Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |



Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐSUNNUIDAGUR 27JÍOKTÓBER 1991
n
MARGIR HELDU AÐ ÉG...
annes hefur ekki
viljað tjá sig
um     gang
samningavið-
ræðnanna á
meðan á þeim
stóð. Hann
segir að slíkt
komi oftar en
ekki í bakið á þeim sem séu að tala
við fjölmiðla, á meðan mál séu óútklj-
áð. Hann segist hafa ákveðnar efa-
semdir um ágæti þess að tjá sig nú
við fjölmiðla, eftir að samningurinn
um evrópskt efnahagssvæði er í höfn,
því slíkt gæti spillt fyrir öðrum samn-
ingaviðræðum síðar meir. Hann læt-
ur sig nú samt sem áður hafa það í
þetta sinn.
— Hvernig leið Hannesi Hafstein,
aðalsamningamanni íslands, úti í
Lúxemborg aðfaranótt þriðjudags-
ins, þegar samningarnir voru endan-
lega í höfn?
„Mér leið afskaplega vel. Ef ég
hefði farið út í „praxís" í lögfræð-
inni, þá hefði ég lýst þessari tilfinn-
ingu sem sigurtilfinningu. Auðvitað
er þetta ekki persónulegur sigur fyr-
ir mig, en ég tel að við íslendingar
höfum náð fram nokkurn veginn öllu
sem við vildum ná fram og sem eng-
inn möguleiki var að ná fram, nema
í þessu samstarfi."
— Fengum við þá allt fyrir ekkert?
„Vissulega er það svo að með þess-
um samningi eykst samkeppni hér á
ýmsum sviðum og rekstur verður
sumum þar af leiðandi erfiðari. Sum-
ir þeirra sem í harðri samkeppni
munu lenda telja vafalaust að við
höfum ekki fengið allt fyrir ekkert.
í þeirri auknu samkeppni sem verður
er það augljóst að einhverjir verða
undir og um eitthvert skammtímatap
getur orðið að ræða, á meðan að
nauðsynleg aðlögun fer fram. Eg er
hiklaust þeirrar skoðunar að fyrir
nauðsynlega framþróun í þjóðfélag-
inu, þá er stigið stórt skref með þess-
um samningi."
— Hversu mikið sjónarspil var
þessi lokatörn ykkar úti í Luxem-
borg? Opinberlega voru ráðherrar
rlkisstjórnarinnar rhinna en hóflega
bjartsýnir. Hvað eftir annað heyrðust
setningar eins og „allt í járnum enn",
„getur brugðið til beggja vona", eða
„ræðst ekki fyrr en á síðustu
stundu". Var raunveruleg bjartsýni
á hagfellda niðurstöðu fyrir íslend-
inga miklu meiri en opinbera hliðin
gaf til kynna?
Stundum var þetta leikaðferð og
stundum byggðist þetta á
raunsæu mati. Þegar viðræðurnar
runnu út í sandinn í júlí, þá var það
nú meðal annars vegna þess að hlut-
irnir voru ekki nema hálfkaraðir. En
þessa síðustu daga viðræðnanna í
Lúxemborg um síðustu helgi held ég
megi segja, að bjartsýni Islending-
anna hafi sveiflast frá einu prósentu-
stigi allt upp í 99%. Sjálfur var ég
aldrei sannfærður, fyrr en samning-
urinn var í höfn."
Hannes segir þessar samningavið-
ræður hafa verið miklu flóknari held-
ur en aðildarviðræður að Evrópu-
bandalaginu séu og taki yfir miklu
stærra svið. „Þegar land gengur inn
í EB, þá tekur viðkomandi land ein-
faldlega yfír allt reglugerðarverk
Evrópubandalagsins og fær sjálf-
krafa aðild að öllum stofnunum,
nefndum og ákvörðunum EB. Það
er grunnregla hjá Evrópubandalag-
inu að þeir breyta ekki reglum eða
veita neinu aðildarríki varanlega
undanþágu. Þegar af þeirri ástæðu
er útilokað fyrir ísland að sækja um
aðild að EB, vegna þess að þar með
yrðum við sjálfkrafa aðilar að sam-
eiginlegri sjávarútvegsstefnu banda-
lagsins."
