Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÖKTÓBER 1991
NY KIRKJA VIGÐ
eftir Guðmund P.
Valgeirsson
Biskup íslands, herra Ólafur
Skúlason, vígði nýja sóknar- og
safnaðarkirkju að Arnesi á Strönd-
um, við hátíðlega athöfn sunnu-
daginn 8. september í blíðskapar-
veðri.
Auk biskups voru mættir sex
prestar, þar af 5 aðkomuprestar.
Þeir voru, auk sóknarprestsins séra
Jóns ísleifssonar, Sigurður Guð-
mundsson, fyrrv. vígslubiskup,
séra Guðni Þór Ólafsson, prófastur
Húnavatns- og Strandaprófasts-
dæmis, Melstað, séra Kristinn
Björnsson prestur á Hvamm-
stanga, séra Ágúst Sigurðsson,
Prestsbakka og séra Björn H. Jóns-
son, fyrrv. prestur á Húsavík. Séra
Björn H. Jónsson hóf prestsferil
sinn hér að Árnesi fyrir 40 árum
og þjónaði Árnesprestakalli í 4 ár.
Þessir virðulegu guðs- og kirkj-
unnar þjónar settu stóran svip á
þessa helgu athöfn með nærveru
sinni og gáfu henni mjög hátíðleg-
an blæ og góð hughrif. Þökk sé
þeim fyrir það og komu sína til
þessarar hátíðlegu stundar.
Athöfnin hófst með því að bisk-
up, prestar og sóknarnefnd gengu
í skrúðfylkingu inn kirkjuna og upp
að altarinu með kirkjugripi Árnes-
kirkju og komu þeim fyrir á altari
nýju kirkjunnar. Höfðu þeir áður
verið færðir úr gömlu kirkjunni.
Því má skjóta hér inn að undir-
stöður altarisins eru brimsofnir
blágrýtissteinar af Fellshlíðarfjör-
um þar sem brimaldan svellur tíð-
ast og með þunga við hleinar og
fjörusteina.
Því næst hófst vígsla hinna nýju
kirkju með því að biskup vígði
hana helgri vígslu sem sóknar- og
safnaðarkirkju Árnesprestakalls
og lýsti yfír blessun Guðs og sinni
á hinu helgaða húsi safnaðarins.
Að þeirri helgun lokinni steig
biskup í stólinn og flutti einkar
fagra og hugnæma ræðu, sem
lengi mun lifa í hugum þeirra er
hlýddu. I ræðu sinni fór hann lofs-
orðum um hið nýja guðshús Betel-
safnaðarins, hönnun þess, smíði
og frágang allan, sem væri til sóma
fyrir alla aðstandendur þess og
hinn fámenna söfnuð. Að ytra út-
liti bæri það svipmót af hinu fagra
og stórbrotna umhverfí sínu. Hann
bar lof á söfnuðinn og sóknarnefnd
r
Hvaba kröfur
gerirþútil
nýrrar
þvottavélar?
Væntanlega þær, að hún þvoi, skoli og vindi vel, en sé jafnf ramt sparneytin
á orku, vatn og sápu. Aö hún sé auöveld í notkun, hljóölát og falleg.
Síbast en ekki síst, ao nún endist vel án sífelldra bilana, og ab varahluta- og
viogerbaþjónusta seljandans sé góo.
Séu þetta krófurnar, líttu þá nánar á ASKO hjá Fönix. ASKO stenst þær allar
og meira til, því þab fást ekki vandaban né sparneytnari vélar. Og
þjonusta Fönix er fyrsta flokks, traust og lipur.
"\
Verbib svíkur engan, því nú um sinn bjóoum vib ASKO
þvottavélarnar, bæoí framhla&nar og topphlabnar, á sérstöku
kynningarverbi:
ASKO10003 framhl.  1000 sn.vinding
ASKO11003 framhl.  900/1300 snún.
ASK012003 framhl.  900/1300 snún.
ASKO 20003 framhl.  600-1500 snún.
ASKO16003 topphl.  900/1300 snún.
KR. 71.500 (67.920 stgr.)
KR. 79.900 (75.900 stgr.)
KR. 86.900 (82.550 stgr.)
KR. 105.200 (99.940 stgr.)
KR. 78.900 (74.950 stgr.)
V
Gó&ir greibsluskilmálar: 5% stabgreiðsluafsláttur (sjá a& ofan) og 5% ab auki séu keypt
2 stór tæki samtímis (magnafsláttur). VISA, EURO og SAMKORT ra&grei&slur til allt að
12mán. ,án útborgunar.
