Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						liuiltunii          rtiTummillxiKtTtWli MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1991                                             29
eyrissjóða
; í framtíðinni
tugurinn hefði eínkennst af óstöðug-
leika og óðaverðbólgu og eignir sjóð-
anna hefðu brunnið upp, þar sem
verðtrygging var nánast alveg
óheimil. Þetta hefði breytst með
upptöku lánskjaravísitölunnar og að
hans mati kæmi ekki til greina að
aflétta henni og lífeyrissjóðirnir
ættu að ávaxta fé sitt með bestu
mögulegu kjörum.
Hann sagði að eignir íslensku líf-
eyrissjóðanna hefðu verið taldar um
133,4 milljarðar króna í árslok 1990.
Þar af ættu lífeyrissjóðirnir um 2,1
milljarð króna í hlutabréfum miðað
við markaðsverð eða um 1,6% af
heildareign. Vöxtur og viðgangur
íslensks hlutabréfamarkaðar myndi
að verulegu leyti ráðast af því hvað
lífeyrissjóðirnir fjárfestu mikið á
þessum markaði og það væri sér-
staklega mikilvægt að lífeyrissjóð-
irnir byggju við hlutlausa ráðgjöf
varðandi hlutabréfakaup. Fram til
aldamóta gætu komið á markað
hlutabréf að verðmæti 100-150
milljarðar króna til viðbótar við þá
35 milljarða sem nú væru fyrir
hendi. Til samanburðar væru 70%
af eignum lífeyrissjóða í Bretlandi
í hlutabréfum, þar af 19% í hluta-
:öðum
larráðs
ásökun sveitarstjórnarinnar um
fölsun alls ekki standast.
„Þetta eru einfaldlega mál sem
menn vilja hafa á hreinu hvort
þetta er áhyggjuefni eða ekki. Ef
það kemur ekki fram í sér-
fræðinganefndinni, þá stafar það
af því að sú skýrsla sem um er að
ræða kom fram á allra síðustu
dögum nefndarinnar, og menn eru
kannski ekki búnir að melta það.
Það er margt af þessum niðurstöð-
um sem eru mjög nýjar, þannig
að fullkomin túlkun kemur ekki
fram fyrr en menn fara að velta
sér upp úr þessu, en mælingarnar
standa fyrir sínu. Ég vísa því al-
gjörlega á bug að þetta sé vísvit-
andi fölsun. Hins vegar er þetta
alltaf svo að þegar þú styttir vísind-
alegan texta og mælingar og reyn-
ir að túlka það yfir í eitthvað sem
skiptir þig máli á annan hátt, þá
ertu alltaf í þessari hættu að þú
ert að túlka og þú fjarlægist upp-
runalegu upplýsingarnar," sagði
hann.
Varðandi þá fullyrðingu sveitar-
stjórnarinnar að Náttúruverndar-
ráð gæfi sér hver áhrif af breyttum
setflutningum væru og kæmu til
með að verða, sagði Arnþór að
hann teldi svo ekki vera. „Þegar
talað er um 10-15% [af heildarset-
myndun Syðriflóa] þá er það í raun
og veru lág tala. Það eru núver-
andi áhrif. Við sjáum fram á það
að ef farið er suður fyrir Teigasund
inn á svokallaða Strandaboli, sem
er næsta vinnslusvæði ef Kísiliðjan
heldur áfram, þá er komin tvöföld-
un á þessu á mjög stuttum tíma
og það er það sem við höfum
áhyggjur af, og það er það sem
skiptir rnáli. Það er hins vegar allt-
af hægt að segja að það eigi eftir
að rannsaka meira," sagði hann
bréfum erlendis, og bandarískar
fjárfestingarstofnanir, einkum líf-
eyrissjóðir, ættu um 40% af hluta-
bréfum í stórum og meðalstórum
félögum. Þá væri árangur Lífeyris-
sjóðs verslunarmanna athyglisverð-
ur en raunávöxtun á hlutabréfaeign
hans frá 1980 til 1991 væri 16,1%.
