Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1991
Ferðalangarnir ásamt fulltrúum Klais-orgelsmiðjunnar á tróppum   Orgelsmíðin er hafin, fyrsti hlutí orgels Hallgrímskirkju á vinnu-
íslenska sendiráðsins í Bonn.                                borðinu. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Guðjóu L. Sigurðsson,
Jóhannes Pálmason, Halla Bachmann, Hjálmar Hannesson, sendi-
herra, Klaus Fliigel og Hörður Áskelsson.
Að sjá draum sinn rætast í
höndum þýskra orgelsmiða
Safnaðarmeðlimir og velunnarar Hallgrímskirkju á ferð í Þýskalandi
„Orgelsmiður er fyrst og fremst
kirkjunnar þjónn," sagði Hans
Gerd Klais orgelsmíðameistari í
Bonn og vísaði til þess að orgel
eru og hafa lengi verið samofinn
og snar þáttur í kristnu helgihaldi.
Kristnar kirkjur einar tilbeiðslu-
staða í veröldinni hýsa slík hljóð-
færi. Hans Gerd Klais er þriðja
kynslóð orgelsmiða sem rekur org-
elsmiðju fjölskyldunnar í Bonn.
Hann hefur tekið að sér að smíða
orgel fyrir Hallgrímskirkju og í til-
efni af því fór hópur safnaðarmeð-
lima og velunnara kirkjunnar tíl
Þýskalands að skoða smiðju Klais
ög sjá og heyra orgel sem svipar
til þess orgels sem verður í Hall-
grímskirkju.
Hvernig sem á er litið er ljóst
að smíði orgelsins fyrir Hallgríms-
kirkju er sérstæður atburður.
Áræði og kjarkur þess fólks sem
ræðst í þáð verkefni að kaupa al-
vöru hljóðfæri fyrir Island hlýtur
að vekja virðingu og aðdáun. Hljóð-
færið sjálft er einstakt, aldrei áður
hefur slíkt hljóðfæri verið byggt
og aldrei aftur verður það gert,
sérhver skrúfa, pípa og planki er
unnið af handverksmönnum Klais-
smiðjunnar fyrir þetta orgel sér-
staklega. Enginn fjöldaframleiðsla,
allt er unnið í höndunum og ekk-
ert er staðlað nema alúðin sem
lögð er í verkið og metnaðurinn
sem blæs lífi í hljóðfæri Klais
umfram mörg önnur. Sérhver
skrúfa, hver viðarbútur og hljóm-
pípa eru sérstaklega sniðin að að-
stæðum í Hallgrímskirkju.
Að brúa Atlantshafið
Að smíða orgel er bæði tíma-
frekt og dýrt. „Við erum ekki ódýr-
ir," sagði Klais við blaðamann
Morgunblaðsins, „en við viljum
vera bestir." Qrgelsmiðja Johannes
Klais, eins og verkstæðið heitir,
var stofnuð af afa Hans Gerd Kla-
is, Johannes Klais, árið 1882 í
Bonn. Johannes Klais nam orgel-
smíði í Strassborg auk námsferða
um Þýskaland, Sviss og Frakkland.
Það þykir hafa einkennt orgel
smíðuð af Klais-fjölskyldunni að
þau sameina að hluta franska og
þýska orgelhefð. í höndum hinna
raunverulegu orgelsmiða er orgel-
smíði listgrein, sérhvert hljóðfæri
er smíðað fyrir tiltekið hús og að-
stæður. Viður er valinn úr ná-
grenni þeirrar kirkju eða hljóm-
leikahúss sem á að hýsa orgelið.
Tré sem hafa vaxið í sama lofts-
lagi, raka og hita og hljóðfærið á
að vera í reynast best. Fyrir ísland
varð fyrir valinu 350 ára gömul
virðuleg þýsk eik. Tré sem nota
má til orgelsmíði hafa enn ekki
Eikin í orgel Hallgrímskirkju er 350 ára gömul. Hér í þurrkgeymslunni hafa niðursagaðir trjábol-
irnir beðið í mörg ár eftir því að ná réttu rakastigi, nú bíða þeir þess að orgelsmiðirnir geti lagt þá
á hefilbekkinn.
vaxið í íslenskum skógum. Aug-
ljóst er að Klais er stoltur af því
að smíða orgel fyrir fólk uppi á
íslandi.
