Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTOBER 1991

Ranghugmyndir
um óvígða sambúð
Lögvilla og réttarstaða fólks - fyrri grein
eftír Svölu Thorlaeius
í lögfræði er það kallað lögvilla
þegar fólk hefur rangar eða villandi
hugmyndir um lög og rétt. Oft kem-
ur þetta ekki að sök en stundum
getur það varðað hag einstaklings-
ins miklu að þekkja réttarreglur
þjóðfélagsins eða jafnvel skort á
réttarreglum.
Skortur á réttarreglum
Hérlendis er einkum á einu sviði
einkamálaréttar nánast alger skort-
ur á réttarreglum en það er varð-
andi óvígða sambúð fólks.
Þegar haft er í huga að hér á
landi eru þúsundir einstaklinga í
óvígðri sambúð er ljóst að hér er
alvarlegt mál á ferðinni.
Samkvæmt upplýsingum Hag-
stofu íslands voru 17.342 einstakl-
ingar skráðir í óvígðri sambúð þann
1. desember 1990. Þegar við það
bætist fjöldi fólks sem ekki er
skráður í sambúð af ýmsum ástæð-
um sýnist mega áætla að milli 20
og 30 þúsund manns hérlendis séu
í óvígðri sambúð.
Af kynnum mínum af þessum
málaflokki þori ég að fullyrða að
mikill meirihluti þessa hóps, e.t.v.
80-90%, hefur miklar ranghug-
myndir um réttarstöðu sína.
Misskilningur og rangar
hugmyndir
Þessar ranghugmyndir sem á
lagamáli nefnast lögvilla — eru í
því fólgnar að fólk telur að eftir
ákveðinn tíma í óvígðri sambúð —
oft tvö til þrjú ár — öðlist sambýlis-
fólk sömu réttarstöðu og hjón.
Bregður fólki oft illa í brún við
þær upplýsingar að engar lagaregl-
ur gildi hér á landi um óvígða sam-
búð og að mikil réttaróvissa ríki
almennt um það hvernig leysa beri
slík mál.
Það er óskemmtilegt að þurfa
hvað eftir annað að útskýra fyrir
fólki þessar staðreyndir og svara
þeirri eðlilegu spurningu hvers
vegna ekkert sé gert til að upplýsa
fólk um þessi mikilvægu mál.
Það er í framhaldi af þessu sem
ég sting hér niður penna til þess
að reyna að bæta úr upplýsinga-
skorti varðandi ýmis þau atriði sem
ég hef staðreynt í starfi mínu að
fólk hefur ranghugmyndir um.
Að mínu mati er hér um stórmál
að ræða enda er aleiga fólks oft í
húfí.
Hver er munurinn?
Munur á hjónabandi og óvígðri
sambúð er í aðalatriðum þessi:
A. í óvígðri sambúð eru engar
anilHINr
/A!\
reglur um helmingaskipti eigna og
skulda.
B.   Enginn erfðaréttur er milli
sambúðarfólks.
C.   Enginn réttur er til setu í
óskiptu búi.
D.  Engin gagnkvæm framfærsl-
uskylda.
Þegar ég hef hér að framan rætt
um skort á réttarreglum um óvígða
sambúð er átt við fjárskipti sambúð-
arfólks en nokkur lagaákvæði eru
þó til á víð og dreif varðandi sam-
búðarfólk svo sem í skattalögum,
lífeyrislögum, lögum um húsaleigu-
samninga og lögum um almanna-
tryggingar. Það er sennilegt að
nokkur ákvæði almannatrygginga-
laga hafi valdið framangreindum
misskilningi, en þar er sambúðar-
fólki áskilinn réttur til bóta frá
Tryggingastofnun ríkisins eftir 2
ár í sambúð eða hafi sambúðarfólk
átt saman barn.
Fordæmi úr dómum
Vegna skorts á settum lögum
hafa lögfræðingar nánast eingöngu
fordæmi úr dómum til að styðjast
við til lausnar deilumálum á þessu
sviði.
Áður fyrr var sú stefna ráðandi
að dæma fébætur, svokölluð „ráðs-
konulaun", til þeirra kvenna sem
urðu illa úti við sambúðarslit.
Á seinni árum hefur það færst í
vöxt að dæma einhvers konar skipt-
ingu á eignum búsins, þ.e.a.s. á
þeirri eignamyndun sem orðið hefur
á sambúðartímanum. Þar sem hvert
mál hefur sín sérkenni er þó erfitt
að mynda sér ákveðnar reglur og
verður því hvert mál að skoðast
fyrir sig.
Tveir aðilar ekki hjón
Fólki sem býr í óvígðri sambúð
verður einna helst líkt við tvo aðila
sem stofna með sér fyrirtæki, fjár-
festa í fasteignum og tækjum og
stofna til skulda. Þegar slíta á fyrir-
tækinu verður hvor aðili að sanna
sitt fjárframlag og gera grein fyrir
sinni skuldastöðu.
