Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						54
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTOBER 1991
Fundur um sameiningu sveitarfélaga:
Sunnlendingarjákvæð-
ir fyrir sameiningu
Skilgreina þarf vel aukin verkefni og nýja tekjustofna
Selfossi.
STERK krafa um þjónustu er aðal-
ástæðan fyrir því að fólk flyst af
landsbyggðinni. Þetta kom fram í
máli Olafar Thorarensen félags-
málastjóra á fundi sem haldinn
var á Selfossi um sameiningu
sveitarfélaga. Fundinn sóttu um
100 sveitarsljórnarmenn af Suður-
landi. Flestir þeir sem til máls
tóku voru fylgjandi sameiningu
sveitarfélaga að einhverju leyti. Á
fundinum kom fram að ein fimm
manna fjölskylda flyst af lands-
byggðinni á höfuðborgarsvæðið
að meðaltali á degi hverjum.
Á fundinum var kynnt áfanga-
skýrsla nefndar sem vann að tillögu-
gerð um æskilega skiptingu landsins
í sveitarfélög. Sigfús Jónsson for-
maður nefndarinnar sagði að þess
yrði að gæta að mynduð yrðu heild-
stæð þjónustusvæði. Fólk yrði að
vera tilbúið að laga mörk sveitar-
^^ félaganna að breyttri byggð og að
stjórnsýslumörk ríkis og sveitar-
félaga yrðu að fara saman. Hann
benti á að sem dæmi um aukin verk-
efni sveitarfélaganna við stækkun
þeirra þá gætu þau tekið við öllum
rekstri grunnskóla og hafna. Til þess
að slíkt gæti gengið upp yrðu þau
að fá tekjustofna á móti og um þau
mál ætti eftir að vinna tillögur. Hann
sagði knýjandi nauðsyn að stækka
atvinnusvæðin á hverjum stað. Fólk
sækti vinnu langt út fyrir mörk sveit-
arfélaganna   og   stækkun   sveitar-
i—^félaga kæmi í veg fyrir að mörk
þeirra hindruðu atvinnusókn fólks.
„Ef menn taka þátt í því að efla
sveitarfélögin gegn því að tekjur
þeirra og verkefni aukist er hafin
sóknarbarátta til varnar landsbyggð-
inni," sagði Sigfús. Hann sagði við-
horf gagnvart sameiningu sveitar-
félaga mun jákvæðari en áður.
Sveitarstjórnarmenn væru farnir að
hugsa um þessi mál af alvöru. Hann
sagði nauðsynlegt að taka ákvörðun
á þessu kjörtímabili um það  sem
fyrirhugað væri að gera svo unnt
væri að vinna markvisst að samein-
ingu. Hvað framkvæmdina snerti
væri litið til þess að henni lyki 1998.
Ellert Eiríksson einn nefndar-
manna sagðist hafa styrkst í þeirri
trú að efling sveitarstjórnarstigsins
væri besta leiðin til þess að styrkja
byggð í landinu. Hann nefndi sem
dæmi að í Orlando í Bandaríkjunum
væri 185 þúsund manna byggð en
aðeins 7 kjörnir sveitarstjórnarmenn.
Hann lagði áherslu á að sameining
styddi jaðarbyggðir.
Sveitarstjórnarmenn sem til máls
tóku sögðu mikilvægt að vita hver
hin auknu verkefni yrðu og þá um
leið hvaða tekjur kæmu á móti. Flest-
ir voru hlynntir því að sameina stórt
og láta sýslumörkin ráða. Gefa þyrfti
sameiningunni tíma til að komast í
framkvæmd. Endanleg ákvörðun
yrði að vera hjá sveitarstjórnunum á
hverjum stað og íbúunum.
Nokkrir sem til máls tóku lögðu
áherslu á að sameining væri ekki
lausnin á vanda landsbyggðarinnar
heldur þyrfti að auka tekjur sveitar-
félaganna. „Okkur vantar tekjur. Ég
skil ekki þá varnarbaráttu sem felst
í því að farga sjálfum sér," sagði
Magnús Finnbogason á Lágafelli.
Olöf Thorarensen félagsmálastjóri
á Selfossi benti á nauðsyn þess að
mynda stór þjónustusvæði. Slík
nauðsyn kæmi meðal annars fram í
því að fólk úr allri Árnessýslu kæmi
á skrifstofu félagsmálastofnunar
Selfoss og vildi ræða félagsleg mál.
Það velti því meðal annars fyrir sér
hvers vegna ekki væri sama þjónusta
hjá öllum sveitarfélögum. Ólöf sagð-
ist verða vör við sterka kröfu um
þjónustu og sú krafa væri aðalástæð-
an fyrir því að fólk flyttist burt.
Undir þessi orð hennar tóku nefndar-
menn sem unnu áfangaskýrsluna og
sögðu þetta koma fram í máli allra
þeirra sem stýrðu félagsþjónustu í
stærri bæjum á landsbyggðinni.
Fulltrúaráð   Sambands  íslenskra
sveitarfélaga mun álykta til félags-
málaráðherra um áfangaskýrsluna
og mögulega sameiningu sveitarfé-
laga, á aukafundi fulltrúaráðs þess
23. nóvember.
Sig.  Jóns.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Sigfús Jónsson flytur ræðu um tillögur að skiptingu landsins í sveit-
arfélög.
Fyrstu Háskólatónleikar vetrarins
FYRSTU Háskólatónleikar vetr-
arins verða í Norræna húsinu
miðvikudaginn 30. október kl.
12.30. Þá leika Sigurður Hall-
dórsson og Kristinn Órn Kristins-
son verk fyrir selló og píanó eft-
ir Benjamin Britten og Aulis
Sallinen. Ura er að ræða frum-
flutning á íslandi á verkinu
„From a Swan Song" eftir Sallin-
en, en eftir Britten verður flutt
sónata í C-dúr.
