Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						t*/ Reghibundiiin
/• sparnaður
Landsbanki
íslands
*fgtiitM*frifc
MORGUNBLADID, ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK
TELEX 2127. PÓSTFAX 681811, POSTHOLF
LF 1565 / AKUREYRl: HAFNARSTIÍETI 85
SUNNUDAGUR 27. OKTOBER 1991
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
%:j
Náttúrufræðihús í Vatnsmýrinni;
Samkeppni fyrir-
huguð á næsta ári
Kostnaðaráæthm 834 milljónir
SAMSTARFSHÓPUR ríkisins, Reykjavíkurborgar og Háskólans um
byggingu náttúrufræðihúss í Vatnsmýrinni leggur til að á næsta ári
verði haldin samkeppni meðal arkitekta um teikningu að húsinu. Full-
trúar umhverfisráðuneytisins áttu í vikunni fund með umhverfisnefnd
Alþingis, þar sem áætlanir um undirbúning byggingarinnar voru kynnt-
ar. Umhverfisráðuneytið mun fara fram á það við fjárlaganefnd að
framlag til undirbúningsvinnu á næsta ári, sem er 3,5 milljónir í fjár-
lagafrumvarpi, verði hækkað í fimm milljónir vegna þess að samkeppn-
in verði líklega dýrari en talið var.
Að sögn Kristins Helgasonar í  I   Náttúrufræðihúsið á að rísa meðal
umhverfisráðuneytinu  er  kostnað-  | nýrra bygginga Háskóla íslands í
aráætlun yegna byggingarinnar 834
milljónir. Áætlað er að vinna að und-
irbúningi á borð við samkeppni og
aðra hönnunarvinnu næstu þrjú árin,
en Kristinn sagði að vegna útlitsins
í ríkisfjármálunum myndu fram-
kvæmdir varla hefjast fyrr en seinni
hluta árs 1994. Þá ætti hönnun og
annarri undirbúningsvinnu hins veg-
ar að geta verið lokið. Áætlað væri
að bygging hússins tæki tvö ár og
lyki síðla árs 1996.
Vatnsmýrinni. Húsið á að hýsa Nátt-
úrugripasafnið, sem nú er til húsa
við Hlemmtorg, aðstöðu til fræðslu
og kynningarstarfsemi og Náttúru-
fræðistofnun. Ríkið, Reykjavíkur-
borg og Háskólinn hafa átt viðræður
um að skipta byggingarkostnaði á
milli sín. Kristinn Helgason sagði að
sú skipting lægi ekki endanlega fyr-
ir, en rætt væri um að ríkið greiddi
57% og borgin og HÍ 21,5% hvor.
Rannsókn á slysum meðal barna:
Slysatíðni mest í
lok vinnudagsins
í RANNSÓKN á slysum barna og
unglinga, sem skráð voru á slysa-
móttöku Sjúkrahúss Keflavíkur-
læknishéraðs á síðasta ári, kemur
fram að börn á aldrinum 0-4 ára
verða í flestum tilfellum fyrir slys-
um inni á heimilum, oftast vegna
bruna. Börn á aldrinum 10-14 ára
slasast flest á íþróttasvæðum eða
25% þeirra sem leituðu til slysa-
móttöku sjúkrahússins. Slysatíðni
Reykjavík:
Hálka olli
fjölda um-
ferðar-
óhappa
MIKIL hálka var víða á
höfuðborgarsvæðinu aðfara-
nótt laugardagsins. Mátti
rekja að minnsta kosti tíu
umferðaróhöpp í borginni til
hálkunnar en engin alvarleg
slys urðu á fólki. Mikið eigna-
tjón varð.
Bílvelta varð við Eskihlíð
snemma í gærmorgun og öðr-
um bíl var ekið á ljósastaur við
Kleppsveg. Lögreglan í Reykja-
vík sagði að þetta hefði verið
fyrsti alvarlegi hálkudagurinn
en mikið hefði verið um umferð-
aróhöpp á fimmtudag og föstu-
dag þótt hálkulaust hefði verið
þá,
I Hafnarfirði rann bíll í ís-
ingu og hafnaði inni í hús-
garði. Þá var traktorsgröfu í
eigu Loftorku hf. stolið frá
Garðabæ og henni ekið að Víf-
ilsstaðavatni. Þar fannst grafan
á hliðínni, töluvert skemmd.
Ekki er vitað hverjir voru þar
að verki.
yngstu barnanna er mest frá kl.
14 til 19 og nær hámarki síðdegis.
Heildarfjöldi slysa sem skráð voru
á slysamóttökunni á síðasta ári voru
2.983 en þar af voru 700 börn á
aldrinum 0-14 ára eða tæplega fjórð-
ungur hinna slösuðu. Af þeim sem
komu á slysamóttökuna vegna lyfja-
eða efnaneyslu voru flest á aldrinum
0-4 ára. Hras á jafhsléttu er algeng-
ast í aldurshópnum 10-14 ára.