— Þegar viðræðurnar sigldu í
strand í sumar, þá vafðist það meira
að segja fyrir samningamönnum
EFTA við hvern verið væri að semja.
Var verið að semja við framkvæmda-
stjórn EB, skrifstofuveldi bandalags-
ins eða einstök aðildarríki?
„Þetta er miklu flóknara en svo
að við höfum bara verið að semja
við framkvæmdastjórnina, því í þess-
um viðræðum var hún algjörlega háð
því hvað aðildarríkin viidu og öll rík-
in þurfa að samþykkja þann samning
sem tókst. Það er ekkert sem heitir
með vilja meirihluta í þessum efnum.
Framkvæmdastjórnin var því í því
erfiða hlutverki að semja við eigin
aðildarríki og finna sameiginlegan
flöt innbyrðis, sem væri jafnframt
viðunandi fyrir samingsaðilana, þ.e.
okkur hjá EFTA-ríkjunum. Hún
þurfti því jafnhliða að standa í tveim-
ur samningaferlum."
— Nú hefur Jón Baldvin Hanni-
balsson utanríkisráðherra borið mik-
ið lof á embættismann, þakkað aðal-
samningamanni íslands að miklu
leyti þann árangur sem náðist. Þetta
er óvenjulegt þegar stjórnmálamaður
og embættismaður eiga í hlut. Hvers
vegna varst þú réttur maður á réttum
stað, eíns og utanríkisráðherra komst
að orði?
„Ég met orð Jóns Baldvins mikils
í þessum efnum og er ánægður með
að hann skuli hafa rofið það sem þú
nefnir hefð. Þetta með réttur maður
á réttum stað hlýtur að stafa af
mati utanríkisráðherrans á því hvað
kom út úr samningunum á endan-
um."      _
— Hefur ekki persóna Hannesar
Hafstein eitthvað með þetta mat að
gera?
Hér glottir Hannes háðslega og
segir:  „Heyrðu  nú, þú ert
komin út á brautina Hjemme hos ...!"
— Jón Baldvin og starfsmenn ut-
anríkisráðuneytisins hafa lýst þér svo
í mín eyru, að þú sért óhemju skap-
stór, þrjóskur með afbrigðum, fastur
fyrir sem klettur, tillitslaus þegar því
er að skipta og ósveigjanlegur með
öllu. Með fylgja umsagnir í þá veru
að þú sér vinnuþjarkur, afar hæfur
embættismaður, sumir segja „brill-
iant", að þú hafir mjög fágaða kímni-
gáfu, en farir bara allt of fínt með
hana. Ekki beinlínis hægt að segja
að þessi mannlýsing eigi við um hinn
dæmigerða „diplomat", eða hvað?
„Auðvitað reyndi ég að sýna ann-
arra vandamálum skilning. Á mörg-
um sviðum taldi ég mig vera að sýna
lipurð og standa með félögum okkar
í EFTA, því við urðum auðvitað að
finna samnefnara á fjöldamörgum
sviðum fyrir það sem væri afstaða
EFTA. En ég taldi alltaf jafn þýðing-
armikið, stundum þýðingarmeira, að
fá skilning félaga okkar í EFTA á
því að þetta mál eða annað væri
meira virði fyrir ísland en önnur lönd.
Það yrði því að hafa forgang og fé-
lagar okkar yrðu að sýna einingu í
samstöðunni með okkur til þess að
við næðum einhverjum árangri. Við
skilgreindum fyrir okkur hverjir
væru okkar raunverulegu hagsmunir
og hvar væri hægt að gefa eftir.
Eftir það hvikuðum við aldrei frá
okkar aðalhagsmunum, ekki í hinu
minnsta smáatriði."
— Svo við víkjum aðeins að sam-
skiptum þínum og utanríkisráðherra.
