Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32r
M0RGUNBLA$K> MIÐVIKUPAqURi30. QKTÓBER; 1991;
Minning:
Hjálmar Vilhjálms-
son fyrrv. ráðherra
Þegar við kveðjum okkar góða
vin Hjálmar Vilhjálmsson, fyrrver-
andi bæjarstjóra, bæjarfógeta og
ráðuneytisstjóra, minnist ég ein-
stakrar gestrisni og vináttu þeirra
Hjálmars og hans yndislegu konu,
Sigrúnar, er við dvöldum á Seyðis-
fírði nokkra mánuði veturinn 1931.
, Hjálmar og maðurinn minn voru
bekkjarfélagar í MR. Útskrifuðust
stúdentar vorið 1925, báðir úr
stærðfræðideild. Eftir að maðurinn
minn lauk prófi frá HÍ í febrúar
1931 og við höfðum gift okkur í
mars lá leiðin austur á Seyðisfjörð
þar sem hann var „vikar" í nokkra
mánuði. Við fórum með Nóru norð-
ur fyrir land í vitlausu veðri og aldr-
ei hef ég verið eins hrædd, það
hrikti og brakaði í öllu skipinu. Þar
að auki vorum við í sóttkví í Iitlum
klefa vegna inflúensu sem gekk
syðra og Seyðfirðingar kærðu sig
ekki um að fá austur. En gott var
að komast í lognið á Seyðisfírði,
þessum fallega bæ með menningu
á háu stigi. Okkur var heldur ekki
í kot vísað, þar beið okkar hús
Egils læknis og frábær ráðskona.
Þetta var mesta lúxuslíf sem ég hef
átt um ævina.
Eftir nokkra daga vorum við laus
og þá var haldið heim til bæjar-
stjórahjónanna, Sigrúnar og Hjálm-
ars, sem bjuggu í mjög fallegu og
stóru rauðu húsi. Móttökur þeirra
voru ógleymanlegar. Ég held að við
höfum komið þangað daglega þar
eftir, reyndar voru þau með útvarp,
en við ekki, það var þó ekki það,
heldur hjónin sjálf sem löðuðu okk-
ur að sér. Það var ekki verið að
tylla sér niður við eldhúsborðið til
að drekka kvöldkaffíð — nei — allt-
af var sest að veisluborði með stíf-
uðum, útsaumuðum dúkum. Enda
var Sigrún sú allra myndarlegasta
húsmóðir sem ég hef kynnst.
Síðan skildu leiðir. Við fluttum
vestur á fírði og sambandið rofn-
aði. Þó gerðist það ánægjulega að
Hjálmar heimsótti okkur vestur í
Tungudal í litla sumarhúsið okkar.
Var hann þá orðinn ráðuneytisstjóri
en alltaf sami góði drengurinnn.
Eftir fleiri áratugi fluttum við suður
og alltaf sagði ég við dætur mínar:
„Eg þarf að fá þau elskulegu hjón
Sigrúnu og Hjálmar heim til okk-
ar." En það dróst og dróst þar til
pað var orðið of seint. Þó var það
ýmislegt sem truflaði þrátt fyrir
góðar áætlanir. Kannski bara
ódugnaður í mér.
Elsku Sigrún, fyrirgefðu og
hjartans þakkir til ykkar fyrir
gömlu góðu dagana sem við áttum
á ykkar heimili. Þú átt alla mína
samúð.
J.B.I.
Hann afi Hjálmar er nú farinn
frá okkur. Hann lést á Landspítal-
anum 19. október sl.
Það er einmanalegt til þess að
hugsa að stundirnar með honum
verði ekki fleiri og amma mín sé
orðin ein eftir. En á stundum sem
þessum rifjast upp ógleymanlegar
minningar frá þeim tíma er ég var
svo lánsöm að dvelja hjá ömmu og
afa í Drápuhlíð. Samband þeirra,
sem var einstakt, einkenndist af
mikilli virðingu, ást og umhyggju
fram á síðasta dag og þekki ég
enga hliðstæðu þess. Þau gáfu okk-
ur barnabörnunum ómældan tíma
og kenndu okkur svo margt, auk
þess voru þau svo göfug fyrirmynd.
