Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTOBER 1991
43
Tyrfingur Einars-
son - Minning
Fæddur 15. júní 1896
Dáinn 19. október 1991
Þú stóðst á tindi Heklu hám
og horfðir yfir landið fríða,
þar sem um grænar grundir líða,
skínandi ár að ægi blám.
En Loki bundinn beið í gjóturn,
bjargstuddum undir jðkulrótum.
Þótti þér ekki ísland þá
yfirbragðsmikið til að sjá.
(Jónas Hallgrímsson)
Þessar ljóðlínur flögra nú m.a.
að mér þegar ég minnist tengda-
föður míns, Tyrfmgs Einarssonar,
fyrrum bónda í Vestri-Tungu í
V-Landeyjum. Hann var fæddur í
Þúfu í sömu sveit 15. júní 1896.
Sonur Önnu Tyrfíngsdóttur (f. 13.
apríl 1868) Einarssonar frá Jaðri
en kona hans var Úlfheiður sú sem
borin var vestur í Þykkvabæ, 3
ára, af föður sínum Katli er hann
flúði Skaftárelda árið 1873. Faðir
Tyrfings var Einar Elnarsson, f.
6. nóvember 1857 í Miðkoti í
Þykkvabæ — síðar bóndi í Vestri-
Tungu. Hann var af Víkingslækj-
arætt, kominn af Brandi Bjarna-
syni á Víkingslæk í 5. lið. Anna
og Einar eignuðust tvo syni auk
Tyrfings. Elstur var Einar, f. 2.
nóvember 1887 á Krossi í A-Lan-
deyjum, bóndi á Sperðli í V-Lan-
deyjum, konan hans hét Hólmfríð-
ur Jónsdóttir frá Króktúni í Hvol-
hreppi, þau eru bæði látin. Yngstur
sonanna var Anton Kristinn f. 22.
september 1907 í V-Tungu, bóndi
á Skeggjastöðum í V-Landeyjum.
Konan hans var Vigdís Sigurðar-
dóttir frá Háarima í Þykkvabæ,
en Anton er látinn. Einnig tóku
þau í fóstur Sigurbjörgu
Guðmundsdóttur frá Sigluvík.
Maður hennar er Felix Þorsteins-
son byggingameistari. Þau búa á
Ytri-Grund á Seltjarnarnesi. Tyrf-
ingur fluttist með foreldrum sínum
frá Þúfu að Vestri-Tungu alda-
mótaárið 1900. Þar ól hann sinn
aldur, fyrst í foreldrahúsum og síð-
ar sem bóndi frá árinu 1924, en
það ár kvæntist hann Þórönnu
Helgadóttur frá Skarði í
Þykkvabæ. Þau bjuggu í Tungu
til ársins 1948 er þau fluttu í Hvol-
svöll, þar sem Tyrfingurvann hjá
Kaupfélagi Rangæinga. Árið 1953
fluttu þau til Reykjavíkur en þar
vann Tyrfmgur hjá Mjólkursamsöl-
unni til loka starfsævinnar. Þór-
anna lést 21. ágúst 1989.
Tyrfingur vann foreldrum sínum
ungdómsárin, fór til vers í Suður-
nes og Vestmannaeyja eins og títt
var um unga menn í þá daga.
Hann bjó snotru búi, var bjargálna
bóndi enda eins gott því það var
ekki að hans skapi að vera þiggj-
andi. Tyrfíngur kom sér vel í starfí,
var vel látinn af yfirmönnum sem
samstarfsmönnum. Þótt hann
kynni vel við sig í þeim félagsskap
hygg ég að hann hafí þó alltaf
saknað sinnar ágætu Vestri-
Tungu.
Tyrfingur var iðjumaður, röskur
til verka, þoldi ekki leti eða seina-
gang, vinnan var fyrir öllu. Honum
var sérlega annt um velferð sinna
nánustu til hinstu stundar. Hann
var skjótráður hugmaður, gafst
ekki upp fyrr en í fulla hnefana,
var illa við að láta sinn hlut, gekk
ekki á aðra, fljótur að sættast og
hélt sættir. Hann gat verið snögg-
ur upp á lagið. Ekki er hægt að
segja að hann hafi verið þolinmóð-
ur, en þolinn var hann og þraut-
seigur. Við þær aðstæður sem
hann bjó við á búskaparárum sín-
um, þar sem ár voru óbrúaðar,
bæirnir í Króknum stundum um-
flotnir vatni svo ófært gat orðið
vegna Þverár sem flaut oft á tíðum
yfir bakka sína, þar sem t.d. mjólk
var flutt á klökkum og svo á bát-
kænu yfir Hólsá til Þykkvabæjar,
þangað sem mjólkurbíllinn kom,
hefur hann oft þurft að hugsa
málin og beita kænsku og áræðni.
