Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						v26
uMORGUNBLiAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29.. OKTÓBERí'1991
Eeuter
Hryðjuverk gegn friðarumræðum í Madrid
Tveir landnemar úr röðum gyðinga á hernumdu
svæðunum létu lífið í gær og fimm særðust er ráð-
ist var á langferðabíl á Vesturbakkanum í gær.
Bílsprengja varð Bandaríkjamanni að bana í Ank-
ara, höfuðborg Tyrklands, auk þess sem egypskur
stjórnarerindreki slasaðist í öðru tilræði í borginni.
Samtök islamskra heittrúarmanna lýstu ábyrgð á
hendur sér og sögðu tilræðin hafa verið gerð í mót-
mælaskyni við ráðstefnuna um frið í Miðausturlönd-
um sem hefjast á í Madrid á porgun. Þrátt fyrir
hryðjuverkin og þótt ráðamenn ísraela og Palestínu-
manna strengdu þess heit um helgina að slaka ekki
á kröfum sínum bendir allt til þess að ráðstefnan
hefjist á tilsettum tíma. Á myndinni sjást börn fá
eiginhandaráritun hjá sérþjálfuðum hermönnum sem
gæta eiga öryggis fulltrúa í Madrid.
Skoðanakönnun um EES:
Hópur óákveðinna
Norðmanna stærstur
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins.
40% Norðmanna eru hlynnt
samningnum um Evrópskt efna-
hagssvæði, 18% eru andvíg og
42% eru óákveðin. Kom þetta
fram í skoðanakönnun fyrirtæk-
isins Opinion sem gerð var
22.-23. október og birtist í Aften-
posten.
Einnig var spurt hvort menn
vildu frekari tengsl við Evrópuband-
alagið. 33% aðspurðra svöruðu að
Noregur ætti að taka stefnuna á
aðild að Evrópubandalaginu. 15%
sögðu að EES-samningur nægði,
18% sögðust vilja fleiri samninga
við EB og 34% voru óákveðin.
Nokkur munur kom fram á af-
stöðu kynjanna. 48% karla voru
hlynnt EES-samningnum en ein-
ungis 31% kvenna. Einnig skiptir
máli hvar menn búa. í Norður-Nor-
egi voru einungis 20% hlynnt samn-
ingnum en 31% andvíg. í Ósló og
Akershus voru 57% fylgjandi EES
en 10% andvíg.
Líkur fara vaxandi á því að
Kristilegi þjóðarflokkurinn tryggi
nauðsynlegan meirihluta á Stór-
þinginu fyrir EES-samningnum.
Flokksmenn   gera  upp   hug  sinn
dagana 8.-9. nóvember en skoðana-
könnun meðal þingmanna hans sýn-
ir að margir þeirra hafa þegar
ákveðið að styðja samninginn.
Efnahagsóreiðan í Rússlandi:
Jeltsín boðar umbætur en
varar við þrengingaskeiði
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, tilkynnti í gær að hann hygðist
koma á róttækum umbótum í efnahagsmálum, sem fælust meðal
annars í einkavæðingu og frjálsri verðlagningu fyrir áramót.
Hann skoraði á alla Rússa að styðja þessar aðgerðir en varaði
jafnframt við því að þær myndu hafa þrengingar í för með sér.
„Ég ávarpa ykkur á þýðingar-
mesta tímabilinu í sögu Rússlands
— því nú er verið að ákveða hvern-
ig Rússland og Sovétríkin í heild
verða á komandi árum og áratug-
um," sagði Jeltsín á fundi rúss-
neska fulltrúaþingsins, æðstu lög-
gjafarsamkundu lýðveldisins.
Jeltsín sagði að verðbólgan væri
komin á hættulegt stig og 55%
fjölskyldna væru undir fátæktar-
mörkum. „Nú er orðið tímabært
að bregðast við af ákveðni og
hörku, án hiks," sagði hann. „Tími
aðgerða í áföngum er liðinn. Við
verðum að blása til allsherjarsókn-
ar í efnahagsmálum."
