Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIB LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1991 30 EinarH. Guðjónsson Skógum - Minning Fæddur 5. maí 1907 Dáinn 20. október 1991 Einar Guðjónsson, frændi minn, er horfinn til feðra sinna. Hann lést í sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 20. októ- ber sl., áttatíu og fjögurra ára að aldri. Einar Hjálmar Guðjónsson var fæddur í Merki á Jökuldal 24. maí 1907. Foreldrar hans voru Guðrún María Benediktsdóttir og Guðjón Gíslason. Guðrún María, var dóttir Benedikts Sigurðssonar, gestgjafa á Vopnafirði. Hann var þingeyskur að ætt. Faðir hans var Sigurður Oddsson frá Hálsi í Kinn, Benedikts- sonar bónda á Finnsstöðum í sömu sveit. Móðir Guðrúnar var Sólveig Þórðardóttir, bónda á Sævarenda í Loðmundarfírði, Jónssonar. Guðjón, faðir Einars, var sonur Gísia bónda á Hafursá, Jónssonar bónda á Brekku. Móðir Guðjóns var Sigríður Ámadóttir Þórðarsonar bónda í Ekkjufellsseli. Guðjón var búfræð- ingur frá Ólafsdal. Foreldrar Einars felldu hugi sam- an í Hróarstungu og gengu í hjóna- band árið 1907 og hófu þá búskap í Ármótaseli í Jökuldalsheiði. Árið 1912 keyptu þau Heiðarsel og þar ólst Einar upp ásamt systkinum sín- um Sigrúnu, Sólveigu, Arnheiði, Elísi og Hallveigu. Systur Einars lifa hann allar en Elís drukknaði um tvítugsaldur í Jökulsá á Dal. Heimili þeirra systkina var orðlagt fyrir gestrisni, glaðværð og góðvild. Mér er minnisstætt er ég ungling- ur kom í Heiðarsel að selja bækur fyrir Þórð á Gauksstöðum, móður- bróður minn, en ég var í vinnu- mennsku hjá honum veturinn 1939—40 og bóksali í hjáverkum. Það var á björtum vetrardegi logn- kyrrum. Fannhvít auðnin blasti við svo langt sem augað eygði. Frænd- fólkið í Heiðarseli tók mér tveim höndum. Hið besta úr búrinu var borið fyrir gestinn. Margt og mikið var spjallað og systkinin létu fjúka í kviðlingum enda skáldmælt vel svo sem kunnugt er eystra. Einar og Hallveig hafa gefið út ljóðabækur og mörg kvæði eftir systur þeirra hafa birst í blöðum og tímaritum á undanförnum árum. Bókabyrði mín léttist í Heiðarseli. Systkinin voru sólgin í bókmenntirnar, einkum ljóðabækurnar og fannst þeim Steinn Steinarr forvitnilegastur. Vetur eru langir í Heiðinni, þess- ari hundrað vatna víðáttu Austur- öræfa og búskapur þar fleytti mönn- um naumast lengra en til bjargálna þegar best lét. En grasið var mikið og kjarngott í Heiðinni og fegurð rómuð þar á sólardægrum við sil- ungsveiði og svanasöng sbr. kvæði Einars „Heimaslóðir” í ljóðabókinni „Skýjarof’. í því kemst hann svo að orði: Ég vil ganga frir og fijáls íjarri allra leiðum, þegar svanur sveigir háls á silungsvötnum breiðum. Ljúfur blærinn leikur á ijósa fífustrengi. Upp við Qöllin brött og blá biikar sólin lengi. Einar bjó í Heiðarseli með foreldr- um sínum í 34 ár og þeim búnaðist vei þótt harðbýlt sé í Heiðinni en þrjár systranna fóru snemmendis að heiman og giftu sig, utan Hail- veig sem varð eftir í foreldrahúsum enda yngst. Einar sat tvo vetur í Eiðaskóla og lauk þaðan prófi með láði 1927 og var síðan farkennari á Jökuldal um árabil og fórst það vel úr hendi. Þetta ágæta fólk bjó sam- an í sátt og samlyndi, vann fyrir brauði sínu í sveita síns andlitis á snjóþungum vetrum og sól björtum sumardögum. Árið 1946 brugðu þau búi og fluttust til Seyðisfjarðar. Þar bjuggu foreldrar Einars hjá Sólveigu, dóttur sinni, á Brimnesi fyrstu árin. En Einar fór þá í vegagerð