega lífsglöð sem ekk-
ert aumt mátti sjá, hvort sem um
var að ræða menn eða málleys-
ingja. Við Kolla slitum samvistir
fyrir tæpum tveim árum, þó hélst
ávallt góð vinátta milli okkar og
Helga Valdís hefur oft dvalið hjá
mér síðan.
Kolla verður okkur öllum harm-
dauði, en þyngst og erfiðast verður
þetta Helgu Valdísi sem sér nú á
bak góðri móður. Ég bið Helgu
Valdísi, Diddu, systkinum Kollu og
öðru venslafólki guðs blessunar í
harmi þeirra um leið og ég þakka
Kollu minni samfylgdina og öll góðu
árin sem við áttum saman. Minning-
in um Kollu mun seint gleymast.
Nonni
BUNULPUR
SEM JÞOLA
WOTT VIÐ
40 GRÁÐUR.
Hlýr ogþœgilegur kostur — ágóöu veröi
Hagkaup býður hlýjan og góðan kost fyrir
veturinn; dúnúlpu sem þvo má við
f* ^Y "fcjjfr    40 8ráou nita- Úlpan fæst í
/^-^fiS^  TvV^**  tveimur litum, svörtu og
s£2 J5/r  ^&iliMA *   fjólubláu, í barnastæröunum
Ov/  &3mJ&M^  ^16—176 og kostar aöeins
r£   5.595,- krónur. Notaleg
vörn gegn vetrarnæðingnum, á
einstöku yerði. Verið velkomin í
verslanir Hagkaups.
4g*
HAGKAUP
Reykjavík • Njarðvík • Akureyri
ENAÐAR-
VMFÆRI
SEWl ENDAST 0G ENDAST
Metabo
Kraítur - Ending - Öryggi
tQurckí
NU ÞARF ENGAN LYKIL FYRIR
SLlPIROKKINN. ÝTIÐ TVISVAR A
GULAHNAPPINN OG SKIPTIÐ
UM SKÍFU.
SOLUSTAOIR METABO
GERIR MÖGULEGT AÐ VEUA
ÁKVEÐINN HRAÐA OG HALDA
HONUM JÖFNUM í LAUSAGANGI
OG UNDIR ÁLAGI
EF VERKFÆRIÐ FESTIST (
FYRIRSTÖÐU KEMUR
ÖRYGGISKÚPLING (VEG FYRIR
BAKSLAG SEM GETUR REYNST
HÆTTULEGT.
.  REYKJAVlK - Húsasmiðjan - Ellingsen - B.B. bygqingavörur - Metró i Mjódd - HAFNARFJÖRÐUR - Húsasmiðjan - KEFLAVÍK - Járn og Skip - AKRANES - Málningarþjðnustan - BORGARNES - Kaupf. Borgfirðinga - ÓLAFSVÍK - Verslunin Vfk -
§  GRUNDARFJÖRÐUR - Verslunin Hamar - ÍSAFJÖRÐUR - ÁRAL - BOLUNGARVÍK - Vélsm. Bolungarvfkur - HVAMMSTANGI - Kaupf. V-Húnvetninga • BLÖNDUOS - Kaupf. Húnvetninga - SAUÐÁRKRÓKUR - Kaupl. Skagfirðinga -
SIGLUFJÖRÐUR - Verslunin Torgið - DALVÍK - Kaupf. Eyfirðinga - AKUREYRI - KEA - HÚSAVÍK - Kaupf. Þingeyinga - SEYÐISFJÖRÐUR - Stálbúðin - REYÐARFJÖRÐUR - Kaupf. Héraðsbúa - EGILSSTAÐIR - Kaupf. Héraðsbúa -
8  ESKIFJÖRÐUR - Verslunin Nýjung - NESKAUPSTÁÐUR - Kaupf. Fram - FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR - Kaupf. Fáskrúðsfj. - HÖFN - KASK - HVOLSVÖLLUR - Kaupf. Rangæinga - SELFOSS - G.Á. Böðvarsson
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52