Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						- íí<32
MORGUNBLAÐIÐ'i
ATVINNA/RAÐ/SMA öunnudagur
27. OKTOBER 1991
Fréttaveita Suðurnesja
Leiklist
Gudrún Þóra Gunnarsdóttir
Leikfélag  Keflavíkur  sýnir  í
Félagsbíói revíuna Fréttaveitu
Suðurnesja.
Höfundur: Ómar Jóhannsson.
Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson.
Leikmynd: Smári Sævarsson.
Búningar: Hjördís Árnadóttir.
Hljómsveitar-  og  söngstjórn:
Veigar Margeirsson.^
Ljósahönnun: Egill Arnason.
Leikfélag Keflavíkur heldur upp
á þrjátíu ára afmæli sitt þessa dag-
ana með sýningu á revíu um bæjar-
lífið á Suðurnesjum. Efnisþráðurinn
byggist á staðbundnu efni og má
segja að „Fréttaveita^uðurnesja"
sé nokkurs konar áramótaskaup
þeirra Suðurnesjabúa. Það er skop-
ast með ráðamenn og atburði sem
sett hafa mark á bæjarlífið suður
með  sjó.  Kosningar og  sambúð
¦ Á DEGI FRÍMERKISINS 9.
október sl. var úthlutað styrkjum
úr Frímerkja- og póstsögusjóði.
Tilgangur Frímerkja- og póstsögu-
sjóðsins er að efla og styrkja störf
og rannsóknir á sviði frímerkja-
fræða og póstsögu og hvers konar
kynningar- og fræðslustarfsemi til
örvunar á frímerkjasöfnun, svo sem
með bóka- og blaðaútgáfu. Enn-
fremur er það hlutverk sjóðsins að
styrkja sýningar og minjasöfn sem
tengjast frímerkjum og póstsögu.
Samtals úthlutaði sjóðurinn á þessu
ári styrkjum fyrir 1.250 þús. kr. til
ýmissa verkefna. Þessir aðilar
fengu styrki: Félag frímerkja-
safnara, Reykjavík, til almennrar
starfsemi félagsins, sérstaklega til
unglingastarfs. Klúbbur Skandin-
avíusafnara vegna unglingastarfs
og útgáfu á stimplahandbók, Heim-
ir Þorleifsson, Reykjavík, vegna
rannsóknar á póstsögu íslands í
Danmörku, Sigurður H. Þor-
steinsson, Laugarhóll, til ritunar
greina um frímerkjafræði og póst-
sögu, Þjóðskjalasafn íslands til
að hefja skipulega könnun á frí-
merkja- og póstsögulegu efni í
vörslu safnsins. Formaður stjórnar
sjóðsins er Halldór S. Kristjáns-
son, skrifstofustjóri í samgöngu-
ráðuneytinu.
bæjarfélaganna á Suðurnesjum
bera þar hæst en aðrir atburðir
koma þar einnig við sögu svo sem
uppsagnir skúringakvenna á Vellin-
um og akstur ráðherrabílstjóra.
Kjarni verksins er sú ákvörðun
SSS, Sambands sveitarómaga á
Suðumesjum, að setja á stofn
fréttaveitu sem skal rétta hag Suð-
urnesjabúa í fjölmiðlum landsins.
Þar sem um frekar staðbundið
efni er að ræða getur ókunnugur
ekki vænst þess að skilja allt skop-
ið og sum atriðin verða því hálf
merkingarlaus en hlátur annarra í
salnum gefur þó til kynna að höf-
undur hafi hitt í mark. Textinn var
býsna hnittinn á stundum og laga-
textarnir sömuleiðis. Mér fannst þó
gæta talsverðs ójafnvægis í atriðum
þannig að sum voru dregin talsvert
á langinn og reynt að teygja um
of úr litlu efni og nefni ég þar golf-
atriðið sem dæmi.
Þetta er mjög fjölmenn sýning
en leikfélagsmenn eru orðnir býsna
vanir að fást við söngleiki enda
söngur lengi verið eitt af aðals-
merkjum Suðurnesjabúa. Það virð-
ist sem að nokkur kjarni leikara
hafi myndast í Leikfélagi Keflavík-
ur og tekur hann þátt í sýningum
félagsins ár eftir ár. Það er náttúru-
lega forsenda h'flegs starfs og leik-
ararnir sjálfir fá þá tækifæri til
þess að rækta betur hæfileika sína.
Margir þeirra eru ungir að árum
þannig að leikfélagið ætti að eiga
björt ár framundan. Ég ætla ekki
að tíunda frammistöðu hvers og
eins en sumir voru meiri leikaraefni
en aðrir eins og gerist og gengur.