Ég veit að þið töluðust varla við
þegar Jón Baldvin varð utanríkisráð-
herra haustið 1988 og þú varst þá
ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis-
ins. Hvað gerir það að verkum að
þið starfið svo vel saman nú bg ber-
ið hvor öðrum svo vel söguna?
Hannes þegir í smástund, lítur svo
þungbrýnn á mig og spyr? „Hefur
nú einhver sagt þér það líka?" Glott-
ir svo og segir: „Ætli ráðherrann
meti ekki það í fari mínu nú sem
kosti, sem hann mat sem galla þá!
Ætli honum hafi ekki þótt ég of
ráðríkur í ráðuneytisstjórastarfinu."
— Er það kannski kostur að vera
skapstór í samningaviðræðum, en
galli í utanríkisþjónustu?
Aftur stutt þögn: „Þú spyrð erf-
iðra spurninga. Eg veit ekki hvort
ég er skapstór. Eg er harður á minni
meiningu. Það kannski hjálpar til.
Hún þarf ekki að vera rétt, alltaf."
— En hún er það nú oftast, eða
hvað?
,jJá.
Ég hugsa að ég hefði átt afskap-
lega erfitt með að verða stjórnmála-
maður. Stjórnmálamaður þarf að
gefa svo mikið eftir af skoðunum
sínum. Vissulega þurfti ég að gefa
eftir á ýmsum sviðum, í þessum
samningaviðræðum, en ekki í neinu
sem skipti máli.
Það var oft sagt við mig að við
værum í þeirri skrýtnu aðstöðu að
vera með einar hæstu þjóðartekjur í
Evrópu og ég var spurður hvað það
væri eiginlega sem við vildum fá
gefins."
Og hverju svaraði aðalsamninga-
maður íslands þá?
„Ég sagði að ég væri í samningum
sem ættu að verða öllum til hags-
bóta, en ég væri ekki í neinum góð-
gerðaræfingum. Það væru menn á
öðrum vígstöðvum í þeim hlutverk-
um, það er innan Sameinuðu þjóð-
anna."
— Ég hef fengið fregnir að utan
um það að samningamenn EB og
jafnvel ákveðnir samningamenn
EFTA hafi í þessum viðræðum verið
skíthræddir við þig. Þú ert sagður
hafa beitt ógnvekjandi svipbrigðum
þegar þér mislíkaði í meira mæli en
allir hinir samningamennirnir til
samans. Var þetta látbragð hluti af
leikfléttu samningamannsins?
„Það hefur kannski sést svona vel
á mér hvenær ég var óánægður, og
það er ekkert leyndarmál að ég leyfi
því alveg að koma fram þegar ég
er óánægður. Þá er ég ekkert allt
of brosmildur. Menn hafa sjálfsagt
margir haldið að ég kynni ekki að
brosa. Nú, stundum var ég í þeirri
stöðu á samningafundum að það var
ákveðinn talsmaður fyrir EFTA-hóp-
inn, og ég gat því ekki sagt það sem
ég vildi. Þá var eins gott að beita
svipbrigðunum í staðinn, svo að af-
staða Islands færi ekkert á milli
mála, ef því var að skipta."
— Gro Harlem Brundtland forsæt-
isráðherra Noregs sagði þegar hún
hitti þig í fyrsta sinn: „Jæja, er þetta
hinn kunni Hannes!" Við höfum átt
mikið samflot með Norðmönnum í
HANN=EES
Svipmynd utanríkisráðherra afHannesi
Hafstein, aÖalsamningamanninum, sem
gárungarnir segja aö geti meðfullum
rétti bœttu einu e-i í nafn sitt Hannes.
Samstarf okkar Hannesar byrj-
aði ekki par vel. Þegar ég
kom í þetta ráðuneyti, hét
það svo að Hannes Hafstein
væri ráðuneytisstjóri. Fyrstu vik-
urriar minnir mig að hann hafi
verið í fríi einhvers staðár og það
þótti mér firna ósvífið. Eftir að við
byrjuðum fyrir alvöru í Evrópumál-
unum í mars 1989 þá var þessi
þáttur utanríkisviðskiptamálanna
orðinn að meginverkefni ráðuneyt-
isins. Hannes þekkti þau mál mjög
vel og ég tók fljótt eftir því að
hann skilaði fyrsta flokks vinnu.