Ég gleymi seint þeim stundum þeg-
ar ég sat í fanginu á afa og hlust-
aði á sögurnar hans, sem geisluðu
af lífi og kímni.
Eitt sinn skildi ég dúkkuna mína
eftir hjá þeim og þegar ég vitjaði
hennar næst voru rúsínur í bleiunni
og hún blaut. Afi stóð álengdar og
stríðnin skein úr andlitinu. Hann
sagði að þetta væri nú engin með-
ferð á litla barninu.
Síðstu árin var afi meira og
minna bundinn við stólinn sinn og
göngutúrarnir hans urðu sífellt
færri, en fjórum sinnum á dag gekk
hann á svölunum 200 m í senn.
Þetta lýsir eljunni og aganum, sem
prýddi þennan merka mann og þó
líkaminn gæfi sig alltaf meir og
meir, sló hann öllum við hvað varð-
ar minni og vitsmuni.
Ég er þakklát fyrir það sem hann
kenndi mér og megi Guð varðveita
hann á þeim brautum, sem hann
nú fetar.
Ég bið Guð að gefa elsku ömmu,
mömmu minni, Helga, Vilhjálmi og
Lárusi styrk.
Lára Gyða
Það eru ljúfar bernskuminning-
arnar úr húsi afa míns og ömmu í
Drápuhlíð 7. Þar var maður vafinn
svo mikilli ást og svo mikilli hlýju
að öryggistilfinningin var fullkom-
in. Þetta var lifandi heimili, fullt
af kærleik og gjafmildi. Enda var
gestagangurinn svo mikill að helst
má líkja við aðsókn að vinsælu
kaffihúsi. Innan þessara veggja
veitti höfðinginn hún amma mín af
svo miklum myndarskap og af svo
mikilli gleði og ánægju, að orð fá
ekki lýst. Við sem upplifðum það,
geymum það í minningunni.
Ein af fyrstu minningunum um
afa minn, var að ég var með frekju
og yfirgang. Hann var á leiðinni í
golf, bendir mér á mynd af sjálfum
sér og segir: „Þú skalt fylgjast vel
með kallinum á myndinni gæskur.
Ef þú ert óþekkur, þá grettir hann
sig." Fleiri voru þau orð ekki. Ég
steinhætti öllum fíflalátum og
horfði skíthræddur á myndina. Mér
var illa við þessa mynd fram eftir
aldri. Þetta er bara lítið dæmi um
hans magnaða húmor, hans fáguðu
stríðni og hans hnitmiðuðu orð.
Þegar ég var fimm ára fór ég með
mömmu á skrifstofuna til afa. Þetta
var stór og virðuleg skrifstofa,
bókahillur fullar af bókum huldu
veggina, stórt virðulegt skrifborð
og á borðinu lá stór og vandaður
bréfahnífur. Mér varð strax star-
sýnt á hnífinn og spurði afa minn
hvað hann gerði með hnífinn. „Ég
drep ljótu kallana með honum,"
sagði hann. Svo greip hann hnífinn
og sýndi mér með tilbrigðum aðfar-
irnar á skrifstofugólfinu. Að sýn-
ingunni lokinni spurði ég. „Hvað
gerir þú svo við kallana þegar þú
ert búinn að drepa þá?" Stelpurnar
frammi sjá um það sagði afi og
hélt svo áfram að tala við mömmu.
Þegar við mamma komum fram
hljóp ég strax í afgreiðsluna og
hrópaði „Hvað gerið þið við kallana
sem hann afi drepur?" Stúlkurnar
svöruðu að bragði. „Við hendum
þeim í ruslatunnurnar."
