Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						,MQRGUNBLAÐ1Ð
ATViNNA/RAÐ/SMA sunnudagur
27v OKTOBER 1991
HiUl'lll
jiö
ATVINNUAUGirS/NGA/?
Atvinnurekendur
Kona á besta aldri, vön sjálfstæðum vinnu-
brögðum, óskar eftir atvinnu. Hefur m.a. mikla
reynslu í bókhaldi, launaútreikningi og almenn-
um skrifstofustörfum. Vön tölvum og hefur
góða íslensku-, dönsku- og enskukunnáttu.
Fyrirspurnir sendist auglýsingadeild Mbl. fyr-
ir 2. nóv. nk. merkt: „Vinna - 1802".
Lausstörf
Starfsmaður ítölvudeild
Leitað er að hæfum vel menntuðum einstakl-
ingi með bekkingu og reynslu af PC-nærnet-
um. Þekking á AS/400 æskileg en ekki nauð-
synleg.
Ritari deildarstjóra
Umsækjandi þarí að hafa mjög góða talkunn-
áttu í ensku og góða reynslu í enskum bréfa-
skriftum. Ritvinnslukunnátta er skilyrði.
Viðskiptafræðingur -
rekstrarhagfræðingur
Umsækjandi þart að hafa starfsreynslu og
vera vanur stjórnunarstörfum. Starfið felst
m.a.  í  margskonar  verðútreikningum  og
vinnslu toll- og innflutningsskjala.
Skrifstof ustjóri
Starfið felst í daglegri stjórnun í fjölmennri
skrifstofu og krefst staðgóðrar bekkingar á
bókhaldi,  reynslu  í skrifstofustjórnun  og
starfsmannamálum. Leitað er að dugmiklum
starfsmanni með viðskiptamenntun.
Nánari upplýsingar um bessi störf fást hjá
Starfsmannabjónustu Sambandsins, Kirkju-
sandi frá kl. 9 til 11 daglega. Upplýsingar
eru ekki gefnar í síma.
Framtíðarstörf
Óskum eftir að ráða eftirfarandi starfsmenn:
1. Tölvumann til að annast tölvusamskipti
og nettengingar (Macintosh við ýmis kerfi),
fylgjast með nýjungum og þjónusta við-
skiptavini. Krafist er víðtækrar þekkingar
og/eða menntunar. Til greina koma rafeinda-
virkjar með reynslu af ofangreindu.
2.  Einkaritara hjá stóru fyrirtæki í Reykjavík.
Leitað að starfsmanni með góða menntun
og reynslu af skrifstofustörfum, leikni í rit-
vinnslu (WP) og góða enskukunnáttu.
Æskilegur aldur um 30 ár.
3.  Afgreiðslufólk í matvöruverslun í Hafnar-
firði, m.a. starf á kassa. Mikil yfirvinna í boði.
4.  Ritara á lögfræðistofu. Almenn ritara-
störf, vélritun, ritvinnsla (WP), innheimta og
annað tilfallandi. Starfsreynsla skilyrði og
þekking á „Innheimtukerfi lögmanna" æski-
leg. Leitað er að umsækjendum á aldrinum
20-30 ára.
Umsóknarfrestur er til og með 30. október
nk.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9-15.
Afleysinga- og ráðningaþjónusta
Lidsauki ht
Skólavörðustíg 1a - 701 Reykjavlk - Slmi 621355
Hlutastarf
Verslun í miðbænum vantar nú þegar starfs-
mann í hlutastarf. Um er að ræða afgreiðslu-
starf (13-18) tvo daga í viku og einhverja
laugardagsvinnu.
Við leitum að ábyggilegum starfsmanni með
reynslu af verslunarstörfum, reyklausum og
þjónustuliprum. Æskilegur aldur 25-40 ár.
Vinsamlega sendið umsóknir á auglýsinga-
deild Mbl. fyrir 30. október merktar:
„K - 9568".
Sölustarf
Við leitum að sölu- og afgreiðslumanni á
bífreiðavarahlutum. Viðkomandi þarf að geta
unnið sjálfstætt og hafa góða framkomu.
Reynsla í sölumennsku æskileg.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.
Skriflegar  umsóknir,  sem  greina  aldur,
menntun og fyrri störf, séndist auglýsinga-
deild Mbl. merktar: „N - 11856" fyrir 4.
nóvember.
BORGARSPÍTALINN
Aðstoðarlæknir
Staða aðstoðarlæknis á Endurhæfinga- og
taugadeild (Grensásdeild) er laus til umsóknar
frá 1. des. nk. Staðan veitist til 1 árs eða
skemur. Hentugt fyrir þann sem hyggur á
nám í endurhæfingarlækningum eða þarfn-
ast þeirrar hliðargreinar.
Upplýsingar veitir dr. Ásgeir B. Ellertsson,
yfirlæknir í síma 696710.
