Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTOBER 1991
47
VELVAKANDI
SVARAR I SÍMA
B91282KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS  ;¦
íif iirrntfi «fir fiitf
Heilræði

/   . V    'i
Rjúpnaveiðimenn
Treystið öryggi ykkar sem mest í hverri veiðiferð. Gætið þess
ávallt að skotvopn ykkar séu í fullkomnu lagi og vel hirt. Hafið
meðferðis áttavita og kort og búnað til ljós- og hljóðmerkjagjafa.
Hefjið veiðiferðina árla dags og ljúkið henni áður en náttmyrkur
skeílur yfir. Verið ávallt stundvísir á áfangastað.
Islenskt hótel
í Lúxemborg
Velvakandi
Mig langar til að gera löndum
mínum þann greiða að láta þá vita
af dásamlegu hóteli í Lúxemborg,
sem Inga og Kalli Guðjónsson eiga
og reka, þetta er fallegt hótel með
mjög rúmgóðum herbergjum
m/sérbaði. Það eru öll þægindi á
hótelinu, fallegur veitingasalur, þar
sem hægt er að velja um marga
góða rétti, svo er þar þægilegur
bar. Það er líka gott að geta talað
og fengið upplýsingar á íslensku
ef maður talar ekki frönsku eða
heimamálið. Hótélið heitir Le Roi
Dagobert og er í bæ sem er 20—25
km frá borginni og heitir Grev-
enmacher. Það tekur 3 mín. að
ganga niður að Móselánni og 10
mín. að ganga yfir til Þýskalands.
Ég er nýkomin heim frá Lúxem-
borg og er Úrval-Útsýn þakklát
fyrir að útvega mér gistingu á þessu
indæla hóteli á þessum fallega stað,
þar leið manni eins og best verður
á kosið hjá hjónunum og starfsfólki
þeirra.
Margrét
? ? »
Sakna gömlu þulanna
Til Velvakanda.
Ég verð að segja að ég sakna
gömlu þulanna í ríkissjónvarpinu,
sérstaklega Sigurlaugar M. Jónas-
dóttur, Sigríðar Pétursdóttur og
Maríu Bjarkar Yngvadóttur. Þær
sögðu skemmtilega frá og voru
glaðlegar en nýja fólkið segir varla
neitt án þess að málfarsvillur slæð-
ist með og er afskaplega alvörugef-
ið. Ég hef heyrt ávæning af því í
fjölmiðlum að Sigríður hafi ekki
fengið endurráðningu, hvers vegna
í ósköpunum veit ég ekki. Það er
furðulegt að ein besta þulan lengi
sé látin hætta. Ég hef heyrt marga
tala um þetta, og það eru allir jafn
hissa.
Guðmundur
Herra heil-
brigðis-
ráðherra
Er það ekki mikill ábyrgðarhluti
að gefa lyfsölu frjálsa? Ef læknir
fær til dæmis umboð fyrir lyfið
Artan, sem ég kalla eitur, og færi
að gefa sjúklingum sínum lyfið. Já
og mælti með því hjá öðrum lækn-
um, myndir þú vilja taka afleiðing-
unum? Á þeim tíma sem ég vann í
apóteki komu í ljós hryllilegar af-
leiðingar svefnlyfsins. Thalidomín
hjá ófrískum konum. í Þýskalandi
var lyfið selt í lausasölu og gekk
undir nafninu barnapían því foreldr-
ar gáfu börnum sínum lyfið þegar
þau fóru út að skémmta sér. Við
hér heima vorum svo heppin að það
mælti enginn með lyfinu og það fór
þv: aldrei í umferð hér þó það væri
til. Vær ekki nær, vegna sparnað-
ar, að hafa apótekin óbreytt? Það
mætti þó veita lyfjafræðingum
meira frjálsræði til þess að ráð-
leggja fólki lyf og eins mættu fleiri
lyf, sem eru nær skaðlaus, vera
seld án.lyfseðils.
