Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1991 Emjafnréttisáætl- anir fær leið? eftir Stefaníu Traustadóttur Að frumkvæði Jafnréttisráðs og félagsmálaráðherra samþykkti rík- isstjórn Þorsteins Pálssonar vorið 1988 að beina þeim tilmælum til ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja ríkisins að þau semji jafnréttisá- ætlanir til fjögurra ára, þ.e. fyrir tímabilið 1. janúar 1989 til 31. desember 1992. Jafnframt var samþykkt að skrifstofa Jafnréttis- ráðs skyldi meta árangur þeirra áætlana sem gerðar yrðu að tveim- ur árum liðnum. Með setningu fyrstu almennu jafnréttislaganna árið 1976 tóku stjórnvöld á sig þá ábyrgð að vinna að jafnrétti kvenna og karla á öll- um sviðum samfélagsins. Það má líta svo á að með þeirri lagasetn- ingu hafí íslensk stjórnvöld viður- kennt að - þrátt fyrir allt - væri kynjunum mismunað og gert sam- félagið allt ábyrgt í baráttunni fyr- ir jafnrétti. Jafnréttisbaráttan var ekkert einkamál kvenna. Vinna íslenskra stjórnvalda hefur fyrst og fremst beinst að því að breyta hefðbundnum viðhorfum til hlut- verka kvenna og karla. Konur hafa verið hvattar til náms og þær hafa verið hvattar til að hasla sér völl í atvinnulífinu o.s.frv. En því miður hafa stjórnvöld ekki nema að mjög takmörkuðu leyti staðið að skipu- legum aðgerðum sem hafa haft bætta stöðu kvenna að markmiði. Jafnréttisáætlanir eru dæmi um slíkar aðgerðir. En hvað eru jafn- réttisáætlanir? / stuttu máli má segja að hér sé verið að tala um tímabundnar formlega samþykkt- ar áætlanir sem hafa jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla að markmiði. Slíkar áætlanir taka fyrst og fremst á stöðu kvenna og karla á vinnumarkaðnum ogígerð þeirra felst viðurkenning á að það þurfi að grípa til sérstakra tíma- bundinna aðgerða svo aðjafnstaða kynjanna megi verða að veruleika. Til hvers að gera j afnréttisáætlanir ? Það er staðreynd að staða kvenna á vinnumarkaðnum er lak- ari en staða karla. Rannsóknir hafa sýnt að starfsgreinar þar sem karlar eru í meirihluta eru almennt betur launaðar en þær sem konur hafa aðallega sótt í. Starfsval kvenna er fábreyttara en karla og þær vinna styttri vinnutíma. Jafn- rétti kvenna og karla á vinnumark- aði er ekki bara hagsmunamál kvenna. íslenska þjóðfélagið er í örri þróun og þarf á öllum vinn- andi höndum að halda til að geta haldið við þeirri velmegun sem við höfum búið við. Þjóðfélagið kallar eftir nýjum þegnum og atvinnulífið kallar eftir hugviti og vinnufram- lagi. A vinnumarkaðnum eru bæði karlar og konur vegna þess að það er þörf fyrir alla. Jafnréttisáætlan- ir eru aðeins ein leið af mörgum sem hægt er að fara til að jafna stöðu kvenna og karla á vinnu- markaðnum. Þetta er ekki eina leiðin en hún getur skilað okkur árangri. Þegar við lítum til frænd- þjóða okkar sjáum við árangur sem m.a. má rekja til séraðgerða í þágu kvenna. Jafnréttisáætlanir opin- berra stofnana og fyrirtækja í einkaeign eru dæmi um aðgerðir sem hafa skilað þeim ágætum ár- angri. Lögin leggja ekki eingöngu skyldur á stjórnvöld og hið opin- bera heldur einnig á atvinnurek- endur. Stjórnvöld hafa skyldur vegna stefnumótunar í jafnréttis- málum og eiga