En afi miðlaði mér miklu meiru
en stríðni og prakkaraskap. Hann
var heiðarlegasti, samviskusamasti
og greindasti maður sem ég hef
nokkurn tíma kynnst. Afstaða hans
til samfélagsins og skilningur hans
á sameiginlegum hagsmunum þjóð-
arinnar var einstakur. Hann lék á
als oddi þegar hann borgaði háa
skatta. Þá var hann að leggja sam-
félaginu Iið.
Reglusemi hans og samviskusemi
kom svo skemmtilega í ljós sl. vet-
ur. Einhverra hluta vegna gleymd-
ist að borga áskriftargjald Ríkisút-
varpsins og mánuði seinna fengu
gömlu hjónin sendan tvöfaldan gíró-
seðil með áföllnum dráttarvöxtum.
Fyrir Hjálmar Vilhjálmsson var
þetta áfall. Hann hafði ekki áður
borgað dráttarvexti.   •
Fyrir mig var afí minn ótæmandi
viskubrunnur. Hann hafði svo
skarpa greind alveg fram í andlá-
tið, þótt Iíkaminn væri gjörsamlega
búinn, að aldrei sló út í fyrir hon-
um. Mikið er ég þakklátur fyrir að
hafa fengið að kynnast þessum
manni. Minningarnar um samveru-
stundirnar eru svo fullar af þakk-
læti. En samverustundirnar sem
ekki urðu vegna ímyndaðs tímaleys-
is eru svo fullar af söknuði. Guð
blessi góðan dreng og guð blessi
hana ömmu mína, sem núna eins
og svo oft áður sýnir styrk sinn og
hetjuskap.
Oskar Bergsson
Að kvöldi 10. febrúar 1958 kom
fámennur hópur áhugafólks saman
á einkaheimili hér í borginni til
þess að ræða ýmsar úrbætur í
málefnum vangefins fólks og kanna
hugsanlega félagsstofnun því til
aðstoðar. í þessum hópi var Sigrún
Helgadóttir, eiginkona Hjálmars
Vilhjálmssonar, sem hér er minnst.
Á næsta fundi var hafínn undir-
búningur að stofnun félags, sem
fékk heitið Styrktarfélag vangef-
inna. Þangað kom Hálmar með
konu sinni — þau voru samhent um
flest. Hann tók að sér að semja lög
félagsins. Þau lög eru enn í gildi
óbreytt að mestu, stuttorð og gagn-
orð, og gerð af mikilli framsýni,
enda var maðurinn lögfræðingur
og manna reyndastur í samningu
lagabálka varðandi trygginga- og
félagsmál. Þessu til áréttingar er
hér birt sú grein laganna, er fjallar
um tilgang félagsins:
„Tilgangur félagsins er að vinna
að því;
a)   að komið verði upp nægum
og viðunandi hælum fyrir vangefið
fólk, sem nauðsynlega þarf á hælis-
vist að halda,
b)  að vangefnu fólki veitist
ákjósanleg skilyrði til þess að ná
þeim þroska, er hæfileikar þess
leyfa,
c)  að starfsorka vangefins fólks
verði hagnýtt,
d)  að einstaklingar, sem kynnu
að vilja afla sér menntunar til þess
að annast vangefið fólk njóti ríflegs
styrks í því skyni."
Stofnfundur félagsins var hald-
inn 23. mars, aðeins 6 vikum eftir
fyrsta umræðukvöldið. Þá var
Hjálmar kosinn formaður og gegndi
því starfi í 17 ár samfleytt jafn-
framt erilsamri vinnu sem ráðu-
neytisstjóri í félagsmálaráðuneyt-
inu, fjölmörgum nefndarstörfum og
vinnu í þágu Öryrkjabandalags ís-
lands, sem var stofnað 1961.
Það var ómetanlegt fyrir ungt
félag að fá slíkan mann til forystu.