Yfir sumartímann var helsta
ástæða komu unglinga á slysa-
móttökuna slys af völdum hnífa^ véla
og annarra oddhvassra áhalda. I ald-
urshópnum 15-19 ára eru slys vegna
ofbeldis nær jafn algeng slysum á
íþróttasvæðum.
Þórunn Benediktsdóttir hjúkrun-
ardeildarstjóri vann rannsóknina,
sem var kynnt á ráðstefnu hjúkrun-
arfræðinga um helgina.
Síld og stafalogn á Seyðisfirði
Morgunblaðið/Þorkell
Seyðisfjörður hefur skartað sínu fegursta í blíðviðrinu síðustu daga. Grindvíkingurinn Geiriaugur Jónsson
lét fara vel um sig um leið og hann sá um að mata stúlkurnar hjá Dvergasteini á síld. Söltunarkvótinn var
að verða búinn og ekkert fyrir fólkið að gera annað en bíða eftir að samið verði um sölu á meiri síld eða að
hægt verði að hefja frystingu, en of mikil áta hefur verið í henni til þessa.
Verð á skelrækju í Japan hefur
lækkað um allt að 15% í haust
Innflutningur á kaldsjávarrækju fjórðungi meiri nú en í fyrra
UMTALSVERT verðfall hefur orðið á skelrækju í Japan nú í haust,
10 til 15% eftir stærð. Verð á pillaðri rækju í Evrópu og Bandaríkjun-
um virðist hafa fest sig í sessi á lægri nótunum, meðal annars vegna
erfiðs efnahagsástands í helztu markaðslöndunum. Ástæða verðfalls-
ins í Japan er framboð umfram eftirspurn, en aukning innflutnings
þangað milli ára er 26%. Þar af er aukning héðan 46%.
Fyrstu átta mánuði síðasta árs
voru flutt inn til Japans 16.037 tonn
af kaldsjávarrækju (pandalus bo-
realis). Á sama tíma í ár nemur inn-
flutningurinn hins vegar 20.272
tonnum. Grænlendingar hafa verið
umsvifamestir á þessum markaði
með rúmlega 50% markaðshlutdeild.
Sala þeirra af skelrækju hefur nú
dregizt saman, en aukning er á inn-
flutningi frá öðrum löndum. Kanada
og Danmörk hafa tvöfaldað sinn
hlut, en Kanadamenn hafa reyndar
verið smáir á þessu sviði. Aukning
á innflutningi héðan er 46%, hann
fór úr 1.680 tonnum í 2.500 umrætt
tímabil, og 36% frá Noregi.
Þarna er eingöngu um rækju í
skel að ræða og má skýra aukningu
á innflutningi meðal annars með
aukinni veiði, en einnig með því, að
verð á pillaðri rækju hefur verið afar
lágt og því hafa menn leitað inn á
japanska markaðinn eins og kostur
hefur verið. Verð í Japan hefur einn-
ig verið hátt og því hvatt til innflutn-
ings. Reyndin hefur svo orðið sú,
að verðið hefur orðið mörgum pill-
unarverksmiðjum ofviða og rekstri
þeirra því verið hætt. Eftirspurn
hefur því minnkað og verð lækkað
um 10 til 15%, mest á stærri rækj-
unni.
Magni Þór Geirsson, sölustjóri hjá
SH, segir að búast megi við því, að
staðan í Japan lagist nokkuð, þegar
líða fari á næsta ár. Veiðar á kald-
sjávarrækju séu með minnsta móti
í desember, janúar og febrúar og
eigi það við allar helztu rækjuveiði-
þjóðirnar. Hjá okkur bætist svo við,
að mörg rækjuskipanna fari yfir á
loðnu,  þannig að verulega  muni
draga úr framboði héðan í vetur.
Þá megi búast við því að fyrirtæki
í pillun ytra nái sér á strik á ný og
eftirspurn aukist.
Magni segir, að verð á pillaðri
rækju sé lágt, bæði í Evrópu og
Bandaríkjunum. í haust lyftist verð
á smárri rækju lítillega og hefðu
menn þá vonazt til hækkunar á
þeirri stærri, en svo hefði ekki orð-
ið. Því virtist sem rækjuverð yrði
áfram lágt og verðmunur á stórri
og smárri pillaðri rækju minnkaði.
Mikils bata fyrir okkur væri tæpast
að vænta á næstu misserum, bæði
vegna bágs efnahags helztu við-
skiptaþjóða okkar og vegna gífur-
legrar samkeppni heitsjávar- og eld-
isrækju, en þar hefði mönnum tekizt
að ná upp miklum gæðum og festa
sig í sessi á mörkuðunum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40