Guðný Kristjánsdóttir söng með
miklum ágætum og átti auðvelt
með að gæða hlutverk sín lífi. Haf-
steinn Gíslason er líflegur og sterk-
ur strákur með nauðsynlega leika-
raútgeislun. Erna Sigurðardóttir
bjó yfir henni sömuleiðis og henni
tókst öðrum fremur að nýta sér
skopleg tilsvör. Vigdís Jóhannsdótt-
ir er sjálfsörugg á sviði, þrátt fyrir
ungan aldur, en hún á svolítið ólært
með beitingu raddarinnar. Fram-
sögnin var reyndar helsti galli
margra og orðin komust stundum
ekki alla leið út í sal. Aðrir áttu
erfitt með að gæða röddina fjöl-
breytilegu lífi.
Andrési Sigurvinssyni hefur tek-
iamband sveitarómaga á Suðurnesjum á neyðarfundi.
ist býsna vel að halda utan um all-
an hópinn og hann hefur lag á því
að koma leikurum haganlega fyrir
á sviðinu og láta þá fylla vel út í
leikrýmið því leikmynd var afar ein-
föld. Leiklausnir eru margar
skemmtilegar og hefðbundið leik-
form brotið upp með myndum sem
varpað er upp á baksviðið og sjón-
varpstæki sem er til hliðar við svið-
ið. Tónlistin samanstendur af al-
þekktum lögum héðan og þaðan og
útfærslan á japanska laginu, söng
mömmu Halla hílers, var stór-
skemmtileg.
Þetta var nokkuð löng sýning og
hefði að ósekju mátt þjappa henni
betur saman og skera af sumum
atriðunum. Það vantaði talsvert upp
á að keyrslan væri nægileg í þess-
ari sýningu og ég hef það á tilfinn-
ingunni að á góðu kvöldi gæti hún
verið korteri styttri með þéttari og
kraftmeiri leik.
Blásarakvintett Reykjavikur
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Blásarkvintett Reykjavíkur var
stofnaður fyrir tíu árum og hefur
með starfsemi sinni unnið sér sess
sem einn af bestu samleikshópum
hér á landi. Jafnframt því að leika
í Sinfóníuhljómsveit íslands, hafa
þeir komið reglulega fram og það
sem mest er um vert haldið hóp-
inn. Það sem sérstaklega hefur
einkennt starf þeirra félaga er
markviss og vandaður flutningur
og hafa þeir, auk þess að leggja
sitt af mörkum með flutningi ís-
lenskrar tónlistar, ávallt vandað
val viðfangsefna. Þeir sem skipa
kvintettinn eru; Bernhard Wilkin-
son, Daði Kolbeinsson, Einar Jó-
hannesson, Joseph Ognibene og
Hafsteinn Guðmundsson en með
þeim að þessu sinni Robyn Koh á
sembal og píanó.
A  tónleikum  kvintettsins  í
Listasafni íslands sl. þriðjudag
voru á efnisskránni verk eftir Jean
Francaix, Jacques Ibert, Francís
Poulenc og frumfluttur „sextett"
eftir Karólínu Eiríksdóttur. Fyrst
á efnisskránni var Kvintett nr. 2
eftir FranQaix, skemmtilegt og
leikandi verk, samið 1987 og er
það nær alveg ósnortið af „nýaka-
demiskum" hugmyndum um tón-
skipan og Mjóðfalí. Þarna er leik-
ið með alvöruna og gamansemina
sem andstæður af mikilli leikni,
er naut sín mjög vel í frábærum
flutningi félaganna. s
Mutanza — Umröðun heitir
verk Karólínu og kveður þar nokk-
uð við annan tón en í mörgum
fyrri verka hennar, sem oft hafa
verið nánast einrödduð að gérð.
Mutanza, sextett fyrir blásarak-
vintett og sembal, er þéttofið verk
og eins og nafnið bendir til, eins
konar tilbrigðaverk og þrír kaflar
þess í raun samfeUdir að efni. í
öðrum þætti leikur Karólína með
„bordúnbassa" og í seinni hluta
hans mátti finna fyrir hljómskipan
sem minnti á fornan íslenskan
tvísöng. Þetta og háttbundin
hrynskipan í þriðja þætti, benda
til þess að Karólína sé tekin að
leita út fyrir hefðbundnar aðferðir
nýrri tónhugmynda. Verkið í heild
er ágætlega samið, nokkuð laust
í formi en víða fallegt í hljóma,
t.d. þar sem leikið er með glitr-
andi og flöktandi tón sembalsins,
sem mótvægi við ákveðin tón
blásturhljóðfæranna. Verkið var
fallega leikið og var flutningur
þess í heild sannfærandi og víða
mjög vel útfærður. Vandaður
f rumflutningur íslenskra tónverka
hefur löngum verið aðalsmerki
kvintettsins og á því sviði hafa
þeir skilað drjúgu dagsverki.
