Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1991 55 SJOSLYSIÐ VIÐ HORNAFJORÐ Aldan snerí bátnum við Guðrún RauÖarárstíg, sími 615077 -segir Snorri Einarsson sem var lokaður inni í bátnum ásamt félögum sínum í tíu mínútur eftir að honum hvolfdi „VIÐ höfðum snúið bátnum við og vorum á leið inn ósinn þegar við lentum í öldu sem sneri bátnum alveg við. Ég stóð úti á dekki en kastaðist inn í stýrishúsið og klemmdi annan fótinn í gætt- inni,” sagði Snorri Einarsson í samtali við Morgunblaðið. Hann meiddist talsvert á fæti þegar höggið reið yfir bátinn en segist hafa náð sér nokkuð vel. „Við vorum inni í bátunum í talsverðan tíma og áttum von á því strax að hann myndi sökka. Eftir talsverðan tíma fundum við að hann rétti sig aðeins og maraði á hliðinni. Það var mikill sjór í bátnum og mikill kuldi og svo vor- um við alltaf að reka okkur í og fá rafmagnsstuð. Við fórum svo út um glugga á bakborðshlið. Við höfðum skipulagt hvemig við ætt- um að fara út úr bátnum og fór Stefán fyrstur og ég næstur en ég festist í gatinu og var í nokk- urn tíma að losa mig. Mér tókst svo að komast út og synda frá og hékk í björgunarhring smástund. Guðni og Haukur komu næstir en Óskar flækti sig í spotta en tókst þó að losa sig. Eg sá aldrei skips- manninn sem var með okkur inni í bátnum koma upp. Hann hafði róað okkur á meðan við vorum inni í bátnum þannig að við vorum farnir að anda rólega. Hinn mann- inn sá ég aldrei eftir að brotið reið yfir,” sagði hann. bfll sótti hina tvo. Annar þeirra var skorinn á höfði en hinn var orðinn mjög máttfarinn,” segir hann. Hann bætti því við, að áður en þeir fóru frá Höfn um hádegið höfðu þeir fengið kennslu í með- ferð björgunarbáta og annars björgunarbúnaðar og því hefðu þeir vitað hvernig þeir áttu að bregðast við. „Ég var skjálfandi, bæði af kulda og hræðslu, en þegar ég komst inn í björgunarskýlið tók ég að róast. Mér leið illa í fætinum sem er bólginn en ég reyndist þó ekki vera brotinn. Auk þess er ég marinn á lærinu en mér hlýnaði mjög fljótt,” sagði hann. Okkur tókst að losa gúmbjörg- unarbátinn að framan og blása hann upp. Tveir okkar komust í bátinn þegar brotsjór gekk yfir svo að honum hvolfdi en J)eim tókst að komast úr honum. Eg kallaði á þá og sagði þeim að reyna að synda í land. Þá hafði okkur rekið tals- vert langt austur eða alveg upp undir Þinganesskerin. Við svöml- uðum í sjónum í að minnsta kosti hálftíma og ég hugsa að það hafí verið að minnsta kosti 50-60 metr- ar til lands frá bátnum. Það sveim- aði flugvél yfir okkur og ég veif- aði eins og ég gat á meðan ég var að reyna að ná landi,” sagði hann. „Við soguðumst nokkrum sinn- um út áður en okkur tókst að ná landi. Ég kom fyrstur í land og næstur kom Stefán. Óskar var al- veg orðinn máttlaus og hljóp ég til hans og mér tókst að draga hann upp á sand eftir talsverða baráttu en þá voru björgunarsveit- armennirnir komnir og tóku við honum. Við þurftum svo að ganga í björgunarskýlið þar sem við vor- um strax settir í kojur í smástund. Ég fór svo ásamt Stefáni og Guðna í lóðsinum upp á bryggju en sjúkra- Nýjar sendingar frá ^tfUC crxvdtsia/flá komnar Stóð varla í fætuma, þegar ég kom í land, ég var svo dofinn - segir Stefán Rósar Esjarsson sem tókst að komast fyrstur út úr bátnum „VIÐ ætluðum að taka einn hring í ósnum þegar kom brot að framan og svo annað á hliðina og við það hvolfdi bátnum. Við vorum allir inni í stýrishúsi og læstumst inni,” segir Stefán Rósar Esjarsson sem er 15 ára gamall. Hann slapp án meiðsla en segist hafa verið orðinn mjög þrekaður og dofinn af kulda þegar drengjunum fimm tókst að komast í land eftir að um 45 mínútur voru Iiðnar frá því að bátnum hvolfdi. Hann var kom- inn á heimili sitt síðdegis og var óðum að ná sér en leynir því ekki að þetta hafi verið átakanlegri reynsla en orð fá lýst. „Við fórum