í Fjarðar- heiði og stundaði síðan verka- mannavinnu til sjötugs. Guðjón lést 1952 og Guðrún 1971. Árið 1953 keyptu þau systkinin Einar og Hall- veig íbúðarhúsið Skóga við Garðars- veg. Þar bjó Einar fyrst með móður sinni og síðan tvíburasystur sinni Sigrúnu eftir að hún missti mann sinn, Óskar Finnsson. Seyðfirðingafélagið í Reykjavík keypti Skóga af Einari í janúarmán- uði 1987 en þá var Einar orðinn vistmaður á Sjúkrahúsi Seyðisfjarð- ar svo og Sigrún systir hans. Einar var þá lítt fær til gangs vegna kals á fótum er hann fékk í hrakninga- göngu mikiili í eftirleit á Brúaröræf- um 1943. Við Seyðfirðingar hér syðra verð- um Einari heitnum ætíð þakklátir fyrir Skóga, sem hann seldi okkur við vægu verði og veitti góðfúslega gjaldfrest á eftirstöðvum kaupverðs er við þurftum á því að halda. Allt- af eyddi hann því er ég bað hann forláts á fresti þessum og leiddi talið að skáldskap og pólitík. Verald- leg gæði skiptu Einar litlu. Þegar talið barst að sölu Skóga sagði hann sér væri ekki sama hver fengi hús- ið, kaupverðið skipti ekki höfuðmáli heldur hver hlyti það og í hvaða tilgangi húsið væri keypt. Og það gladdi hann að þessu átthagahúsi væri ætlað að treysta tryggðabönd- in milli Seyðfirðinga eystra og syðra. Einar var greindur maður og honum kippti í kynið með skáldskap- inn því foreldrar hans voru vel hag- mæltir. Hann var fjölfróður og kunni frá mörgu að segja. Einar var lágvaxinn og grannvaxinn, allt að því holdskarpur. Augun voru brún og brá oft fyrir í þeim kímniglampa er hann fór með vísur eða sagði frá. Hann var Ijúflyndur og hæglát- ur í framkomu og læddi útúr sér gamansömum athugasemdum þeg- ar sá gállinn var á honum. Hann var vinsæll og virtur af öllum er kynntust honum. Ég mun sakna hlýlegs handtaks og hæglátrar kímni Einars frænda míns næst er ég kem austur. Nafn hans verður skráð í Skógum. Ingólfur A. Þorkelsson. Sælir eru hógværir, því að þeir munu landið erfa. (Matt. 5.5.) Einar var fæddur á Merki á Jök- uidal, sonur hjónanna Guðrúnar Maríu Benediktsdóttur frá Hjarðar- haga og Guðjóns Gíslasonar frá Hafursá á Völlum. Þau bjuggu í byrjun um skamma hríð bæði á Amórsstöðum og Ármótaseli en festu síðan árið 1912 kaup á Heið- arseli í Jökuldalsheiði og bjuggu þar síðan í 34 ár. Þegar þau settust þar að var búið á mörgum bæjum í Heiðinni. Þótt þessi byggð væri af- skekkt og slík búseta þætti flestum lítt eftirsóknarverð og væri jafnvel óhugsandi í augum nútímamanna er þess að gæta að valkostir væru færri og bújarðir í lágsveitum lágu ekki á lausu, enda var efnalitlu fólki oftast ofviða að eignast þær. Systkinahópurinn, 4 systur og tveir bræður, sem ólst þar upp með foreldrum sínum — mikið myndar- og manndómsfólk — eru: Einar og tvíburasystir hans Sigrún, Solveig, Arnheiður, Hallveig og bróðirinn Elías sem ungur drukknaði í Jökulsá á Dal. Öll lögðu þau hönd á plóg með foreldrum sínum á yngri árum, þeim búnaðist og allvel endaer Jök- uldalsféð rómað fyrir vænleika fyrr og síðar. Einar stundaði nám í Eiðaskóla í 2 vetur, sem á þeim tíma var talið eftirsóknarvert. Hann var góður námsmaður og heyjaði sér mikinn og notadrjúgan þekkingarforða, sem hann jók við ávallt síðan. Árin á eftir var hann í nokkra vetur far- kennari í Jökuldalshreppi við góðan orðstír. Síðla hausts árið 1943 var hann ásamt fleiri sveitungum í eftirleit á Brúaröræfum. Þá lenti hann í villum í vondu veðri ásamt einum félagan- um, Björgvini Guðnasyni, en