Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 52
EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ TVÖFALDUR1. vinningur FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Á síldarplani á Seyðisfirði Síðasta hönd lögð á síld fyrir Finna. Sigurður Magnús Svanbjörnsson sér um að pækla síld á planinu hjá Dvergasteini á Seyðisfirði en þar hefur verið saltað að undanförnu. í dag klárar fyrirtækið trúlega kvótann og þá er ekkert fyrir fólkið að gera annað en bíða eftir að samið verði um sölu á meiri síld eða að hægt verði að frysta síldina. Ovissa með framhald olíuviðskipta við Rússa: Rússar í vanskilum með 16 þúsund tonna gasolíufarm Engin svör hafa borist um dagsetningar samningaviðræðna 4,5% hækk- un á 18 mán- aða tímabili VERÐ yfir 40 nauðsynjavara heimila hækkaði í verði um 4,5% í verslunum á Eskifirði á 18 mán- aða timabili frá apríl 1990 til okt- óber 1991, að því er fram kom í ræðu Hrafnkels A. Jónssonar formanns Árvakurs á Eskifirði á þingi VMSÍ i gær. Hrafnkell sagði að verkalýðsfélag- ið Árvakur hefði gert verðkönnun sem leiddi þetta í ljós og hefði það komið á óvart. Hann sagðist fullyrða að meiri hækkanir hefðu orðið í ýmsum öðrum geirum, til dæmis á opinberri þjónustu. Sjá bls. 22. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: Rétt að end- urskoða nú samningana við Færeyinga JÓN Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra telur að endur- skoða eigi samninga um veiði- heimildir Færeyinga í íslenskri Iandhelgi, í ljósi nýgerðra samn- inga um evrópskt efnahagssvæði. I skýrslu um samninga um evr- ópskt efnahagssvæði, sem utanrík- isráðherra flutti Alþingi i gær, sagði hann að íslendingar hefðu gert samninga við Færeyinga, þar sem þeir fá árlega heimild til að veiða í íslenskri landhelgi. „Eg er reyndar þeirrar skoðunar, að í ljósi samningsins [um evrópskt efnahagssvæði] og í ljósi nýgerðra samninga Færeyinga við Evrópu- bandalagið, sem að sumu leyti tryggja þeim þar hagstæðari mark- aðsaðstöðu en við munum njóta, þá beri okkur að endurskoða samn- ingana við þá,” sagði Jón Baldvin. Sjá frásögn uin skýrslu utan- ríkisráðherra og umræður um hana á miðopnu og bls. 30. MIKIL óvissa ríkir nú um fram- hald olíuviðskipta við Rússá á næsta ári þar sem ekki hafa enn borist svör um dagsetningar á samningaviðræðum um viðskipt- in en þær dagsetningar hafa ávallt legið fyrir á þessum tíma. 16.000 tonna gasolíufarmur er í vanskilum af hendi Rússa en slík vanskil hafa ekki komið fyrir nokkur síðustu misseri. Farmur- inn átti að koma í byrjun október en er ekki kominn enn. Hafa olíu- félögin snúið sér að markaði I Vestur-Evrópu til að útvega þessa olíu. Magnús Ásgeirsson hjá Olíufé- laginu hf. hefur annast samskiptin við Rússa fyrir hönd allra olíufélag- anna. Magnús segir að það sé orðið knýjandi mál fyrir olíufélögin að fá dagsetningar frá Rússum um samn- ingaviðræður en þær hafa ekki fengist enn þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. „Það liggur fyrir af hálfu Rússa að þeir eru tilbúnir til áfram- haldandi olíuviðskipta á næsta ári,” segir Magnús. „Þeir bera því hins vegar við að þeir eigi eftir að semja við sína framleiðendur og það standi á því að fá svör frá þeim.” Með breytingum þeim sem orðið hafa í Sovétríkjunum hefur olíverst- unin farið úr höndum Sovésku ríkis- olíusölunnar og til nokkurra aðila. Fyrirtækin sem olíufélögin íslensku hafa einkum rætt við hingað til heita Ural og Rosvneshtorg. Hjá hinu fyrrnefnda vinna 75% af starfsmönnum Sovésku ríkisolíusöl- unnar en hið síðarnefnda