út um hádegi og höfðum verið að fara yfir björg- unarbúnaðinn. Þetta gerðist á svipstundu og maður áttaði sig ekki strax á að báturinn myndi sökkva. Það flæddi svo sjór inn í bátinn en við vorum lokaðir þarna inni í um tíu mínútur. Við fundum síðan að báturinn var aðeins farinn að rétta sig og sáum við þá ljósglætu úr glugga- num. Ég beið smástund, opnaði svo glugga og fór út og hinir á eftir. Við leystum björgunarbátinn en hann blés ekki alveg út og ég þurfti að rífa hann í sundur því hann opnaðist ekki alveg sjálfur. Mér tókst að blása hann aðeins út en svo reið brot yfir og þá skolaðist hann í burtu og upp á land. Við héngum á kjöln- um í nokkra stund en urðum svo að koma okkur í land. Einn okk- ar var í flotgalla en við hinir í björgunarvestum, þau björgðuðu okkur alveg. Við höfum sennilega verið um þijú kortér í sjónum. Það var mikill sjór í bátnum allan tímann á meðan við vorum þar inni,” sagði hann. „Við skipu- lögðum það aðeins á meðan við vorum inni í bátnum hvernig við ætluðum að komast út.” Hann segir að skipstjórinn hafi horfið sjónum þeirra þegar brotið reið yfir bátinn en hinn maðurinn hefði verið með þeim inni í bátnum en þeir vissu ekki hvort hann hefði komist út. „Þetta var mikið högg og það var mikil mildi að maður skyldi ekki hafa rotast þegar það gekk yfír,” sagði Stefán. . Hann telur að báturinn haff*'1' verið um 50 metra frá landi þeg- ar þeir yfirgáfu hann en hafði þá rekið austur með ströndinni. „Það er erfitt að gera sér grein fyrir fjarlægðinni. Við sáum ekki í land því það var það mikið brim,” sagði hann. „Það var mjög erfitt að kom- ast í land. Brotin gengu yfir og manni svelgdist á. Þegar við náð- um fótfestu skolaði okkur aftur út. Þegar okkur tókst að komast upp á land stóð ég varla í íæ-- turna, ég var svo dofinn. Við vorum komnir svolítið upp í fjör- una þegar björgunarmennimir komu að okkur. Farið var með þrjá okkar á báti inn til Hafnar og á heilsugæslustöðina en hinir fóru með sjúkrabíl.” Reyndi að halda ró minni allan tímann - segir Haukur Margeir Hauksson „VIÐ vorum að stýra út úr ósnum þegar skipstjórinn sneri bátnum. Þegar aldan velti bátnum við stóð ég í dyrunum og við köstuðumst inn í bátinn og lokuðumst inni,” sagði Haukur Margeir Hauksson, en hann er 15 ára gamall. Hann skarst illa á höfði þegar bátnum hvolfdi, marðist á brjóstkassa og fótum og sagðist eiga erfitt með andardrátt. Eftir læknisskoðun fékk hann þó að fara heim til for- eldra sinna. „Okkur tókst að komast út rétt áður en skipið sökk. Það mátti ekki tæpara standa. Okkur tókst að blása upp gúmbjörgunarbát en misstum hann og þurftum allir að synda í land. Við höfum verið að minnsta kosti 20 mínútur til hálf- tíma að komast að landi og þá var einn okkar nánast búinn að missa meðvitund,” sagði Haukur í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann segir að þeir hafi allir reynt að halda stillingu sinni. „Við reynd- Austuríjörutangi ^ / Þinganessker Hornafiardarós um að skipuleggja þetta eins og við gátum. Sjórinn náði okkur í mitti og báturinn fylltist svo þegar okkur tókst að komast út. Við sáum aldr- ei annan skipsmanninn en hann hafði verið inni með okkur en komst aldrei út. Það var mikill vindur og bræla þegar þetta gerðist og við vorum næstum drukknaðir í öldu- ganginum þegar við vorum að reyna að komast í land,” sagði hann. Haukur sagði að honum hefði ekki farið að hlýna fyrr en hann Skólabáturinn Mímir fékk á sig brot, valt á hliðina og sökk í Hornafjarðarósi um miðjan dag í gær. var kominn í sjúkrabílinn sem kom á staðinn skömmu eftir að þeir voru komnir í sjúkraskýlið. „Ég er ekki vanur á sjó en hef þó áður farið á sjó. Ég reyndi að halda ró minni allan tímann og sem betur fer tókst okkur það öllum. Ég trúi því að það hafi bjargað okkur,” sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.