að fýlgja eftir lög- um sem um þau gilda. í þeim er atvinnurekendum gert skylt að tryggja jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla á öllum sviðum atvinnulífsins og vinna markvisst að því. Ríkið er stærsti atvinnurek- andi landsins og getur haft bein áhrif á stöðu jafnréttismála hjá sínu starfsfólki. Ófært - segja sumir Þegar ráðuneytum, stofnunum og fyrirtækjum ríkisins voru kynnt tilmælin um gerð jafnréttisáætlana svöruðu nokkrir forráðamenn þeirra erindinu með rökstuðningi þess efnis að slíkar áætlanir væri illmögulegt að gera. Forsendunum fyrir því að þeir treystu sér ekki til að semja slíkar áætlanir má skipta í tvo meginhópa. Annars vegar smæð stofnunarinnar og um leið það mat þeirra að staða kvenna þar væri góð og hins vegar sér- staða hvað varðar viðfangsefni sem krefjist menntunar og/eða starfsreynslu sem konur hafi al- mennt ekki og það sé ekki á valdi viðkomandi stofnunar að hafa áhrif þar á. Það er rétt að fámennar stofnan- ir þar sem starfsfólk er innan við 20 manns eiga í erfiðleikum með gerð jafnréttisáætlana enda var tilmælum ríkisstjórnarinnar beint til vinnustaða þar sem voru starf- andi 20 einstaklingar eða fleiri. En eru röksemdir hins hópsins rétt- ar eða ásættanlegar? A þessum stofnunum eru karlar í miklum meirihluta og verkaskipting mjög skýr. Karlar vinna störf sem krefj- ast sérfræðiþekkingar eða sér- tækrar starfsreynslu og konur al- menn skrifstofu- og þjónustustörf. Forráðamenn þessara stofnana telja það ekki á sínu færi að hafa áhrif á þessa stöðu fýrst og fremst vegna hefðbundins náms- og starfsvals kynjanna en undirstrika að þeir sjái ekkert því til fýrirstöðu að ráða konur til starfa svo fremi þær uppfylli þau menntunar- og reynsluskilyrði sem krafist er. Er þetta rétt? Að mati okkar í Jafnréttisráði er það ekki. Það skiptir máli í baráttunni fyrir breyttum viðhorfum til verkaskipt- ingar kynjanna að strákar og stelp- ur sjái að allur vinnumarkaðurinn standi þeim opinn; að þau t.d. sjái að það sé óskað eftir konum til ákveðinna starfa; að hefðbundnir karlavinnustaðir skipuleggi sínar vinnuaðstæður þannig að konum sé gert kleift að sinna launavinnu og börnum o.s.frv. Atvinnurekend- ur geta haft áhrif á þessa þróun t.d. með því að auglýsa störf þann- ig að konur séu hvattar til að sækja um þau. Þeir geta það líka með því að bjóða konum/körlum í óhefðbundu námi starfsþjálfun í skólafríum o.s.frv. Þetta eru tvö dæmi um mögulegar leiðir atvinnu- rekenda til að hafa áhrif á og jafn- vel flýta fyrir þróuninni. Slíkar aðgerðir þurfa ekki að kosta svo miklar fjárupphæðir, oft nægir að setja upp jafnréttisgleraugun. Stefanía Traustadóttir „Jafnréttisáætlanir eru aðeins ein leið af mörg- um sem hægt er að fara til að jafna stöðu kvenna og karla á vinn- umarkaðnum. Þetta er ekki eina leiðin en hún getur skilað okkur árangri.” Við skulum reyna - sögðu aðrir Það voru samtals 42 ríkisstofn- anir sem svöruðu tilmælum ríkis- stjómarinnar og gerðu jafnréttis- áætlun. Nokkrar þessara áætlana geta hins vegar varla talist vera jafnréttisáætlanir, heldur frekar almennar viljayfirlýsingar viðkom- andi forráðamanna þess efnis að þeir muni ekki nú