Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						iA8
rKKffigjtjgggfeglg > SUNNÍIÐAG.UR. 27, .-0KTÓJ3ER 1991
milljarðar á
VOGARSKÁLUM
viðvaninga
að fylgjast með þróun fasteigna-
verðs.
Er vísitalan röng?
Tvö tryggingafélög annast brun-
atryggingar húsa á íslandi, í
Reykjavík eru það Húsatryggingar
Reykjavíkur, en Vátryggingafélag
íslands (VÍS) brunatryggir utan
höfuðbörgarinnar.
Húsatryggingar Reykjavíkur
hafa ákveðið frjálsræði í því hvaða
stuðla þeir nota við framreikning
brunabótamats, en \ sambandi við
allar eignir sem VÍS tryggir, þ.e.
utan Reykjavíkur, er þeim skylt að
miða framreikning á tryggingar-
mati við byggingavísitölu. Viðmæl-
andi Morgunblaðsins sem er gjör-
kunnugvr þessum málum, telur að
vísitalan sé röng og hafi verið árum
saman: „Vísitalan er of lág, hún
ætti að verða 10-20% hærri og því
alrangt að nota hana til framreikn-
ings á brunabótamati eins og lög
gera ráð fyrir." Gunnar S. Björns-
son segir um þennan þátt mála:
„Það er út af fyrir sig mjög rangt
að nota byggingavísitöluna sem við-
miðun, vegna þess að hún er þann-
ig uppbyggð að hún mælir aldrei
að fullu réttan kostnað við fasteign-
ir. Byggingavísitalan er endurskoð-
uð á 4 ára fresti og þá tekið tillit
til ýmissa tæknilegra- og utanað-
komandi atriða. Þessar breytingar
hafa mikil áhrif á vísitöluna, en
samt er kostnaðarhækkunin tekin
inn á núlli, þó að breytingarnar
hafi valdið hækkun upp á 20-30%.
Við teljum að stuðullinn þurfi að
breytast, en það er mismunandi
eftir raunbreytingum á hverjum
tíma, hvort að prósentan fari yfir
eða undir núllið. Menn sem til þessa
hafa notað vísitöluna eins blint og
raun ber vitni, bera því mikla
ábyrgð. Þó skal tekið fram, að ekki
er tekið tillit til þeirra liða sem
hækka vísitöluna, eins og teikning-
ar og annað slíkt, við brunabóta-
mat, og hafa þeir þá ekki áhrif á
hana."
Endurmat gengur hægt
í Reykjavík er nýmat og endurmat
hjá Fasteignamati Ríkisins um 3%
á ári af heildarfjölda húseigna, sem
svarar til þess, að með sömu afköst-
um tekur um 8 ár í viðbót að kom-
ast yfir endurmat á öllum húseign-
um landsmanna, eða samtals 22 ár
reiknað frá 1977, þegar byrjað var
að vinna eftir nýjum lögum um
skráningu og mat fasteigna. í regl-
ugerð sem kom ári síðar, eru hins
vegar ákvæði um að endurskoðun
á skráningu og mati fasteigna skuli
fara fram eigi sjaldnar en á 8 til
10 ára fresti. Misræmið er aug-
ljóst, en ein meginástæðan fyrir því
að svo hægt gengur, er ekki aðeins
sú að stjórnvöld vanræki þennan
geira fjárhagslega, heldur skortir
menntaða og hæfa menn til þess
að sinna matinu.
Ábyrgð lánastofnana
og dómstóla
Menntaðir og hæfir matsmenn
eiga erfitt uppdráttar, meðan sinnu-
leysi lánastofnana og annarra sem
hlut eiga að máli er látið viðgang-
ast af þeim sem ábyrgð bera á þess-
um málum. Við það bætist, að mis-
brestur hefur verið á því að dómstól-
ar leiti til Matsmannafélagsins og
annarra aðila sem sinnt geta þessu
af þekkingu. Það er alvarlegt mál
þegar nánast hver sem er getur
orðið dómkvaddur matsmaður, og
sýnir bæði fákunnáttu hiutaðeig-
andi og hve litlar kröfur eru gerð-
ar. Veðmat fasteignar þarf að vera
vel unnið og vel gert í öllum tilfell-
um, en ekki endurskoðað á áratugs-
fresii, eða framreiknað með óljósum
og jafnvel ótraustum hækkunarst-
uðli. Staðreyndin er sú, að ekki er
aðeins þorri hinna rúmlega 400
brunabótamatsmanna vanhæfur,
heldur hirða lánastofnanir ekki allt-
af um að ná í slíka og nota fremur
skráð mat. Hirðuleysið er algert,
t.a.m. kom blaðamaður Morgun-
blaðsins víðast hvar að tómumkof-
unum, þegar hann spurði bankana,
fyrir hve háa upphæð þeir létu
meta fasteignir árlega, því það er
einfaldlega ekki skráð, þó sömu
bankar láni milljarða út á ótryggt
mat. Enda er allsendis óvíst hvort
lánastofnanir láti meta nema lítið
brot fasteigna, og fletti fremur upp
í aðgengilegum, en því miður oft
umdeilarilegum, skjölum. Lána-
stofnanir gera sjálfum sér þó mest-
an óleik með þessu, einkum þegar
veðstofnar reynast haldlitlir og ótal
fyrirtækjum er siglt í gjaldþrot. í
þessu myrkri er þó einn nýlegur
ljós punktur, en Landsbanki íslands
tók nýlega ákvörðun um að breyta
stefnu sinni í þessum málum, og
hætta að nota brunabótamat sem
veðmat. Dýrkeypt reynsla hefur
vafalítið kennt bankanum þá lexíu,
sem veldur þessari stefnubreytingu,
en flestum er t.d. í fersku minni
viðtal sem Morgunblaðið tók 7. júní
síðastliðinn við Sverri Hermannsson
bankastjóra, en þar lýsti hann því
yfir að tap Landsbankans vegna
fiskeldis yrði um 1 milljarðurkróna.