er fyrir- tæki í eigu níssneska lýðveldisins og annast saltsíldar-og freðfisk- kaup fyrir lýðveldið. Seljendur þess- ara afurða þrýsta mjög á olíufélög- in að semja við Rosvneshtorg. I máli Magnúsar kemur fram að ef ekki berist skýr svör frá þessum aðilum á allra næstu dögum munu olíufélögin leita til annarra seljenda olíu í Sovétríkjunum en um fjóra aðila er að ræða. „Við erum einkum á höttunum eftir svartolíunni frá Rússum enda er hún sú besta á markaðinum, þunnfljótandi og gengur á togarana án fyrirhafnar,” segir Magnús. Hvað varðar gasolíufarminn sem nú er í vanskilum frá Rússum segir Magnús að það hafi dregist í þijár vikur að hann kæmi til landsins. Þegar Rússar hafi verið beðnir um skýringar á þessum drætti hafa þeir borið við olíuskorti heima fyr- ir. „Hins vegar hafa þeir gefíð okk- ur loforð um að samningar fyrir árið í ár verða haldnir og hafa í tvígang staðfest það með skeyt- um,” segir Magnús. „Við höfum aftur á móti sótt þessa gasolíu á markað í Vestur-Evrópu til að standa við okkar skuldbindingar enda er nóg til af þessari olíu þar.” Sjá einnig frétt í viðskiptablaði bls. 3b. Struku af leikskóla TVEIR fimm ára drengir struku úr leikskóla í Brciðholti um klukkan 11 í fyrradag með þvi að klifra yfir grindverk. Sást til þeirra á hlaupum í átt að Elliðaárdalnum. Drengjanna var strax leitað en ekki spurðist til þeirra fyrr en þremur tímum síðar þegar lög- reglubíl var ekið fram á þá við Austurberg. Þá gafst annar strax upp en hinn, sem einnig hafði strokið daginn áður, tók til fótanna og veitti lögreglumanninum sem hljóp hann uppi mótspyrnu í orði og verki. Evrópska efnahagssvæðið: Stór markaður í verktaka- A starfsemi að opnast á Mandi Gæti hentað íslenskum fyrirtækjum, segir framkvæmdastj óri V erktakasambandsins STÓR markaður er að opnast á írlandi fyrir verktakastarfsemi. í ljósi samninga um evrópska efnahagssvæðið eiga íslendingar jafn- an rétt og aðrar EES-þjóðir að bjóöa í verkefni þar. Pálmi Kristins- son, framkvæmdastjóri Verktakasambands Islands, segir að írski verktakamarkaðurinn sé sá markaður innan svæðisins sem henti íslenskum fyrirtækjum best og þau séu samkeppnishæfust á. írar munu fá 140 milljarða ísl. kr. úr Þróunarsjóði EB og sjálfir leggja þeir til 118 milljarða til uppbyggingar á vegakerfi sínu, höfnum og flugvöllum. Pálmi sagði að írsk verktakafyr- irtæki væru lítillega stærri en þau íslensku og tiltölulega lítil sam- keppni væri á þeim markaði. „Ég tel fulla ástæðu til að hafa augun ppin því þessi markaður er nálægt íslandi og aðstæður með þeim hætti að það hentar okkur mun betur en dýr samkeppni t.d. í aust- urhluta Þýskalands, þar sem allir eru nú að berjast um verkefni.” Hann sagði að verkefnin á Ir- landi væru mjög umfangsmikil á mælikvarða íslenskra fyrirtækja. írar fá 144 milljarða kr. úr þróun- arsjóðnum á fimm ára tímabili, frá 1989-1993, til þessara verkefna •til viðbótar við 118 milljarða sem þeir sjálfir leggja fram. Þeir hefðu ekki afkastagetu í eigin verktaka- iðnaði til þess að inna af hendi þessi verkefni. Þess má geta að Islendingar greiða í þróunarsjóðinn árlega 65 milljónir kr. verði samn- ingarnii’ samþykktir á Alþingi. „Þetta land er í okkar næsta ná- grenni og það ættu að vera hæg heimatökin. Við höfum fyrst og fremst unnið á Grænlandi og Fær- eyjum en írland er líka okkar nærmarkaður og núna eigum við jafna möguleika. Ég vil því alls ekki útiloka þetta,” sagði Pálmi. Sjá fréttir um Evrópska efnahagssvæðið á miðopnu og bls. 29.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.