Hann átti greiðan aðgang að ráð-
herrum, landlækni og öðrum foryst-
umðnnum þjóðarinnar og var
þekktur fyrir vammlaus embættis-
störf og yfirgripsmikla þekkingu á
félags- og tryggingamálum. Á
fyrsta stjórnarfundi félagsins sem
haldinn var daginn eftir stofnfund-
inn var farið að leita leiða til fjáröfl-
unar. Þar var rædd tillaga um að
fá ákveðið gjald af hverri öl- og
gosdrykkjaflösku seldri í landinu,
og fékk hún meðbyr. Hjálmar tók
að sér að tala fyrir þessu máli við
stjórnvöld, og að hans ráði hélt
Styrktarfélagsstjórnin fljótlega
fund með fulltrúum allra stjórnmál-
aflokka, sem þá áttu sæti á Al-
þingi, og var málið kynnt þar.
Styrktarsjóður vangefinna var
stofnaður með lögum 1. júlí rúmum
þrem mánuðum eftir að félagið var
stofnað. Þessi sjóður stóð svo undir
nær öllum framkvæmdum næstu
22 árin, en þá tók við Framkvæmd-
asjóður þroskaheftra og öryrkja.
Með stofnun Styrktarsjóðsins hófst
því sú uppbygging, sem stendur
enn.
Þegar Hjálmar minntist síðar á
ævinni á þessa sjóðstofnun og þann
vörð, sem þurfti að hafa um sjóðinn
vegna sífelldra verðhækkana og
ásælni annarra hópa, þá sagði hann
jafnan, að það hefði verið lán okkar
að eiga skilningsríka ráðherra, al-
þingismenn og landlækna, sem
veittu okkur brautargengi. Ekki vil
ég gera lítið úr því hrósi, þó okkur
finnist nú að það hafi verið okkar
lán að eiga Hjálmar til að tala við
ráðmennina.
Hann var ákaflega stefnufastur
maður, — „prinsipmaður" eins og
stundum er sagt á vondri íslensku.
Okkur þótti hann stundum ein-
strengingslegur um of, og það var
ekkert áhlaupaverk að fá hann til
að skipta um skoðun. Samt var
hann bæði réttsýnn og sanngjarn í
flestu tilliti. Og hann átti það til
að bregða á gaman, ekki síst, þeg-
ar fagnað var góðum áföngum á
vegferð Styrktarfélagsins.
Eg sagði fyrr, að Hjálmar hafði
verið vammlaus maður og er ekki
ofsögum sagt af því. Ég get nefnt
sem dæmi, að hann hafði af því
umtalsverðar áhyggjur, þegar synir
hans, arkitektarnir Helgi og Vil-
hjálmur, voru fengnir til þess að
teikna nokkrar af þeim byggingum,
sem Styrktarfélagið og Oryrkja-
bandalagið stóðu að, s.s. aðalbygg-
inguna og sundlaugina í Skálatúni,
endurhæfingar- og þjálfunarstöðina
í Bjarkarási við Stjörnugróf og stór-
hýsi ÖBÍ í Hátúni 10. Hann hélt,
að fólk kynni að gruna hann um
að misnota aðstöðu sína og var
vægast sagt tregur til að sam-
þykkja þessar ákvarðanir.
Hjálmar var varaformaður hús-
sjóðs Öryrkjabandalagsins frá
stofnun hans 1966 og allt til ársins
1986. Oddur Ólafsson læknir var
formaður frá sama tíma og til
dauðadags í ársbyrjun 1990. Um
starf Hjálmars í þeirri stjórn sagði
Tómas Helgason yfirlæknir og nú-
verandi formaður sjóðsins í ávarpij
er hann flutti á 30 ára afrnæli ÖBÍ
á sl. vori: „Ekki er á neinn hallað
þó að getið sé sérstaklega atfylgis
annars manns, sem einnig var í
fyrstu stjórn hússjóðs, Hjálmars
Vilhjálmssonar ráðuneytisstjóra.
Hugkvæmni Odds og holl ráð
Hjálmars voru í raun höfuðstóll
sjóðsins." (Fréttabréf ÖBÍ, 2. tbl.