Hrafn sagði að það væri spurning
hvort lífeyrissjóðirnir ættu að vinna
meira saman til að ná aukinni ávöxt-
un. Raunávöxtun SAL-sjóðanna
hefði verið 7,3% árið 1990. Ef hún
hefði náð 7,8% hefði hún staðið
undir öllum rekstrarkostnaði sjóð-
anna sem sýndi hvað hvert brot úr
prósenti skipti miklu máli og það
gæti verið fljótt að borga sig til
baka að leggja aukna vinnu í að
kanna fjárfestingarmöguleika. Ráð-
stöfunarfé SAL-sjóðanna í heild
væri áætlað 25 milljarðar í ár. Þar
af færu 9,6 milljarðar til Húsnæðis-
stofnunar, 7 milljarðar að líkindum
til kaupa á húsbréfum, 3,8 milljarð-
ar í beinar lánveitingar til sjóðfé-
laga, 650 milljónir til félagslegs
húsnæðis og eftir stæðu um 4 millj-
arðar sem færu til ýmislegs, meðal
annars hlutabréfakaupa. Það væri
spurning hvort sjóðirnir ættu ekki
að setja á stofn sérstaka verðbréfa-
deild sem samræmdi kaup á stöðl-
uðum verðbréfum og freistaði þess
þannig að ná fram betri kjörum. Þá
benti hann á að í ársbyrjun 1993
falla alveg niður hömlur á fjárfest-
ingum eriendis og þá gætu sjóðirnir
keypt örugg erlend verðbréf. ís-
lenskir og erlendir. verðbréfasalar
væru þegar byrjaðir að leita eftir
viðskiptum vegna þessa. Það væri
mikilvægt að lífeyrissjóðirnir stæðu
saman þegar þessar frjálsu fjár-
magnshreyfingar tækju gildi og
hann vonaði að þeir hefðu frum-
kvæði til að móta framtíðina í þess-
um efnum.
Morgunblaðið/Kristján
Mannfjöldi fylgdist með hátíðardagskránni á Lækjartorgi á laugardag.
„Tónlistardagurínn hefur
sjaldan tekist eins vel og nú"
Islensk tónlist vinsæl í útvarpi
ÞAÐ ER óhætt að segja að Ar söngsins hafi byrjað vel s.l. laugardag
er íslenskur tónlistardagur var haldinn hátíðlegur ura allt land. Símon
H. ívarsson er sæti átti í „Tónlistardagsnefnd" segir að skipuleggjendur
dagsins séu ánægðir og hissa með hinar góðu undirtektir en vissulega
hafi þeir notið þess að Ár söngsins var að hefjast.
„Að mínu viti hefur tónlistardagur-
inn sjaldan tekist svo vel til sem nú
og við erum ánægðir með hve góðar
undirtektir dagurinn fékk hjá tónlist-
arfólki," segir Símon H. ívarsson.
„Það sem kom okkur einna mest á
óvart var hve söngiðkun stendur fólki
nærri og hve margir fundu þörf hjá
sér til að taka virkan þátt í því starfí
og skemmtan sem boðið var upp á
þennan dag."
Sem fyrr segir var Tónlistardagur-
inn haldinn hátíðlegur um land allt
en hér í Reykjavík hófst hann með
því að lúðrasveitir óku um borgina
og léku fyrir fólk. Klukkan þrjú var
síðan skrúðganga frá Hlemmi og nið-
ur á Lækjartorg þar sem hátíðdag-
skrá var flutt. Einnig var opið hús í
mörgum tónlistarskólum þennan dag.
Félag tónskálda og textahöfunda
hefur látið Félagsvísindastofnun gera
könnun um viðhorf til tónlistarflutn-
ings í útvarpi. Könnunin var gerð í
október en niðurstöður hennar voru
kynntar . á tónlistardaginn. Fram
kemur að rúmlega 56% aðspurðra
vilja að hlutfall íslenskrar og erlendr-
ar tónlistar sé hið sama en 27% vildu
að íslensk tónlist væri leikin meir en
erlend og aðeins rúm 10% voru á
þeirri skoðun að erlendri tónlist ætti
að gera hærra undir höfði en ís-
lenskri í dagskrá útvarps.
Félag tónskálda og textahöfunda
veitti tvær viðurkenningar á Tónlist-
ardaginn. Svavar Gests fékk viður-
kenningu fyrir framlag sitt til ís-
lenskrar tónlistar og Rás 2 fékk
viðurkenningu fyrir að stuðla að
flutningi íslenskrar tónlistar í út-
varpi. Það var Stefán Jón Hafstein
Stefán Jón Hafstein tekur á móti
viðurkenningunni til Rásar 2 úr
hendi Maguúsar Kjartanssonar
frá Félagi tónskálda og textahöf-
unda.
sem  veitti  viðurkenningu  þessari
móttöku fyrir hönd Rásar 2.
50. Fiskiþing sett í gær:
Endanlegt framsal á afla-
kvótum orðið að þjóðarslysi
- sagði fiskimálastjóri í setningarræðu
FIMMTUGASTA Fiskiþing var sett í gær en þingið stendur til nk.
föstudags. Þorsteinn Gíslason fiskimálastjóri sagði m.a. í setningar-
ræðu að meðan ekki fyndist betri leið við stjórn fiskveiða væri kvóta-
kerfið komið til að vera. „En við verðum að vinna okkur til baka út
úr þeirri blindgötu, sem leikreglur kvótakerfisins hafa leitt okkur í.
Afleiðing þeirrar reglu að leyfa endanlegt framsal gegn gjaldi á áunn-
um og úthlutuðum afnotarétti úr aðalauðlind þjóðarinnar er orðin að
þjóðarslysi."
þessari sköttun og möguleika til ann-
árra hluta."