þeir urðu svo að lokum viðskila og fundu ekki hvor annan eftir það. Einar náði að lokum til heimahúsa eftir 90 klukkustunda hrakninga og var þá illa frostkalinn, einkum á fótum. Hann var síðar fluttur til Einars Ástráðssonar læknis á Eskifirði, sem þurfti að nema brott 4 tær af öðrum fæti hans og 3 af hinum. Eftir þetta varð honum gangur eðli- lega erfiður og ekki þrautalaus. Guðrún og Guðjón hættu búskap 1946 og fluttu til Solveigar dóttur sinnar og tengdasonar, sem bjuggu á Brimnesi í Seyðisfirði. Einar flutti til Seyðisfjarðar um 1950. Sigrún systir hans missti Óskar eiginmann sinn frá ungum börnum þeirra 1951. Þau hjón höfðu haft nokkurn smá- búskap svo sem þá tíðkaðist og einn- ig hafði Óskar ekið kolum í húsin í bænum. Einar settist nú að á Sól- heimum hjá systur sinni og aðstoð- aði hana eftir föngum uns börn þeirra komust til nokkurs þroska. Hann keypti síðan húsið Skóga í næsta nágrenni við Sólheima og bjó þar æ síðan, fyrst með Hallveigu systur sinni en brátt fluttu foreldrar hans þangað og eftir andlát Guðjóns bjó Guðrún með syni sínum uns hún andaðist í hárri elli 1971. Síðustu áratugina var Einar starfsmaður Seyðisfjarðarbæjar. Hann reyndist þar sem annars stað- ar traustur og góður starfsmaður, vinsæll og vel látinn af vinnufélög- um. Af framansögðu má ráða að lífið fór hvorki um hann mjúkum hönd- um né var það heldur dans á rósum, en vílleysi hans og baráttuþrek fleyttu honum yfir flestar hindranir. Kynni við Einar voru á margan hátt lærdómsrík og gefandi. Vand- fundinn er sannari og heilsteyptari maður. Hann var hógvær í allri framkomu og nægjusamur fyrir sjálfan sig. Honum var eðlislægt að vera í hlutverki gefandans í sam- skiptum við annað fólk, enda skyn- samur í besta lagi og hafsjór af ýmsum fróðleik. Avallt virtist hann gera meiri kröfur til sjálfs sín en annarra: slíkt er einkenni mann- kostafólks. Einar átti sér ýmis hugðarefni utan daglegrar annar og brauð- strits. Hann var bókamaður og las mikið og var einkar sýnt um að greina kjama frá hismi. Einnig var hann eins og þijár systur hans vel skáldmæltur og eiga þau systkinin fjögur, öll kvæði í Aldrei gleymist Áusturland. Hann gaf og út Ijóða- bókina „Skýjarof’ fyrir nokkrum árum. Hann var mjög fundvís á spaugileg atvik í daglega lífinu og varð margt slíkt honum yrkisefni. Æðimargar stökur hans og ljóð eru því á léttum nótum. Alltaf hafði hann samt í heiðri að „aðgát skal höfð í nærveru sálar” — frá honum kom því aðeins græskulaust gaman. Einhvern tíma vitnaði Einar í orð Konfúsíusar, hins spaka Kínveija sem sagði: „Göfugur máður veit skil á skyldu sinni, ógöfugur maður veit skil á gróða sínum.” Þjóðmálaleg lífsskoðun hans mót- aðist líka af viðhorfum þess manns, sem gerir sér grein fyrir því að ávallt eru og verða átök milli gróðahyggju og félagshyggju og framvinda þeirra átaka á hveijum tíma sker að miklu leyti úr um á hvem veg þjóðfélagsástandið þróast. Kjölfesta hinnar félagslegu stefnu er og verð- ur samtök launafólks. Hann var stéttvís í besta lagi og mjög starfsf- ús og áhugasamur félagi í Verka- mannafélaginu Fram fyrr á árum og átti um árabil sæti í stjórn þess. Hann var og alla tíð meðan kraftar entust traustur og tillögugóður félagi í Alþýðubandalagsfélagi Seyðisfjarðar og treysti því að sá flokkur yrði ávallt skeleggur í bar- áttunni fyrir auknu réttlæti í þjóð- félaginu. Hvor tveggja samtökin votta látn- um félaga virðingu og þakkir. Ennþá