Frönsku tónskáldin Ibert og
Poulenc voru merkilega ósnortin
af hugmyndum þeim er upp komu
í framhaldi af „modernisma" alda-
mótanna. Þeirra andsvar var leik-
gleðin og svolítið grín með'alvör-
una og þar í er í raun fólgin sér-
staða þeirra. Þrjú smáverk eftir
Ibert voru frábærlega vel leikin
en aðalviðfangsefni tónleikanna
var sextett eftir Poulenc. Með
Blásarakvintett Reykjavíkur lék
Robyn Koh á píanó. Koh er kraft-
mikill píanóleikari og hefur sterka
tilfinningu fyrir hryn en beitti sér
á stundum um of hvað varðar
styrk, svo að að á köflum var
flutningurinn við efri styrkleika-
mörkin. Kvintettinn eftir Poulenc
er mögnuð tónsmíð, á köflum stór-
brotin að gerð og var í heild vel
leikin.
Tíu ára samstarf félaganna í
Blásarkvintett Reykjavíkur hefur
skilað sér til unnenda góðrar tón-
listar og þeir þakka fyrir margar
góðar stundir. Undirritaður á þá
afmælisósk að færa þeim félög-
um, að um langan tíma enn muni
hlustendur telja sig eiga brýnt
erindi á tónleika þeirra.
><%-
FELAGSIIF
HELGAFELL 599110287 VI 2
? GIMLI 599128107 = 1
I.O.O.F. 10 = 17310288 'A = Dn.
D MÍMIR 59911028 - 1 FRL.
I.O.O.F.3 = 17310287 = Rk.
Hörgshlíð12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn   samkoma   í   kvöld
kl. 20.00.
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
Samkoma kl. 16.30. Majorarnir
Reidun og Káre Morken stjórna.
Samkoman verður í stofum
gestaheimilisins, Kirkjustræti 2,
1. hæð. Sunnudagaskóli á sama
tíma.
Mánudagkl. 16.00: Heimilasam-
bandsfundur í safnaðarheimili
Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14.
Kristniboðsféiag karla,
Reykjavík
Fundur verður i Kristniboðssaln-
um, Háaleitisbraut 58-60, mánu-
dagskvöldið 28. október kl.
20.30.
Ragnar Gunnarsson, kristniboði
sér um fundarefnið.
Allir karlmenn velkomnir.
Stjórnin.

Frá Sálarrannsókna-
f élagi íslands
Breski miðillinn Zena Davíes
starfar á vegum félagsins dag-
ana 7.-21. nóvember. Hún held-
ur skyggnilýsingafund fimmtu-
daginn 14. nóvember kl. 20.30
á Sogavegi 69.
Uppl. um einkafundi og nám-
skeið fást á skrifstofu félagsins
í Garðastræti 8, 2. hæð. Opið
frá kl. 13.00-17.00. Sími 18130,
símsvari utan skrifstofutíma.
Stjómin.
ÚTIVIST
HAU.VEIGARSTIG I • REYKJAVIK • SIMI M608
Dagsferðir sunnud. 27. okt.
Reykjavíkurgangan 12. og
síðasti áfangi: Bláfjallaleið.
Gangan hefst við Bláfjöll og lýkur
henni í Hljómskálagarðinum.
Boðið verður upp á þrjár mis-
munandi vegalengdir, 30 km, 20
km og 10 km langar göngur. Kl.
8.30 frá BSÍ, gengið frá Rauöu-
hnúkum, kl. 10.30 frá BSl gang-
an hefst efst í Heiðmörk og kl.
13.00 frá BSl gengið frá Árbæj-
arsafni. Sjá nánar í laugardags-
blaði.
Sjáumst!
Útivist.
Sllt 0 auglýsingar
Fimir fætur
Dansæfing verður í Templara-
höllinni v/Eiríksgötu í kvöld 27.
okt. kl. 21.00. Allir velkomnir.
Upplýsingar í sima 54366.
Skipholti 50b, 2. hæð.
Almenn  samkoma  í  dag  kl.
