Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1991
19
#
VILFREKAR
EN BÍÐA DAUÐANS
MOKA SKIT
Ragnar Guðmundsson bóndi á Nýhóli
í Fjallahreppi sóttur heim
Texti og myndir Skúli Unnar Sveinsson
HVAÐ gerir tæplega sjötugur bóndi, sem hefur
búið á sama bænum í 64 ár, þegar honum er
gert að bregða búi? Ragnar Guðmundsson, bóndi
á Nýhóli í Fjallahreppi, segir lítið annað framundan
en tilgangsleysi og leiðinlega bið eftir dauðanum.
Hann hefði miklu frekar viljað halda áfram að
moka skít eins og hann hefur gert alla sína ævi.
R
agnar bóndi á Nýhóli er 68
ára gamall pg hefur búið á
Nýhóli í Fjallahreppi, eða
Hólsfjallahreppi eins og
hann er oft nefndur, í 64 ár og.
verið með sjálfstætt bú fr'á því 1970.
Hann er allt annað en ánægður
með að þurfa að bregða búi, sjö
árum fyrr en hann hafði hugsað sér.
„Ég var búinn að ákveða að
hætta búskap þegar ég yrði 75 ára
en nú kemur þessi tilskipun að
sunnan og ég verð að hætta alveg
næsta haust. Það er auðvitað mjög
mikil eftirsjá þegar maður er látinn"
hætta svona. Ég hef verið við bú-
störf alla mína ævi" og nú tekur
ekkert við nema tilgangsleysi því
það er ábyggilega ekki gaman að
bíða dauðans þegar maður er við
góða heilsu eins og ég er," sagði
Ragnar þegar blaðamaður heim-
sótti hann á dögunum. „Þetta væri
kllt annað ef maður væri heilsu-
veill," bætti hann við.
Ragnar hafði 140 kindur í fyrra-
vetur en nú er hann aðeins með tíu
kindur, fimm geitur og eitt hross
og næsta haust neyðist hann til að
hætta búskap og flytjast á brott.
Hann hefur mest verið með rúmlega
200 kindur auk þess sem hann hef-
ur verið með geitur í mörg ár og
nýtt mjólkina úr þeim.
Verð að hætta og bíða dauðans
„Þeir voru að tala um að ég
mætti vera með 20-30 kindur á
afgirtum bletti en það er auðvitað
engin leið að vera með svo lítið bú
og því er ekkert fyrir mig að gera
annað en hætta og bíða dauðans.
Það getur varla verið skemmtileg
iðja, ég vildi miklu frekar vera úti
að moka skít eins og ég hef gert
alla ævi og var að gera þegar þig
bar að garði," sagði Ragnar. Hann
var að stinga út úr fjárhúsinu þeg-
ar blaðamaður renndi í hlaðið og
taldi það hollara en margt annað
sem menn tækju sér fyrir hendur
nú til dags.
Geiturnar voru fegnar að komast út og þær
ari bónda enda hugsar hann vel um þær.
Morgunblaðið/SUS
tóku vel á móti Ragn-
Ragnar var að stinga út úr fjárhúsinu og keyrði skítinn í hjólbörum. Hann vill frekar fá að moka skít
en bíða í tilgangsleysi eftir dauðanum.
Það var síðasta vetur að fjórum
bændum á Hólsfjöllum var tjáð að
þar ætlaði Landgræðslan að girða
og landið ætti að gera fjárlaust.
Tveir bændanna hafa þegar hætt
búskap, Gunnlaugur Ólafsson á
Grímsstöðum og Sverrir Möller í
Hólsseli, sem vár næsti bær við
Nýhól. Gunnlaugur er fluttur til
Egilsstaða og Sverrir flutti bú sitt
að Efra-Lóni á Langanesi. Ragnar
og Bragi Benediktsson í Gríms-
tungu II eru enn að, en aðeins til
næsta hausts.
Hross ómissandi í mýrlendi
Ragnar telur óþarft að girða
landið og telur raunar að ef engum
skepnum verði beitt á landið
skemmist það. „Það eru nokkrir
blettir á þessu svæði sem eru illa
farnir af uppblæstri og þessa bletti
hefði þurft að girða í hvelli og
vernda, en þeir hjá Landgræðslunni
mega ekki heyra á þetta minnst,
þeir vilja bara girða sem mest og
telja sig bjarga öllu með því.
