Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 246. tbl. 79. árg. ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kosningarnar í Póllandi: Hverf- umekki fráum- bótum - segirWalesa Varsjá. Reuter. LECH Walesa, forseti Pól- lands, sagði í gær að stefnt yrði áfram að efnahagsleg- um umbótum i landinu þrátt fyrir að komið hefði fram mikil óánægja á meðal al- mennings vegna versnandi lífskjara undanfarin ár í kosningunum á sunnudag. Walesa sagði að óstöðugleiki blasti við í pólskum stjórnmál- um þar sem þingsætin skiptust á of marga flokka. Hann kvaðst þó staðráðinn í að reyna að miðla málum og beita sér fyrir því að stjórnmálaöflin, sem tengjast Samstöðu, mynduðu „bandalag um áframhaldandi umbætur”. Forsetinn kvaðst ætla að tilnefna nýjan forsætis- ráðherra í stað Jans Krzysztofs Bieleckis um leið og endanleg úrslit kosninganna liggja fyrir síðar í vikunni. Tölvuspár bentu til þess að Lýðræðissamband Tadeusz Mazowieckis, fyrrverandi for- sætisráðherra, yrði stærsti flokkurinn, með 14,5% at- kvæða. Sjá „Urslitin eru reiðar- slag ...” á bls. 27. Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/Þorkell Stefán Esjarsson á heimili sínu í gær ásamt foreldrum sínum, Esjari Snorri Einarsson skömmu eftir að hann fékk að fara heim af Stefánssyni og Elmu Þórarinsdóttur og systur, Jóhönnu Esjarsdóttur. heilsugæslustöðinni í gær. Með honum á myndinni eru systur hans, Eydís og Guðrún. Fimm piltar björguðust er skólaskipinu Mími hvolfdi við Homafjörð: Börðust í brímgarðinum í um hálfa klukkustund Annar skipverjanna fórst en hins er saknað EINN maður fórst og annars er leitað eftir að skólaskipinu Mími RE 3 hvolfdi við Hornarfjarðarós um kl. 13.30 í gær- dag. Þeir voru báðir skipveijar á Mími. Fimm fimmtán ára drengjum tókst að bjarga sér til lands eftir að hafa verið lokað- ir inni í bátnum í um tíu mínútur. Voru þeir á sjóvinnunám- skeiði á bátnum ásamt skipverjunum tveimur. Drengirnir fengu allir að fara heim eftir læknisskoðun en einn þeirra var þó skorinn í andliti og marinn og annar illa marinn á fæti. Þeir voru mjög þrekaðir og kaldir og miður sín eftir þessa þrekraun. Lík annars mannsins fannst rekið á Austur- fjörutanga skömmu eftir að björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Morgunblaðið/Þorkell Haukur Margeir Hauksson í faðmi fjölskyldu sinnar í gærkvöldi, Zophaníasar Torfasonar og Guðrúnar Ingólfsdóttur og systkinanna Vals og Ingibjargar. Bátnum hvolfdi þegar alda reið yfir hann og lokuðust þá drengirn- ir allir og annar skipveijinn inni í bátnum. „Eg stóð á dekki og kast- aðist inn í stýrishúsið og klemmdi annan fótinn í gættinni. Við vorum inni í bátnum talsverðan tíma, og áttum von á að hann myndi sökkva. Það var mikill sjór og kuldi í bátn- um og við vorum alltaf að reka okkur í og fá rafmagnsstuð,” sagði Snorri Einarsson, einn drengjanna, í samtali við Morgunblaðið. „Við fundum síðan að báturinn rétti sig aðeins við og þá sáum við ljósglætu úr einum glugganum. Eg beið í smástund, opnaði svo glugga og fór út og hinir á eftir,” sagði Stefán Rósar Esjarsson. Þeim tókst að losa björgunarbát en misstu hann aftur og urðu að synda til lands. Sagðist Stefán telja að það hafi tekið þá um hálftíma að beijast í gegnum brimgarðinn. Haukur Margeir Hauksson, einn drengjanna, sem eru allir frá Höfn, sagði í samtali við Morgunblaðið að skipstjóri Mímis hefði horfið sjónum þeirra þegar bátnum hvolfdi en hinn skipveijinn hefði verið inni í bátnum ásamt drengj- unum. Snorri Einarsson sagði að skipveijinn hefði róað 'þá og séð til þéss að þeir héldu stillingu sinni á meðan þeir höfðust við inni í bátnum, sem þá var orðinn hálffull- ur af sjó. „Við reyndum að skipu- leggja þetta eins og við gátum. Sjórinn náði okkur í mitti. Það var mikill vindur og bræla þegar þetta gerðist og við vorum næstum drukknaðir í ölduganginum þegar við vorum að reyna að komast í land,” sagði Haukur. Hinir piltarnir tveir, sem björ- guðust, heita Óskar Sigurðsson og Guðni Valþórsson. Björgunarsveitinni barst hjálparbeiðni um kl. 13.45. Tveir bátar frá Höfn, Steinunn SF 10 og Erlingur SF 65 voru skammt frá slysstað. Menn á bátum voru þegar sendir út á Austurijörutang- ann og björgunarsveitarmenn ásamt lækni fóru einnig á staðinn á bílum. Auk þess var hafin leit með flugvélum og var þyrla Land- helgisgæslunnar einnig komin til leitar kl. 16.50. Bátinn rak svo að landi á móts við Þinganessker skömmu eftir að drengirnir höfðu komist að landi. Talið er að liðið hafi 45 mín. áður en drengimir fimm komust undir hendur læknis og björgunarsveitarmanna. Voru þeir fluttir í sjúkraskýli sem er skammt frá og voru þrír þeirra fluttir með bát til lands en tveir með sjúkrabifreið, var annar þeirra þá orðinn mjög máttfarinn. Sjá einnig frétt á baksíðu og viðtöl við piltana á bls. 55. Júgóslavía: ÉBhót- ar refs- ingum Brusscl. Reuter. Utanríkisráðherrar Evr- ópubandalagsins (EB) hótuðu í gær að beita viðskipta- þvingunum gegn þeim lýð- veldum Júgóslavíu sem ekki hefðu samþykkt friðaráætl- un EB fyrir 5. nóvember nk. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að lýðveldin myndi með sér laustengdara samband en verið hefur. Fyrir fund ráðherranna hvöttu Belg- ar til efnahagslegra refsiað- gerða gegn Serbum. Sjá einnig kort á bls. 27.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.