Bankinn lánaði alls 1,2 milljarða í
rekstrar-og afurðarlán til fiskeldis-
fyrirtækja, og voru lánin byggð á
blönduðu veði í eignum og afurðum.
Lokaorð
Það er fyrir margt löngu orðið tíma-
bært, að stofnanir hætti að láta sér
nægja brjóstvit manna, og fari að
gera sömu kröfur um fagleg vinnu-
brögð og eru gerðar í nágranna-
löndunum, Bandaríkjunum og víð-
ar. Sá fámenni hópur sem hefur
yfir nægilegri þekkingu að ráða,
getur ekki sinnt öllu brunabóta- og
fasteignamati á landinu, og verða
stofnanir að gera þær kröfur til
matsmanna, að þeir hafí lokið til-
skyldu námi og búi yfir þekkingu
á hinum þremur nauðsynlegu mats-
þáttum, þ.e. tækniþættinum, hag-
fræði og lögfræði. Um leið og menn
gera kröfur um menntun og kunn-
áttu matsmanna, verður mátið nán-
ast sjálfkrafa nákvæmt og gott.
En þangað til blasir við hin uggvæn-
lega staðreynd, að ýmsir viðvaning-
ar hafi milljarða á vogarskálum sín-
um, og líðst það í skjóli skeyting-
arleysis lánastofnana, stjórnvalda
og dómsvalda; Enn virðist kotbúa-
hugsunin há íslendingum.
Lögfræðingur mikilvægari
fasteignasölu en matsmaður
- segir ÞórólfurHalldórsson, lögfrœð-
ingur ogformaður Félagsfasteignasala
„VIÐ TELJUM einfaldlega að söluþókmm [fasteignasala] sé alltof
lág miðað við umfang, og að fáar skrifstofur hafi efni á því að
bæta við rekstrarkostnaðinn launum sérmenntaðs matsmanns,"
sagði Þórólfur Halldórsson, formaður Félags fasteignasala, þegar
Morgunblaðið bar undir hann gagnrýni Guttorms Sigurbjörnsson-
ar er birtist hér í viðtalihu við hliðina, á fasteignasala. Þórólfur
telur þó jafnframt, að ef rekstrarskilyrði fasteignasala batni,
muni „fólk með sem allra besta og víðtækasta menntun, þar með
tahð matsmenn", fara að starfa á fasteignasölum, og þá muni
fagmenn og almenningur allur búa við „traustustu og bestu fast-
eignaviðskipti sem hægt er að bjóða upp á".
„Þessi fræði eru með allt öðrum
hætti hérlendis en annars staðar,"
segir Þórólfur Halldórsson, for-
maður Félags _ fasteignasala,
„markaðurinn á íslandi er miklu
minni en annars staðar, og fast-
eignasalar búa við önnur kjör en
t.d. á Norðurlöndum og í Banda-
ríkjunum. Söluprósentan er t.d.
allt önnur í Danmörku, 5,5% á
móti l,7%-2,0% hérlendis, og þar
er allur útlagður kostnaður fast-'
eignasalans við auglýsingar, út-
vegun skjala og vottorða greidd-
ur. Þau lög sem íslenskir fast-
eignasalar unnu eftir til 1986
voru frá 1938, og breytingarnar
sem gerðar voru, miðuðu lögin
'við samskonar reglur í Danmörku,
nema þóknunarákvæðið var það
eina sem var látið halda sér frá
1938. í Danmörku fær fasteigna-
salinn 3,5% af söluþóknun, og lög-
fræðingar seljanda og kaupanda
sitt hvort prósentið. Á Islandi
gegna fasteignasalar störfum
þessara þriggja aðila, fyrir miklu
lægri þóknun. Eftir að verðtrygg-
ing kom til sðgunnar, og húsbréf-
akerfið, sem eykur vinnu okkar
margfalt, eru málin orðin mjög
erfið og flókin, og umfangið mik-
ið. Við teljum einfaldlega, að söhi-
þóknunin sé alltof lág miðað við
umfang og að fáar skrifstofur
hafi efni á því að bæta við rekstr-
arkostnaðinn launum sérmennt-
aðs matsmanns."