Ég tel mig þekkja landið hér
nokkuð vel eftir 64 ár og ég er
sannfærður um að það eyðileggst
ef hætt verður að beita fé og hross-
um á það. Mýrarnar fúna og eyði-
leggjast ef ekki er beitt á þær og
þær hafa gert það undanfarin ár
eftir að fólki og búpeningi fækkaði
hér í sveitinni. Það er ómissandi að
hafa hross þar sem mýrar eru, til
að halda þeim við, en nú á að loka
þessu   alveg,"   sagði  Ragnar  og
bætti því við að margir væru ósátt-
ir við að mega ekki beita fé á land-
ið enda væri gott og fjölbreytt fóð-
ur þar fyrir skeppnurnar.
Því má skjóta hér inní að hið
landsþekkta Hólsfjallahangikjöt er
af þessum slóðum. Hvað verður nú
um það? „Það verður auðvitað ekk-
ert Hólsfjallahangikjöt þegar allt
fé er farið af Hólsfjöllum," svarði
Ragnar.
Ef ég væri 10 árum yngri
Hann telur það í og með fram-
taksleysi þeirra sjálfra að svo er
komið sem komið er. „Þetta er í
og með framtaksleysi hjá okkur að
láta vaða svona yfir okkur. Við
höfum ekkert gert til að stöðva
þetta og hinir ganga auðvitað á
lagið þegar svo er. Það vantar ekki
viljann hjá mér að halda áfram að
búa en ég lét undan. Ef ég væri
tíu árum yngri hefði ég líklegast
ekki látið undan, heldur haldið
áfram búskap."
Sé ekki ljósin á næsta bæ
„Búskapurinn hefur gengið vel
þó svo ég búi einn. Ég var lengi
vel með ráðskonu og svo hafa verið
strákar hjá mér á sumrin. Það er
mannfæðin hér í sveitinni sem veg-
ur þyngst í ákvörðun minni að
bregða búi núna. Það hefur verið
gott að leita til nágrannana þegar
eitthvað hefur bjátað á, en nú er
orðið svo langt á milli bæja að ég
sé ekki lengur ljósin á næsta bæ,"
sagði Ragnar og það er greinilegt
að honum er mikil eftirsjá að bú-
störfunum enda eðlilegt þar sem
hann hefur búið á sama bænum í
64 ár.
Nýhóll er 11 km frá Grímstungu
og Grímsstöðum á Fjöllum en að
Hólsseli, sem var næsti byggði bær
við Nýhól, eru 8 km. Ragnar sagði
ekkert mál að skjótast á milli bæja,
ekki einu sinni yfir vetrarmánuðina.
„Ég er enga stund að renna mér
þetta á vélsleðanum og stundum
hreyfi ég ekki bílinn svo mánuðum
skiptir."
Geitamjólk en helst ekki kaffi
Nú var komið að því að taka
veðrið í útvarpinu. Ragnar fylgist
mjög náið með því um land allt og
skrifar hjá sér hitastig á flestum
veðurathugunarstöðvum landsins.
Hann segir veðráttuna á Fjöllum
ágæta. „Hér er oft mikið logn en
svo blæs auðvitað hressilega á milli
eins og annars staðar á okkar
landi," segir hann um leið og hann
skenkir gesti geitamjólk á meðan
hellt er á könnuna.
Sjálfur drekkur Rangar helst
ekki kaffi. „Ég drekk aðeins kaffí
þegar ég er gestkomandi einhvers
staðar, svona fyrir kurteisis sakir,"
segir Ragnar og hellir mjólk, geita-
mjólk að sjálfsögðu, í glas fyrir sig.
Stórkostleg svik við okkur
Talið berst aftur að fyrirhuguð-
um aðgerðum Landgræðslunnar.
„Landgræðslan verður að ljúka við
að girða svæðið fyrir næsta vor
áður en bændur við Öxarfjörð
sleppa fé á fjall. Ef girðingin verður
ekki tilbúin, sem ég efast um að
hún verði, þá eru það stórkostleg
svik við okkur. Allt okkar fé er
skorið vegna þess að landið á að
vera fjárlaust en svo er öðru fé
sleppt á landið," sagði Rangar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40