11.00. Sunnudagaskóli á sama
tíma. Allir innilega velkomnir.
nm með hlutverk
jyíijal  YWAM - ísland
Námskeið um dýpra
bænalíf og að nálgast
Guð.
Langar þig til að vita hvernig þú
getur nálgast Guð á dýpri hátt
en fyrr og skynjaö nálægð hans
og frið? Sé svo, þá býðst þér
að taka þátt i kvöldnámskeiði
um þetta efni sem haldið verður
í Seltjarnarneskirkju dagana
28.-30. október. Kennari er Joan
Nesser, M.A., en hún veitir for-
stöðu Christos Prayer Center í
Bandaríkjunum og er mál hennar
túlkað jafnóðum. Kennsla hefst
öll kvöldin kl. 20.00. Þátttöku-
gjald er kr. 1.500, kaffiveitingar
innifaldar. Skráning hjá okkur í
síma 27460 og i Seltjarnarnes-
kirkju í síma 611550.
Vertu hjartanlega velkomin(n).
fcimhjélp
Almenn samkoma í Þríbúðum í
dag kl. 16. Fjölbreytt dagskrá
með miklum söng. Bamagæsla.
Samhjálparvinir gefa vitnis-
burði mánaðarins. Kaffi að lok-
inni samkomu. Allir velkomnir.
Samhjálp.
FERDAFÉLAG
ÍSIANOS
ÖLDUGÖTU 3 &: 11798 19533
Fagnið vetri
ísunnudagsferðum
27. októberkl. 13.00
1. Vetri heilsað á Víf ilsf elli (655
m.y.s.). Hressandi fjallganga á
eitt af bestu útsýnisfjöllum í ná-
grenni höfuðborgarinnar. Farar-
stjóri: Jón Viðar Sigurðsson.
2. Eldborgir - Leiti - Jósops-
dalur. Auðveld ganga að falleg-
um gígum austan Bláfjalla og til
baka um Ólafsskarð og dalinn
hans Jóseps smiðs. Fararstjóri:
Bolli Kjartansson. Verð kr.
1,000,- í ferðirnar, frítt f. börn
m. foreldrum sínum. Brottför frá
Umferðarmiðstöðinni, austan-
megin, kl. 13.00. Ferðafélags-
ferðirnar eru sívinsælar ferðir,
fyrir fólk á öllum aldri. Gerist
féagar i Ferðafélaginu; skráning
i ferðum og á skrifstofunni Öld-
ug. 3, símar: 19533 og 11798.
Verið með!
Ferðafélag íslands.
KFUM og K
Bænastund á morgun, mánu-
dag, kl. 18.00 á Holtavegi.
Tkfum
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30 í kristniboðssalnum Háa-
leitisbraut 58. Upphafsorð:
Málfríður Finnbogádóttir. Ræðu-
maður: Ástráður Sigurstein-
dórsson. Allir velkomnir.
SAMBAND ÍSLENZKRA
<&d{r KRISTNIBODSFÉLAGA
Sunnudagur:
Samkoma í dag kl. 16.30.
Þriðjudagur:
Biblíulestur kl. 20.30.
Laugardagur:
Unglingasamkoma kl. 20.30.
Hvítasunnukirkjan
VölvufelliH
Sunnudagaskóli kl. 11.00. Allir
krakkar hjartanlega velkomnir.
Aglow-Reykjavík
kristileg samtök kvenna
Fundur verður í kaffisal Áskirkju
mánudaginn 29. okt. kl. 20.00.
Ræðukona þessa fundar verður
Jódís Konráðsdóttir, ritari
Aglow. Guðný Einarsdóttir mun
einnig syngja þrjá sérsöngva.
Kaffiveitingar kosta 300 kr.
Allar konur eru velkomnar og eru
hvattar til aðtaka með sér gesti.
VEGURINN
Kristið samfélag
Smiðjuvegi 5, Kóp.
Kl. 11.00: Fræðslusamvera.
Barnakirkja.
Kl. 20.30: Kvöldsamkoma.
Lofgjörð. Prédikun orðsins.
Fyrirbænir.
Fyrirgefning fæst ekki án úthell-
ingar blóðs.
Verið velkomin.
Hvítasunnukirkjan
Ffladelfía
Sunnudagaskóli kl. 11.00. Allir
krakkar hjartanlega velkomnir.
Almenn samkoma kl. 16.30.
Ræðumaður: Hafliði Kristins-
son. Skírn. Barnagaesla. Léttur
kvöldverður eftir samkomu.
Allir hjartanlega velkomnir.
\
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40