frekar en áður mismuna starfsmönnum sínum eft- ir kynferði. Sem dæmi um stofnan- ir sem sýnt hafa slík viðbrögð má nefna Brunamálastofnun ríkisins, Kísiliðjuna og Verðlagsstofnun. Þessar stofnanir gerðu flestar grein fyrir stöðu mála eins og hún var á árunum 1988-1989, þ.e. það var gerð gerð grein fyrir hvernig starfsmenn viðkomandi stofnunar skiptust eftir kyni og starfsheitum, yfirmanna- og ábyrgðarstöðum o.s.frv. Eðlilega varð því frekar lít- ið um svör þegar þessar og aðrar stofnanir voru beðnar um að meta stöðuna og árangur áætlunarinnar tveimur árum seinna. Nokkrar stofnanir lögðu hins vegar mikla vinnu í sínar áætlanir og sem dæmi má nefna jafnréttis- áætlun Póst- og símamálastofnun- ar. Það er eina stofnunin sem hef- ur sett sér ákveðin vel skilgreind langtímamarkmið og ætlar að beita ráðningastefnu og starfs- mannahaldsstjórn markvisst í því augnamiði. Þá má geta þess að stofnunin kynnti sér sambærilegar áætlanir sem póst- og símamála- stofnanir Norðurlanda hafa gert. Það er óhætt að fullyrða að þær stofnanir sem fólu sérstökum vinnuhópi að vinna tillögur að gerð jafnréttisáætlana og síðan höfðu samband við skrifstofu Jafnréttis- ráðs og báðu um samstarfsfund eða leiðbeiningar, unnu raunhæfar áætlanir sem ætti að vera auðvelt að fara eftir. Sem dæmi má nefna Ríkismat sjávarafurða, Vinnueftir- litið og Iðntæknistofnun. Eru jafnréttisáætlanir fær leið? Nú tveimur árum eftir að jafn- réttisáætlanir sáu dagsins ljós hef- ur Jafnréttisráð verið að kanna og meta árangur þeirra og niðurstaða okkar er að þær þoki okkur áleið- is. Við höfum m.a. séð auglýsingar um stöður þar sem konur eru sér- staklega hvattar til að sækja um. Jafnréttisráð hefur haft samband við stofnanir og bent á ákvæði í samþykktum áætlunum o.s.frv. Þá > ■j 1 L ' r J n \ |l l)l 1 1 5 E 1 1 s t) 1 3 Stórhöfða 17, við Guilinbrú sími 67 48 44 úr íxim með færanlegum riinlnm ÉÉ •:>v: : ■xœ •y.ý: ousa SSB m x''í Nix; m . -V vx: ■aoa- :;:::>> ::::::;: Xv y. NN HURÐIR HF Skeifan 13 ■108 Reykjavík-Sími 681655 Til frambúðar SBBA þakrennur Litir: Hvftt, svart, rautt, brúnt Sænsk gæða framleiðsla Galvanhúðað stál gefur styrkinn og litað plasthúðað yfirborð ver gegn ryði og tæringu. Fagmenn okkar veita ráðleggingar. Hagstætt verð. Sölu- og þjónustuaðllar: Bllkksmiðjan Funi sf., Smiðjuvegi 28, Kóp. S. 91-78733 Bllkksmiðjan Vík hfM Smiöjuvegi 18c, Kóp. S. 91-71580 Bllkksmiðja Einars sf„ Smiöjuvegi 4b, Kóp. S. 91-71100 Blikksmlðjan Höföl, Eldshöfða 9, Rvk. S.686212 Borgarblikksmiðjan hf„ Álafossvegi 23, Mosfellsb. S. 91-668070 Stjörnubtikk hf., Smiöjuvegi 1, Kóp. S. 91-641144 Blikkás hf„ Skeljabrekku 4, Kóp. S. 91-44040 Blikksmiðja Erfendar, Hnífsdalsvegi 27, Isaf. S. 94-4488 Bilkkrés hf„ Hjalteyrargötu 6, Akureyri. S. 96-27770 Blikk og bílar, Túngötu 7, Fáskrúösfiröi. S. 97-61108 Blikk ht„ Gagnheiði 23, Selfossi. S. 98-22040 Blikksmlf Bllkksmli ilðja Ágústs Guðji ilðjan Eintœknl, B Iðnasonar, Vesturbraut 14, Keflav. S. 92-12430. 'ygggörðum 4. Seltjarnesi. S. 91-611665. ÍISVOR BYGGINGAREFNI Dalvegi 20, Kópavogi, slmi 91-641255, fax 641266 pósthólf 435, 202 Kópv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.