ÞVOTTAVÉLAR 6 GERDIR TAUÞURRKARAR 8 CERÐIR
UPPÞVOTTAVELAR 5 CERÐIR
^omx
fyrir framtak og atorku, að hafa
komið þessu guðshúsi upp á svo
skömmum tíma með myndarskap
svo_ sem raun væri á.
Áður en þessari hátíðlegu
kirkjuathöfn lauk var gengið að
„náðarborðinu" þar sem fyrrver-
andi vígslubiskup, séra Sigurður
Guðmundsson, og prófastur, séra
Guðni Þór Ólafsson, útdeildu náð-
armeðölum kristinnar kirkju og
kristilegs samfélags. Flest allir
kirkjugestir gengu að því náðar-
borði í hljóðri lotningu og bæn.
Við athöfnina annaðist söngfólk
safnaðarins kirkjusönginn undir
stjórn og hljóðfæraleik Douglas
A. Brotelíe, skosks manns að ætt
og uppruna, sem dvelur hérlendis
og er góðvinur og stundum gestur
heimamanna. Allt var það með
þeim ágætum sem staðhættir og
kraftar heimamanna hafa upp á
að bjóða.
Það vakti athygli hve góður
hljóðburður er í hinni nýju kirkju.
Hefur það mikið að segja.
I lok kirkjuathafnarinnar tók
formaður sóknarnefndarinnar,
Gunnsteinn Gíslason, til máls.
Rakti hann í stórum dráttum bygg-
ingarsögu nýju kirkjunnar. Hann
bar fram þakkir sínar og safnaðar-
ins til allra þeirra sem heiðruðu
okkur með nærveru sinni á þessari
hátíðlegu stund, og lögðu það á
sig að mæta til athafnarinnar,
sumir um langan veg. Hann þakk-
aði yfirsmið kirkjunnar vel unnið
verk svo og öllum þeim sem lagt
hefðu hönd sína að þessu verki í
smáu og stóru og styrk það með
gjöfum í vinnu, efni og peninga-
framlögum, sem væru veruleg, og
hlýhug sem margir hefðu sýnt
þessu verki. Sérstaklega gat hann
Gísla Sigurbjörnssonar á Grund í
Reykjavík, sem hefði sýnt þessu
verkLáhuga og ríkan skilning með
ríflegum fjárframlögum og hlýjum
hvetjandi orðum til okkar fyrir
framtakið. Hann hefði heldur ekki
gert það endasleppt, því nú fyrir
vígsluna hefði hann sent kirkjunni
að gjöf 40 sálmabækur. Þær hefðu
komið sér vel fyrir hina mörgu
kirkjugesti. Hann færði biskupi og
kirkjuyfirvöldum sérstakar þakkir
fyrir ómetanlegan skilning og
stuðning við byggingu hinnar nýju
kirkju. Sá skilningur hefði skipt
sköpum í því sem hér hefði verið
að gerast og verið gert og nú
væri verið að vígja til þjónustu við
söfnuðinn. Hann þakkaði viðstödd-
um prestum nærveru sína á þess-
ari hátíðarstund, hlý orð þeirra og
blessunaróskir.
011 athöfnin fór mjög virðulega
fram og yfir henni allri var mikil
hátíðarstemmning. Énda hún ein-
stök í sinni röð og óviðjafnanleg í
sögu þesarar afskekktu sveitar.
Viðstaddir munu seint eða aldrei'
gleyma því sem fyrir augu og eyru
bar á þessari hátíðarstundu.
Nýja kirkjan á Árnesi á Ströndum.
Guðmundur P. Valgeirsson
„ÖU athöfnin fór mjög
virðulega fram og yfir
henni allri var mikil
hátíðarstemmning.
Enda hún einstök í sinni
röð og óviðjafnanleg í
sögu þesarar afskekktu
sveitar. Viðstaddir
munu seint eða aldrei
gleyma því sem fyrir
augu og eyru bar á
þessari hátíðarstundu."
Að lokinni athöfn í kirkjunni var
gengið að veisluborði í samkomu-
húsi sveitarinnar, sem er aðeins
spölkorn frá kirkjunni. Konur
sveitarinnar höfðu undirbúið það
veglega og með sóma. Eru ótíund-
uð verk þeirra við þann undirbún-
ing og við að koma ýmsu í lag og
í við kirkjuna fyrir vígsluna. Hefur
í því sem oftar komið fram óeigin-
gjarnt sjálfboðaliðastarf þeirra í
þágu kirkju sinnar.
Undir borðum ávörpuðu biskup
og prestar heimamenn og gesti
með árnaðaróskum og blessunar-
orðum. Formaður sóknarnefndar
flutti að lokum þakkarorð. Eins
og áður sagði var margt af að-
komufólki saman komið til að njóta
með heimamönnum þessa einstæða
hátíðlega atburðar. Meðal þeirra
HATUNI 6A SIMI (91) 24420
J
Aðalfundur Hvatar
AÐALFUNDUR Hvatar, fé-
lags sjálfstæðiskvenna í
Reykjavík, verður haldinn f
kvöld, þríðjudag 29. október,
kl. 20.30 í Valhöll.