1991.) Þetta er vel mælt og hverju
orði sannara.
Starfið í hússjóðsstjórninni var
það síðasta, sem Hjálmar vann að
félagsmálum, enda kominn yfir
áttrætt, þegar hann hætti þar.
En til hinstu stundar fylgdist
hann grannt með störfum þar, og
þá ekki síður hjá Styrktarfélaginu.
Hann gladdist yfir hverjum áfanga,
og til allrar hamingju sá hann
árangur erfiðis síns bera ríkulegan
ávöxt.
í viðtali sem Margrét Margeirs-
dóttir, nú deildarstjóri í félagsmála-
ráðuneytinu, átti við hann á 20 ára
afmæli Styrktarfélagsins 1978,
spyr hún: „Hverjir eru að þínu
mati stærstu áfangar, sem náðst
hafa í málefnum vangefinna á sl.
tveim áratugum?" Hjálmar svarar:
„Það er tvímælalaust sú viðhorfs-
breyting, sem hefur átt sér stað í
þjóðfélaginu. Almenningur lítur allt
öðrum augum á vangefið fólk í dag
en áður. Fólk veit orðið meira um
þetta og er ekki eins fordómafullt
og áður." (Afmælisrit Styrktarfé-
lags vangefinna 1978.) í þessu við-
tali eins og öllum öðrum minnist
hann varla á sjálfan sig og sín störf,
en leggur ríka áherslu á þann þátt,
sem ráðamenn og þá ekki síður al-
menningur, hafa átt í þeim breyt-
ingum sem orðið hafa til betri veg-
ar og á velvild og skilning varðandi
fjáröflun og baráttu félagsins.
Hann var til hinsta dags okkar
sómi, sverð og skjöldur eins og sagt
var um annan mikilhæfan forystu-
mann okkar íslendinga.
Við minnumst hans nú með virð-
ingu og þökk. Við reynum enn sem
fyrr að sofna ekki á verðinum, en
keppa enn að því marki, sem hann
setti sér og okkur, þegar hann skil-
greindi tilgang félagsins fyrir nærri
34 árum.
Sigrúnu konu hans, börnum
þeirra og öðrum vandamönnum
færum við innilegar samúðarkveðj-
ur.
F.h. Styrktarfélags vangefinna,
Sigríður Ingimarsdóttir.
Hjálmar Vilhjálmsson, fyrrum
ráðuneytisstjóri og sýslumaður, lést
á Landspítalanum 19. október sl.
eftir stutta legu þar. Hann var fædd-
ur 16. júlí 1904 á Hánefsstöðum í
Seyðisfirði. Hann varð því 87 ára
gamall. Foreldrar hans voru Vil-
hjálmur Árnason, útvegsbóndi á
Hánefsstöðum, og Björg Sigurðar-
dóttir, kona hans, en þau bjuggu þar
stórbúi. Vilhjálmur afí minn var son-
ur Árna Vilhjálmssonar, bónda á
Hofi í Mjóafirði, en Björg amma,
dóttir Sigurðar Stefánssonar, bónda
á Hánefsstöðum.
Þegar Hjálmar yar að alast upp
voru mikil umsvif á Hánefsstöðum.
Húsakynni voru stórt og reisulegt
íbúðarhús, vel búið inni miðað við
þá tíma, svo og myndarleg og vel
gerð útihús. Niður við sjóinn stóðu
fiskverkunarhús, beitingaskúrar og
stórt geymsluhús. Þar var allstórt
íshús og smiðja, og bryggja fyrir tvo
til þrjá dekkbáta og legufæri á vík-
inni. Að sjálfsögðu var allur afli full-
verkaður á staðnum. Afi gerði jafnan
út marga báta, fyrst róðrarbáta og
síðar bættust við vélbátar. Þaðan
voru og gerðir út stærri bátar. Rán,
43 tonna bátur, sem fórst í Horna-
fjarðarósi í fárviðri árið 1925, en
Árni, faðir minn, var formaður.