Hjúkrunarfræðingar
Við leitum að verkefnastjóra til að sinna
ýmsum skemmtilegum þróunarverkefnum á
Borgarspítalanum. Mikilvægt er að væntan-
legur umsækjandi hefi þekkingu á sviði
fræðslu og reynslu af tölvum auk faglegrar
þekkingar í hjúkrunarfræði. Hlutastarf kemur
til geina.
Nánari upplýsingar gefur Laura Sch. Thor-
steinsson,      hjúkrunarframkvæmdastjöri
starfsmannaþjónustu, sími 696356.
Hjúkrunarfræðingar
Lyflækningadeild A-6
Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðinga á
allar vaktir og fastar næturvaktir.  Unnið
þriðju hverja helgi (12 tíma) eða eftir sam-
komulagi.
Einnig eru lausar tvær stöður aðstoðardeild-
arstjóra nú þegar eða eftir samkomulagi.
Æskilegt að umsækjendur hafi a.m.k. tveggja
ára starfsreynslu íalmennri lyflækningahjúkr-
un og áhuga á stjórnun. Deild A-6 er tvískipt,
30 rúma lyflækningadeild þar sem lögð er
áhersla á hjúkrun sjúklinga með lungnasjúk-
dóma, meltingarfærasjúkdóma og vandamál
frá nýrum og innkritlum.
Hringið eða komið og kynnið ykkur aðstæður.
Guðrún Halldórsdóttir og Hildur Helgadóttir,
deildarstjórar A-6, símar 696561 og 696562.
Röntgendeiid
Röntgentæknar/röntgenhúkrunarfræðingar
óskast til starfa.
Allar upplýsingar gefur Jóhanna Boeskov,
Jijúkrunarstjóri í síma 696433.
Viðskiptafræðingur
Óskum að ráða viðskiptafræðing til starfa
hjá Kf. Héraðsbúa, Egilsstöðum.
Starfssvið viðskiptafræðings: Áætlanagerð.
Rekstrar- og kostnaðareftirlit og innri endur-
skoðun.  Milliuppgjör og úrvinnsla ýmissa
upplýsinga úr bókhaldi og skýrslugerð.
Við leitum að viðskiptafræðingi með a.m.k.
2-3 ára starfsreynslu. Viðkomandi þarf að
vera töluglöggur, nákvæmur og geta starfað
sjálfstætt að sérhæfðum verkefnum.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., á eyðu-
blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar
merktar „Viðskiptafræðingur 528", fyrir 2.
nóvember nk.
Hagvangur hf
Hafnarfjörður
Óskum eftir hressu og duglegu fólki til af-
greiðslustarfa. Um er að ræða fullt starf.
Upplýsingar á Hjallahrauni 15 eftir kl. 17 á
mánudag.
föifouksj ped£kiíl»i.
Forstöðumaður -
elliheimili
Forstöðumaður óskast sem fyrst til starfa við
elliheimilið á ísafirði. Æskilegt er að umsækj-
endur hafi menntun hjúkrunarfræðings.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist til félagsmálastjóra ísa-
fjarðarkaupstaðar,  Hafnarstræti  1,  400
ísafirði.
Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í
síma 94-3110.  •
Félagsmálastjóri.
Kennarar - kennarar
Vegna skyndilegra forfalla vantar strax kenn-
ara að Varmahlíðarskóla, Skagafirði.
Kennslugreinar enska og íslenska. Góð íbúð
fyrir hendi.
Upplýsingar gefur skólastjóri, Páll Dagbjarts-
son, í símum 95-38225 og 38115.
fá &****£
hAskóunn
aakureyri
Grensásvegi 13
Reykjavík
Sími 813666
Ráðningarþjónusta
Rekstrarráðgjöf
Skoöanakannanir
Sérfræðingur
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins á Akureyri
og sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri
óska eftir að ráða sérfræðing til kennslu- og
rannsóknastarfa.
Viðkomandi mun gegna hálfri sérfræðings-
stöðu á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins,
Akureyri, og hálfri lektors- eða dósentsstöðu
við Háskólann á Akureyri.
Umsækjandi þarf að hafa meistara- eða dokt-
orsgráðu á sviði matvælaiðnaðar.
Umsóknarfrestur er til 15. nóvember nk.
Nánari upplýsingar veita Grímur Valdimars-
son, forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnað-
arins, sími 91-620240, og Jón Þórðarson,
deildarstjóri sjávarútvegsdeildar Háskólans
á Akureyri, sími 96-22855.
Sölumaður
Vegna vaxandi umsvifa óskar heildsala með
sterk umboð ma. í snyrtivöru og nærfatnaði
eftir að ráða hugmyndaríkan sölumann til
starfa strax.
Reynsla áskilin. Er hér um að ræða krefjandi
sölustarf sem býður upp á mikla framtíðar-
mögqleika.
Áhugasamir vinsamlega sendið upplýsingar
um aldur, menntun og fyrri störf til auglýs-
ingadeildar Mbl., fyrir nk. laugardag merkt:
„Heildsala - 11062".
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40