Trú mín er nú sú, að vegna seiglu
og dugnaðar þess fyrri tíðar fólks,
sem stóð í hinni raunverulegu lífs-
baráttu, þá getum við sem yngri
erum nú státað af því að eiga Is-
land að föðurlandi. Þetta ber að
þakka.
Tyrfingur var vel látinn maður.
Vitna þar best um viðmót þess
fólks sem kynntist honum, t.d.
næstu nágranna, óskyldra krakk-
anna í Eystri-Tungu. Fólk bar
traust til hans, t.d. þegar Friðrik
Friðriksson kaupmaður í Miðkoti
fól honum að sjá um kaup á hrossa-
mörkuðum upp á eigin spýtur.
Ekki slitnaði heldur vinskapur
hans og bátsformannsins gamla
úr Vestmannaeyjum.
Þóranna og Tyrfingur bjuggu í
Vestri-Tungu eins og áður er sagt.
Þar eignuðust þau þrjár dætur,
þær eru: Helga, gift Kristjóni
Hafliðasyni frá Búð í Þykkvabæ.
Þau búa á Tjörn í Tykkvabæ, eiga
fimm börn og tíu barnabörn. Onna,
gift Ingólfi Björgvinssyni frá Ból-
stað í Austur-Landeyjum. Þau búa
í Reykjavík, eiga fímm börn og
fimmtán barnabörn. Hannesína,
gift Andrési Eggertssyni frá Sæ-
bóli í Haukadal. Þau búa í Kefla-
vík, eiga fimm börn, ellefu barna-
börn og eitt barnabarnabam. Af-
komendur eru því orðnir 55.
Tyrfingur lét stundum þau orð
falla „að hann vissi vel að hann
væri brostfeldugur maður". Vissa
mín er þó sú að hann þurfi engu
að kvíða í þeim efnum. Tyrfingur
var trúmaður og lagði ódeigur upp
í ferðina, þessa hina síðustu sem
aðrar. Hið gullna hlið mun standa
honum opið, enda áfangastaður
innan grindar, þar sem sitja þær
tvær sem hann unni mest, konan
hans og móðir.
En svona í lokin er rétt að minna
okkur sem Landeyjarnar þekkja á
þá fegurstu fjallasýn - að áliti
Tyrfings - sem um getur með því
að stauta sig fram úr einu erindi
úr Hillingu í Landeyjum eftir Einar
Benediktsson:
Sem lognslétt haf hvíla Landeyjaþing
og leggjast að Fjallanna strondum.
Sem safírar greyptir í silfur hring
um suðurátt hálfa ná Eyjarnar kring
en Þverá að vestan sér byltir í böndum
að brotnum og sandorpnum löndum.
Ingólfur Björgvinsson
Margt er það og margt er það
sem minningarnar vekur,
og þær eru það eina
sem enginn frá mér tekur.
(Davið Stefánsson)
Nú hefur hann afí Tyrfíngur
kvatt okkur. Hann lést 19. október
síðastliðinn á Droplaugarstöðum,
þar sem hann bjó síðustu æviár
sín. Hann afí er ein af hetjum þessa
lands og hefur lifað tímana tvenna.
En aldrei fundum við, eða okkar
makar og börn, fyrir því að hann
og amma hefðu lifað misjafna
tíma, þar sem allsnægtir nútímans
voru ekki á hverju strái.
Við munum ávallt minnast afa
sem einstaks afa. Samneyti hans
við okkur og annað fólk sem hon-
um kynntist er best lýst með eft-
irfarandi orðum:
Aldrei skaltu að leiðum lesti
leita í fari annars manns
aðeins grafa ennþá dýpra
eftir bestu kostum hans.
Geymdu ekki gjafír þínar
góðum vini - í dánarkrans.