Mannbjörg varð. Síðar Faxi, 57
tonna bátur, sem Þórhallur, yngsti
bróðirinn, var formaður á.
Þá var og verulegur landbúskapur
á Hánefsstöðum. Fjölskyldan var
æði fjölmenn. Það voru fimm bræður
og tvær systur, sem öll eru nú látin.
Elstur var Sigurður, kaupfélags-
stjóri og síðar bóndi á Hánefsstöð-
um. Faðir minn, Árni, útvegsbóndi
og síðar erindreki Fiskifélags Islands
og skipaeftirlitsmaður. Hermann,
útvegsbóndi og síðar skipaaf-
greiðslumaður á Seyðisfirði, og erin-
dreki Fiskifélags íslands, Þórhallur,
skipstjóri og síðar hafnarstjóri í
Keflavík, og Hjálmar var yngstur.
Systurnar voru Sigríður, húsfreyja,
búsett á Egilsstöðum, og Stefanía,
lengi skrifstofustúlka hjá sýslu-
mannsembættinu á Seyðisfirði og
síðan hjá Olíufélaginu hf. í Reykja-
vík. Þá var og fóstursonurinn, Vil-
hjálmur Emilsson, vélgæslumaður á
Egilsstöðum. Systkinin ásamt skyld-
uliði unnu á yngri árum meira og
minna við útgerðina og búskapinn.
Vegna mikilla umsvifa var Hánefs-
staðaheimilið mjög fjölmennt, eink-
um á sumrum, þá allt upp í 50—60
manns. Allt snerist um atvinnulífið
til sjós og lands.
í þessu umhverfi ólst Hjálmar upp
og það mótaði að sjálfsögðu viðhorf
hans. Hann var við heyskap á sumr-
in, en vandist þó nokkuð sjávarstörf-
um jafnhliða. Snemma bar á frábær-
um gáfum Hjálmars og gekk hann
menntaveginn eins og það var kall-
að. Hann tók gagnfræðapróf utan-
skóla við menntaskólann og lauk
stúdentsprófi árið 1925 með hæstu
einkunn. Ég hygg að uppáhalds-
námsgrein Hjálmars í menntaskóla
hafi verið stærðfræðin. Hann var
mjög töluglöggur maður og ná-
kvæmur í öllu. Þaðan lá leiðin í lög-
fræðideild Háskólans. Alla tíð stund-
aði Hjálmar nám af mikilli samvisku-
semi eins og honum var í blóð bor-
in. Hann tók því lögfræðipróf vorið
1929 með miklum glæsibrag. Hugur
Hjálmars stefndi austur á land og
hóf hann þegar að loknu háskóla-
námi störf sem fulltrúi sýslumanns
Norður-Múlasýslu og bæjarfógeta á
Seyðisfirði.
Áður en lengra er haldið ber að
geta mesta gæfuspors, sem Hjálmar
sté á lífsleiðinni. Þegar hann kom
austur að loknu embættisprófi kom
unnusta hans með honum og þau
gengu í heilagt hjónaband á Hánefs-
stöðum 12. apríl 1930. Eftirlifandi
kona Hjálmars, Gyðriður Sigrún
Helgadóttir, smiðs á Fossi á Síðu
Magnússonar og konu hans Gyðríðar
Sigurðardóttur, er einhver ágætasta
kona, sem ég hef nokkru sinni
kynnst, fágæt mannkostamann-
eskja, elskuð og virt af öllum. Þau
hófu búskap í gamla pósthúsinu,
rétt við Fjarðarána á Seyðisfirði, en
fluttu fljótlega inn á Ölduna og
keyptu húseignina Vesturvegi 8 og
bjuggu þar æ síðan meðan þau voru
á Seyðisfirði. Sýslumannsheimilið
var rómað fyrir myndarskap. Það
stendur á fallegum stað í miðju þó
nokkru túni, en þau hjónin höfðu
jafnan dálítinn landbúskap til heim-
ilisnota. Þarna var sýslumannsemb-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44