Anna Bjarkan
Víkverji skrifar
Líklega hafa aldrei fleiri íslend-
ingar farið í helgarferðir til
útlanda en á þessu hausti. Víkverji
var á Akureyri fyrir helgina og
frétti þá að þaðan hefðu farið fimm
fullar flugvélar með hópa til Bret-
landseyja. Víkverja var tjáð að það
væri t.d. litlu dýrara að fara í helga-
ferð til Dublin en helgarferð til
Reykjavíkur. Fólk þyrfti aðeins að
borga 22-23 þúsund krónur og er
þá hótelkostanaður í Dublin innifal-
in. Mjög ódýrt væri að verzla í
Dublin og því margborguðu slíkar
ferðir sig fyrir fólk.
Enginn vafi leikur á því að mikil
verzlun flyst úr landinu þegar fólk
flykkist í helgarferðir til útlanda.
Þá hlýtur þetta að koma illa við
hótel, leikhús og aðila sem standa
fyrir skemmtanahaldi í Reykjavík.
Víkverji hefur ekki orðið var við
það að kaupmenn hafi reynt að
svara þessari samkeppni. Hvað ætli
valdi?
XXX
Ríkisútvarpið hefur staðið fyrir
ósvífnum  og  ósmekklegum
auglýsingaherferðum á undanförn-
um misserum, sem fyrst og fremst
miða að því að auglýsa „ágæti"
RÚV á kostnað þeirra miðla sem
eru í samkeppni við fyrirtækið.
Nýlega hefur birst í Sjónvarpinú
óvenju ósmekkleg auglýsing frá
RÚV þar sem því er bent til auglýs-
enda að henda ekki auglýsingum í
ruslið og er um leið sýndar myndir
af því þegar dagblöðum er hent í
ruslakörfuna.
Það vita allir að dagblöðin enda
að lokum í ruslakörfunni en það
vita líka allir að áður en slíkt ger-
ist hafa þau verið rækilega lesin.
En auglýsing í útvarpi fer i mörgum
tilfellum beint í „ruslið", því eins
og skoðanakannanir segja til um,
nær hver einstök stöð sjaldnast
meira en 10% hlustun. íslendingar
eru sem betur fer nógu skynsamir
til að sjá í gegnum svona ómerkileg-
ar auglýsingaherferðir. Forráða-
menn RÚV ættu að gefa þessu
gaum.
B
orgarstjórinn í Reykjavík og
eiginkona hans buðu íslands-
meisturum Víkings og bikarmeist-
urum Vals í knattspyrnu til hófs í
Höfða sl. föstudag. Skemmtu menn
sér hið bezta í þessu ágæta hófi.
í ræðu sem Jón Zoega formaður
Vals flutti í hófínu sagði hann þessa
óvenjulegu sögu: íslendingur var
ráðinn í friðargæzlusveitir Samein-
uðu þjóðanna. Hann var. sendur út
í eyðimörkina þar sem hann fann
flösku í sandinum. íslendingurinn
opnaði flöskuna og út úr henni kom
andi. Andinn sagði við íslendinginn
að hann gæti borið fram eina ósk.
íslendingurinn tók fram landakort
af Mið-Austurlöndum, sýndi andan-
um og spurði hvort hann gæti kom-
ið þar á friði. Því miður sagði and-
inn, þarna hefur verið ófriður í
margar aldir og enginn andi getur
komið þar á friði. Þvínæst bauð
hann íslendingnum að koma með
aðra ósk. íslendingurinn hélt nú
það, og bað andann að gera KR-
inga að íslandsmeisturum í knatt-
spyrnu. Kom þá vonleysissvipur á
andann og hann sagði: Réttu mér
aftur helv. landakortið!
^   -                  *^^^
g 1990 Universal Press Syndicale
„l/iLbu gtájCL mé&urhennar~- vtif&ku
þesuirn kjuklthgL yfirolckar."
Ást er ...
6-21-
. .að vera límd saman.
TM Reg. U.S. Pat Off —all nghts reserved
® 1991 LosAngelesTimesSyndicate
Ég get séð hvað klukkan er
í flestum löndum milli Norð-
ur- og Suðurpólsins
Buffið og spæleggið koma
eftir 10 mín...
HOGNI HREKKVISI
þ'A þAÐ//..ÉS SKiLOX F'ABIN EFTIR/ "
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52