hefur dauðinn boðað til fundar. Það fundarboð fáum við öll að lokum. Nú lauk svo fundi að sofnað var inn í hausthúmið. Við þökkum samfylgdina og færum ættingjum hans samúðarkveðjur. Jóhann Jóhannsson og fjöl- skylda, Seyðisfirði. Einar í Skógum er dáinn. Mig langar í nokkmm orðum að minnast góðs vinar. Fullu nafni hét hann Einar Hjálmar Guðjónsson, fæddur 24. maí 1907. Hann var því liðlega 84 ára er „hinn mikli hátta- tími” vitjaði hans hér á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar, 20. október sl. Ævi gamals erfiðismanns er lok- ið. Sporin sem hann skilur eftir í hugum þeirra sem hann umgekkst munu þeim seint gleymast eða aldrei. Ékki fyrir það að þungt hafi hann stigið til jarðar á sinni lífs- göngu. Fremur fyrir það hve létt og hógvær ganga hans var um lífs- ins veg. Einar fæddist í Merki á Jökul- dal, en flutti barnungur með foreld- mm sínum, hjónunum Guðjóni Gísl- asyni og Guðrúnu Benediktsdóttur, að Heiðarseli á Jökuldalsheiði. Þar ólst hann upp ásamt fimm systkin- um sínum, einum bróður, Elís sem lést ungur maður, systrunum fjór- um sem allar eru á lífí. Sigrúnu (tvíburasystur) sem nú er vistmaður á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar, Arn- heiði sem búsett er í Fellabæ á Héraði, Hallveigu, sem einnig er búsett á Héraði og Sólveigu sem búsett er á Seyðisfirði. Af viðtölum okkar Einars, fann ég glöggt hve æskuheimili hans í „Heiðinni” var honum hugstætt. Enda mun ævilangt viðhorf hans til manna og málleysingja hafa mótast þar. Æskuheimili þeirra systkina var að sjálfsögðu ramm- íslenskt, og mótaði þau samkvæmt því. Þar var m.a. kveðskapur í há- vegum hafður, enda hafa þau flest fengist meira og minna við þjónustu í „sölum Braga”. Sjálfur var Einar mjög vel hag- orður, og hika ég ekki við að setja hann á bekk með bestu hagyrðing- um. Eina ljóðabók gaf hann út árið 1981, og nefndi hana „Skýjarof’. Þar kemur glöggt fram fölskvalaus ást náttúrubarnsins á landinu, og samúð þess með öllu sem í vök á að veijast. Efni í fleiri bækur veit ég að hann átti í fórum sínum. Einar stundaði nám við héraðs- skólann á Eiðum árin 1925—1927. Sú dvöl var honum mjög hugstæð og kær. Eftir það stóð hann í ára- löngu sambandi við ýmsa skólafé- laga sína, sem sumir hveijir urðu þekktir skólamenn. Árið 1952 fluttist Einar hingað til Seyðisfjarðar. Koma hans hingað mun hafa verið í þeim tilgangi að aðstoða Sigrúnu systur sína, sem þá var nýlega orðin ekkja og stóð ein uppi með mörg börn á unga aldri. Stuttu eftir komu sína hingað til Seyðisfjarðar gerðist hann félagi í Sósíalistafélaginu. Þar hófust okkar kynni. I því félagi var hann á með- an það var og hét. Eftir það var hann félagi í Alþýðubandalags- félagi Seyðisfjarðar til dauðadags. Einar stóð ávallt fast á sinni pólit- ísku sannfæringu, og var einn af hinum góðu gömlu og tryggu félög- um sem „uxu” hvorki frá sinni „útópíu” né sjáifum sér, sem því miður hefur of oft gerst. Skáldgáfan var aðeins ein „menningarhlið” Einars. Hann var líka mikill heimspekingur, og einn menntaðasti verkamaður sem ég hefi kynnst. Að ræða við hann um bókmenntir, var einsog að tala við hámenntaðan bókmenntafræðing, sem hann raunar var, þó sjálf- menntaður væri. Áberandi þáttur í skapgerð Ein- ars var kímnin. Hann gat flesta hluti og atvik séð í spaugsömu ljósi. Við ýmis tækifæri gat hann sagt gamansögur sem féllu vel að um- ræddu efni. Tilsvör hans voru sér- lega hnyttin og gilti