Forsetinn viðurkenndi að með
því að gefa verðlagið frjálst mættu
Rússar búast við slíkra aðgerða
væri allt tal um frjálsan markaðs-
búskap „marklaust hjal". Stefnt
yrði að því að koma á stöðugleika
í peningamálum með ströngu að-
haldi í lánastarfsemi, skattaumbót-
um og aðgerðum til að styrkja
rúbluna í sessi. Útgjöld rússneska
ríkisins yrðu endurskoðuð, dregið
yrði úr styrkjum til óarðbærra fyr-
irtækja og hætt að fjármagna so-
vésk ráðuneyti sem engin þörf
væri á lengur. Til greina kæmi að
stofna seðlabanka með hinum lýð-
veldunum ef þau hættu við áform
um að taka upp eigin gjaldmiðla.
Ef ekki myndu Rússar stofna
bankann sjálfir og koma á eigin
myntkerfi.
Jeltsín sagði að til greina kæmi
að rússneska ríkisstjórnin félli und-
ir beina stjórn hans til að hann
gæti knúið þessar umbætur fram.
Ef gripið yrði til þeirra þegar í
stað kynnu þær að skila árangri
innan árs. Með því að hafna þeim
myndu Rússar hins vegar dæma
sig til „örbirgðar".
„Ég verð að segja það hreint
út að efnahagskreppan er svo al-
varleg að það er óhjákvæmilegt
að umbætur hafi þrengingar í för
með sér. Fyrsta skrefið verður
erfiðast," sagði hann. „Lífskjörin
eiga eftir að versna eitthvað, en
óvissan verður loksins liðin tíð og
ástæða gefst brátt til bjartsýni."
Forsetinn skoraði á Vesturlönd
að styðja umbæturnar og sagði að
vestræn fyrirtæki, sem vildu fjár-
festa í Rússlandi, fengju sérstakar
ábyrgðir   og   tryggingar.    Hann
hvatti jafnframt Alþjóðabankann,
Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og Evr-
ópska þróunarbankann til að veita
aðstoð við framkvæmd umbót-
anna.
„Þetta er erfiðasta ákvörðun lífs
míns," sagði Jeltsín í ræðu sinni,
sem stóð í rúma klukkustund. „Ég
hef aldrei leitað að auðveldustu
leiðunum en mér er ljóst að næstu
mánuðir verða afar erfiðir fyrir
mig. Ef ég fæ stuðning ykkar og
traust er ég reiðubúinn að fara
þessa leið allt til enda."
Ólgan í Zaire:
Neyðarfundur stjórn-
ar og stjórnarandstöðu
Danmörk:
Ekki ótti við
EES í sjávar-
útveginum
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen
Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
KENT Kirk, sjávarútvegs-
ráðherra Danmerkur, segir
samkomulag Evrópubanda-
lagsins (EB) og Fríverslunar-
bandalags Evrópu (EFTA)
um sameiginlegt evrópskt
efnahagssvæði (EES) ekki
ógna dönskum sjávarútvegi.
Hann telur að útflutningur
sjávarafurða frá Danmörku
verði áfram í kringum 12
milljarða danskra króna á ári
þrátt fyrir samninginn.
Kirk vísar í viðtali við Ritzau-
fréttastofuna á bug gagnrýni
ýmissa hagsmunaaðila í dönsk-
um sjávarútvegi á samninginn
og segir hann þvert á móti
opna ýmsa möguleika. Nú geti
Danir t.d. hafið tollfrjálsan inn-
flutning hráefna frá Noregi og
íslandi sem komi sér mjög vel
þar sem dönsk fiskvinnsla eigi
í erfiðleikum vegna minnkandi
fiskveiðikvóta.
Leif Skytte, formaður sam-
taka danska sjávarútvegsins,
segist einnig vera sáttur við
EES. „Við erum ánægðir með
tollfrelsið á hráefni og óttumst
ekki samkeppni við íslenska og
norska framleiðendur á EB-
markaðinum. En menn verða
að keppa á sama grundvelli og
það er úrslitaatriði í því sam-
bandi að íslendingar og Norð-
menn hætti hinum mikla beina
ríkisstuðningi við sjávarútveg-
inn sem nú er við lýði," segir
Skytte.