Þessi dæmi geta t.d. litið svona
út:
Par fer að búa saman. Eftir 5
ár slitnar upp úr sambúðinni. Bæði
komu úr fyrri sambúð, hún átti litla
íbúð sem var með nokkrum áhví-
landi veðskuldum. Á sambúðartím-
anum gerðist þetta:
Þau seldu litlu íbúðina og keyptu
aðra stærri sem skráð var á nafn
mannsins. Til að fjármagna mis-
muninn á verði íbúðanna tóku þau
nokkur lán á nöfnum beggja með
ábyrgðarmenn úr fjölskyldum
beggja.
Keyptur var bíll sem skráður var
á nafn mannsins og greiddur með
skuldabréfi sem konan gaf út og
tveir úr fjölskyldu hennar voru
ábyrgðarmenn á.
Þau keyptu innbú með afborgun-
um enn með fjölskyldurnar í
ábyrgðum.
Maðurinn kom með skuldir úr
fyrri sambúð, m.a. meðlagsskuldír
vegna barna og var gert lögtak í
íbúðinni vegna þeirra og beðið um
uppboð í framhaldi af því.
Á sambúðartímanum eignuðust
þau barn þannig að konan gat
fyrsta árið lítið komist út til að
afla heimilinu tekna en fór síðan
að vinna á kvöldin og um helgar í
sjoppu þar sem launin voru ekki
gefín upp til skatts.
Maðurinn sá um öll fjármál heim-
ilisins og afhenti konan honum
mestan hluta launa sinna til að
greiða af skuldum. Konan sá um
matarinnkaup og greiddi fyrir mat-
inn. Þegar sambúðarslitin lágu í
loftinu seldi maðurinn íbúðina og
bílinn enda hafði hann lögformleg-
an rétt til þess þar sem báðar eign-
irnar voru skráðar á hans nafn og
málsaðilar ekki gift. Hann lét lán
sem tekin voru af konunni og henn-
ar fjölskylda ábyrgðist lönd og leið.
Margar spurningar
Við úrlausn málsins þarf m.a. að
leysa úr eftirfarandi spurningum:
Hvar var sú nettóeign sem konan
flutti í sambúðina, þ.e. hvers virði
var litla íbúðin, hverjar voru skuld-
ir konunnar á þeim árum, hvert
myndi vera verðmæti íbúðar og
staða þessara gömlu skulda í dag?
Hvert er verðmæti stærri íbúðar,
hver á að greiða skuldir, hver á að

¦
¦:
Svala Thorlacius
„Þessar ranghugmynd-
ir sem á lagamáli nefn-
ast lögvilla — eru í því
fólgnar að fólk telur að
eftir ákveðinn tíma í
óvígðri sambúð — oft
tvö til þrjú ár — öðlist
sambýlisfólk sömu rétt-
arstöðu og hjón."
endurgreiða ábyrgðarmönnum það
sem þeir hafa orðið að greiða? Er
um einhverja raunverulega eigna-
aukningu að ræða og ef svo er
hvernig á hún að skiptast milli að-
ila?
Ef maðurinn hafnar helminga-
skiptum á þeim grundvelli að hann
hafi haft mun hærri tekjur en kon-
an, hvernig á hún að sanna sitt fjár-
framlag þegar allar kvittanir eru á
nafni mannsins og skattframtöl
hennar sýna engar tekjur? Á að
meta heimilisstörf til einhverra
tekna?
Allt miðað við hjónaband
Eins og hér hefur verið rakið eru
mál vegna óvígðrar sambúðar ekki
auðveld   viðureignar   hvorki   fyrir
lögmenn né dómara. Þessu til við-
bótar kemur svo að hér er um mik-
il tilfinningamál að ræða þar sem
rökrétt hugsun á ekki alltaf auð-
velt uppdráttar.
Eðlilega er spurt hvernig í ósköp-
unum standi á því að ekki sé sett
löggjöf um óvígða sambúð.
Sifjalaganefndir á Norðurlönd-
um, þ. á m. hér á landi, hafa fjallað
um þetta efni um árabil.
Niðurstaða flestra þeirra aðila
hefur verið sú að ekki beri að setja
slík lög. Fólk sem ekki gifti sig vilji
bersýnilega komast hjá þeim réttar-
reglum sem hjónaband setur og því
sé óréttlátt að þvinga þessa aðila
undir svipuð lög.
Einnig hefur því verið haldið
fram að með slíkum lögum sé verið
að búa til nokkurs konar annars
flokks hjónaband.
Að mínu mati er hjónabandið
grundvallarstofnun þjóðfélagsins
og sú tilhögun sem tryggir best
rétt foreldra og barna. Tel ég fulla
ástæðu til að hvetja fólk í óvígðri
sambúð til að hugsa vel sitt ráð.
En það er á ýmsum fleiri sviðum
sem fólk er haldið misskilningi varð-
andi gildandi löggjöf og réttarstöðu
sína.
í síðari grein minni um lögvillu
og réttarstöðu fólks sem birtast
mun í Morgunblaðinu á morgun
verður fjallað um ranghugmyndir
er snerta skráningu eigna í hjúskap
svo sem bíla og fasteigna og afleið-
ingar þess að ekki sé rétt að þeim
málum staðið.