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar, sagði í ræðu á Fiski-
þingi að við þyrftum að draga úr
tilkostnaði veiða og vinnslu og að
þessu verkefni þyrftu menn að ein-
beita sér á næstu mánuðum, því
mikið sé í húfi. „Þetta er hins vegar
ákaflega vandasamt verk og við-
kvæmt en óhjákvæmilegt er að
lausnin felist að hluta í því að óhag-
kvæmustu fyrirtækin, eða deildir
innan fyrirtækja, hætti starfsemi og
aflakvótar þeirra og framleiðsla verði
flutt til fyrirtækja með hagkvæmari
rekstur.
Mikill ávinningur getur orðið af
svona skipulagsbreytingum. Sem
dæmi má nefna að hætti þau 10%
fyrirtækja, eða deilda, sem versta
afkomu hafa og aflakvótar þeirra
Þorsteinn Gíslason sagðist ekki
ætla að leggja dóm á réttlæti
markmiðsins, né heldur hvort ein-
hverjir telji sig hafa náð því. „En
alla þá ólgu, þær afleiðingar og ós-
ætti, sem blasir við okkur, verður
að kveða niður, sem kemur jafnvel
frá hinum lærðustu mönnum, sem
vegna vanþekkingar skynja bókstaf-
lega ekki hverju þeir menn fórna og
leggja að veði, sem draga fisk úr sjó
af IslandsTriTðum.
Það er eflaust í mörgum tilfellum
þessi vanþekking, sem leitt hefur af
sér hjáróma tal um auðlindasköttun.
En eitt er víst að í fjöregginu brest-
ur ef það hjálpar ekki hver öðrum
þegar uppákomur verða. Lítum til
dæmis á hvernig umdeildur Hagræð-
ingarsjóður hjálpar loðnuflotanum í
ár eftir veiðibrest. Þess vegna eru
býsna margir ósáttir við að veita
og framleiðsla flytjast til annarra
fyrirtækja í greininni hækkar verg
hlutdeild fjármagns í sjávarútvegi
um 2%. Áhrifin á hreina afkomu
fara eftir því hvort og hvað hag-
kvæmari fyrirtækin þurfa að greiða
fyrir aflakvótana, sem þau fá."
Þórður sagði að skipulagsbreyt-
ingar af þessu tagi hljóti hins vegar
að hafa áhrif á starfsfólk og byggð-
arlög. „Þess vegna er afar mikilvægt
að þær séu vel undirbúnar. Árangur
skipulagsbreytinganna byggist á að
í reynd hætti á hagkvæmustu fyrir-
tækin rekstri og önnur fyrirtæki
auki framleiðslu að sama skapi og
bæti þannig nýtingu framleiðslu-
tækja- og krafta. I þessu efni er
þýðingarmikið að velta því fyrir sér
hvort þessar breytingar geti gengið
eftir af sjálfu sér við markaðsaðstæð-
ur eða hvort stjómvöld geti tryggt
hagfelldari árangur með einhverjum
hætti. Þess þarf þó jafnan að gæta
að opinber íhlutun skapi ekki meiri
vanda en hún leysir.
Þjóðhagsstofnun vinnur nú að því
að meta áhrif hugsanlegra skip-
ulagsbreytinga í sjávarútvegi út frá
mismunandi sjónarhornum. I þessu
efni skiptir miklu máli hvernig lána-
stofnanir munu bregðast við. Mest
áhrif verða augh'óslega af því að
fækka fyrirtækjum og færa afla og
framleiðslu þeirra, sem hætta starf-
semi, til fyrirtækja með hagkvæmari
rekstur. Þetta getur hins vegar
stangast á við önnur markmið, eink-
um um atvinnu- og byggðaþróun.
Vandinn er að finna lausnir, sem
tryggja mesta hagræðingu án þess
að tefla markmiðum í atvinnu- og
byggðamálum í meiri tvísýnu en ás-
ættanlegt er þegar til lengri tíma er
litið."
Í dag, þriðjudag, flytja erindi á
Fiskiþingi Grímur Valdimarsson, for-
stjóri Rannsóknastofnunar fiskiðn-
aðarins, og Jakob Jakobsson, for-
stjóri Hafrannsóknastofnunar. Þá
fjallar Jón Ólafsson um starfsemi
Hafrannsóknastofnunar, Eríkur
Tómasson talar um mótun heild-
stæðrar sjávarútvegsstefnu og end-
urskoðun laga um stjórn fiskveiða,
Teitur Stefánsson ræðir um fisk-
markaði og verðlagsþróun, Kristján
Ásgeirsson fjallar um afkomumál
sjávarútvegsins og Þorsteinn Gísla-
son fiskimálastjóri flytur skýrslu.
Á morgun fjallar Guðjón A.
Kristjánsson um nýtingu veiðarfæra
og sókn í fiskistofna eftir veiðarfær-
um og Jónas Haraldsson talar um
öryggis- og fræðslumál.
T
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56