Á dagskrá fundaríns eru
venjuleg aðalfundarstörf auk
þess sem Lára Margrét Ragnars-
dóttir alþingismaður er gestur
fundarins.
Á fundinum í kvöld mun Krist-
ín Guðmundsdóttir láta af störf-
um sem formaður Hvatar og
kosinn verður nýr formaður auk
stjórnar og trúnaðarráðs.
Sjálfstæðiskonur í Reykjavík
eru hvattar til að mæta á aðal-
fundinn og leggja sitt af mörkum
við að treysta félagsstarfjð í
Sj álfstæðisflokknum.
Lára Margrét Ragnarsdóttir
var Guðlaugur Gauti Jónsson, arki-
tekt kirkjunnar. Hann er ættaður
héðan úr Árneshreppi. Hann hefur
unnið mikið og gott verk í þessu
sambandi fyrir ættbyggð sína og
goldið henni „Torfalögin" fyrir
veru sína í föðurtúni á æskuárum
sínum. Hann rakti í fáum orðum
þróunarferil hugmyndar sinnar að
þessu húsi og samstarfi sínu við
formann sóknarnefndar, frænda
sinn, og lýsti ánægju sinni yfir því
verkefni.
Einnig voru þarna aðrir fag-
menn, sem lagt höfðu hendur sínar
að þessu verki á margvíslegan
hátt og af óeigingirni boðnir og
búnir til að gera allt sitt til að
þetta verk mætti takast sem best
og fara vel úr hendi og vera þeim
vanda vaxið að þjóna þeim tilgangi
sem því er ætlað. Auk þess vinir
og velunnarar þessarar fram-
kvæmdar, víða að komnir. Hafí
þeir heila þökk heimamanna.
Kveðjur og heillaóskir bárust frá
ýmsum velunnurum sem ekki gátu
komið því við að mæta til þessarar
hátíðar.
Það var ómetanlegt að finna frá
öllum þessum aðilum þann yl og
velvilja sem kom fram í orðum
þeirra, sem með orðum tjáðu sig
og engu síður hinna sem með
nærveru sinni sýndu okkur vináttu
og samstöðu í þessu máli, á þess-
ari stundu. Þó ekki kæmist nema
brot af þeim bænum og blessunar-
orðum til hásætis himnanna sem
fram voru bornar, held ég og trúi
að „syndin" sem biskup vék að í
ræðu sinni, hljóti að verða slegin
út af laginu og það virkar okkur
heimamönnum til ómetanlegrar
blessunar.
Þegar þetta stóra og erfiða verk-
efni er metið og þeim þakkað að
verðugu sem þar hafa að unnið á
margvíslegan hátt, þá vil ég sem
þessa frásögn set á blað, láta það
koma fram hversu stór hlutur
sóknarnefndarformannsins, Gunn-
steins Gíslasonar, er í framkvæmd
þessa máls og hve mikið við, sem
höfum staðið við hlið hans í því,
eigum honum að þakka. Þar hefur
ekki verið við nein gamanmál að
glíma á köflum og mörgu ómak-
lega að honum vikið, og oft úr
vöndu að ráða. Því hefur hann
mætt með prúðmennsku og still-
ingu, sem honum er eðlislega í
blóð borin og sýnt meira umburðar-
lyndi þeim öflum, sem unnið hafa
gegn byggingu þeirrar kirkju, sem
nú er tekin í notkun en mér og
öðrum hefur stundum þótt við
hæfi þegar réttar leikreglur hafa
verið að engu hafðar.
Hann hefur nú komið þessu
verki í höfn. Vonandi fylgir því sú
gæfa að um það skapist einhugur
og samfélag kristins safnaðar svo
það verk sem hér hefur verið að
unnið söfnuði og safnaðarlífi til
úrbóta, megi skila tilætluðum ár-
angri. Sú er von og bæn þeirra,
sem að þessu verki hafa staðið.
Þar sem almennur vinnudagur
fór í hönd urðu gestirnir að flýta
för sinni hver til síns heima. Voru
því hinir tignu gestir og aðrir góð-
vinir kvaddir með virktum, vináttu
og þökk. Einhverri hátíðlegustu
stund í tilveru þessarar sveitar var
lokið. Andi friðar og kærleika
hvfldi yfir þeim sem hér áttu sann-
kallaða hátíðarstund.
Höfundur er bóndi í Árnesi.  \
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56