» „Auðvitað eru þetta viðskipti,"
segir hann, „en þetta er miklu
meira." Hann talar af hlýju -og
aðdáun um íslenska vini sína og
finnst það skipta máli að hljómar
Klais-orgels eigi eftir að brúa
Atlantshafið á mörkum nýja og
gamla heimsins. Gestrisni og hlýtt
viðmót er honum minnisstætt úr
heimsóknum til íslands. Hann talar
sérstaklega um sendiherra íslands
í Bonn, Hjálmar Hannesson, sem
hafi sýnt málinu áhuga frá upp-
hafi og lagt því lið. Þar.fer greini-
lega maður sem er Klais að skapi.
Klais finnst það mikilvægt að vera
aðili að fyrsta raunverulega sam-
starfsverkefninu á milli Bonn og
íslands.
ísland opnað fyrir
gömlu meisturunum
Á íslandi hefur ekki verið til
konsertorgel sem gefur möguleika
á því að flytja stórverk meistar-
anna né heldur hljóðfæri sem gefur
íslenskum tónskáldum færi á að
spreyta sig á metnaðarfullum org-
elverkum til flutnings á íslandi.
Orgelið í Hallgrímskirkju er kon-
sertorgel, kallað svo vegna þess
að það orgelverk hefur vart verið
samið sem ekki er mögulegt að
leika á þetta hljóðfæri. Hallgríms-
kirkja er stór kirkja og eina kirkjan
á íslandi sem hýst getur hljóðfæri
á stærð við konsertorgel. Með org-
elinu skapast möguleikar á nýjum
þætti í íslensku tónlistarlífi, orgelið
sem verður með þeim stærri og
betri í heiminum verður orgellei-
Jóhannes Pálmason, formaður
sóknarnefndar, í tíngeymslu
Klais-orgelsmiðjunnar'. Bróður-
parturinn af þessu tini verður
bræddur og breytt í orgelpípur
Hallgrímskirkjuorgelsins.
kurum um allan heim tilefni til að
koma til íslands að flytja tónverk
sem aldrei hafa verið flutt þar áður.
Orgelið er fimmtán metrar á
hæð og vegur um 25 tonn. Það
hefur 72 raddir sem skiptast á fjög-
ur hljómbörð og fótspil. Orgelpíp-
urnar eru 5.200, sú stærsta er 10
metrar á hæð en sú minhsta 5
sentimetrar. Orgelið spannar að
fullu mannleg heyrnarmörk frá
hæstu til lægstu tóna. Orgelið í
Hallgrímskirkju verður eitt full-
komnasta orgel á Norðurlöndum.
Það þurfti framsýni og einurð til
að nýta tækifærið sem gafst til að
kaupa alvöru hljóðfæri til íslands,
aldrei áður hefur verið til hús á
íslandi sem hentaði slíku hljóð-
færi. Komandi kynslóðir hljóta að
standa í þakkarskuld við það fólk
sem réðst í þetta stórvírki en auð-
vitað er saga Hallgrímskirkju saga
fólks sem hvorki lætur smásálar-
skap né skammsýni hafa áhrif á
sig.
Gott orgel er dýrt orgel
Einhver hefur sagt að peningar
séu afl þeirra hluta sem gera skal.
Eftir stutt kynni af áhugafólki um
orgelkaup fyrir Hallgrímskirkju
finnst blaðamanni öllu nær að
segja að peningar séu verkfæri
þess fólks sem á sér göfug markm-
ið að keppa að. Sigurður Elí Har-
aldsson hefur haldið utan um fjár-
mál til orgelkaupanna. Hann sagð-
ist enn sannfærðari en áður um
gildi þess að kaupa KJais-orgelið
fyrir Hallgrímskirkju. Heimsóknin
í smiðju Klais hefði verið ógleym-
anleg, sú natni og nákvæmni í
vinnubrögðum sem íslendingarnir
hefðu séð þar væri stórkostleg. I
sama streng tók Þorkell Sigur-
björnsson, sonur fyrsta sóknar-
nefndarformannsins, og annað
samferðafólk. Það hafi verið mikil-
vægt að sjá alúð þýsku handverks-
mannanna en einnig að sjá og
heyra konsertorgel í kirkjum í
Þýskalandi, — eftir það er öllum
ljósara en áður að orgelið í Hall-
grímskírkju verður í góðum hönd-
um hjá Herði Áskelssyni, organista
kirkjunnar.