(Heiðrekur Guðmundsson)
Minningar okkar um afa og
ömmu eru einungis góðar, þar sem
alltaf var tekið á móti okkur með
opnum örmum. Afi var alltaf tilbú-
inn að hjálpa okkur, tilbúinn að
veita okkur ást og hlýju og alltaf
hafði hann eitthvað til að „trakt-
era" okkur með. Afi var tií í allt,
í hófí. Skemmst er að minnast
þess að hann tók virkan þátt í gleði
og glensi fram á rauðanótt í af-
mæli barnabarns síns, þá 90 ára
að aldri. Þegar við lítum til þessa
tíma koma eftirfarandi orð upp í
hugann:
Þínum anda fylgdi glens og gleði
gamansemin auðnu þinni réði,
því skaltu halda áfram hinumegin
með himnaríkisglens við mjóa veginn.
Ég vona að þegar mínu lífi lýkur
ég líka verði engill gæfuríkur.
Þá við skoðum skýjabreiður saman
og skemmtum okkur, já, það verður gaman.
(Lýður Ægisson)
Umhyggjusemi og manngæska
afa og ömmu fyrir öðrum, hefur
berlega skilað sér til bestu móður
í heimi, hennar mömmu okkar, og
nutu afí og amma góðs af því,
sérstaklega í ellinni. Allt traust
sitt setti afí á mömmu okkar og
pabba okkar og voru þau tíðir gest-
ir hjá honum á Droplaugarstöðum.
Enda fannst afa að mamma og
pabbi væru fasti punkturinn í lífí
hans.
Barnabarnabörn afa voru í sér-
stöku uppáhaldi hjá honum. Alltaf
Ijómaði afi þegar þau komu til
hans og þess er skemmst að minn-
ast, þegar hann var veikur, að
þegar barnabarnabörnin komu til
hans, hvarf þreytusvipurinn af afa
og andlit hans ljómaði.
Afi gladdist alltaf með okkur
og það þurfti ekki mikið til að
gleðja hann og gera honum til
hæfís og átti hann mjög hægt með
að umgangast aðra.
Við kveðjum nú afa okkar með
söknuði í þetta sinn og þökkum
honum fyrir allt og allt.
Þrúður, Þóranna, Kristín,
Ásgerður og Björgvin Njáll.
Undirbúningur ng frnmkvæmd
gæöastjornunar í fyrirtækinm
Michael JW Gibson, ráðgjafi og framkvæmdastjóri
Juran Institute í Evrópu, sem hefur verið leiðandi
ráðgjafafyrirtæki á sviði gæðastjórnunar um langt
skeið, mun halda eins dags námskeið hér á landi
á vegum Stjórnunarféjags íslands í samstarfi við
Gæðastjórnunarfélag íslands.
Michael JW Gibson hefur starfað sem ráðgjafi í
uppsetningu gæðastjórnunarkerfa í tugum fyrir-
tækja víðs vegar um heiminn á liðnum árum. Aður
en hann hóf störf hjá Juran Institute vann hann
sem gæðastjóri hjá Ford-fyrirtækinu á albjóða-
vísu. Gibson hefur kynnst íslensku vinnuumhverfi
og hefur starfað sem ráðgjafi hjá Eimskipafélagi
íslands hf.
Efni námskeiðsins er:
1.  Gæði - stöðugar breytingar.
2.  Hvernig hugsum við okkur gæði.
3.  Gæðaumbætur - áætlanir og stýring.
4.  Ferilstjórnun gæða.
5.  Stefnumótandi áætlanir varðandi gæði.
6.  Þjálfun starfsmanna.
7.  Aðgerðaráætlun - næstu skref.
8.  Fyrirspurnir og umræður
Námskeiðið verður haldið í Höfða, Hótel Loftleið-
um, 6. nóvember nk. kl. 09.00-16.30.
Skráning fer fram í síma 621066.
SFÍ og GSFÍ verð kr. 16.800
Almennt verð kr. 19.700.
GSFI
Stíómunarfeiag íslands
Ánanaustum 15 Sfmi 621066
w
<SPseagate
stærsti framleiðandi tölvudiska í heiminum
Nýtt viðhorf
Meö tilkomu Seagate hafa
skapast ný viöhorí á íslenskum
tölvumarkaöi. Viö bjóöum verö
sem ekki hafa þekkst áður.
ST-3120 A
^107
32 KB biðminni (cache) sem gefur 9 ms.
meðalsóknartíma í vinnslu.
4 MB/ sek. gagnaflutningsgeta.
Hljóðlátasti diskurinn á markaöinum (33dB).
Smár ( 2,54 x 10,2 x 14,6 cm) en verulega knár.
VERÐ AÐEINS
28.116 « 35.004
m/vsk
láMEXlKO
' m^SJSJK,
Bs-n
Traust og örugg tölvuþjónusta í 15 ár
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56