Þá verður vikið að skilnaði hjóna
og því hvernig að honum þarf að
standa svo löglegt sé en á því virð-
ist oft vera misbrestur. í því sam-
bandi ber meðal annars á góma
svonefnd vefengingarmál vegna
faðernis barna sem kona fæðir
meðan ekki hefur verið gengið frá
lögskilnaði við fyrri maka.
Enn fremur ræði ég um erfðalög
og ráðstöfun arfs en ljóst er að
margir eru haldnir ranghugmynd-
um um þau efni.
Höfundur er
hæstaréttarlögnmður og
starfrækir lögmannsstofu í
Reykjavík.
Parísarsáttmálinn um varnir gegn mengun sjávar;
Bretar falla frá fyrirvara
varðandi geislavirkan úrgang
BREZK stjórnvöld hafa tilkynnt íslenzku ríkisstjórninni að þau hafi
fallið frá fyrirvara við samþykkt tillögu íslendinga um lögsögu París-
arsáttmálans um varnir gegn mengun sjávar í málum er varða
geymslu geislavirks úrgangs undir hafsbotni. Magnús Jóhannesson,
aðstoðarmaður umhverfisráðherra, segir að þetta sé áfangasigur
fyrir íslendinga. Nú geti ekkert aðildarríki Parísarsáttmálans farið
út í að grafa undir hafsbotn frá landi til að geyma þar geislavirkan
úrgang án þess að láta önnur aðildarríki hafa aðgang að upplýsing-
um um málið, til dæmis varðandi umhverfismat.
Á ársfundi Parísarsáttmálans um
varnir gegn mengun sjávar, sem
haldinn var í Hollandi í júní síðast-
: ¦*¦ !!lf
BILALAKK
Við eigum litinn á
bílinn á úðabrúsa.
orlca
FAXAFEN 12 (SKEIFAN).
liðnum, fluttu íslendingar tvíþætta
tillögu um geymslu geislavirks úr-
gangs undir sjávarbotni. Fyrri hluti
tillögunnar gekk út á að það félli
undir Parísarsáttmálann að grafa
undir sjávarbotn frá landi til að
geyma geislavirkan úrgang. Þessi
hluti tillögunnar var samþykktur,
að öðru leyti en því að Bretar gerðu
fyrirvara, sem þeir hafa nú fallið
frá. Seinni hlutinn hljóðaði upp á
að þar til menn kæmu sér saman
um reglur um vistunarstaði fyrir
geislavirkan úrgang skuldbyndu
aðildarríki sáttmálans sig til að fara
ekki út í aðgerðir af fyrrnefndu
tagi. Um þennan lið tillögunnar
náðist ekki samkomulag.
Magnús Jóhannesson sagði í
samtali við Morgunblaðið að öll
aðildarríki Parísarsáttmálans, sem
eru Norðurlöndin og öll Vestur-Evr-
ópuríki, sem eiga land að sjó, hefðu
nú samþykkt að Parísarsáttmálinn
næði til þess, þegar grafið væri
undir sjávarbotn til að geyma þar
geislavirk efni. Áður hefðu engin
alþjóðalög gilt um athafnir af þessu
tagi. Þetta væri mikill sigur fyrir
málstað íslendinga að sínu mati,
og þýddi að aðildarríki sáttmálans
hefðu nú til dæmis rétt til upplýs-
inga um umhverfismat vegna slíkra
framkvæmda, þótt ekki væri búið
að negla niður skilmála í þessum
efnum. „Þótt lagalega sé kannski
ekki fullkomlega tryggt að farið sé
eftir þeim sjónarmiðum, sem við
höfum haldið fram, setur þetta
þrýsting á þessi lönd um að fara
eftir ýtrustu kröfum," sagði Magn-
ús.
Hann sagði að frá því að ársfund-
ur Parísarsáttmálans var haldinn,
hefði verið fallið frá byggingu end-
urvinnslustöðvar fyrir geislavirkan
úrgang í Dounreay í Skotlandi, að
minnsta kosti um stundarsakir.
Hvað varðaði svipaða starfsemi í
Sellafield í Bretlandi yrði úrgangur
þar grafínn á landi, en ekki undir
sjávarbotni. Ekkert benti því til að
geymsla geislavirks úrgangs undir
hafsbotni kæmi til framkvæmda á
næstu árum.
Magnús sagði að nú færi fram
endurskoðun Parísar- og Oslóar-
sáttmálanna um verndun sjávar, og
yrði fundur umhverfisráðherra að-
ildarríkja þeirra í september á
næsta ári. I drögum að nýjum sátt-
málum væru ákvæði um geymslu-
staði alls úrgangs undir sjó, ekki
aðeins geislavirks úrgangs. Magnús
sagði að þetta þýddi að aðildarríki
sáttmálanna gætu ekki geymt
neinn úrgang undir hafsbotni án
samráðs við nágrannaríki. Þetta
skipti íslendinga miklu máli, enda
hefðu fundizt í hafinu umhverfis
landið efni á borð við díoxín, sem
vitað væri að bærust frá öðrum
Evrópuríkjum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56