Orgelið í Hallgrímskirkju kostar
70 milljónir króna en auk þess er
nauðsynlegt að gera nokkrar
breytingar í innréttingum í kirkj-
unni til að laga þær að hljómburði
hljóðfærisins. Orgelsjóður hefur
lengi verið starfræktur við kirkjuna
og úr honum kom stór hluti fyrstu
greiðslu vegna smíðinnar. Sérstakt
söfnunarátak var undir kjörorðinu
„gefum orgelpípu" en það byggist
á því að fólki gefst kostur á að
kaupa einhverja eða einhverjar af
þeim 5.200 pípum sem orgelið
stendur saman af. Pípurnar eru
verðlagðar eftir stærð í 5 verð-
flokka, þær minnstu á 2.000 krón-
ur og þær stærstu á 100 þúsund
krónur. Gefín eru út tölusett gjafa-
bréf með nöfnum gefenda og þeirra
sem verið er að minnast, sé um
minningargjöf að ræða. Sigurður
E. Haraldsson sagði að undirtektir
almennings hefðu komið ánægju-
lega á óvart en rúmlega 2/3 hlutar
þeirra framlaga sem borist hafa
koma frá einstaklingum. Enn vant-
ar mikið upp á að nægilegt fé hafi
safnast en Sigurður kvaðst vera
bjartsýnn á að þegar nær afhend-
ingu og vígslu orgelsins drægi
myndi áhuginn eflast, hér væri ein-
stakt verkefni á ferðinni.
Pílagrímsferð til Þýskalands
í ferð íslendinganna voru 29
manns, flestir úr söfnuðinum en
nokkrir eru velunnarar kirkjunnar
frá fornu fari, s.s. börn Sigurbjörns
Þorkelssonar, fyrsta sóknarnefnd-
arformanns     Hallgrímskirkju.
Megintilgangur ferðarinnar var að
sjá orgelsmiðju Klais í Bonn þar
sem verið er að vinna fyrstu hlut-
ana í Hallgrímskirkjuorgelið og
kynnast af eigin raun sambærileg-
um orgelum í kirkjum á Þýska-
landi. Hörður Áskelsson, organisti
Hallgrímskirkju, var fararstjóri og
lék fyrir íslendingana á orgel í
Altenberg og Trier.
Orgelið í klausturkirkjunni í Alt-
enberg er 82 radda Kais-orgel,
smíðað árið 1980. Hörður Áskels-
son sagði að það væri um margt
líkt Hallgrímskirkju-orgelinu, há-
byggt og grannvaxið. Orgelið í
Altenberg er þriðja stærsta orgelið
sem Klais hefur smíðað, orgelið í
Hallgrímskirkju verður fjórða
stærsta. Mikla athygli íslending-
anna vakti aukahljómborð sem
staðsett er niðri á kirkjugólfi og
notað til samleiks með hljómsveit.
Aukahljómborðið er mikið notað
enda er kirkjan í Altenberg með
umfangsmikla hljómleikadagskrá,
m.a. reglubundna tónleika organ-
ista víðsvegar að.
I dómkirkjunni í Trier er 67
radda Klais-orgel frá árinu 1972.
Orgelið er svokallað „svöluhreiður"
en það hangir í hvelfingu nærri
miðju kirkjunnar, orgelið vegur 30
tonn. Organistinn, Wolfgang
Öhms, sagði íslendingunum sögu
orgelsins og frá baráttunni fyrir
smíði þess í tíu ár.
„Maður á að trúa draumum sín-
um þar til þeir rætast," sagði
Öhms. Viku áður en vígja átti org-
elið kom forsætisráðherra Pfalz í
heimsókn og afhenti ávísun fyrir
orgelinu, forsætisráðherra Pfalz
var á þessum tíma Helmut Kohl,
núverandi kanslari Þýskalands.
Það var bæði sérstætt og
skemmtilegt að fá tækifæri til að
fylgjast með löndum sínum þennan
sólahring í Þýskalandi. Sérstætt
vegna þess að erindi þeirra var
ólíkt þeim erindrekstri sem blaða-
' maður á að venjast af hálfu íslend-
inga í Brussel. Skemmtilegt vegna
þeirrar bjartsýni og vissu um góðan
málstað sem einkenndi allar um:
ræður um kirkjuna og orgelið. í
rauninni getur enginn verið ósnort-
inn af einurð og áhuga þess fólks
sem stendur að Hallgrímskirkju.
Þau tækifæri sem bygging á borð'
við kirkjuna bjóða upp á má ekki
láta ónýtt. Konsertorgel í Hall-
* grímskirkju færir Island nær um-
heiminum og umheiminn nær ís-
landi í menningarlegum skilningi.
Það kemur til með að auka á hátíð-
leika helgihalds í kirkjunni og
verða þannig kristnihaldi í landinu
til framdráttar. Síðast en ekki síst
er orgelið hljóðfæri sem hæfir reis-
ulegri byggingu sem Hallgríms-
kirkju.
Kristófer M. Kristinsson
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56