— Er samt ekki nauðsynlegt
fyrir fasteignasala, til að gæta
hagsmuna allra viðskiptavina, að
sérþekking á verðmæti fasteigna
sé fyrir hendi?
„I matsmálum eru til margar
aðferðir, Fasteignamat ríkisins
býr til gjaldstofria fyrir skatt-
heimtu, en reiknar ekki út mark-
aðsverð eignar. Þrátt fyrir öll
fræði, er það þannig á fasteigna-
markaðinum, að lögmál framboðs
og eftirspurnar stjórnar verð-
myndun. Við höfum fingur á púlsi
markaðarins, og ef leitað er að
mati einu og sér, þarf að líta á
tilgang og sjónarmið matsins,
hvort það sé gert til að kanna
veðhæfni, markaðsverð eða ann-
að. Þennan málaflokk má ekki
einangra frá öðrum. Það er svo
annað mál með atvinnuhúsnæði
og slíkt, fjölmargir fasteignasalar
selja sjaldan eða aldrei atvinnu-
húsnæði og þar þarf að horfa á
mörg önnur atriði; tekjumögu-
leika eignarinnar o.fl. Oft er um
mjög sérhæfðar byggingar að
ræða, t.d. hótel eða fiskvinnsiur,
og þá leggja margar fasteignasöl-
ur ekki út í kostnað við að ráða
sérfróða matsmenn. Persónulega
tel ég þó mikilvægara að hafa
lögfræðing í fullu starfí innan
veggja fasteignasala en mats-
mann, það er afskaplega mikil-
vægt að þar starfi menn sem
hafa þekkingu á hvaða hagsmun-
ir geta verið í húfi, bæði fyrir
kaupendur og seljendur, og hvern-
ig þeir hagsmunir verði best yarð-
ir að lögum, einkum þegar teflt
er um aleigú fólks."
—v En þegar um stórar eignir
og sérhæfðar er að ræða, ofmeta
fasteignasalar þá ekki stundum
getu sína og taka að sér verkefni
sem þeir ráða hreinlega ekki við?
„Ég vil ekki fullyrða neitt um
þetta, það er með fasteignasala
eins og aðrar stéttir, að menn eru
misjafnlega hæfir. Fasteignasali
er lögverndað starfsheiti, en þó
er það svo að jafnvel fjölmiðla-
menn og ýmsir fleiri virðast enga
grein gera sér fyrir þessu, og
kalla alla fasteignasala sem ná-
lægt fasteignasölu koma. Ég er
fylgjandi því að menn séu sem
allra fróðastir, en það þarf að laga
starfsskilyrði og auðvelda aðgang
að. upplýsingum. Sú grilla er al-
geng, að fasteignasalar græði
manna mest. Þetta er alrangt og
staðreyndin er sú að fáir fast-
eignasalar búa við þau rekstrar-
skilyrði, að þeim sé kleift að veita
alla þá þjónustu sem lög krefjast."
— Nú hefur verið rætt um að
lögbinda eigi störf og nám mats-
manna, er ekki við búið að fastr
eignasalar þurfi að taka upp nán-
ara samstarf við þá?
„í meginatriðum er það af hinu
góða, og líklegt að þetta þróist í
þá átt að matsmenn verði innan
veggja fasteignasala. Innan örf-
árra ára verður Eyrópa að einu
efnahagssvæði og ísland þar með
talið, og tel ég víst að þá skapist
það rekstrarumhverfi og þau
rekstrarskilyrði fyrir fasteigna-
sala á íslandi sem starfsbræður
þeirra á Norðurlöndum og í Evr-
ópu búa við nú og um leið og
þetta verður, skapast þau skilyrðí
sem að á fasteignasölum hér starfi
fólk með sem allra besta og víð-
tækasta menntun og sérþekkingu,
þar með talið matsmenn. Um leið
og það verður, munu þeir sem
kaupa og selja fasteignir á íslandi
búa við traustustu og bestu fast-
eignaviðskipti sem er að bjóða upp
á."
Námskeiö: BORNISORG
Salfrædistoðm
Mörg börn verðo fyrir erfiðri lifsreynslu fengdum missi óstvina. Skilnoðir, douðsfö'll og alvarleg veikindi kallo
fram sorgarviðbrögð hjó börnum og geto haft olvorleg áhrif ó sálorlif þeirro.
Með þekkingu og stuðningi er hægt að hjálpa börnum til að tokast ó við þesso erfiöu lífsreynslu.
Efni námskeiðs:                      áiirif aldurs og stUi í (jölskyldu         Ivað eeta fullorðnir iert?
Vttbrigð við surg/einkenni         filík viðoriígo drengja og siúlkna          Ráðleggingar í sorgarúrvinnslu
Nómskeíðið er ætlað foreldrum og öðrum ættingjum barno, en einnig fagfólki sem umgengst börn í sorg.
Leiðbeinendur eru sólfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydol. Skróning í símum 21110 og
623075 milli kl. 11-12. *

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40