einu hveijar kringumstæðurnar voru. Þegar ég nú róta í hirslum minn- inganna, koma margar myndir fram sem því miður er ekki hægt að lýsa í stuttri minningargrein. Eg minnist þó margra heimsókna hans til okk- ar á Garðarsveg 6, þar sem ótal mál voru krufin. Þá var hann veit- andi en ég þiggjandi. Þá flaug tíminn hratt. Ég minnist margra bréfmiða með hnyttnum stökum sem laumað var inn um bréfalúguna hjá mér þegar hann átti leið hjá. Ég minnist lúins verkamanns á leið heim að kveldi eftir erfiðan vinnu- dag, niðursokkinn í hugsanir sínar. Oftast þá að yrkja stöku eða „smíða” nýtt orð, sem hann gjarnan stundaði. í hópi kunningja nefndi ég Einar „Sókrates”. Satt að segja var það ekki alveg út í bláinn, og voru þeir sem til þekktu mér þar sammála. Nú þegar ég nota þetta orð „sam- mála”, minnist ég einskis annars manns sem ég hefí verið jafn sam- mála. Voru rabbfundir okkar þó ótal margir. Það var bara svona. Oft bar trúmál á góma, eins og gengur og gerist. í slíkum samræð- um var hann í essinu sínu, og leyndi sér ekki að þar var áhuginn mikill. Sjálfur stóð hann þó utan trú- félaga, enda var hans „mottó” að engin trú væri sannleikanum æðri. Sennilega eiga allir sér einhvers- konar trú. Einn trúir á þetta, annar á hitt. Einar trúði á hið góða í tilver- unni, og um leið hið góða í mannin- um. Þó var stundum ekki örgrannt um að honum þætti guð „lengi að skapa menn”, eins og Órn Arnarson segir í kvæði sínu. I ljóðabók sinni yrkir Einar um „alföður í ásta- veldi”. Stundum um „meistarann frá Nasaret”, kirkjuna og alheims- sálina, hvað svo sem menn vilja nefna sinn guð. Leiðina að hinu góða og fullkomna, taldi hann vera samvinnu félagslega þroskaðra ein- staklinga, sem saman ynnu að einu marki: Betra og fegurra mannlífi. Þess vegna gekk hann ungur í rað- ir sósíalista sem hann fylgdi síðan að málum ævina á enda. Ekkert og enginn gat „ruglað” hann frá þeirri hugsjón. Hafi hann heiður fyrir það. Ekki fór hjá því að jafn bók- menntalega sinnaður maður og Ein- ar eignaðist stórt og vandað bóka- safn. Það safn ber vitni um þroskað- an smekk. Einnig safnaði hann ógrynni af bókapésum og kverum. Þessi kver dró hann gjarnan fram þegar eitthvað var að gerast í þjóð- lífinu sem minnti á þau. Stundum gaukaði hann þesskonar góðgæti að mér, þar á meðal Kommúnista- ávarpinu eftir þá Marx og Engels. Það er geymt sem dýrgripur. Eins og áður var sagt, stundaði Einar erfiðisvinnu alla sína ævi. Hann var starfsmaður Seyðisfjarð- arkaupstaðar í áratugi. Hafi hann þökk fyrir þau störf. Síðustu árin var hann vistmaður á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar. I upphafi þessarar greinar gat ég þess að Einar hafi ekki stigið * þungt til jarðar á lífsgöngu sinni. Hógværð hans og lítillæti leyfði ekki slíkt. Hann sté ávallt varlega niður og gætti þess að troða aldrei skóna af öðrum. Einar verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju í dag. 26. októ- ber. Félagar hans í Alþýðuband- alaginu sakna góðs félaga, og þakka störf hans. Að lokum þakka ég Einari allt og allt, fyrir mig og mína, votta aðstandendum hans samúð mína, og kveð hann með ljóði eftir hann sjálfan úr fyrrnefndri ljóðabók. Leiðarlok Öldin missir andann út til grafar borin. Hvað er fyrir handan — horfin jarðlífssporin leggst á móðan mikla - mistur gleymsku og þagnar. Vetrarstormar stikla steina duldra sagna. Jóhann B. Sveinbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.