En þetta þýddi fljótlega það að við
vorum báðir komnir svo á kaf í.
málin, að við gátum ekki sinnt
öðrum störfum í ráðuneytinu. Ég
held ég hafi sagt þá fullum fetum
að það gengi ekki að ráðuneytið
væri ráðuneytisstjóralaust og það
þótti ekki kurteisi að segja slíkt
upp í opið geðið á ráðuneytisstjór-
anum. Þegaraðþvíkomaðskipa
þurfti aðalsamningamann íslands
í þessar viðræður, þá undirbjó ég
það að losa mig við ráðuneytisstjór-
ann Hannes Hafstein til þess að
aðalsamningamaðurinn Hannes
Hafstein gæti einbeitt sér að þessu
máli. Hann tók því afar illa. Jafn-
vel að hann hafi litið svo á að þetta
væri meinbægni af minni hálfu og
að hann setti ofan á framaferlinum.
Ég minni hann stöðugt á það hvað
þessi ákvörðun mín hafi nú verið
glúrin," segir utanríkisráðherrann
og er síður en svo að f ara fínt með
það, að hann er í raun rífandi
montinn af þessari ákvörðun sinni.
„Hannes er fyrsta flokks samn-
ingamaður," segir Jón Baldvin, „og
það eru þeir kostir sem sumir
leggja honum til lasts sem gera
hann slíkan. Sumir myndu kalla
það skapfestu, aðrir þrákelkni,
þrjósku og tillitsleysi. Hannes Haf-
stein er þannig skapi farinn að
hann hjkar ekki við að segja nei,
þegar hann þarf að segja það. í
þeim skilningi er hann enginn
„diplómat". Hann fer ekki með
kurteisishjal og hann fer ekki í
kringum málin eins og köttur í
kringum heitan graut. Hann kemur
beint að kjarnanum qg víkur aldrei
af markaðri leið. í návígi við aðra
menn, þar sem margir eru í eðli
sínu svo áhrifagjarnir að þejr eru
fyrr en varir farnir að taka tillit
til þrýstings frá öðrum, gegnir öðru
með Hannes. Þetta freistar ekki
Hannesar - hann heldur sínu striki
og í návígi við samstarfsmenn eða
viðsemjendur þá sleppir hann
mönnum aldrei við það að fara með
rétt rök, né heldur leyfir hann þeim
að komast upp með merkingarlaust
hjal. Þetta heitir að sitja fastur við
sinn keip, hvað svo sem á gengur.
Andstæðingarnir myndu segja að
Hannes hefði fylgt þessu máli eftir
af ráðríki, f rekju og óbilgirni - en
það er allt í lagi. Árangurinn sem
hann náði byggðist á þessari samn-
ingatækni og þeirri löngu reynslu
sem hann hefur af samningamál-
um. Hann hefur djúpa þekkingu á
þessum málum og þekking hans
nær til minnstu smáatriða. Það er
það sem hefur gildi fyrir okkur
ídag.
þessum samningum, en nú á síðustu
stigum hafa heyrst raddir í þá veru
að Norðmenn greiddu fyrir tvo í þess-
um_ samningi, þ.e. fyrir Norðmenn
og íslendinga, með þeim auknu veiði-
heimildum sem þeir veita EB. Hvað
segir „den berömte Hannes" þar um?
• „Norðmenn voru í raun og veru
ekkert að borga fyrir okkur. Þeir
höfðu á hinn bóginn skilning á því
að við myndum ekki gera þennan
samning, nema við næðum þessu
fram. Það lá ekkert um það á borð-
inu að Evrópubandalagið hefði verið
reiðubúið að halda viðræðunum við
hinar EFTA-þjóðirnar áfram, ef við
hefðum stöðvað samninginn. Við
höfðum stöðvunarvald sem slíkt og
það styrkti okkar aðstöðu gríðar-
lega."