Það að Norðmönnum tókst
ekki að fá felldan niður toll af
unnum eldislaxi er líka talið
koma Dönum vel. Norðmenn
hafa vegna þessa látið reykja
laxinn í Danmörku og er talið
að svo verði nú áfram. Danir
flytja árlega út lax fyrir 600
milljónir danskra króna og á
hann að mestu leyti uppruna
sinn í Noregi.
Belgar ætla að biðja Afríkuríki að
senda friðargæslusveitir til landsins
Brussel og Kinshasa. Reuter.
MOBUTU Sese Seko, forseti Zaire, og stjórnarandstæðingar í
landinu héldu neyðarfund í gær. Um svipað leyti hófust vestræn-
ar ríkisstjórnir handa við lokabrottflutning útlendinga og sögðu
að nú væru síðustu forvöð fyrir fólk að fá aðstoð til að komast
úr landi.
bíða með opinbera tilkynningu þar
að lútandi, ef neyðarfundurinn með
stjórnarandstæðingum bæri árang-
ur.
¦ MOSKVA - Sovétmenn og
Pólverjar hafa komið sér saman um
að allar sovéskar bardagasveitir
fari frá Póllandi fyrir nóvember á
næsta ári og stuðningssveitir þeirra
í síðasta lagi ári seinna. Aðstoðarut-
anríkisráðherrar landanna undirrit-
uðu samkomulag þessa efhis á föstu-
dag eftir langar samningaviðræður.
Á neyðarfundinum, sem stóð í
þrjár klukkustundir og var haldinn
í Nsele, aðsetri Mobutus fyrir utan
Kinshasa, vöknuðu veikar vonir um
að koma mætti í veg fyrir borgara-
styrjöld í landinu. Oöldin þar hefur
nú ríkt í rúman mánuð og yfir 200
manns látið lífíð.
Vestrænar ríkisstjórnir hafa
hvatt þegna sína, milli fimm og tíu
þúsund manns, til að koma sér á
brott frá Zaire. Hafa þær tilkynnt
að síðustu flugferðir þaðan á þeirra
vegum verði á morgun.
Belgísk og frönsk stjórnvöld
hafa lagt hart að Mobutu að greiða
fyrir lýðræðislegri þróun í landinu
með því að afsala sér yfirstjórn
hersins og öðrum valdaembættum,
en hann hefur vísað öllum slíkum
tilmælum á bug. í gær sagði Mark
Eyskens, utanríkisráðherra Belgíu,
að hann mundi fara fram á, að
Evrópubandalagið aðstoðaði við að
fá Einingarsamtök Afríku (OAU)
til að senda fjölþjóðlegar friðar-
gæslusveitir til Zaire.
Hinn nýi forsætisráðherra Mob-
utus, Mungul Diaka, sagði á sunnu-
dag, að hann mundi tilnefna ráð-
herra í ríkisstjórn sína á mánudag,
en heimildir hermdu að hann mundi
Tilburg-mótið:
Kasparov vann Timman
Tilburg. Reuter.
KASPAROV vann Timman í áttundu umferð Interpolis-skák-
mótsins í Tilburg sem tefld var á sunnudag. Biðskák hans við
Karpov úr sjöundu umferð lauk með jafntefli. Kasparov er nú
efstur með 6 'A vinning af 8 mögulegum. Anand er í öðru sæti
með 5 '/i vinning.
Kasparov hefur nú unnið báð-
ar skákir sínar gegn Timman í
mótinu. Upp kom slavnesk vörn
þar sem Timman náði fljótlega
að jafna taflið. Kasparov lenti í
tímahraki en gaf ekkert eftir
þegar Timman reyndi að notfæra
sér það og lék ónákvæmum leikj-
um og tapaði biskup.
Önnur úrslit í áttundu umferð
urðu að Anand og Short gerðu
jafntefli, Karpov vann Barejev
og Kortsnoj og Kamsky gerðu
jafntefli.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56