Aulis Sallinen fæddist í Finnlandi
árið 1935 og vann til tónskáldaverð-
launa Norðurlandaráðs árið 1978
fyrir óperuna „Ratsumis". From a
Swan Song er samið fyrir tilstuðlan
alþjóðlegu Paolo-sellókeppninnar,
sem haldin er í Finnlandi.
Sigurður Halldórsson lauk burt-
fararprófí frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík vorið 1985. Aðalkennari
hans var Gunnar Kvaran. Sigurður
menntaðist frekar í sellóleik erlend-
is, aðallega undir leiðsögn Raphael
Sommers.
Kristinn Örn stundaði nám við
Tónlistarskólann á Akureyri, lengst
af undir leiðsöng Philip Jenkins og
lauk þaðan lokaprófí 1977. Kristinn
Kristinn Örn Kristinsson
stundaði framhaldsnám erlendis um
nokkurra ára skeið en kennur nú
við tónlistarskóla íslenska Suzuki-
sambandsins í Reykjavík.
Háskólatónleikar verða næstu 7
Sigurður Halldórsson
miðvikudaga á sama tíma og sama
stað. Aðgangur er 300 kr. en 250
kr. fyrir handhafa stúdentaskírtein-
is.
(Úr Fréttatiikynningu)
¦ ÍSLENSKI     kiljuklúbburinn
hefur sent frá sér þrjár nýjar bæk-
ur. í kynningu útgefanda segir svo
um bækurnar: „Haustskip eftir
Björn Th. Björnsson er heimilda-
"** saga og gerist á síðari hluta 18. ald-
ar. Þar er greint frá örlögum hátt á
annað hundrað manna sem fluttir
voru með haustskipum í danskan
festingaþrældóm eða spunahús.
Slóðir þessa fólks liggja um allt ís-
land, um Kaupmannahöfn og loks
norður á Finnmörk, þangað sem allir
íslenskir fangar í Danmörku voru
fluttir nauðugir vorið 1763. Bókin
kom fyrst út árið 1975. Leikritið
Ljón á síðbuxum sem Leikfélag
Reykjavíkur sýnir nú er byggt á einni
persónu bókarinnar. Bókin er 356
bls. og prýdd fjölda teikninga eftir
Hilmar Þ. Helgason. Hneyksli eftir
japanska höfundinn Shusaku Endo
er sálfræðileg spennusaga um tvífar-
aminnið. Hún var á örskömmum tíma
metsölubók í Japan og hefur síðan
verið þýdd á fjölmörg tungumál.
Ulfur Hjörvar þýddi bókina sem er
239 bls. Suður um höfin er spennu-
saga eftir spænska höfundinn Manu-
el Vázques Motalbán. Einkaspæjar-
inn Pepe Carvalho er fenginn til að
rannsaka morðið á auðugum og list-
hneigðum miðaldra manni í Barcel-
ona. Bókin fékk Planetaverðlaunin á
Spáni árið 1979 og alþióðlegu spenn-
usagnaverðlaunin í Frakklandi árið
1981. Jón Hallur Stefánsson þýddi
bókina sem er 188 bls."
Meðal leiktækja sem komin eru
í Selið má nefna borðtennisborð,
billiardborð, fótboltaspil, bob o.
fl.
opfibelt
KÍLREIMAR
M?
REIMSKIFUR OG FESTIHOLKAR
Drifbúnaður hvers konar
er sérgrein okkar.
Allt evrópsk gæðavara. Veitum
tæknilega ráðgjöf við val á
drifbúnaði.
Það borgar sig að
nota það besta.
Þekking Reynsla Þjónusta
FALKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 814670
Selið — ný
félagsmið-
stöð í Garði
Garði,
Fyrir nokkrum dögum var form-
lega opnaður nýr viðverustaður
fyrir unga fólkið í Garðinum.
Rafn Guðbergsson formaður
æskulýðsnefndar opnaði staðinn
formlega að viðstöddum gestum.
Selið verður fyrst um sinn opið
á þriðjudögum og miðvikudögum
milli kl. 20 og 22.30, en auk þess
er stefnt að því að hafa opið á laug-
ardögum fyrir yngsta fólkið. Selinu
bárust ýmsar gjafir frá félagssam-
tökum í Garðinum. Kvenfélagið gaf
t.d 10 þúsund krónur, báðar stúk-
urnar gáfu peninga auk þess sem
þær gáfu vilyrði fyrir aukinni að-
stoð við unglingana ef þeir óskuðu
þess. Þá gáfu bæði kiwanis- og li-
onsklúbburinn vilyrði fyrir aðstoð
við kaup á tækjum í félagsmiðstöð-
ina.
Kári Steinsson, formaður nem-
endaráðs, hafði orð fyrir nemendum
og lýsti ánægju þeirra með hús-
næðið. Félagsmiðstöðin er í hús-
næði sem kennt hefir verið í undanf-
arin ár og er ætlað sem búningsklef-
ar fyrir væntanlega sundlaug.
Arnór
? < »
¦ HADEGISFUNDUR verður
haldin í Háskólanum á vegum
Rannsóknastofu í Kvennafræðum
miðvikudaginn 30. október. Inga
Huld Hákonardóttir rabbar um
Hallgerði Langbrók og lútersku eig-
inkonuímyndina, út frá rannsókn
sinni á ástum og kynlífi íslendinga
í 1000 ár. Fundurinn verður í Odda,
stofu 202, kl. 12-13. Allt áhugafólk
um kvennarannsóknir er velkomið.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56