Hvernig heldur þú að gangi á þjóð-
þingunum 19 að fá samninginn um
EES samþykktan?
Eg held að hannverði alls staðar
samþykktur. Ég sé ekki að það
sé mikið val fyrir önnur ríki í þeim
efnum. Það er kannski hluti af þeim
styrk sem ég hafði, að menn vissu
það mætavel, að ef við næðum ekki
góðum samningi, þá myndum við
ekki taka þátt í þessu. í þessum
samningum var okkar stóri styrkur
fólginn í því að við vorum með mörg-
um öðrum löndum að semja og póli-
tískt séð var það mjög þýðingarmik-
ið fyrir Evrópubandalagið að klúðra
ekki þessum samningi. Því var mjög
í mun að fá ekki á sig þann stimpil
að það gæti aldrei lokið neinum
samningum út af innbyrðis deilum.
Ég hef sagt það skýrt og skorinort,
þegar rætt er um tvíhliða viðræður,
að þær væru eins og spilið Langavit-
leysa, þar sem annar þátttakandinn,
ísland, hefur eitt spil á hendi og á
því stendur Tollfríðindi, og á spili
mótspilarans, Evrópubandalagsins,
stendur Veiðiheimildir. Svo draga
aðilarnir spil hvors annars, en aldrei
gengur neitt - niðurstaðan er ein
allsherjar langavitleysa. Við verðum
að horfast í augu við það að við
höfum enga markaðsaðstöðu að
bjóða í þessu litla landi, sem er eitt-
hvað lokkandi fyrir Evrópubandalag-
ið. En með því að vera í þessum fé-
lagsskap EFTA fáum við styrk. Það
er í mínum huga alveg augljóst að
við hefðum aldrei náð þeim tollfríð-
indum, sem við nú höfum náð, með
tvíhliða viðræðum íslands og EB,
ekki nema með því að greiða fyrir
þau með einhliða veiðiheimildum til
EB."
— Þú og utanríkisráðherra komuð
heim frá Lúxemborg á þriðjudag.
Ég hef upplýsingar um að ykkur
hafi ekki verið tekið með neinum
fagnaðarlátum þegar þið mættuð á
fundi utanríkismálanefndar þann
dag. Raunar veit ég að eini nefndar-
maðurinn sem þakkaði þér samning-
astörf þín og óskaði þér til hamingju
var Björn Bjarnason. En þrátt fyrir
þessar móttökur má segja að í hugum
margra sért þú kominn í hetjuflokk-
inn með heimsmeisturum okkar í
brids. Á borgarafundinum á Hótel
Sögu á miðvikudagskvöldið var þér
til dæmis fagnað með langvinnu lófa-
taki af fundargestum, eins og hetju.
Hvernig er það fyrir aðalsamninga-
manninn að koma heim í stutta heim-
sókn að lokinni langri samningatörn
og fá svona hlýlegar móttökur hjá
almenningi?
„Það gleymist ábyggilega jafn-
fljótt aftur! En ég vil bara leiðrétta
þann misskilning hér að ég eigi að
taka á mig einhvern aðalheiður af
þessum samningi. Ég veit ekki til
þess að ég sé nein hetja. Ég er búinn
að vera með fullt af góðu fólki í
mjög strangri vinnu. Við hófum ver-
ið með undirsamninganefndir, frá-
bæra talsmenn fyrir ísland í þeim
öllum - því skulum við ekki gleyma.
Við höfum fengið óhemju stuðning
frá stjórnarráðinu öllu, alls kyns
stofnunum á vegum ráðuneytanna
og samráð við hagsmunaaðila, verka-
lýðshreyfinguna, atvinnurekendur og
fleiri hefur verið víðtækara og
margslungnara en þekkst hefur
hingað til. Heiðurinn af þessum
samningi deilist því á fleiri hundruð
manns."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40